Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 31
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Umræða 31 20 atriði um lægri skatta og velferð Skilaboð ríkisstjórnarinnar eru góð fyrir heimili og fyrirtækin Þ að er ágætt að fara með bætta stöðu heimila og fyrir- tækja inn í sumarið og skoða 20 jákvæð atriði sem ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur komið í verk. Ríkisstjórnin lagði upp með það að lækka álögur á heimilin og at- vinnulífið í landinu. Það hefur tek- ist og ríkisstjórnin hefur beygt inn á þá leið sem lofað var og sýnt á spilin en mörg tromp eru enn á hendinni sem spilað verður út á kjörtímabilinu. Ríkisstjórnin skilaði fyrstu halla- lausum fjárlögum í 4 ár sem eru afar mikilvæg skilaboð um bætta fjár- hagsstjórn í landinu. Á næstu árum skapast svigrúm til að greiða niður 400 ma. gat á fjárlögum síðustu ára og lækka skuldir ríkisins. Það mun takast ef við höldum áfram á sömu braut og komum stóru tækifærun- um í atvinnulífinu í gang. Lækkun skatta á einstaklinga um 5.000 milljónir þótti mörgum ekki mikil lækkun, en í því ljósi að fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði áfram að hækka skatta voru skila- boðin skýr og áfram verður haldið með skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki. Ósanngjarn auðlegarskattur sem fyrst og fremst lagðist á eldra fólk verður ekki framlengdur og fyrsta skrefið í lækkun tryggingar- gjalds um 1.000 milljónir er vís- bending um að á kjörtímabilinu verði það lækkað um 4.000 millj- ónir. Þá stóð ríkisstjórnin fyrir lækkun veiðigjalda en í ár eru veiðigjöld áætluð 8.000 milljón- ir en fyrri ríkisstjórn hafði áætlað 18.000 milljónir í veiðigjöld á ár- inu 2014. Þetta gerir lækkun skatta um 25.000 milljónir. Þá eru ótaldar gjaldskrárlækkanir tengdar kjara- samningum sem eru að koma frá þinginu og lög verða samþykkt á Alþingi fyrir þinglok sem tryggja 150.000 milljóna króna lækkun á skuldum heimilanna með bland- aðri leið sparnaðar og niðurfærslu höfuðstóls. Einu aðilarnir sem skattar hafa verið hækkaðir á eru slitastjórnir föllnu bankanna og fjármálafyrir- tæki og greiða þau 20.000 milljónir á ári og verða þeir fjármunir nýtt- ir til að lækka skuldir heimilanna eins og fram hefur komið. Hefur einhver á móti því? Dregið var úr skerðingum bóta ellilífeyrisþega og öryrkja og frí- tekjumark hækkað úr 490.000 á ári í um 1.100.00 og nú geta bóta- þegar unnið sér inn aukalega 109.000 kr. á mánuði án þess að skerða bætur. Kostnaður vegna þessa nemur 8.000 milljónum á ár- inu 2014 auk þess sem 10.000 millj- ónir voru settar í heilbrigðiskerfið og við ætlum ekki að staðnæmast þar. Endurreisn heilbrigðisþjón- ustunnar á landsbyggðinni og bætt aðstaða Landspítalans eru næstu verkefni. Það eru jákvæð teikn á lofti, hagvöxtur er 3,3%, aukinn áhugi erlendra fjárfesta á landinu, það er eftirspurn eftir nýju íbúðar- húsnæði og fleiri flytja til lands- ins en frá því. Endurskoðun virð- isaukaskattsins er hafin þar sem einföldun er höfð að leiðarljósi, bætt innheimta og fækkun undan- þága. Við ætlum að halda áfram á leið lægri skatta, aukins kaupmátt- ar og velmegunar í samfélaginu. Bæta heilbrigðiskerfið, skólana og einfalda umgjörðina og reglu- verkið um atvinnulífið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks er á réttri leið. n Ásmundur Friðriksson alþingismaður Kjallari Þ að fór ekki framhjá mörgum þegar Jón Gunnar Geirdal, markaðsmaður Íslands númer eitt, reyndi að sannfæra þjóð- ina um að hún ætti að læra sölu- mennsku af Jordan Belfort, einum frægasta svikahrappi heims. „Saga Belforts er víti til varnaðar,“ sagði Jón Gunnar meðal annars í kynningar- átakinu, þar sem hann reyndi að selja sölumönnum að þeir ættu að læra að selja af manni sem seldi grunlausu fólki verðlaus hlutabréf. Hér eru fleiri fyrirlestrar sem Jón Gunnar gæti flutt þjóðinni. 1 Sýndu tryggð í skini og skúrum Júdas Ískaríot ræðir um leiðir til að auka tryggð og traust. Hann kennir okkur gildi bróður- kærleika umfram silfurpeninga, en saga Júdasar er víti til varnaðar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara að læra af. Verð: 30 silfurpeningar í fremstu röð. 2 Virðing kvenna Hvernig eiga konur að hámarka sjálfsmynd sína? Hvernig eiga karlmenn að hætta að hlutgera konur og hámarka virðingu fyrir þeim? Hugh Hefner, eigandi Playboy, hefur langa reynslu af því að höndla kvenkynið, sem margt má læra af. Hann kennir hvernig sýna megi konum framúrskarandi framkomu og leiðrétta kynjamót- andi áhrif nútímasamfélagsins með því að beita línulegri jafnréttistækni. Ath. hefur verið flutt úr Hörpu á Goldfinger vegna óvæntrar aðsóknar Verð: Sýna brjóstin við inn- ganginn. 3 Það er ferðin, en ekki áfangastaðurinn Flugfarþeginn Guð- mundur Karl kennir fólki að njóta ferðalags lífsins í staðinn fyrir að fixera á áfangastaðinn. Hann deilir sjö venjum farsælla ferðalanga og hvernig hámarka megi jákvæða hugsun. Guðmund- ur hefur dýpri reynslu en aðrir af erfiðum ferðalögum, en hann komst í heimsfréttirnar þegar hann var límdur fastur við farþegasæti eftir að hafa sýnt frávikshegðun í millilandaflugi. Óhætt er að mæla með fyrirlestrinum fyrir alla sem vilja öðlast hamingju meðan á samgöngum stendur. Verð: 50 þúsund flugpunktar. 4 Hámarkaðu ástina Viltu elska maka þinn meira? Golfar- inn Tiger Woods kennir fólki að hámarka ást sína. Sjálfur hefur Tiger ómetanlega reynslu í ástamál- um og má segja að fáir hafi elskað meira en hann. Saga hans af því þegar hann hélt fram hjá eigin- konu sinni, Elin Nordegren, með tólf öðrum konum er ómetanlegt víti til varnaðar sem góðir eiginmenn eða kærastar ættu ekki að láta fram hjá sér fara að læra af. Verð: Tökum við öllu gulli, gift- ingar- og trúlofunarhringjum. 5 Ertu þinn eigin sjálfsstjóri? Rob Ford, borg- arstjóri Toronto, kennir fólki að taka stjórnina á eigin lífi. Hann kennir byltingarkenndar aðferðir til sjálfsstjórnunar og meinlætis sem byggja á hugmyndafræði taóista. Hann kynnir aðferð sína sem kölluð er Þrepin þrettán, sem eru lykillinn að því að halda eigin fýsnum í skefjum, til dæmis með því að takmarka krakkneyslu við helgar, en saga hans er víti til varnaðar sem allir ættu að forðast að hunsa. Verð: 45 þúsund kr. (Fimm grömm af krakki) Fimm fyrirlestrar fyrir Íslendinga … sem Jón Gunnar Geirdal gæti flutt inn „Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er á réttri leið Á Íslandi Jordan Belfort og Jón Gunnar Geirdal. Mynd SiGtryGGur ari Ádeila

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.