Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 32
Helgarblað 9.–12. maí 201432 Fólk Viðtal D agskrá Pollapönkaranna er þéttskipuð frá morgni til kvölds dagana fyrir stóru keppnina sem fram fer í B&W-höllinni í Kaup- mannahöfn á laugardagskvöld. Síð- ustu dagar hafa verið annasamir hjá þeim félögum en hljómsveitina skipa, ásamt Halla, þeir Heiðar, Arnar og Guðni. Þeim til halds og trausts í bak- röddum eru þingmaðurinn Óttarr Proppé og Snæbjörn Ragnarsson úr hljómsveitinni Skálmöld og Arnar Guðjónsson sér um útsetningar. Tölfræðilega ekki líklegt Blaðamaður hitti á Halla í anddyri hótels íslenska hópsins daginn eftir fyrri úrslitakeppnina þegar nafn Ís- lands kom upp úr síðasta umslaginu. Líklega höfðu flestir misst vonina um að Pollapönkararnir kæmust áfram og ekki hvað síst þeir sjálfir þar sem Ísland hefur fjórum sinnum á síð- astliðnum fimm árum verið dregið síðast upp úr umslaginu. Þeim hafði heldur ekki verið spáð góðu gengi hjá veðbönkum. „Tölfræðilega er það ekki líklegt að vera enn eina ferðina síðust,“ segir Halli aðspurður hvort þeir hafi búist við að komast áfram. Hann hlammar sér niður í sófa á hótelbarnum á hótelinu sem ís- lenski hópurinn dvelur á. Gegnt sóf- anum er skjár og fylgist Halli með knattspyrnuleik samhliða því sem hann ræðir við blaðamann. Halli kallar á eiginkonu sína sem fékk sér sæti hjá öðrum í íslenska hópnum og biður hana um að panta fyrir hann tvöfaldan espressó sem og hún gerir. Það er ys og þys á hótelinu. Íslenski hópurinn er að fara í boð og ætlaði að hittast í anddyrinu áður en hann færi. Litríkir pollapönksgall- ar vekja athygli annarra gesta en Halli gefur sér tíma til að spjalla við blaða- mann. Mikil vinna og skemmtun „Þetta er búið að vera mikil skemmt- un. Við erum búnir að vera á fullu allan tímann og þetta er búið að vera mikil vinna. Við að sjálfsögðu vissum það alveg fyrirfram að þetta yrði helj- ar batterí að fara í og það kom okkur ekkert á óvart. Við vorum reiðubún- ir undir að fara í mikla undirbún- ingsvinnu til þess að koma boðskap okkar á framfæri, við vissum að það yrði allan tímann mjög erfitt að kom- ast upp úr þessum undanriðli og við þyrftum að brydda upp á ýmsu til að það tækist. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst það,“ segir hann og virðist nokk- uð hissa. „Já, við héldum að við kæm- umst ekki upp úr undankeppninni, vorum alveg búin að gefa það upp á bátinn.“ Pollapönkarar hafa vakið athygli hvar sem þeir koma í Dan- mörku. Litríkir gallarnir og gleðilegur boðskapurinn virðist eiga upp á pall- borðið. „Já, fólk er að tengja við þetta, við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma boðskapnum á framfæri,“ segir hann. Hélt hann hefði gleypt tunguna Þrátt fyrir það bjuggust þeir ekki við að komast á áfram í úrslitin. Enda fögnuðu þeir innilega og fölskva- laust þegar ljóst var að Ísland kæmist áfram og yrði með í aðalkeppninni á laugardag. Svo innilega að Heiðar fór úr kjálkalið. „Fögnuðurinn var inni- legur og einlægur og Heiðar lagð- ist niður öskrandi og ég lagðist ofan á hann og faðmaði hann, sennilega bara aðeins of fast,“ segir hann bros- andi.„Svo horfði ég á hann og hann var að reyna segja mér hvað hefði komið fyrir og ég hélt fyrst að hann hefði gleypt í sér tunguna. En svo var ekki, ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Átti ég að rjúka upp á svið því það voru allir að toga í okk- ur. Svo kom bara einhver og tók við honum og ég var rekinn upp á svið og maður var svona hálf skrýtinn – er ekki í lagi með Heiðar, hvað er að gerast? Svo kom hann röltandi þarna og ég kom á móti honum og faðm- aði hann þannig að þetta fór allt vel,“ segir hann hlæjandi og glaður yfir að ekki fór verr. Ör og óþekkur Talið berst að æskunni. Halli er fædd- ur og uppalinn í Hafnarfirði, gafl- ari fram í fingurgóma. Þar sleit hann barnsskónum og þar býr hann enn í dag – hefur reyndar aldrei flutt þaðan nema í örstuttan tíma því heimaræt- urnar toga. „Ég er fyrst og fremst Hafnfirðingur,“ segir hann stoltur að- spurður. Hann segist hafa verið fyrirferðar- mikið barn sem tók upp á ýmsu. Hann hafi átt góða æsku þó að engin börn upplifi algjörlega áhyggjulausa æsku að hans mati. „Ég var uppá- tækjasamur. Ég var ör og örugglega pínu óþekkur stundum. Ég held ég hafi alveg látið foreldra mína vinna fyrir kaupinu,“ segir hann kíminn. Systkinin eru fjögur og segir hann þau öll vera náin. Arnar bróðir hans er með honum í Pollapönki og því eyða bræðurnir miklum tíma saman. Saman í breiki Í Hafnarfirðinum kynntust líka þeir Heiðar. „Við vissum alltaf af hvor Strítt fyrir að vera lágvaxinn Haraldur Freyr Gíslason berst fyrir fordómalausum heimi og bættum kjörum leikskólakennara. Halli, eins og hann er kallaður, er handviss um að vinna ekki Eurovision-keppnina en gleðst yfir tækifærinu til að bera út boðskap sem er þeim svo mikilvægur. Viktoría Hermannsdóttir settist niður með honum í Kaupmannahöfn og ræddi um þetta ævintýri og það hvernig hann villtist inn í starf leikskólakennara þegar hann var á barmi heimsfrægðar. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Við erum að fara að halda gott partí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.