Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 38
38 Neytendur Helgarblað 9.–12. maí 2014
Kennitöluflakk kostar okkur milljarða
Ekkert að gerast hjá ríkisstjórninni segir ASÍ
A
ð því er við best vitum þá
er ekkert að gerast,“ segir
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ, í
samtali við DV um loforð ríkis-
stjórnarinnar um að skera upp
herör gegn kennitöluflakki líkt og
kveðið er á um í stjórnarsáttmál-
anum. Kennitöluflakk hefur víðtæk
og alvarleg áhrif samfélagið allt, at-
vinnulífið og launafólk og er tjón-
ið vegna þess metið á tugi millj-
arða króna á ári. Nú eru rúmir átta
mánuðir síðan ríkisstjórnin ákvað
á fundi sínum að Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, hefði forgöngu að því
að setja á fót samstarfsvettvang
nokkurra ráðuneyta sem hefði það
hlutverk að leggja til leiðir til að
sporna við kennitöluflakki. Það var
4. september og þá sagði í tilkynn-
ingu frá ráðuneytinu:
„Það þarf varla að fjölyrða um
mikilvægi þeirra almennu hags-
muna sem fólgnir eru í því að koma
í veg fyrir háttsemi af þeim toga sem
jafnan er kölluð kennitöluflakk.“
Enn bólar ekkert á tillögum eða
aðgerðum og segir Halldór ríkis-
stjórnina hafa sýnt algjört áhuga-
leysi. „Hvorki Ragnheiður Elín eða
aðrir úr núverandi ríkisstjórn hafa
sýnt nokkurn áhuga á samstarfi við
okkur um þetta mál jafnvel þó við
höfum boðið þeim okkar stuðning
alveg sérstaklega,“ segir Halldór.
Í greinargerð sem ASÍ vann og
sendi ráðherranum í október kem-
ur fram að ef fjórðungur tapaðra
krafna vegna gjaldþrota á tímabil-
inu 1. mars 2012 til 24. janúar 2013
er flokkaður undir kennitöluflakk
þýði það tjón kröfuhafa upp á rúma
40 milljarða á þessu tæplega 11
mánaða tímabili. Sá fyrirvari er á
þessari tölu að hún kunni að vera
ýkt, meðal annars vegna álagningar
opinberra aðila og ekki síst vegna
uppgjörsins í kjölfar efnahags-
hrunsins.
En hægt er að leika sér með út-
reikninga út frá þessari upphæð og
finna út að kennitöluflakk á þessu
tímabili kostaði hvert mannsbarn á
Íslandi rúmlega 122 þúsund krónur
miðað við mannfjöldatölur á fyrsta
ársfjórðungi 2014.
Ekki náðist í Ragnheiði Elínu við
vinnslu fréttarinnar þar sem hún er
í fríi og þá var skriflegri fyrirspurn
blaðsins til ráðherra ekki svarað. n
mikael@dv.is
Ekkert að gerast Halldór óttast að aðgerðir gegn kennitöluflakki sem stjórnin lofaði séu
að koðna niður í ráðuneytinu.
Mynd: Sigtryggur Ari
G
olf er ein vinsælasta
íþróttagrein og afþreying
á Íslandi og virðist ekk-
ert lát á sókn þess. Það
hefur hins vegar loðað við
sportið að það er ekki á allra færi
að stunda sökum þess hversu dýrt
það er. Það er staðreynd að það er
ekki ókeypis að stunda golf sem er
líklega dýrasta sportið á landinu að
laxveiði undanskilinni þegar allt er
talið til. Á þessum síðustu og verstu
ætti þetta þó ekki að þurfa að fæla
fólk frá. Golf þarf ekki að gera þig
gjaldþrota.
Hér hefur verið tekinn saman
laufléttur leiðarvísir að ódýrari val-
kostum fyrir „nískupúkana“ sem
vilja njóta þessarar frábæru íþróttar
en ekki losa sig við ævisparnaðinn í
leiðinni. Með því að vita þetta getur
þú sparað þér rúmlega hálfa milljón
króna sem byrjandi.
Lærðu af reynslu annarra
Eins og með allt sem menn byrja í
þá er ákveðinn upphafskostnaður.
Byrjendur ættu þó ekki að láta plata
sig út í óþarfa offjárfestingar í bún-
aði áður en þeir koma sér af stað
eða fá það á hreint hvort golf sé eitt-
hvað fyrir þá til frambúðar. Það eru
of mörg tvö hundruð þúsund króna
golfsett að safna ryki í geymslum
og bílskúrum um allar trissur til að
menn læri ekki af því.
Byrjaðu smátt
Það fyrsta sem byrjandi þarf að gera
er að kaupa sér kylfur. Ef golfveiran
hefur læst klónum í þig og þú ert
ákveðinn í því að fá þér sett og
byrja að stunda íþróttina, eftir að
hafa kannski fengið að prófa hjá fé-
lögunum, er að mörgu að hyggja.
Byrjandi þarf ekki endilega fullt
sett. Með fullu setti er um að ræða
trékylfur (1, 3 og 5), járnkylfur (3–
9,) fleygjárn (PW), sandjárn (SW)
og pútter. Þess vegna er oft hægt að
kaupa hálf sett eða helstu kylfurnar
stakar, jafnvel notaðar. Með því að
kaupa inn helstu kylfur stakar getur
þú algjörlega sniðið þér stakk eftir
vexti og stýrt kostnaðinum. Í hálfu
setti ertu með helstu nauðsynjar;
tré (1), blending, járn (5, 7, 9), sand-
járn (SW) og pútter.
Stundum er hagstæðara að
kaupa tilbúið hálft eða heilt sett
með poka og öllu. Það er mats-
atriði hverju sinni. Ekki missa þig í
flottræfilshættinum. Byrjaðu smátt.
Golfsettið sem þú sérð til sölu úti í
matvörubúð getur verið þrusufínt
sett fyrir byrjanda.
Skerðu burt óþarfa
Þó það sé gaman að mæta fullgræj-
aður út á völl með lúkkið upp á tíu
þá er ýmislegt sem byrjandi með 36
í forgjöf og takmarkaða reynslu hef-
ur ekkert að gera við. Sumar kylfur í
heilu setti kunna að verða lítt notað-
ar í lengri tíma. Þú þarft ekki rándýra
golfskó eða sérstaka golfhanska.
DV tók saman dæmi um kostnað
við búnað, annars vegar dæmi þar
sem allt er keypt nýtt, flott og dýr
merki og litið sem ekkert til sparað,
og svo dæmi með ódýrari valkostum
sem DV fann þar sem óþarfi er skor-
inn burt.
Munar hálfri milljón
Athygli er vakin á því að verð sem hér
er sýnt er fengið af vefsíðum íslensku
golfvöruverslananna Örninn golf-
verslun og Hole In One, vefsíðu Hag-
kaupa og síðan af sölutorgi Bland.is
þar sem sérstakur flokkur er tileink-
aður golfvörum. Þar má finna bæði
notaðan og nýjan búnað á fínu verði.
Valdar golfvöruverslanir, á borð
við Golfbúðina í Hafnarfirði, bjóða
einnig upp á notaðar kylfur og sett
og er því ráðlegt að gera verðsaman-
burð.
Tekið skal fram að hér er engin af-
staða tekin til gæða vöru eða þjón-
ustu né er hér endilega um að ræða
dýrustu eða ódýrustu vörurnar sem
finna má. Verðdæmin eru aðeins
til að sýna fram á hversu mikið má
spara með því að vera upplýstur um
hvað það er sem þú virkilega þarft að
kaupa og hvar sé hægt að leita.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
dæmum munar rúmlega 540 þús-
und krónum á dýrasta pakkanum og
þeim ódýrasta.
Fokdýr félagsgjöld
Ef þú ert byrjandi búsettur á Reykja-
víkursvæðinu þá stendur þú frammi
fyrir stórri ákvörðun um hvort þú
dembir þér strax út í að gerast með-
limur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR)
eða veljir ódýrari valkosti til að byrja
með. Það er litlar sem engar líkur
á því að þú getir spilað frítt á ein-
hverjum golfvelli allt sumarið. Það
mun alltaf kosta. Verðskrá má finna
á heimasíðum golfklúbbanna.
Sért þú á aldrinum 21–66 ára eru
félagsgjöld hjá GR í ár 88 þúsund
krónur. Golftímabilið er auðvitað
ekki nema hluti úr ári svo mánuð-
urinn er dýr. Stakur 18 holu hringur
á völlum GR kostar 8.800 krónur svo
árskort gæti borgað sig.
En það er einnig ekki ókeypis
að koma inn sem nýr meðlimur.
Nýir félagar eru rukkaðir um sér-
stakt inntökugjald sem leggst á fé-
lagsgjaldið fyrsta árið og nemur 50
prósentum af félagsgjaldi. Fyrsta ár
byrjanda í GR kostar hann því 132
þúsund krónur. Fyrir þá upphæð er
eins gott að vera viss um að golf sé
fyrir þig og að þú munir hafa tíma
til að stunda það af kappi.
En það eru ódýrari valkostir í
boði í námunda við höfuðborgina.
Sem dæmi má nefna Golfklúbb
Bakkakots sem býr að níu holu golf-
velli í Mosfellsdal. Þar er ekkert inn-
tökugjald og í boði tvær tegundir af
félagsgjöldum. Ársgjaldið fyrir full-
orðna er 49.900 krónur en síðan er
hægt að gerast félagi með takmark-
aða leikheimild á aðeins 29.900
krónur. Takmörkuð leikheimild
miðast við að leika aðeins á Bakka-
kotsvelli fyrir klukkan 14 á virkum
dögum og eftir klukkan 16 um helg-
ar. Það gæti hentað einhverjum.
Bakkakotsvöllur er enda þægileg-
ur völlur fyrir nýliða til að finna sig.
Á móti kemur að menn þurfa að
leggja á sig eilítið ferðalag. En mun-
ur upp á allt að 102 þúsund krónur
í félagsgjöld á fyrsta ári gæti vegið
þar á móti. n
Golfsumar nískupúkans
n Ódýrari leiðir inn í dýrasta sportið n Svona getur þú sparað allt að hálfri milljón
Nýtt og dýrt
n titleist 913 driver: 79.900
n titleist 913 brautartré: 49.900
n titleist 913 blendingur: 45.900
n titleist AP2 712 járnasett
(7 kylfur): 178.500
n titleist Vokey 54° fleygjárn: 25.900
n Ping Anser pútter: 59.900
n Callaway kerrupoki: 34.900
n regnáklæði: 6.500
n Kerra: 32.900
n AdiZero tour skór: 29.900
n Hanskar: 4.990
n Handklæði: 5.750
n titleist golfkúlur 12 stk: 7.750
Samtals: 562.690
Nýtt og ódýrara
n Heilt golfsett með poka: 34.999
n Kerra: 8.400
n golfhanski: 1.499
n Vatnaboltar 12 stk: 1.078
Samtals: 45.976
Notað og ódýrt
Af Bland.is:
n Heilt golfsett með burðarpoka:
12.000-25.000
n Ecco golfskór st. 44: 5.000
Samtals: 17.000–30.000
Annað dæmi af Bland.is:
n Heilt golfsett með burðarpoka, golf-
kúlum, hönskum og golfskóm í st. 43:
Samtals: 20.000
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ekki láta féfletta þig
Golf þarf ekki að gera þig
gjaldþrota þótt það verði seint
talið ódýrasta sportið. Það
eru ódýrari leiðir inn í dýrasta
sportið. Mynd SHuttErStoCK
Ódýrara en ekki slæmt Þetta golfsett
kostar 34.999 krónur í Hagkaupum. Byrjendur
ættu ekki að vanmeta ódýrari settin sem eru
oftar en ekki nógu góð fyrir þá. Mynd HAgKAuP.iS
Miklar öfgar
Þú gætir keypt
tvö golfsett í Hag-
kaupum fyrir þennan
Titleist 913 driver en stykkið
af honum kostar rétt tæpar
80 þúsund krónur.