Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 41
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Skrýtið Sakamál 41 T il allrar óhamingju varð Jenni- fer Allison ekkja ung að árum er eiginmaður hennar lést í bílslysi og stóð ein eftir með tvær ungar dætur. En maður kemur í manns stað og sú varð raun- in hjá Jennifer, er Darrell Ketchner, 17 árum eldri, varð á vegi hennar og þau ákváðu að rugla saman reytum. Þegar þessi saga hefst er árið 2009 og Jennifer og Darrell höfðu þreytt þorrann í rúmlega tíu ára sambandi sem einkennst hafði af átökum, eign- ast þrjú börn saman, á aldrinum 10 ára niður í tveggja ára, auk þess sem Jennifer átti sínar dætur, Ariel, 18 ára, og ónafngreind, 16 ára. Mörgum sem til þeirra þekktu var hulin ráðgáta af hverju Jennifer hafði tekið saman við Darrell eða af hverju hún sætti sig við það ofbeldi sem ein- kennt hafði sambúð þeirra. Kannski var ástæðan ekki flókin; hann var til staðar og enginn annar. En einn góðan veðurdag tók steininn úr og hún fékk hann dæmd- an í nálgunarbann, fyrst árið 2008 og á ný 2009. Darrell brást hinn versti við – enginn skyldi segja honum hvað hann ætti að gera eða ekki gera. Sagan segir að faðir hans hafi kennt honum ung- um dreng að það væri í lagi að gera slæma hluti, svo lengi sem maður yrði ekki gripinn glóðvolgur. Þjóðhátíðardagurinn 4. júlí Darrel fannst hann vera í niðurlægj- andi aðstöðu, ekki síst hvað varðaði börnin; að hann þyrfti að biðja um leyfi til að hitta þau. Eftir að Jenni- fer neitaði honum um að fara með börnin í sund á þjóðhátíðardaginn, 4. júlí, ákvað hann að virða nálg- unarbannið að vettugi og grípa til sinna ráða. Rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi 4. júlí ruddist Darrell inn á heimili Jennifer við Pacific Road í Kingman í Arizona. Hann var svartklæddur og vopnaður hnífi. Hann fann Jennifer þar sem hún sat ásamt Ariel í borð- stofunni og setti stefnuna beint á hana. Fyrstu viðbrögð Ariel voru að vernda móður sína og stökk hún því í veg fyrir Darrell. Ariel var lítil fyrirstaða og Darrell ruddi henni úr vegi og stakk hana ít- rekað með hnífnum um leið; átta sinnum smaug hnífsblaðið inn í lík- ama Ariel. Magnvana reyndi Ariel að komast undan en Darrell elti hana um húsið. Um síðir þegar henni hafði tekist að staulast inn í eitt svefnherbergjanna lagði Darrell til hennar í síðasta sinn. Kannski var það síðasta sem Ariel heyrði skothvellur þegar Darrell skaut Jennifer í höfuðið með henn- ar eigin byssu, sem hann hafði grip- ið í framhjáhlaupi í svefnherberginu. Síðan stakk hann Jennifer nokkrum sinnum áður en hann yfirgaf húsið. Hélt lífi Meðan á árásinni stóð hafði 16 ára dóttir Jennifer sýnt mikið hugrekki þegar hún kom hálfsystkinum sínum í öryggi með því að smeygja þeim út um glugga og kærasti hennar hafði hlaupið eftir aðstoð. Jennifer tókst, eftir að Darrell var farinn, að skríða eftir gólfinu og komast út í heim- keyrsluna þar sem hún lognaðist út af. Þar var hún, vart með lífsmarki, þegar lögregluna bar að. Í raun var ekki um neina ráðgátu að ræða fyrir lögregluna. Darrell hafði verið handtekinn þremur mánuðum fyrr fyrir utan heimili Jennifer eftir að hafa brotið allar rúður í bifreið kærasta yngri dóttur Jennifer. Á sakaskrá Darrels kenndi ýmissa grasa og var þar meðal annars að finna heimilisofbeldi, fíkniefnakærur og þjófnaði. Allsherjarleit var hafin af honum og bar sú leit árangur næsta morgun þegar hann var gripinn, enn alblóðugur, á golfvelli í Cerbat Cliffs. Réttarhöldin yfir Darrell Ketchner stóðu ekki lengi. Ekkert þurfti að þrátta um hver myrti Ariel en verj- endur hans reyndu hvað þeir gátu að sannfæra kviðdóm um að Darrell hefði ekki skipulagt verknaðinn, að hann hefði ekki verið búinn að ákveða hann fyrirfram. Ef verjendum hefði tekist það hefði Darrell senni- lega sloppið við dauðarefsinguna. 45 mínútna yfirlega Dauðaþögn ríkti í dómsal þegar réttar meinafræðingur lýsti áverkum Ariel, meðal annars þrjár stungur í bakið, þrjár stungur í framanverð- an líkama hennar og ein hnífstunga í höfuðið. Í blóðsýni sem tekið var úr Darrell eftir handtökuna fannst metam- fetamín og blóðið á fötum hans þann morgun var úr Ariel og Jennifer. Vitni sáu Darrell þegar hann yfirgaf hús Jennifer og höfðu fyrir heyrt öskrin og veinin sem bárust þaðan. „Hann er að drepa mig. Hann er að drepa mig,“ hafði Ariel hrópað og nafn hans að auki: „Darrell, komdu þér út úr þessu húsi.“ Sá lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang lýsti því sem fyrir augu bar: „Það var blóð úti um allt. Þaðan sem ég stóð í forstofunni gat ég séð Ariel Allison liggjandi á svefnherbergis- gólfinu. Hún lyfti höfðinu og horfði niður með fótum sínum. Síðan hneig höfuðið niður.“ Verjendur Darrells gerðu tilraun til að vísa til bernsku Darrells og þess sem hann hafði þurft að þola af hálfu ofbeldisfulls föður í von um að mýkja kviðdóminn, en allt kom fyrir ekki. Það tók kviðdóm aðeins 45 mínútur að komast að niðurstöðu og viku síð- ar var kveðinn upp dómur yfir Darrell Ketchner: dauðadómur fyrir morðið á Ariel og 57 ára dómur að auki fyrir til- raun til að myrða Jennifer. n Dóttir fórnaDi sér fyrir móður n Darrell Ketchner hafði endanlega gengið fram af Jennifer en lét sér ekki segjast Þ að eru ekki alltaf unglingar sem gera þetta. Ekki er óal- gengt að kennarar sem og erlendir ferðamenn fjarlægi hluti,“ segir Piotr Cywinski, fram- kvæmdastjóri Auschwitz-safns, í samtali við Telegraph. Að hans sögn hefur skemmdarverkum og sér í lagi þjófnuðum fjölgað gífur- lega undanfarið. Algengt er að gest- ir útrýmingarbúðanna kroti „Ég var hér“ á veggi og húsgögn. Aðrir stela bútum úr gaddavír sem hélt inni föngum meðan útrýmingarbúðirn- ar voru starfræktar. Auk þess hverfa bútar úr brautarteinum lesta sem fluttu milljónir dauðadæmdra í búðirnar. Telja safnverðir að stærð út- rýmingarbúðanna geri það að verkum mjög erfitt sé að stöðva skemmdarverkin og þjófnaðinn, en svæðið í heild sinni telur tvö hundruð hektara og hundrað og fimmtíu byggingar. „Það er ómögu- legt að vakta svo stórt svæði,“ segir Cywinski. Hefur verið bent á þann möguleika að koma fyrir öryggis- myndavélum. Menningarráðherra Póllands hefur þvertekið fyrir þann kost þar sem þá væri upprunaleg ásýnd útrýmingarbúðanna fyrir bí. Sennilega átti stærsti þjófnaðurinn innan svæðisins sér stað árið 2009 er frægu skilti við inngang búðanna var stolið í heild sinni. Skiltið fannst ári seinna og var komið á sinn rétta stað. „Þetta er barbarismi. Það er ekki hægt að kalla þetta skemmdarverk því það er eitthvað sem gerist á strætisvagnastoppistöðvum,“ segir Antoni Dudek, einn fremsti sagn- fræðingur Póllands, í viðtali við Telegraph. Bogdan Barnikowski, fyrrverandi fangi í búðunum, hefur lagt orð í belg og segir hann mikilvægasta forvarnar- gildið að upplýsa almenning um útrýmingarbúðirnar. „Ef þetta fólk hefði verið hér og lifaði í daglegum ótta við að fuðra upp strompinn held ég að það væri ekki að krota á kojur,“ segir Barnikowski. n hjalmar@dv.is Rænt og ruplað í Auschwitz Safnstjórnendur fórna höndum Skemmdarverk og þjófnaður Að sögn safnvarða Auschwitz hefur skemmdarverkum fjölgað umtalsvert undanfarið. Skilti með áletrunin Arbeit macht frei var stolið árið 2009. Ariel Allison Hikaði ekki andartak þegar öryggi móður hennar var ógnað. Trylltist Darrell Ketchner gekk af stjúp- dóttur sinni dauðri. „Þaðan sem ég stóð í forstofunni gat ég séð Ariel Allison liggjandi á svefnher- bergisgólfinu. Hún lyfti höfðinu og horfði niður með fótum sínum. Síðan hneig höfuðið niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.