Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 43
Helgarblað 9.–12. maí 2014 Lífsstíll 43
Er barnið þitt
hamingjusamt?
F
lest viljum við börnum okk-
ar það sem þeim er fyrir
bestu. En getur verið að
vandamálið liggi stundum
hjá okkur sjálfum. Time tók
saman nokkur ráð sem gætu virkað
til að ala upp hamingjusamt barn
og hér má sjá hluta þeirra.
Vertu hamingjusamt foreldri
Fyrsta skrefið er kannski svolítið
sjálfselskt en það er engu að síð-
ur það mikilvægasta. Það hversu
hamingjusamt foreldri þú ert hefur
áhrif á hamingju og árangur barns
þíns. Rannsóknir hafa sýnt að
tengsl milli þunglyndis mæðra og
neikvæðrar hegðunar barna. Þung-
lyndi foreldra virðist hafa áhrif á
hegðun barna, kannski vegna þess
að foreldrar sem líður illa eru síður
færir um að geta sinnt uppeldinu
rétt. Þannig að hamingjusamt for-
eldri eykur líkur á hamingjusömu
barni.
Mynda heilbrigð tengsl
Það neitar því enginn að það er
mikilvægt að læra um sambönd.
En hversu margir foreldrar gefa sér
virkilega tíma til að kenna börnun-
um sínum hvernig eigi að mynda
heilbrigð sambönd og tengjast
öðrum? Það er ekki nóg að öskra
á börnin að hætta þegar þau verða
ósátt við vini sína. Það þarf að
kenna þeim að ræða málin sín á
milli og leysa þau á heilbrigðan
hátt. Rannsóknir sýna að fólk sem
á auðvelt með samskipti er ham-
ingjusamara.
Ekki ætlast til að það sé
fullkomið
Ekki ætlast til þess að barn þitt sé
fullkomið. Það þarf ekki að gera
allt 100 prósent. Þú þarft að veita
barninu aðhald en ekki ætlast til
þess að það geri ekki mistök. Við
erum öll mannleg og gerum mis-
tök. Börn sem eiga foreldra sem
leggja of hart að þeim eiga frekar á
hættu að verða þunglynd og kvíðin
en önnur börn. Of mikil pressa er
ekki góð.
Kenndu barninu bjartsýni
Það er mikilvægt að kenna barninu
bjartsýni. Rannsókn sýnir að 10 ára
börnum sem er kennt að líta heim-
inn bjartsýnum augum er síður
hætt við að glíma við þunglyndi á
gelgjuskeiðinu. Þeim sem eru bjart-
sýnir gengur betur í skóla, vinnu og
íþróttum. Þeir eru líka heilbrigðari,
lifa lengur og það eru mun minni
líkur á að þeir glími við þunglyndi
og kvíða.
Þekkja tilfinningar sínar
Kenndu barninu að þekkja eigin
tilfinningar. Börn læra ekki að skilja
tilfinningar sínar án þess að þeim
sé kennt. Reyndu að setja þig í spor
barnsins. Ef það er reitt af því að
það fær ekki það sem það vill tal-
aðu þá um það við það. Af hverju
er það reitt, af hverju vill það þetta
og af hverju getur það ekki fengið
þetta? Ef barnið er leitt segðu því
þá að það eigi rétt á að líða svona.
Reyndu að skilja af hverju því líður
svona í stað þess að skamma það.
Barnið á samt ekki að komast upp
með að hegða sér illa. n
Svona á að ala upp hamingjusamt barn
Hamingjusöm
börn Bjartsýn
börn eru
hamingjusamari.
Mynd sHuttErstocK
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Sumarferðir
Ferðafélags ÍslandsMaí
10.05. Hrútsfjallstinda
14.05. Örgöngur um Breiðholtið
18.05. Gengið í náttúrunni
24.05. Sveinstindur
24.05. Vorganga Hornstrandafara
25.05. Söguferð um Fljótshlíð og Eyjafjöll
31.05. Sveinstindur
Júní
07.06. Hvannadalshnúkur
12.06. Pöddulíf - Ferðafélag barnanna
14.06. Hornstrandir
14.06. Toppahopp í Vestmannaeyjum
14.06. Hringur um Botnssúlur
17.06. Leggjabrjótur
20.06. Sumarsólstöðuganga
21.06. Náttúra og mannlíf á Brunasandi
21.06. Níu tindar Tindfjalla
22.06. Háhitasvæði á Reykjanesskaga
24.06. Álfar og tröll á Jónsmessu - Ferðafélag barnanna
25.06. Laugavegurinn
25.06. Björg í bú: Látrabjarg
26.06. Hornbjargsviti og Hornbjarg
27.06. Vatnaleiðin
27.06. Toppahopp á Snæfellsnesi
28.06. Fimmvörðuháls
Júlí
02.07. Bláfjöll um hásumar - Ferðafélag barnanna
02.07. Í fjallasölum Árneshrepps
03.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu
04.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki
04.07. Vígaslóðir og galdragötur
06.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga
06.07. Þar sem jökulinn ber við loft
07.07. Árbókarferð um Skagafjörð
07.07. Grasaferð og galdralækningar - Ferðafélag barnanna
09.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri
10.07. Hornbjargsviti og Hornbjarg
10.07. Fuglabjörgin miklu á Hornströndum
11.07. Ævintýri í Eldsveitum Helgarferð - Ferðafélag barnanna
11.07. Hvítárnes-Karlsdráttur
11.07. Sæludagar í Hlöðuvík
11.07. Undraheimar Eldhrauns
Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is
Ferðafélag Íslands
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533
eða í netpóst fi@fi.is
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Eins og að fá Ferguson á Pæjumótið „Þetta má ekki vera feimnismál“
Segja þurfa vitundarvakningu fyrir snípinn
Þ
ú vissir það kannski ekki en
dagarnir 4–11 maí eru dagar
snípsins. Vikan er kölluð „Al-
þjóðleg vitundarvakningarvika
um málefni snípsins,“ og er henni
ætlað að vekja athygli á þessum lík-
amsparti kvenna þá sérstaklega til
þess að hann hætti að verða feimnis-
mál. „Snípurinn er stórbrotið líffæri,
þó það láti lítið fyrir sér fara. Það hef-
ur verið hundsað, gert að bannorði og
látið að því liggja að hann sé ekki af
hinu góða. Þá eru þeir sem tala gegn
honum á grundvelli úreltra trúar-
bragða og undir oki feðraveldisins,“
segir Nadine Gary, talskona samtaka
um snípsvikuna.
Það var árið 2013 sem þessi sam-
tök settu af stað fyrstu vitundarvakn-
inguna um líffærið sem er samansafn
taugaenda. „Það var kominn tími til
þess að gera hann að umræðuefni og
vekja máls á þessu. Hann er eina líf-
færið sem aðeins hefur þann tilgang
að veita kynferðislega örvun.“ Í sam-
tökum um þessa vitundarvakningu
eru meðal annars læknar, hjúkrunar-
fræðingar og kynlífssérfræðingar.
Samtökin völdu þessa leið,
snípsvikuna, þar sem þau höfðu tek-
ið eftir því að málefni sem fengu
sérstakan umræðudag fengu um-
talsverða athygli. Meðal þeirra við-
burða sem samtökin hafa skipulagt
eru samverustundir kvenna þar sem
konur fara út og skemmta sér en nýta
tækifærið til að ræða um kynlíf og þá
sérstaklega hlutverk snípsins. En það
á ekki aðeins að ræða um kynlíf þessa
vikuna, heldur einnig benda á það of-
beldi sem margar konur verða fyrir
þegar þær eru umskornar, til dæmis
í þróunarríkjum. Þá er snípurinn oft-
ar en ekki fjarlægður í sársaukafullri
aðgerð. „Þetta má ekki vera feimnis-
mál,“ segir hún. n
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Þurfa vitundarvakningu Þessi vika er
ætluð snípnum og öllu því sem honum tengist.