Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 46
Helgarblað 9.–12. maí 201446 Lífsstíll Þarna fór ég n ú er runninn upp sá tími þegar áhugasamir fjall­ göngumenn stefna á hæstu tinda landsins. Veður eru oft hagstæð á þessum árstíma og birtutími langur sem hentar vel þeim sem sækja á efstu tinda. Jöklar landsins eru hvað tryggastir að fara um á þessum árstíma þegar sprung­ ur eru enn fullar af snjó eftir veturinn. Hvannadalshnúkur verður fjöl­ farinn næstu vikur en vinsælast er að ganga á hann í maí og eins lengi fram eftir júnímánuði og fært er. Næst á eftir Hnúknum eru Hrúts­ fjallstindar eftirsótt takmark og næstir á vinsældalista háfjallafara koma síðan tindar eins og Sveins­ tindur í Öræfajökli, Þverártindsegg og Birnudalstindur og Miðfellstind­ ur í Skaftafellsfjöllum hefur verið heimsóttur annað veifið. Í mörgum háfjallaferðum er gengið á jökli hluta leiðarinnar og þá þarf einn fararstjóra á hverja 7–8 þátttakendur þar sem menn eru bundir saman með línu eftir að komið er á jökul. Hvernig eru svona ferðir? Algengt er að leiðangrar sem fara á Hvannadalshnúk leggi af stað klukk­ an 3–4 að nóttu. Þetta er samt mjög breytilegt og mörg dæmi um að ganga hefjist á miðnætti. Ganga á Hvannadalshnúk tekur að jafnaði 13–17 klukkustundir. Þegar lagt er af stað frá Sandfelli er fyrst gengið um nokkuð brattar brekkur eftir troðnum stíg upp svo­ kallaða Sandfellsheiði. Reynt er að halda gönguhraða eins rólegum og kostur er því dagurinn er langur. Við læk í um 350 metra hæð er stutt hvíld og þar er síðasta tækifæri til að setja vatn á brúsa. Síðan er haldið áfram upp í um 700 metra hæð en þar er stutt nestishvíld á heiðarbrúninni á ný. Áfram er haldið eftir Sand­ fellsheiði upp að jökulrönd í 1.100 metra hæð. Þar er áning og matar­ tími og þar skiptist hópurinn upp í 7–8 manna hópa og allir eru bundnir í línur og hver og ein þeirra er leidd af línustjóra. Brýnt er að fara að fyrir­ mælum línustjóra um línuhegðun og framferði allt. Haldið á jökul Þegar allir eru komnir í línur er haldið upp jökulinn eftir langri brekku sem er um fjögurra kílómetra löng með nokkuð jöfnum halla uns komið er á öskjubrún í 1.800 metra hæð. Þar er gert stutt stopp og snætt nesti. Ef að­ stæður leyfa gefst færi á að losa sig úr línunni og fara afsíðis og nýta skjól­ vegg sem reistur er á tilteknum stað. Eftir að að komið er á jökul er brýnt að losa sig ekki úr línunni nema með samþykki línustjóra. Á göngunni upp jökulinn er annars ekki stoppað nema örfáar mínútur í senn. Þá er áríðandi að hafa drykkjarbrúsa aðgengilegan svo fljótlegt sé að ná í hann og það sama gildir um nesti eða snarl. Stutt áning Eftir stutta áningu á öskjubrún er gengið þvert yfir öskju Öræfajökuls að rótum Hvannadalshnúks, um það bil tvo kílómetra. Undir rótum Hnúksins er aftur áning. Ef aðstæður leyfa verð­ ur gefinn kostur á að menn leysi sig úr línu og nýti upphlaðna skjólveggi til salernisferða. Undir Hnúknum skilja menn göngustafi eftir, setja á sig mannbrodda og ganga á þeim síð­ asta spölinn upp á Hvannadalshnúk. Í þessari áningu er einnig hægt að skilja bakpokann eftir. Síðasti spölur­ inn er brött brekka, um 200 metra hækkun þar sem þræða þarf markaða slóð milli sprungna. Hver lína stend­ ur við uppi á toppi í 20–30 mínútur eftir veðri en heldur svo aftur af stað. Aðeins ein leið Undir Hnúknum eru mannbroddar teknir af á ný og göngustafir tekn­ ir fram og haldið aftur til baka sömu leið. Áning er á öskjubrún á ný og svo aftur við jökulrönd þar sem þátttak­ endur eru losaðir úr línum og þær gerðar upp. Eftir sem áður fylgja far­ þegar hver sínum línustjóra niður og halda hópinn uns komið er nið­ ur að Sandfelli aftur. Þetta er hluti af nauðsynlegum öryggisráðstöfun­ um því vandratað getur reynst nið­ n Tími hinna háu tinda er upp runninn nSvona áttu að klæða þig á fjöllum Hvað á ég að hafa með mér? Jöklabúnaður: n Ísöxi, mannbroddar og klifurbelti með einni karabínu Fatnaður – innsta lag: n Síðerma bolur úr ull eða gerviefnum og síðar nærbuxur úr sama efni Fatnaður – millilag: n Göngubuxur eða flísbuxur n Ullarsokkar/göngusokkar n Hlý peysa (ull eða flís) n Húfa og vettlingar Fatnaður – ysta lag: n Vatns- og vindheldur öndunar- fatnaður, buxur og jakki n Góðir gönguskór sem styðja vel við ökkla n Legghlífar Annar búnaður: n Bakpoki 30–45L n Sólgleraugu og sólarvörn (20 eða meira) +sólarblokk á varir n Auka peysa til að nota í pásum n Myndavél n Stillanlegir göngustafir n Skíðagleraugu n Vindheldar lúffur/vettlingar n Lambhúshetta n Verkjatöflur og íbúfen n Blöðruplástrar Þótt gengið sé af stað í góðu veðri og hlýju verður að reikna með töluverðum sveiflum í hitastigi yfir daginn. Lagt er af stað um miðja nótt og svo hlýnar þegar sólin kemur upp. Síðan kólnar eftir því sem ofar kemur og í 2.000 metra hæð getur verið hörkufrost þótt hið besta sumar sé niðri á láglendinu. Besta leiðin til að vera búinn undir þennan hitamun er að klæða sig í lögum. Mikilvægt er að hefja göngu eins létt- klæddur og kostur er. Dálítill hrollur er fínn þegar lagt er af stað því svo hlýnar mönnum í brekkunni. Það er mjög mikil- vægt að klæðast fatnaði næst húðinni sem ekki dregur í sig raka. Ull og ýmis gerviefni eru mjög góð. Bómull er alger bannvara á fjöllum! Ganga á Hvannadalshnúk er 25 kíló- metrar að lengd með 2.000 metra hækkun og varir í 13–15 tíma. Brýnt er að hafa nóg nesti meðferðis svo fjallgöngu- maður geti innbyrt orku jafnt og þétt allan tímann. Nesti (2–6 samlokur og súkkulaði og/ eða annað orkunasl). Hér verður smekkur hvers og eins að ráða en algengur nestisskammtur í svona leiðangur gæti verið 2–3 ríkulegar samlokur, poki með 150 grömmum af hnetum og rúsínum, súkkulaðistykki og einn kexpakki. Vatn/orkudrykkir (allt að 3L). Hitabrúsi með heitu vatni, te eða kaffi eftir smekk. Meðan á fjallgöngunni stendur er stoppað nokkrum sinnum í lengri og skemmri tíma til að nærast og drekka. Mjög gott er að hafa nesti sem samanstendur af sælgæti, t.d. súkkulaði, sem borða má í stuttum pásum og samlokum sem gefa langtíma orku og borða má í löngum pásum. Þetta nasl er gott að hafa tiltækt í vösum og narta í jafnt og þétt á göngunni. Vöðvakrampi verður til vegna samblands áreynslu, vökvaskorts og steinefnaskorts. Besta leiðin til að koma í veg fyrir krampa er að drekka mikið af vökva. Hægt er að blanda ýmiss konar orkudrykkjum út í vatn til að bæta upp steinefna- og orkuskort. Best er að velja orkudrykki sem hafa mikið af steinefnum en ekki eingöngu kolvetni. Styrkur blöndunnar ætti að vera um helm- ingur af því sem framleiðandi mælir með. Vatnið ætti að bera þannig að fljótlegt sé að ná í það á göngu, jafnvel hangandi eða í utan á vasa svo ekki þurfi alltaf að taka af sér bakpokann til að drekka. Þetta fer þó eftir hitastigi og aðstæðum. Góður kolvetnaríkur morgunmatur hjálpar til (hafragrautur, múslí, brauð, bananar) og ekki er verra að drekka mikið áður en lagt er af stað. Þó ber að forðast að belgja sig út skömmu fyrir átök. Kaffidrykkju ætti að stilla í hóf þar sem hún leiðir til frekara vökvataps. Þeir sem svitna mikið ættu að taka salttöflur sem einnig innihalda mikilvæg steinefni. Svo er um að gera að drekka, drekka, drekka og drekka svo meira! Hvenær á ég að borða nestið mitt? 10 háfjöll sem gaman er að ganga á Þetta eru vinsæl háfjöll n Hvannadalshnúkur er hæsta fjall Íslands og verður því að vera í efsta sæti. n Hrútsfjallstindar eru stórbrotnir tindar norðan í Öræfajökli. n Sveinstindur í Öræfajökli er mjög vinsæll um þessar mundir og eru farnar tvær ólíkar leiðir á hann. n Þverártindsegg er ríflega 1.500 metra hátt fjall vestan Kálfafellsdals í Suðursveit. Bratt og erfitt fjall en feiknagefandi ganga. n Birnudalstindur er austan við Kálfafellsdalinn. Hann fer hratt upp vinsældalista fjallamanna og -kvenna. n Miðfellstindur í Skaftafellsfjöllum hefur laðað að sér göngumenn þótt leiðin sé löng og erfið. n Herðubreið er þjóðarfjallið og allir ærlegir göngugarpar verða að heim- sækja drottninguna einu sinni. n Snæfell er hæsta fjall utan jökla á Íslandi og verður því að vera á listanum. n Kerling er hæsta fjall við Eyjafjörð og gríðarlega tignarlegt. n Snæfellsjökull blasir við meirihluta þjóðarinnar og enginn maður með mönnum nema hafa lagt hann að velli. Uppi á topp Glaðir göngumenn á vegum Ferðafélags Íslands á toppi Hvannadalshnúks. Myndir róSA Sigrún JónSdóttir Fjallamaður Fjallamaður í Sveltiskarði á leið á Hrútfjallstinda sem sjást í baksýn. ur Sandfellsheiðina þar sem leiðar­ merki eru fá og ekki sér til troðinna slóða. Aðeins ein leið er fær gegnum brúnina á heiðinni og þreyttir göngu­ menn villast auðveldlega af leið ef þeir ekki fylgja sínum línustjóra. n Páll Ásgeir Ásgeirsson Dagarnir fyrir göngu Mikilvægt er að taka lífinu með ró og gæta þess að sofa vel og hvílast. Síðustu tvo sólarhringana er rétt að borða kol- vetnaríkan mat. Auðvitað geta menn svo lent í því að sofa lítið áður en lagt er af stað í langa göngu og þá er nauðsynlegt að hafa náð góðri hvíld dagana á undan. Í beinni röð Alltaf er gengið í línu ef jökull er undir fótum. Lagt á brattann Gengið upp mikinn bratta á leið á Þverártindsegg. Í baksýn Göngumenn komnir langleiðina upp á Þverártindsegg. Kálfafellsdalur í baksýn. Í blíðu Í sólskini á Miðþúfu efst á Snæfellsjökli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.