Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 53
Helgarblað 9.–12. maí 2014 53 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is volvo v40 rennilegt útlit og framúrskarandi tækninýjungar. kynntu þér volvo v40, öruggasta bíl í heimi. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,4 l/100 km. CO2 88 g/km. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,9 l/100 km. CO2 102 g/km. Volvo V40 búinn D2 dísilvél uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. KOMDU OG PRÓFAÐU VOLVO V40, ÖRUGGASTA BÍL Í HEIMI VOLVO V40 FÉKK HÆSTU EINKUNN SEM HEFUR VERIÐ GEFIN Í ÖRYGGISPRÓFUNUM Euro NCAP. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 OG LAUGARDAGA KL. 12-16. Volvo v40 beinskiptur frá 4.590.000 kr. sjálfskiptur frá 5.090.000 kr. lifðu í lúxus - veldu volvo volvo.is V40 D V tók púlsinn á nokkrum eldheitum áhugamann- eskjum um Eurovision, Gunnhildi Örnu Gunnars- dóttur, Hildi Eddu Einars- dóttur og Hauk Johnson. Þau eiga það sameiginlegt að hafa öll farið á aðalkeppnina og kunna vel við glamúrinn og lífsgleðina sem fylgir keppninni en eru ósammála um hvert gengi Íslendinga verður. Veðjar á Dani „Þetta kvöld verður frábært. Mér hefur tekist að breyta þessu kvöldi úr uppáhaldsdjammkvöldinu í há- punkt fjölskyldustundanna,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. „Við bóndinn og börnin verðum í fjöl- skyldupartíi hjá kærum vinum. Við erum öll mjög spennt og ég afar ánægð hvað Eurovision-uppeldið hefur tekist vel (bæði á bóndanum og) á börnunum.“ Gunnhildur er í klúbbi þar sem áhugamálið er Eurovision. „Jú, jú. Við erum fjórar vinkonurn- ar í Eurovision-klúbbnum Bobbu. Þetta er meðalvirkur klúbbur sem tók sig þó til og fór til Noregs árið 2010 þegar keppt var í Ósló. Nafnið fékk klúbburinn hins vegar ekki vegna þess að við komumst í bobba heldur er vísun í frábært lag Grikkja þetta ár Opa og mæð- ur okkar þriggja sem við líkjumst blessunarlega meira með hverjum deginum; Bobbu, Deddí og Dídí.“ Gunnhildur hefur verið svo heppin að fá að fara tvisvar á Eurovision-keppni. „Já, fyrir utan að fara til Noregs 2010 með vin- konunum fór ég sem blaðamaður á Fréttablaðinu á eftir Silvíu Nótt til Aþenu í Grikklandi 2006. Meiriháttar upplifun eftir að hafa verið forfallin Eurovision-aðdá- andi frá árinu 1983. Ferðin varði í rúma viku og bleika skýið sem ég sveif á um borgina hefur fylgt mér allar götur síðan. Ætli toppurinn hafi ekki verið þegar ég bar kennsl á trommara skrímslanna í Lordi á Euroklúbbnum í borginni. Bauð honum strax í dans en hann fór undan í flæmingi, enda ekki í bún- ingi. Svo þegar við ljósmyndari Fréttablaðsins mættum í svokall- að norrænt partí þar sem þeir voru klæddir skrúðanum leit hann á mig og sagði: I‘ll dance with you now if you like!“ Ísland í 6. sæti Gunnhildur telur Svía sigurstrang- lega en veðjar þó á að Danir vinni í ár. „Það er bara svo mikið stuð. Önnur í efstu sætum verða Ísrael og jafnvel, kannski Grikkir.“ Hún segist til í að veðja á topp fimmtán hvað varðar Ísland. „Ég hef trú á að þeir verði í 6. sæti.“ Spáir Íslandi 21. sæti Hildur Edda Einarsdóttir segist munu horfa á keppnina með tæp- lega tveggja ára syni sínum, Þóri Jökli. Við ætlum að horfa á keppn- ina saman í rólegheitum – ef hann lofar.“ Hún er meðlimur í FÁSES á Ís- landi sem er félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. „En ég er einnig hluti af mjög lokuðum fjölþjóðlegum aðdáendahópi, hvers meðlimir eru góðir vinir.“ Hildur Edda lagði í víking árið 2010 á Eurovision í Ósló og segist munu fara á margar fleiri keppn- ir. „Upplifunin var einstök og þetta var frábær ferð. Svo er náttúr- lega dásamlegt að komast í félags- skap óteljandi aðdáenda og geta spjallað við þá um Kate Ryan, Sak- is og Verka eins og ekkert sé sjálf- sagðara.“ Hildur Edda hefur trú á Grikk- landi í 1. sæti. „Ég persónulega held með Grikkjum enda eru þeir með grípandi stuðlag. Þeir fá mitt atkvæði fyrir vikið. Ég er alltaf maður í stuð. Hún spáir Íslendingum sæti neðarlega í keppninni. Ég spái 21. sæti. En vona að Evrópubúar nái að sanna að ég sé ekki spámann- lega vaxin.“ Ikea-keppni í ár Haukur Johnson hagfræðingur verður á staðnum í Kaupmanna- höfn. „Ég mun í það minnsta njóta góðs hljóðkerfis. Ég keypti hins vegar gríðarlega ódýra miða að þessu sinni og á þeim stendur að útsýni gæti orðið slæmt. Mér reikn- ast til að ég muni horfa á þetta á hlið í gegnum stillansana. Ég er hins vegar alveg sáttur við það þar sem ég hef ýmsa fjöruna sopið í Eurovision og bæði setið uppi í rjá- fri og líka náð að troða mér alveg fremst og meira að segja í mynd. Nú mun ég því sitja og njóta í ró- legheitum og sleppa troðningn- um.“ Haukur er líklega einn alharð- asti Eurovision-aðdáandi Íslands. Hann er einn stofnenda og núver- andi varamaður í stjórn FÁSES og er í sinni fimmtu för á aðalkeppn- ina. „Svo á maður alþjóðlegan vinahóp sem hefur myndast í kringum keppnina og það er mjög sérstök og sterk vinátta. Ég fór fyrst til Serbíu árið 2008 sem var mjög skemmtilegt en svo fór ég til Ósló- ar, Dusseldorf og Malmö.“ Honum finnst Holland eiga skilið að vinna í ár. „Það geta all- ir hent í eitthvað brjálað „laser og led-skjáa show“ og jafnvel dregið fram skautasvell og hamstrahjól til að ná athygli. En það geta ekki allir gert hið gagnstæða og samt haldið athygli manns óskiptri í þrjár mín- útur.“ Honum finnst að strákarnir geti komið á óvart en segist halda að þeir verði í 14.–20. sæti. Keppn- inni í ár finnst honum að megi lýsa sem Ikea-keppni. „Jón Ólafs- son tónlistar maður lýsti því ein- hvern tímann þannig að hann væri með Ikea-rödd. Mér finnst þetta vera svolítil Ikea-keppni í ár. Fullt af hlutum sem maður er al- veg til í og gæðin yfirhöfuð ásætt- anleg en skortur á einhverju extra. Líkt og árið 2011 þá held ég að það land sem fær flestar átturnar muni vinna í ár, þótt það fái ekki endi- lega flestar tíur og tólfur.“ n Eldheitir áhugamenn spá í spilin n Hafa öll farið á Eurovision n Ósammála um gengið, en segja Ísland ekki sigurstranglegt í ár Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hefur verið eldheitur aðdáandi síðan 1983. Hildur Edda Einarsdóttir Hildur Edda spáir Grikkjum sigri í ár. Haukur Johnson Einn allra harðasti Eurovision-aðdáandi Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.