Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 64
Helgarblað 9.–12. maí 2014 35. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Og engar hár­ toganir, takk fyrir! Hyggst segja sögu sjómanna n Eiríkur Jónsson segir frá því á síðu sinni að fjölmiðlamaðurinn og höfundur bókarinnar Váfugl, Hallur Hallsson, hafi átt fund með Jónasi Garðarssyni hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Lögðu þeir þar á ráðin að Hallur myndi rita sögu sjómanna í tilefni hund- rað ára afmælis Sjómannafélags- ins árið 2015. Hallur er sagn- fræðingur að mennt. Sagði Hallur í samtali við Eirík að saga sjó- manna síðastliðin hundrað ár væri mögnuð. „Sjórinn hefur tek- ið þúsundir sjómanna á þessum hundrað árum,“ er haft eftir Halli. Ólafur var óviss um gæðin n BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds lýsir ánægju sinni með kvikmyndina Vonar- stræti á Facebook-síðu sinni en hann samdi tónlist myndarinnar. „Ég byrjaði að vinna í og semja músík fyrir Vonarstræti fyrir 3 árum. Lesa handritsdrög, lesa handrit, fara á tökustað, horfa á fyrsta klipp, annað klipp, loka klipp og svo loka-loka klipp. Á endanum hefur maður ekki hug- mynd um lengur hvort myndin sé góð eða slæm,“ skrifar Ólafur. Segist hann þó hafa átt- að sig á því á forsýningu kvikmyndar- innar á mið- vikudaginn að hún væri stórkostleg. Þrjár konur í flokknum n Jón Valur Jensson, forsvars- maður nýstofnaðs stjórnmála- flokks sem kennir sig við kristni, svarar fyrir gagnrýni Kolbrúnar Bergþórsdóttur á bloggi sínu. Segir Jón Valur hana ekki hæfa til að kenna lesendum Morgun- blaðsins Biblíufræði, en hefur hún deilt á nýstofnaðan flokk og sagt hann stórhættulegan og ofstækis- fullan. Segist Kolbrún ekki trúa því að konur gangi sjálfviljugar í þann flokk. „Þá er það alrangt gefið hjá henni, að engin kona sé í Kristn- um stjórnmála- samtökum, því að þrjár eru þær og allar öflugar, ekki síðri en Kol- brún!“ svarar Jón Valur. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is Það er fylgst náið með lífríkinu í Hvalfirði. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð, Land­ búnaðarháskólanum og fleiri aðilum fylgjast með lífríki sjávar, loftgæðum, ferskvatni, gróðri og húsdýrum, alls 59 mismunandi umhverfisþáttum. Álver á heims- mælikvarða Norðurál á Grundartanga er langt undir öllum viðmiðunarmörkum sem sett eru í starfsleyfi og reglugerðum og þessi mörk eru með því strang­ asta sem þekkist. Starfsemin er á heimsmælikvarða – eins og hæfir Hvalfirðinum og íslenskri náttúru. Áhrif álvers Norðuráls á lífríkið í Hvalfirði eru óveruleg. Þetta staðfesta niðurstöður umhverfis­ vöktunar fyrir árið 2013. Allar sérfræðiskýrslur um Umhverfisvöktun iðn­ aðarsvæðisins á Grundartanga eru aðgengilegar á heimasíðu Norðuráls, www.nordural.is Meðalstyrkur flúors er vel undir viðmiðunarmörkum. Losun minnkar þrátt fyrir framleiðsluaukningu. Losun flúors kg/tonn Al 0,50 Flúor 2009 2010 2011 2012 2013 Viðmið starfsleyfis F acebook-síðan „Kynþokkaull“ hefur vakið athygli í vikunni, en þar er skemmtilegur orðaleikur notaður til þess að vekja athygli á hárvexti mannfólksins. Í lýsingu síð- unnar segir jafnframt að líkamshár eigi ekki að vera feimnismál. Helga Dögg Ólafsdóttir er einn forsprakka verkefnisins, sem er hluti af áfanga í Listaháskóla Íslands. „Við ákváðum að vekja athygli á þessu því við erum all- ar mjög feminískar. Um daginn fórum við í ræktina og tókum eftir því hversu mikið feimnismál það virðist vera, að vera með líkamshár. Við vildum vekja athygli á því á gleðilegan hátt að það er þitt mál hvort þú ert með líkamshár eða ekki og í raun fagna líkamshárum,“ segir Helga Dögg. Verkefnið á að snerta á málefni sem kemur samfélaginu við, en Helga Dögg segir að það miði að báðum kynjum. „Bakhár og axlarhár geta verið mikið feimnismál, en öll ull er kynþokkafull.“ Titill verkefnisins kom til þegar Helga og samstarfskonur hennar hlustuðu á hljómsveitina Hljómsveitt syngja um kynþokkafulla ull. Á Facebook-síðu verkefnisins ber að líta alls kyns mynd- ir af líkamshárum sem þær hafa út- búið með því að sauma í myndirnar. Póstkortum og veggmyndum hefur verið dreift víðs vegar, meðal annars í Sundhöll Reykjavíkur, á kaffihús og einnig í umræddri líkams ræktarstöð. „Verkefninu lýkur svo núna eftir helgi, en ef það verður áhugi fyrir því að halda áfram með þetta þá er aldrei að vita. Við viljum fá fólk til að koma út úr skápnum með hvað það er feimið með þetta. Fólk má líka sýna að það sé ekki með hár, við erum ekki að neyða fólk til að vera með hár. Það er valið sem skiptir máli,“ segir Helga Dögg. Hægt er að taka þátt í verkefninu með því að merkja myndir #kynþokkaull bæði á Facebook og Instagram. n Kynþokkafull ull Líkamshár eiga ekki að vera feimnismál að sögn forsprakka Facebook-síðu. Kynþokkaull Ein myndanna var hengd upp í Sundhöll Reykjavíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.