Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 13.–15. maí 2014           Bæjarlind  14-­‐16  (  551-­‐9031    vardan.is  -­‐  facebook.com/vardan.barnavorur   „Mikill óþverraskapur“ Nemendur í Kvennaskólanum grunaðir um vera síðuhaldarar Peysopicker S amkvæmt heimildum DV hefur vinahópur í Kvenna- skólanum í Reykjavík leg- ið undir grun um að halda úti hinni umdeildu vefsíðu peysopicker.com. Síðan, sem Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskól- ans, kallar óþverra, var tekin niður í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar í lok marsmánaðar. Á dögunum fór síðan á ný í loftið. Gengur síðan út á að val- ið er á milli nemenda fjórða bekkjar skólans, sem eru fæddir árið 1996, og þeir svo flokkaðir eftir útliti. Vísar nafn síðunnar í Peysufatadag nem- endafélags skólans sem haldinn er árlega í lok apríl. Samkvæmt sömu heimildum DV hefur vinahópurinn reynt að tryggja nafnleynd með því að greiða fyrir lénið með Bitcoin. Um tíma voru skilaboð á síðunni þar sem því var lofað að síðan yrði lögð niður ef hundrað og fimmtíu Auroracoin- aurar væru millifærðir á síðuhaldara. Einn drengjanna sem grunaðir eru um að hafa sett síðuna á laggirnar neitaði því staðfastlega í samtali við DV að hann standi að baki síðunni. Byggist grunur um að viðkomandi nemandi Kvennaskólans standi að baki síðunni á skjáskoti af samtali á Facebook þar sem hann segist standa að baki síðunni ásamt nokkrum vin- um sínum. Í því samtali er hann spurður af hverju og stendur ekki á svörum: „bara fock versló skilurðu“. Gagnrýnir umfjöllun fjölmiðla Sigrún Dís Hauksdóttir, forseti nem- endafélags Verslunarskólans, gagn- rýnir í samtali við DV umfjöllun fjölmiðla á málinu. „Okkur finnst ótrúlega leiðinlegt að það er sagt að við séum að taka þátt í þessu þegar við erum búin að reyna að sniðganga síðuna. Það gefur augaleið að svona síða gengur ekkert upp ef enginn skoðar hana. Við höfðum viljað að enginn myndi fara inn á síðuna. Fréttin á Vísi var í rauninni auglýsing fyrir þessa síðu. Þess vegna sendum við þessa yfirlýsingu,“ segir hún. „Við teljum okkur vita hver þetta er. Við erum með áreiðanlegar heim- ildir fyrir því hver er að halda úti síð- unni en við vildum ekki gefa vís- bendingu um hver það væri fyrr en við værum búin að vinna úr því sjálf,“ segir Sigrún. Staðfestir hún að grun- ur leiki á að viðkomandi sé nemandi í Kvennaskólanum. „Hann sver þetta af sér“ „Mér finnst mikil óþverraskapur að vera að hlutgera nemendur svona. Ég skil ekki hvað vakir fyrir viðkom- andi,“ segir Ingi Ólafsson skólastjóri í samtali við DV. Segir hann að þegar síðan fór fyrst í loftið hafi verið í farið í mikla leit til að komast að því hver bæri ábyrgð á henni. Að hans sögn er það talið ólíklegt að nemandi inn- an Verslunarskólans standi að baki henni. „Krakkarnir sögðu við mig að ef þetta væri einhver í skólanum þá væri það bara þannig að það spyrst alltaf út. Ég hef heyrt það að þetta hafi verið ákveðinn nemandi í öðr- um skóla í Reykjavík. Það kom nafn upp á yfirborðið en hann sver þetta af sér,“ segir Ingi. “ n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Mér finnst mikil óþverraskapur að vera að hlutgera nem- endur svona. Skólastjóri Ingi Ólafsson segir í samtali við DV að grunur beinist að nemendum annars menntaskóla en Verslunarskóla Íslands.„Ég hÉlt að þetta væri búið“ n Gísli og Osazee slökuðu á heima hjá sér eftir erfiðan dag n Fleiri hjónum tvístrað Hjónum tvístrað Sýrlenskur eiginmaður sendur til Svíþjóðar í síðustu viku Ekki eru allir jafn heppnir og þau Izekor Osazee og Gísli Jóhann Grétarsson. DV greindi frá því í síðustu viku að Hassan Alhaj, sýrlenskum eiginmanni Margrétar Láru Jónasdóttur, hefði verið vísað úr landi. „Við vorum búin að gifta okkur þannig að þetta kom algjörlega flatt upp á okkur,“ segir hún í samtali við DV nú. Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Hassans en hún segir í samtali við DV að í ljósi nýjustu fregna verði farið fram á það að hann fái að koma aftur til Íslands á meðan hin nýja stefnumótun fari fram. Sjálf hefur Margrét engin skilaboð feng- ið frá yfirvöldum um það hvort maður- inn hennar fái að koma aftur til landsins. Þegar DV fjallaði um málið þann 8. maí sagði hún: „Ég er bara miður mín, algjör- lega miður mín. Ég á 15 ára strák og það erfitt að útskýra fyrir honum að ég hafi þurft að fylgja manninum mínum út á flugstöð og kveðja hann. Maður er bara miður sín og áhyggjufullur.“ Margrét hafði fylgt honum út á flugvöll og þurfti að kveðja hann, ekki vitandi hvenær hún sæi hann á ný. „Manni finnst bara vera endalaust brotið á honum. Maður bara veit ekki fyrr en maður lendir í því hvern- ig farið er með útlendinga hérna.“ Eitthvað hefur misfarist í samskiptum yfirvalda við Hassan og lögfræðing hans því þau hjónin vissu ekki að til stæði að reka hann úr landi fyrir fullt og allt fyrr en starfsmenn frá Útlendingaeftirlitinu mættu á heimili þeirra og tjáðu þeim að honum yrði vísað úr landi. Þá var honum gert að skrá sig hjá lögreglu daglega þar til að brottförinni kæmi. „En lögfræðingurinn fékk ekki bréf um brottvísunina fyrr en á mánudag eða þriðjudag og við fengum þá að vita að hann ætti að fara úr landi núna á fimmtudagsmorgun. Þá er búið að panta flug á hans nafni,“ sagði Margrét og því var ekki mikill tími til stefnu til að ganga frá lausum endum og kveðja. „Það tók enginn á móti honum í Svíþjóð. Þannig að hann fór bara með sinni fjölskyldu og er hjá henni núna. En við vitum ekkert hvert framhaldið er. Hann er skíthræddur um að verða sendur til baka. Hann er skíthræddur um sitt líf.“ vindur auðvitað upp á sig.“ Gísli sagðist sjálfur vera búinn að missa trúna á íslenskt stjórnkerfi eftir það sem á undan hafði gengið og útlit var fyrir að konu hans yrði vísað úr landi. Handtekin fyrir hroka „Ég er fæddur og uppalinn hérna á Ís- landi. Ég hef borgað alla mína skatta hér og ég hef alltaf verið mjög stoltur af því að vera Íslendingur. Nú er búið að brjóta á því trausti sem ég hafði til íslenskra stofnana og ég stend bara gjörsamlega berskjaldaður,“ sagi Gísli í samtali við DV stuttu eftir að eig- inkona hans hafði verið handtekin. Hann lýsti atvikinu þannig að þau hafi mætt eins og aðra daga til þess að skrá Osazee hjá lögreglunni. Þeim hafi verið ljóst að eitthvað væri öðru- vísi en aðra daga þegar fimm lög- reglumenn söfnuðust saman í kring um þau. „Þá fengum við þau skilaboð að hún yrði handtekin þar sem það ætti að senda hana úr landi,“ sagði Gísli sem var mjög miður sín yfir því sem á undan hafði gengið. Gísli sagðist ekki hafa fengið neinar sérstakar skýringar á hand- töku eiginkonu sinnar. Helga Vala, lögmaður hennar, leitaði skýringa hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þar fengust þau svör að þar hefðu menn álitið það ákveðinn hroka af hálfu Osazee að tilkynna sig hjá lög- reglunni klukkan tíu um morguninn. Hún hefði fengið þau skilaboð að hún ætti að tilkynna sig á milli klukk- an tvö og þrjú. „Ég fékk þær upplýsingar að það hafi verið metið sem svo að þetta væri hroki af hennar hálfu og að hún væri að óhlýðnast stjórn- völdum. Þess vegna handtóku þeir hana,“ segir Helga Vala í samtali við DV. Gísli segist hins vegar ekki skilja þessar skýringar enda hefði hann alltaf skilið það sem svo að þau ættu að tilkynna sig á milli klukkan tíu og tvö, eins og þau höfðu gert dagana á undan. Svo virðist sem aðgerðin hafi verið heldur handahófskennd enda var Osazee sleppt úr haldi nokkrum klukkustundum síðar. n Á góðri stund Gísli og Osazee giftu sig í byrjun apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.