Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 22
Vikublað 13.–15. maí 201422 Umræða Iðar allt af lífi á afmælis- ári Sturlu Þórðarsonar G röfin móti gapir köld“ á vel við um gröf íslenskra fræða vestur á Melum. En sem betur fer er hún ekki eina áminningin þessi misseri um forsendur íslenskrar menningar. Árni Magnússon Á síðasta ári var þess minnst að þá voru liðin 350 ár frá fæðingu Árna Magnússonar að Kvennabrekku í Dölum. Þessa var minnst með marg- víslegum hætti og stofnunin náði til fjölmargra um allt land með mark- vissum og myndarlegum áherslum, sýningum og fundum. Lengi verður það eftir í hausnum á mér þegar Mar- grét Þórhildur, fyrrverandi íslensk prinsessa, skundaði í hátíðasal Há- skólans og hlýddi af andakt á dag- skrárefnin, ekki síst á magnað erindi Anette Lassen, ritstjóra dönsku út- gáfunnar á Íslendingasögunum. Sá fundur átti eftir að draga dilk á eft- ir sér svo sem síðar verður að vikið. Vestur í Dölum er í undirbúningi að setja upp minningarskilti um Árna Magnússon við afleggjarann heim að Kvennabrekku. Snorri Sturluson Skammt undan Kvenna- brekku og Dölum er Reykholt. Þar urðu tímamót í september 1988 þegar forseti Ís- lands, Vigdís Finnboga- dóttir, lagði hornstein að nýrri kirkju í Reyk- holti og Snorrastofu að viðstöddum Ólafi Noregskonungi. Við það tækifæri afhenti hann þjóðargjöf Norð- manna til Snorrastofu. Í Reykholti bjó lengi og þar var veginn rithöfundurinn mikli Snorri Sturluson Þórðarson- ar. Snorri var fæddur að Hvammi í Dölum en þar var Árni Magnússon reyndar við nám nokkrum öldum síðar. Snorri var því Dalamaður, segj- um við og enginn ber á móti því. Starfsemin í Reykholti er glæsileg og fer stöðugt vaxandi með tugþúsund- um gesta enda fer þar allt saman: Aðstaða til rannsókna og fræðiiðk- ana, tónlistarflutningur og ráðstefnu- hald. Ég átti þess kost að koma þar á dögunum með nokkrum þýðend- um Íslendingasagna á norrænar tungur. Þar nutum við skemmtilegr- ar leiðsagnar Bergs Þorgeirssonar og Geirs Waage og var sú för öll fróðleg og ánægjuleg. Frá því að Vigdís tók skóflustunguna í Reykholti eru liðin 25 ár, aldarfjórðungur. Á þeim tíma hefur undramargt gerst í Reykholti. Ferðamannaflóðið um Ísland hef- ur skilið eftir sig spor í Reykholti. Og í byggðarlaginu eru önnur tíðindi til dæmis Landnámssetur eldhugans Kjartans Ragnarssonar. Landnáms- setrið er með sýningum sínum og veitingum orðið hluti af menningar- keðju Borgarfjarðar sem skartar Borg á Mýrum með Sonartorreki og sögu- sviði Egils sögu. Sturla Þórðarson Og nú er að verða til hugmynd um að lyfta minningu Sturlu Þórðar- sonar, sagnfræðings skálds og lög- sögumanns í Dölum. Sú hugmynd hefur reyndar verið lengi á döfinni. Hún komst fyrst á blað í fréttum á árinu 2007 þegar Friðjón Þórðar- son og sveitarstjórn Dalabyggðar beittu sér fyrir því að opna Sturlu- stofu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Alþingi tók vel í þessar hugmyndir og veitti nokkru fjármagni til verk- efnisins. Og nú er farið aftur af stað: Á þessu ári eru 800 ár liðin frá fæðingu sagnaritarans mikla Sturlu Þórðar- sonar. Hann lést svo 70 árum síðar, 1284, og var þá kominn út í Fagur- ey á Breiðafirði. Lengst hafði hann hins vegar búið að Staðarhóli sem er í Saurbæ í Dalasýslu þar sem var höfðingjasetur í margar aldir. Nú hefur Dalabyggð ákveðið að minn- ast þessa afmælis sérstaklega með Sturluhátíð sem haldin verður 27. júlí að Tjarnarlundi í Saurbæ en Tjarnar- lundur sem er í landi Staðarhóls er félagsheimili Saurbæinga. Þar verð- ur talsverð dagskrá sem hefst upp úr hádeginu þennan dag sem er sunnu- dagur. Verður dagskráin í heild kynnt í byrjun næsta mánaðar. Trúi ég að þar muni margur vilja koma og ég ráðlegg þeim að merkja við daginn í sumaralmanakinu sínu. Dalirnir og Sturla Í Dölum er saga í hverju spori og þar eru margir staðir sem koma til greina fyrir Sturlusetur framtíðarinnar. Ég tel reyndar sjálfsagt að stefna að því að Sturlusetur í Dölum verði menn- ingarstaður rétt eins og Reykholt er í dag, þar sem um yrði að ræða marg- víslega menningarstarfsemi, aðstöðu til rannsókna og móttaka ferða- manna. Ég sé það fyrir mér að Sturlu- setur í Dölum verði í náninni sam- vinnu við Reykholt og sæki þangað fyrirmyndir að starfsemi sinni þannig að eftir tvo til þrjá áratugi eigum við í Dölum stað sem dregur að sér forvitna innanlands og utan frá tug þúsundum saman. Kjörstaður fyrir slíkt eru Laugar í Sælingsdal þar sem þegar eru til miklar byggingar auk þess sem þar er jarðhiti sem skipt- ir öllu. Og þar er nú Guðrúnarlaug í minningu Guðrúnar Ósvífursdóttur. Hér gæti virst um risavaxið verkefni að ræða – en þannig leit það líka út þegar lagt var af stað í Reykholti. Það skipti reyndar mjög miklu máli að Noregur kom að verkefninu í Reyk- holti. En því skyldu Norðmenn ekki einnig koma við sögu við Sturlusetur í Dölum? Ætli hann hafi ekki skrifað Hákonarsögu Hákonarsonar Sturla þessi. Hefði haldið það. Jóhann Sigurðsson Verkefni sem virðast óvinnandi vegur eru oft þannig að þar komast kjark- menn, karlar og konur, samt á leiðar- enda, ef viljinn er nægur og markviss vinnubrögð. Slíkt verkefni höfum við einmitt séð undanfarna daga á sviði Íslendingasagna. Jóhann Sigurðsson heitir maður. Hann beitti sér fyrir út- gáfu Íslendingasagna á ensku og þær komu út 1998. Jóhann er ekki sér- fræðingur á þessu sviði. Hann er hins vegar hygginn, markviss og þrjóskur. Hann ákvað að láta þar ekki staðar numið heldur lagði hann af stað með annað verkefni sem var enn stærra: Þýðing og útgáfa á Íslendingasögun- um á norsku, sænsku og dönsku. Og viti menn þessi útgáfa sá dagsins ljós á dögunum. Frá þessari útgáfu segir meðal annars á vefnum saga- forlag.is. Þarna eru á ferðinni 2.500 síður í fimm bindum. Getur nokk- ur nefnt mér dæmi um annað eins þýðingarverkefni – já í heiminum – á öðrum ritum en Biblíunni? Fremst í hverju setti er inngangur eftir þjóð- höfðingja hvers lands og þar skrifar Margrét Þórhildur að sjálfsögðu inn- ganginn að dönsku útgáfunni. Það er innblásinn texti; mig grunar að Anette Lasson hafi haft áhrif með ræðu sinni í Hátíðasal. Menningar- málaráðherrar Norðurlandanna tóku við bókunum í Hörpu. Danski menningarmálaráðherrann lofaði framtakið samstundis á fésbókar- síðu sinni. Sænski menningarmála- ráðherrann skellti sér tafarlaust í að lesa Njálu. Á bak við þessa útgáfu eru um 100 þýðendur og ekki bara þýð- endur heldur ritstjórar sem vöktu yfir hverju smáatriði. Auk þess voru rithöfundar í löndunum fengnir til þess að lesa textana yfir eins og til að tryggja að þetta yrðu ekki bara þurr- ir fræðimannatextar heldur lifandi nútímalegir textar. Síðan var unnið að því markvisst að safna peningum til að borga þessi verk öll, þýðingar og prentun. Það kostaði á þriðja hundrað miljónir króna og þeir fjár- munir koma allir frá stofnunum og fyrirtækjum og sjóðum á þeim Norð- urlöndum sem hér um ræðir. Þá hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að leggja fjármuni til þess að útgáfa Ís- lendingasagnanna verði aðgengileg á netinu eftir sex ár eða svo og hafa fyrstu fjármunirnir þess vegna þegar skilað sér í hús. Hvað hefur Jóhann Sigurðsson gert? Hann hefur fengið íslenska sér- fræðinga til þess að ráðleggja sér til hverra ætti að leita með þýðingar og ritstjórn. Hann hefur fengið fjölda manns í lið með sér til þess að safna fjármunum. Hann hefur leitað til framúrskarandi kunnáttumanna um prentun og umbrot. Ætli það séu 200 manns sem hafa lagt Jóhanni lið í þessum efnum; þar af helmingurinn í alls konar sjálfboðavinnu. Jóhann Sigurðsson hefur ekki stofnun á bak við sig. Hann er stofn- un. Allt þetta er því einkaframtak. Þegar Íslendingasögurnar komu út á ensku var hann kallaður kraftaverka- maður í einu dagblaðanna. Ekki veit ég hvað ætti að kalla hann núna og orðið kraftaverk stigbreytist ekki eins og allir vita. Einar Kárason Einar Kárason rithöfundur hefur á undanförnum árum skrifað þrjár skáldsögur frá Sturlungaöldinni. Þetta eru snilldarverk sem bókmenntaverk og um leið hafa þau mikla almenna menningarlega þýðingu og skírskot- un. Það er ekki léttaverk að lesa Sturl- ungu en Einar opnar hverjum læsum manni leið að þessum bókum. Ég má til með að útnefna mína uppáhalds- bók af þessum þremur bókum Ein- ar. Það er bókin Skáld sem endar hér fyrir utan hjá okkur hinum megin í firðinum, Breiðafirði. Það iðar því allt af lífi í kringum átta hundruð ára afmælisdrenginn Sturlu Þórðarson. Skáldsögur eru skrifaðar. Árnastofnun heldur ráð- stefnu þar sem verða 20 fyrirlestr- ar um sagnfræðinginn og skáldið. Snorrastofa er full af minnum þeirra Sturlunga. Í Skagafirði eru unnin af- rek í menningarlegri ferðaþjónustu til heiðurs Sturlu. Og í Dölunum er lagt af stað í vegferðina Dalirnir og Sturla; það er eins gott að taka 27. júlí frá. Já, já. Gröfin er þarna. En þá er að bretta upp ermarnar og byggja. Það er unnt. Á kannski að fá Jóhann í verk- ið? Jóhann Sigurðsson, kraftaverka- mann. Nei í alvöru, krakkar, klárum þetta. n Svavar Gestsson Höfundur er fyrrverandi menntamálaráðherra Kjallari „ Í Dölum er saga í hverju spori og þar eru margir staðir sem koma til greina fyrir Sturlu- setur framtíðarinnar. Í Dalasýslu Guðrúnarlaug. MynDir ByGGðaSafn DalaManna laugar í Sælingsdal Laugar væru kjörstaður fyrir Sturlusetur, að mati höfundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.