Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 13.–15. maí 201436 Fólk
Frægur á
Grænlandi
Töframaðurinn Einar Mikael er
staddur á Grænlandi þar sem
hann skemmtir sér og heldur
námskeið. Töframaðurinn hefur
skemmt sér konunglega og er
beðinn um eiginhandaráritan-
ir við hvert fótmál. Einar Mikael
ætlar að nota ferðalagið til að
skoða sig um í landinu sem er
þekkt fyrir geysifagra náttúru.
Hann hefur þegar smakkað
selkjöt, matreitt á grænlenska
vegu, sem hann segir hafa
bragðast afar vel.
Arnar Grant
í það heilaga
Krafta- og athafnamaðurinn Arn-
ar Grant mun ganga í það heilaga
í sumar. Sú heppna heitir Kristín
Hrönn Guðmundsdóttir en þau
Arnar eiga saman rúmlega eins
árs stúlku. Teljast hlýtur líklegt að
Arnar verði steggjaður og miðað
við vinahópinn má ímynda sér að
hann sé með kvíðahnút í magan-
um yfir herlegheitunum sem bíða
hans. Arnar og Kristín, sem hafa
verið saman í nokkur ár, trúlof-
uðu sig fyrir stuttu og munu láta
pússa sig saman í ágúst.
Vopnuð og
með veiðidellu
Elsu Yeoman finnst fátt skemmtilegra en að fara í veiði
E
lsa Yeoman, forseti borgar-
stjórnar, er með veiðidellu.
Henni finnst fátt skemmti-
legra en að fara á hreindýr,
rjúpu og gæs og að matreiða
bráðina fyrir vini og fjölskyldu.
Elsa þarf að bíða til haustsins
með að munda byssuna enda geng-
ur atkvæðaveiðin í sveitarstjórnar-
kosningum fyrir og þar þarf önn-
ur vopn til veiða. „Ég kem bara sterk
inn með haustinu,“ segir Elsa og seg-
ir blaðamanni frá veiðiáhuganum og
hvernig hann kom til.
Hreindýr fyrsta bráðin
Veiðidellan helltist yfir hana fyrir
nokkrum árum eftir kynni af hópi
kvenna sem skutu á leirdúfur í
Hafnarfirði.
„Ég fékk dellu strax á fyrsta degi.
Ég kynntist nokkrum stelpum sem
voru að skjóta leirdúfur með Skot-
veiðifélagi Hafnarfjarðar og fékk að
vera með þeim. Þær voru allar með
skotleyfi og áttu fullt af byssum. Ég
fékk neistann frá þessum kerlingum,
þær voru að fara í veiðiferðir á sumr-
in og ég fór með,“ segir Elsa og send-
ir mynd af sér með fyrstu bráðina.
„Er þetta ekki vinaleg mynd,“
segir Elsa stolt en eins og lesendur
DV sjá er fyrsta bráðin af stærra
taginu, nefnilega stærðar hreindýr
sem hún veiddi í sinni fyrstu veiði-
ferð á Austurlandi.
„Ég byrja bara á þessu stóra. Ég
var ekki nema fjóra daga að veiða
þetta dýr,“ segir hún og gerir að
gamni sínu.
Eins og í David Lynch-mynd
Að fara í veiði er gefandi og hún nýt-
ur þess að stökkva út í bíl í öllum
veðrum.
„Ég fer á rjúpu, gæs og hreindýr,
mér finnst líka gaman að fara á skarf.
Allt sem ég kemst í hoppa ég í. Það er
svo gott að gera þetta á haustin og
þá skiptir veðrið engu máli.
Rjúpnaveiðarnar finnst
henni sérlega eftirsóknarverðar.
„ Rjúpnaveiðar eru nærri því jafn
skemmtilegar og hreindýraveiðar.
Það er svo rosalega mikill friður og
ró fólgin í því að standa ein og vera
í sambandi við hjartað á sér með
hlaðna byssuna. Sjá svo einhver
spor og elta. Þetta er eins og einhver
David Lynch-mynd.“
Önnur og dýpri tenging
Þótt það sé ekki í uppáhaldi að verka
bráðina, þá er matreiðslan á henni
mikið áhugamál.
„Það er maus að verka þessa fugla,
þetta er lítið og ég plata vini og fjöl-
skyldu og þá sem nenna að hjálpa
mér. En það er ekki hægt að bera það
saman að bera þetta á borð miðað við
kjúkling sem maður kaupir innpakk-
aðan í plast úr búð.
Þetta er allt önnur og dýpri
tenging við matinn. Mér finnst fátt
betra en að bera lystisemdir á borð
sem ég er búin að vera að sveitt og
þreytt að eltast við. Það er bara ekki
hægt að bera þetta tvennt saman.
Það eru ekkert allir í aðstöðu til að
fá villibráð, það eru forréttindi að fá
að skjóta bráðina og matreiða hana.
Það er svo margt hægt að gera við
hráefnið,“ segir Elsa og telur óhætt
að telja veiðar og matreiðslu sem sín
stærstu áhugamál.
Veiðir með Birni Blöndal
En skyldu fleiri samverkamenn í póli-
tíkinni haldnir veiðieðli eins og Elsa?
„Já, ég og Björn Blöndal höfum farið
saman á rjúpu nokkrum sinnum. Við
tengjumst í gegnum veiðarnar. Þá
hefur Sóley Tómasdóttir beðið mig
um að taka sig með, ég hlýt að verða
við því brátt.“ n
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
„Að standa ein og
vera í sambandi
við hjartað á sér með
hlaðna byssuna.
Fyrsta bráðin Elsa stolt
með hreindýr sem hún skaut
eftir fjögurra daga ferð.
Gulli kominn með bakteríuna
Útvarpsmaðurinn æfir fyrir Fimmvörðuháls
M
aður er að eldast og þrosk-
ast því lengi vel var ég viss
um að fjallganga væri ekki
minn tebolli. Mér fannst
allt of lítið „action“ falið í því að
ganga á fjöll til þess eins að ganga
niður aftur. En svo kemur í ljós að
þetta er mjög gaman,“ segir út-
varpsmaðurinn Gulli Helga sem er
kominn með fjallgöngubakteríuna
eins og svo margir.
Gulli er að æfa sig fyrir ferð á
Fimmvörðuháls í sumar. „Pálmi
Gestsson, vinur minn, sagði við
mig fyrir ári að fjallganga væri
besta og skemmtilegasta líkams-
rækt sem hann hefði prófað. Þessi
setning hefur setið í mér. Svo er
maður alltaf að sjá myndir af hin-
um og þessum á veturna uppi
á fjöllum, jafnvel í snarbrjáluðu
veðri. Hingað til hef ég hugsað
með mér að þetta væri klikkað lið.“
Gulli og eiginkona hans hafa nú
bæði gengið upp á Esjuna og Úlf-
arsfell. „Við erum að æfa okkur og
komast að því í hvaða formi við
erum. Ég er í sæmilegu formi en
í gær komst ég upp að Steini á 55
mínútum. Maður verður víst að
ganga nokkrum sinnum upp Esju
er mér sagt af mér fróðari mönn-
um áður en maður leggur í Fimm-
vörðuhálsinn. Ekki að maður
kæmist hann ekki heldur verður
maður að vera í þokkalegu formi
til að geta notið ferðarinnar án
þess að vera eins og blásandi belg-
ur alla leiðina.“
Gulli er nýbyrjaður en virðist
kolfallinn fyrir sportinu. „ Skórnir,
sem ég keypti mér fyrir 21. ári,
þegar Tveir með öllu gengu upp á
Esjuna, gáfu upp öndina í síðustu
ferð svo ég fjárfesti í nýjum. Þess-
ir skór eru gjörsamlega æðislegir.
Þetta er bara svo skemmtilegt
– útveran, súrefnið, útsýnið og
landið. Svo skiptir félagsskapur-
inn miklu máli. Ég er að vísu ekki
í neinum gönguhópi en ég er svo
skemmtilegur að það skiptir engu
máli,“ segir Gulli hlæjandi að lok-
um. n
indiana@dv.is
Fjölnir á lausu
Samkvæmt öruggum heimildum
DV er stjörnuparið Fjölnir Þor-
geirsson og Bryndís Ásmunds-
dóttir hætt saman. Þau hafa verið
áberandi á síðum dagblaðanna
auk þess sem þau deildu ást
sinni með þjóðinni í sjónvarp-
inu. Fjölnir og Bryndís eiga eitt
barn saman. Hestamaðurinn
náði að smita leik- og söngkon-
una af hestaáhuga sínum en ný-
lega stofnaði Bryndís meira að
segja hljómsveitina Bryndísi Ás-
munds og Folana. Samkvæmt
heimildum blaðsins eru sam-
bandsslitin í mestu vinsemd.
Á Úlfarsfelli
Útvarpsmaðurinn Gulli
Helga ætlar Fimm-
vörðuhálsinn í sumar.