Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 13.–15. maí 2014 Fréttir Viðskipti 15 Össuri var stefnt í Bandaríkjunum n Áfangasigur vannst n Jón Sigurðsson langlaunahæsti forstjóri landsins S toðtækjaframleiðandinn Otto Bock, stefndi íslenska stoð­ tækjafyrirtækinu Össuri á síðasta ári vegna meintra brota á einkaleyfi fyrirtæk­ isins. Þetta kemur fram í ársreikn­ ingi Össurar fyrir síðasta ár sem er aðgengilegur hjá embætti ríkisskatt­ stjóra. Fjallað er um málaferlin í skýr­ ingu aftast í ársreikningi Össurar. Otto Bock er helsti samkeppnis­ aðili Össurar á stoðtækjamarkaðn­ um og hafa verið sagðar af því frétt­ ir í gegnum árin að fyrirtækið renni hýru augu til íslenska fyrirtækisins. Vegna málaferlanna er bókfærður lögfræðikostnaður í ársreikningi Össurar. Sigurborg Arnarsdóttir, starfs­ maður Össurar sem sér um sam­ skipti við fjölmiðla fyrir hönd fyrir­ tækisins, segir í samtali við DV að stoðtækjaframleiðandinn hafi ekki rætt sérstaklega um málaferlin fyr­ ir utan það sem fram kemur í opin­ berum upplýsingum um fyrirtækið. „Þetta er bara í gangi og það verð­ ur bara tilkynnt um niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir,“ segir Sigur­ borg. Össur er skráð í íslensku kaup­ höllinni og er eitt þekktasta og verð­ mætasta fyrirtæki landsins enda leiðandi á heimsvísu í framleiðslu stoðtækja. Fyrirtækið var meðal annars þekkt fyrir að sjá suður­ afríska hlauparanum Oscari Pistor­ ious fyrir stoðtækjum áður en hann var handtekinn vegna morðs á unn­ ustu sinni. Telja stefnuna ekki halda Í ársreikningi Össurar kemur fram að stoðtækjaframleiðandinn telji að stefna Ottos Bock eigi ekki rétt á sér. Um stefnuna segir í ársreikn­ ingi Össurar. „Otto Bock, stærsti samkeppnisaðili Össurar á stoð­ tækjamarkaðnum, stefndi Össuri fyrir dóm í Bandaríkjunum á öðr­ um ársfjórðungi 2013. Otto Bock vill meina að tilteknar vörur Össur­ ar, nánar tiltekið Unity og Icecross Seal­In V line, brjóti gegn einu af einkaleyfum Ottos Bocks og að Öss­ ur hafi brotið gegn samkomulagi sem var til staðar á milli fyrirtækj­ anna. Össur hefur neitað þessum ásökunum og telur að framleiðslu­ vörur Össurar brjóti ekki gegn einkaleyfinu.“ Í ársreikningnum kemur jafn­ framt fram að Össur telji að lang­ mesti kostnaður fyrirtækisins vegna málsóknarinnar muni koma til á ár­ inu 2014. Áfangasigur Össurar Í gögnum um málaferlin sem að­ gengileg eru á vef undirréttar í Kali­ forníu í Bandaríkjunum kemur fram að Otto Bock hafi beðið lægri hlut fyrir Össuri í undirrétti í fylkinu þar sem dómstóllinn hafi ekki talið lík­ legt að fallist yrði á sjónarmið fyrir­ tækisins. Otto Bock áfrýjaði hins vegar þeirri niðurstöðu í febrúar síð­ astliðinn og því eru málaferlin enn­ þá í gangi í Bandaríkjunum, saman­ ber orð Sigurborgar Arnarsdóttur hér að framan. Endanleg niðurstaða er því ekki komin í málaferlin. Launahæsti forstjórinn Í ársreikningi Össurar kemur jafn­ framt fram að Jón Sigurðsson, for­ stjóri Össurar til margra ára, er langlaunahæsti forstjóri landsins. Jón hefur verið launahæsti forstjóri landsins síðastliðin ár en laun hans komast þó ekki nálægt forstjóra­ launum í íslensku bönkunum á ár­ unum fyrir hrun. Heildarlaun hans, með bón­ usum og kaupréttarsamningi um hlutabréf í Össuri, námu samtals rúmlega 1,3 milljónum dollara í fyrra, eða sem nemur 149.884 millj­ ónum íslenskra króna. Jón var því með mánaðarlaun upp á tæplega 12,5 milljónir króna í fyrra. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta er bara í gangi og það verð- ur bara tilkynnt um niður- stöðurnar þegar þær liggja fyrir. Lang launahæstur Laun Jóns Sigurðsson- ar, forstjóra Össurar, voru þau langhæstu meðal forstjóra á Íslandi í fyrra. Mánað- arlaun hans voru 12,5 milljónir króna. Rök hníga að stýrivaxtalækkun Líkur á að löngu tímabili óbreyttra stýrivaxta sé að ljúka G reining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd SÍ muni ákveða að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur þann 21. maí. Gangi það eftir lýkur lengsta tímabili óbreyttra stýrivaxta í sögu verðbólgumarkmiðs bankans. „Verður þetta að okkar mati eina vaxtalækkun ársins og raunar eina vaxtabreyting ársins, en við teljum að eftir þessa lækkun muni nefndin ákveða að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum út árið,“ segir á vef Grein­ ingar. Þar kemur fram að helstu rökin fyrir lækkuninni nú séu að verðbólgan er undir 2,5 prósenta verðbólgu­ markmiði bankans, verðbólgan ætti að haldast undir eða við verðbólgu­ markmiðið út árið, verðbólguhorfur munu væntanlega batna samkvæmt nýrri spá bankans. Þá hafi gengi krón­ unnar verið stöðugt frá síðustu vaxta­ ákvörðun og þá mun spila inn í að kjarasamningum hefur verið lent í samræmi við verðbólgumarkmið fyrir stærstan hluta vinnumarkaðarins. Þrátt fyrir þetta telur bankinn að óvissa sé um vaxtaákvörðunina. „Óvissan er í þá veru að líkur eru á því að peningastefnunefndin ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, en finna má nokkur rök fyrir óbreytt­ um stýrivöxtum. Má þar nefna að verð­ bólguvæntingar til lengri tíma eru enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiði bank­ ans, verðbólguálag á skuldabréfamark­ aði hefur ekki lækkað frá síðasta vaxta­ ákvörðunarfundi nefndarinnar og að talsverð launahækkun einstakra laun­ þegahópa hefur hleypt illu blóði í aðila vinnumarkaðarins sem kann að kalla á meiri hækkanir launa á næsta kjara­ samningstímabili en samrýmist verð­ bólgumarkmiðinu. Teljum við að síð­ astnefnda atriðið muni vega nokkuð þungt í óbreyttum stýrivöxtum þegar líður á árið og að kjarasamningum á næsta ári verði ekki lent í jafn góðu samræmi við verðbólgumarkmiðið og núverandi samningar, sem aftur mun verða meðal þeirra þátta sem kalla á hækkun stýrivaxta á næsta ári.“ n www.kebabgrill.is • Lækjargötu 10 Reykjavík • Sími 571-8800 Opnunartími: Mán-Fim 11-23, fös og lau 11-06, sun 13-23 Brauðið bakað á staðnum Smakkaðu besta Kebab í heimi! Seðlabankinn Greining Íslandsbanka telur að öll rök hnígi að stýrivaxtalækkun. Mikil fjölgun gistinótta Gistinóttum útlendinga á hótel­ um hér á landi fjölgaði um rúm 25 prósent á fyrsta ársfjórð­ ungi miðað við sama tímabil í fyrra. Af einstökum mánuð­ um fjórðungsins var lang­ mesti vöxturinn í janúar en þá fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna um rúman helm­ ing frá fyrra ári. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að gistinóttum Íslendinga hafi fjölgað um sex prósent milli ára á fjórðungn­ um og nam heildarfjölgun gisti­ nátta tæpum 22 prósentum. Icelandair óttast verri afkomu Icelandair Group sendi Kaup­ höll Íslands viðvörun vegna verkfalls og yfirvinnubanns flugmanna félagsins. Flug hef­ ur raskast talsvert að undan­ förnu og hafa um sjö þúsund ferðamenn þurft að breyta ferðum sínum. Í tilkynningu Icelandair Group segir: „Verk­ fall, yf ir vinnu bann og aðrar aðgerðir flug manna hef ur leitt til þess að af lýsa hef ur þurft fleiri flug um en gert var ráð fyr ir. Haldi aðgerðirn ar áfram munu þær því hafa verri áhrif á af komu Icelanda ir Group en til kynnt var um í til kynn ingu hinn 6. maí. Ekki er hægt að segja til um hversu mik il áhrif aðgerðirn ar hafa fyrr en þær eru yf ir staðnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.