Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 13.–15. maí 201428 Lífsstíll Bestu heilsu- trixin í eldhúsinu n Solla laumar hveitigrasdufti í matinn n Tobba nánast hætt að nota sykur S ólveig Eiríksdóttir hugsar vel um heilsuna og það ger- ir líka Tobba Marinósdóttir. Blaðamaður DV grennslaðist fyrir um helstu brögðin sem þær beita til að lauma meiri hollustu í mataræðið, auk þess að kynna sér al- menn góð ráð af netinu. „Eitt af leynitrixunum mínum er að nota avókadó plús nokkra stevíu- dropa plús hreint kakóduft í stað- inn fyrir súkkulaði í krem og ýmis- legt sætt. Síðan lauma ég hvar sem ég get smávegis af hveitigrasdufti út í drykki, sósur, dressingar, já bara þar sem ég kem því við. Ég er líka dug- leg að láta fræ spíra og nota í salöt og sem snakk.“ Tobba hefur tekið heilsuna í gegn á síðustu árum. Hún segist nánast hætt að borða sykur, borðar mik- ið af fiski og notar íslenskt bygg við matreiðsluna. Þá byrjar hún flesta morgna á góðum chia-graut. „Ég er nánast hætt að nota syk- ur til að sæta bakstur eða mat. Nota þess í stað stevíu, döðlur, banana eða hunang. Íslenska byggið finnst mér æðislegt, sérstaklega á sumrin með góðum mat. Ég sýð þá góðan pott um helgi og geymi byggið kalt inni í ís- skáp út vikuna. Það má nota í grauta eða sem meðlæti, hrært saman við til dæmis smátt saxað kóríander, konfekttómata og furuhnetur. Besta heilsutrixið er þó án efa að borða fisk þrisvar í viku. Ég hef alltaf borðað mikinn fisk en eftir að ég varð ólétt fékk ég þá ráðleggingu frá ljós- móður að borða fisk þrisvar sinnum í viku sem segir mikið til um hversu mikilvægur hann er. Chia-fræin eru einnig uppfull af omega-3 fitusýrum og trefjum. Ég borða yfirleitt einn skammt af chia-graut á dag,“ segir Tobba og gefur lesendum uppskrift að sínum uppáhalds chia-graut. Chia-grautur Tobbu n 2 msk. chia-fræ n 1/4 saxaður frosinn banani n 1 msk. kókosmjöl n 3 dropar stevia n Örlítill kanill og hálf krukka af fjörmjólk Aðferð: Þetta er sett í krukku. Ég nota krukku undan kókosolíunni frá Sollu og fylli hana með fjörmjólk til hálfs. Allt hráefni hrist saman og geymt í ísskáp yfir nótt – eða að lágmarki í eina klukkustund. Settu ferskar kryddjurtir í krukkur Notaðu ferskar kryddjurtir til að krydda mat- inn. Svo sem basilíku, mintu, salvíu, kóríander og steinselju. Kryddjurtirnar eru dýr- ar og skemmast fljótt. Til að lengja endingartímann má fjarlægja laufin af stilkunum og geyma þau í loft- þéttu íláti í ísskápnum. Kryddjurtirn- ar verða að vera alveg þurrar. Svona geta þær enst í allt að tveimur vik- um. Frystu þroskaða banana Frosnir bananar eru ljúffengir á bragðið. Þeir mildast og gefa drykkj- um mjúka áferð. Þá er líka hægt að útbúa hollan ís úr frosnum banana. Prófaðu að bæta hrákakó saman við frosinn banana, eða berjum. Slíkur ís er hreint góðgæti. Gerðu þínar eigin ídýfur og salat-dressingu Til að hafa holl- ustugildið í há- marki er gott ráð að útbúa olíur og ídýfur sjálf/ur heima. Gerðu stóra skammta og geymdu í ísskápnum. Prófaðu að nota krukkuna líka í vinnslunni. Þú getur til dæmis kreist sítrónu og appelsínu í krukku, kryddað með salti og pipar og hrist. Einfalt en afar gott. Taktu hollustuna með þér Það er stað- reynd að við borðum það sem er í kring- um okkur þegar við erum svöng. Hafðu því hollustubita meðferðis hvert sem þú ferð. Gott ráð er að útbúa hnetumix og geyma í hanskahólfinu í bílnum. Hafa sal- at í krukku eða niðurskorið græn- meti meðferðis í vinnuna og poka af grænu tei í töskunni. Útbúðu morgunmatinn á kvöldin Morgnarnir geta verið krefjandi og allt á ferð og flugi á heimilinu. Þess vegna er ágætt að bregða á það ráð að útbúa morgunmatinn kvöldið áður. Vinsælt er að útbúa búðing úr chia-fræjum og höfr- um í krukku, bæta við blönduna möndlumjólk og berjum. Þá er sniðugt að vera búinn að taka til hráefni í grænan drykk og geyma í poka í ísskápn- um. Eða baka heilsu múffur sem aðeins þarf að hita um morgun- inn. Blómkál er sniðugt grænmeti Fyrir þá sem eru í hollustu- átaki er blóm- kál nauðsynlegt. Það nýtist vel til að þykkja súpur og sósur. Þá er hægt að útbúa blómkálsstöppu í stað kar- töflustöppu, það er reyndar vinsælt meðlæti með fiski eða kjötbollum í Svíþjóð og er næringarríkara og auðmeltara. Notaðu hafra í stað hveitis Hvítt hveiti er mikið unnin vara, snautt af næringar- efnum og inni- heldur aðgangs- harða prótínið glúten. Hollari kostur er að nota hafra. Þú getur malað þá í blandaranum eða matvinnsluvélinni og fengið mjöl sem er ákaflega gott að nota í hverslags bakstur, til að mynda morgunlummurnar. Prófaðu grænmetisnúðlur – þær koma á óvart Hveitinúðlur og pasta telst vera mikið unnin vara. Það er slímaukandi og ekki sérlega gott fyrir meltinguna. Próf- aðu fordómalaust grænmetis- núðlur úr kúrbít, gulrótum eða gúrku. Gufusoðið og saltað kúrbítspasta með góðri ólífuolíu og parmesanosti kemur reglulega á óvart. Útbúðu þína eigin drykki Gosdrykkir eru á hröðu undan- haldi. Sykrað- ir drykkir valda þyngdaraukningu, sykursýki og hjartasjúkdómum. Ef að þig langar í ljúffengan drykk, þá tek- ur enga stund að útbúa hann. Helltu vatni í könnu og bland- aðu í það því sem hugurinn girnist. Til dæmis sítrónum, eða appelsín- um, súraldini, mintu, engifer, gúrku, jarðarberjum. Góð blanda er súr- aldin, engifer og minta með ögn af hunangi. Taktu pásu frá mjólk Prófaðu meiri fjölbreytni þegar kem- ur að mjólkur afurðum. Til dæmis að skipta út mjólk fyrir möndlu- og eða kókosmjólk, og hnetusmjöri í stað smjörs. Nú er hægt að fá margar tegundir hnetusmjörs, úr möndlum, kasjúhnetum og heslihnetum. Þetta smjör er ljúffengt á brauð með sultu eða sem ídýfa með eplum eða græn- meti. n kristjana@dv.is Hollustan í fyrsta sæti Solla er lunkin við að lauma hollustunni í fæðið og Tobba er nánast hætt að nota sykur og borðar mikið af fiski. MyNdir SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.