Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Side 25
Vikublað 13.–15. maí 2014 Neytendur 25 SakleySiSlegar Sykurgildrur n Drykkjum sem drekkhlaðnir eru sykri otað að börnum n Heilnæmar teiknimyndafígúrur notaðar til að villa um fyrir þér n Hello Kitty skákar Coke 10 sykurmolar Svali hefur um áratugaskeið verið vinsæll hjá íslenskum börnum. Hann inniheldur viðbættan sykur sem samsvarar rétt tæp- lega tíu sykurmolum en inniheldur einnig ávaxtasafa úr þykkni sem inniheldur sykur. Enginn við- bættur sykur Hér til hliðar má sjá dæmi um þrjá drykki sem innihalda engan viðbættan sykur. Aðeins sykur sem er að finna í þeim ávöxtum sem þeir eru unnir úr. Latabæj- ar-Brazzi inniheldur 23 grömm af náttúrulegum ávaxtasykri. Trópí appelsínusafi inniheldur inniheldur 28 grömm af náttúru- legum ávaxtasykri. Flórídana heilsusafi inniheldur 17,4 grömm af náttúrulegum ávaxtasykri. 11 sykurmolar Fruit Shoot er markaðssett undir yfirskriftinni „Fyrir fjöruga krakka“ og nýtur mik- illa vinsælda hjá börnum. 15 sykurmolar Í þessari 250 millilítra dós af Hello Kitty-gosdrykknum er sykurmagn sem samsvarar um það bil fimmtán sykur- molum. Meira en í sama magni af Coca-Cola. Flagð undir fögru skinni Hér má sjá dæmi um þrjá drykki sem höfða til, og eru vinsælir meðal barna, en eru fullir af viðbættum sykri. Hér táknar einn sykurmoli um 2 grömm af sykri. Tilviljun segir Hagkaup Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir hins vegar að það sé tilviljun ein að um- ræddur drykkur hafi verið í kjörhæð fyrir lítil börn í hillum verslunarinnar. Hann hafi bara verið settur þar sem er pláss. „Það er engin svona djúp hugsun að baki hér á Íslandi. Við höfum ekki efni á svo fínni markaðsdeild,“ segir hann um staðsetninguna og ítrekar að það sé ekki meðvituð ákvörðun tek- in af versluninni Hagkaupum. Hann viðurkennir þó að drykkir sem þessir séu auðvitað bara eins og sælgæti. En Hagkaup er ekki að fara að taka drykkina úr sölu og á meðan varan selst standi hún til boða. „Við náttúrlega gerum út á vöru- úrval og bjóðum upp á allt sem er í boði á markaðnum og svo ef það selst ekki þá dettur það út aftur,“ segir Gunnar Ingi. Það væri ríkisvaldsins, ekki verslana að ákveða að banna ein- hverja vöru. „Við spilum eftir reglun- um. Hitt væri komið út fyrir ystu mörk ef við ættum að vera með einhverja forsjárhyggju í versluninni.“ Þannig að Hello Kitty verður áfram í hillunum? „Við erum ekkert að taka hana úr sölu ef hún er ekki ólögleg. Hún er ekki ólöglegri en Snickers-ið í hill- unni.“ Lærðu að lesa á umbúðir Það er mikilvægt fyrir þá sem vilja vera upplýstir neytendur að kunna að lesa á umbúðir og rýna í innihalds- lýsingar. Það dugar nefnilega ekki að lesa bara í sykurtölurnar á umbúðun- um því sykur er ekki það sama og við- bættur sykur. Hundrað prósent hreinn ávaxta- safi, sem til dæmis er unninn úr þykkni, inniheldur til að mynda syk- ur en það er ekki viðbættur sykur. Það er sykur sem er frá náttúrunnar hendi í ávextinum sem safinn er unninn úr. Viðbættur sykur er í flestum tilfell- um óvinurinn. Hann má greina með því að lesa innihaldslýsinguna. Þar getur til dæmis verið gefið upp: Vatn, sykur, ávaxtasafi úr þykkni. Þarna er sykurinn viðbættur og sérstaklega til- greindur sem slíkur. Einnig gildir um þessa röð innihaldsefna sú þumal- puttaregla að það sem er nefnt fyrst er það sem mest er af og svo koll af kolli. Ef þú þekkir þennan mun, og bæt- ir umbúðalæsi þitt, þá getur þú betur sneitt fram hjá viðbættum sykri, þér og fjölskyldu þinni til heilsubótar. n Ætti að vara við drykknum Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ekki sómakærri verslun sæmandi að halda sykurhlöðnum drykkjum á borð við Hello Kitty-gosið svo skammlaust að börnum. Í kjörhæð fyrir börn Hinn sykurhlaðni Hello Kitty-gosdrykkur er í augnhæð fyrir lítil börn í Hagkaup í Skeifunni. Börnin laðast að hinum skærbleika lit og hinni heimsþekktu teiknimyndapersónu. Innihaldið er allt ann- að en saklaust. Mynd Sigurður MikaeL JónSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.