Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 13.–15. maí 201418 Fréttir Erlent Umburðar- lyndari eftir fall múrsins Umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum hefur auk- ist mikið í Þýskalandi frá því að Berlínarmúrinn féll. Á móti kem- ur að umburðarlyndi í garð inn- flytjenda sem aðlagast illa þýsku samfélagi hefur minnkað á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Bertelsmann-stofn- uninni. Í rannsókninni var einnig spurt um traust Þjóðverja til einstakra stofnana samfélagsins. Í ljós kom að traustið hefur auk- ist mikið frá falli Berlínarmúrsins, þá einna helst í garð réttarkerfis- ins og lögreglu. V ladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í sigurför til Krímskaga á föstudag þar sem hann hann fagn- aði Sigurdeginum svokall- aða, sem haldinn er hátíðlegur til að minnast sigurs Bandamanna á Þjóðverjum í síðari heimsstyrj- öldinni. Pútín fagnaði deginum þar í annað skipti, en hann er haldinn 8. maí ár hvert. Mikilfengleg skrúð- ganga herliðs Rússa fór yfir Rauða torgið í Moskvu á fimmtudag. Á eitt farartækjanna var búið að setja fána Krímskaga og því virt- ist Pútín vera að halda sína eigin sigurhátíð um leið. Á föstudag var Pútín komin til Sevastopol á Krím- skaga. Þar fylgdist hann með sjó- og flugher sínum sýna mátt sinn og megin í höfninni í tilefni dags- ins. Þetta er fyrsta heimsókn for- setans til Krím síðan skaginn var innlimaður í Rússland og var hún harðlega gagnrýnd af bæði NATO og utanríkisráðuneyti Úkraínu. Snúa til „móðurlandsins“ Hátíðardagurinn er einn sá mikil- vægast í rússnesku samfélagi og tugþúsundir flykktust að höfninni í Sevastopol til að fylgjast með sjón- arspilinu. Pútín fór um borð í orr- ustuskip sem lágu í vari í höfninni, heilsaði upp á áhafnir og fylgd- ist með flughernum framkvæma magnaðar æfingar. Pútín hélt því næst ræðu, þar sem hann fagnaði innlimun Krím- skaga og þeim tveimur milljón- um íbúa sem hann sagði að væru nú að snúa aftur til „móðurlands- ins.“ Skaginn var færður undir yfir- ráð Úkraínu árið 1954, á tímum Sovétríkjanna, og var undir stjórn landsins allt þar til Pútín og hans lið réðst inn í landshlutann. Þrátt fyrir að Rússar tali um landið sem sitt hafa vestræn ríki og yfirvöld í Kænugarði ekki viðurkennt yfirráð Rússa yfir svæðinu. Átök í Mariupol Ekki fögnuðu allir jafn ákaft og Pútín. Í borginni Mariupol brut- ust út átök á svæði þar sem vegur liggur á milli Rússlands og Krím- skaga. Staðfest hefur verið að í það minnsta þrír hafi fallið og 25 særst í átökunum. Yfirvöld í Kænugarði segja að 20 „hryðjuverkamenn“ hafi látið lífið og einn lögreglu- þjónn, þegar 60 vopnaðir menn reyndu að taka yfir lögreglustöð í borginni. Árásir þeirra voru þó brotnar á bak aftur af lögreglu og úkraínsku herliði. Vestræn ríki og NATO hafa for- dæmt aðgerðir Rússa á Krímskaga og Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, segir banda- lagið líta svo á að heimsókn Pútíns hafi verið óviðeigandi. „Við lítum enn á Krímskaga sem yfirráða- svæði Úkraínu og eftir því sem ég best veit hafa yfirvöld í Kænugarði ekki boðið Pútín í heimsókn þang- að,“ sagði Rasmussen við fjölmiðla. Umdeildar kosningar Í austurhluta Úkraínu fór fram at- kvæðagreiðsla um helgina og halda aðskilnaðarsinnar því fram að niðurstöður hennar sýni fram á að íbúar í héruðunum Donetsk og Luhansk vilji stjórna sér sjálfir. Aðeins ein spurning var á kjörseðl- inum: „Styður þú sjálfsstjórn Þjóðarlýðveldisins Donetsk/ Þjóðarlýðveldisins Luhansk?“ Fréttamenn BBC sem voru á staðn- um greindu frá því að engin kjör- skrá hefði verið til staðar og að kjósendur hefðu getað kosið oftar en einu sinni. Þá voru kjörstaðir í Mariupol örfáir, en í borginni býr um hálf milljón manna. Rússnesk yfirvöld segja að niðurstöður kosninganna sýni „vilja fólksins“, en stjórnvöld Úkraínu segja kosningarnar ekki hafa neinn lagalegan grundvöll. Utanríkisráðherra Breta, William Hague, tekur undir þetta og lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að ESB gæti beitt Rússlandi frekari við- skiptaþvingunum, reyni yfirvöld þar að hafa áhrif á forsetakosn- ingu í Úkraínu sem fram fer þann 26. maí. n n Hélt upp á Sigurdaginn með hersýningu n Umdeildar kosningar Pútín fagnaði á Krímskaga Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Við lítum enn á Krímskaga sem yfirráðasvæði Úkraínu og eftir því sem ég best veit hafa yfirvöld í Kænugarði ekki boðið Pútín í heim- sókn þangað. Færanlegur kjörstaður Kosningar sem haldnar voru í austurhluta Úkraínu um helgina þykja mjög umdeildar. Aðskilnaðarsinnar og Rússar segja niðurstöðurnar sýna vilja fólksins en vestræn ríki segja þær ómarktækar. Fréttamenn BBC á staðnum greindu frá vafasömum kjörstöðum, líkt og þeim sem sést hér á myndinni. Sigurreifur Pútín Forsetinn fagnaði innlimun Krímskaga á föstudag. Hann sagði íbúa á svæðinu vera að snúa aftur til „móðurlandsins.“ MyndiR ReUteRS „Putler kaput“ Í vesturhluta Úkraínu er Pútín líkt við Hitler. Rússnesk yfirvöld hafa hins vegar haldið því fram að fasistar hafi tekið völdin í Úkraínu. Drepinn í skotbardaga Galindo Mellado Cruz, sem var einn af æðstu stjórnendum Zet- as-glæpaklíkunnar í Mexíkó, lést í skotbardaga um helgina í Tamaulipas-héraði norðaustur- hluta Mexíkó. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið, BBC, á mánudag. Galindo var einn af stofnendum Zetas- mafíunnar, sem sérhæfði sig í dreifingu og smygli á fíkniefnum. Klofnings- hópur innan Zetas stofnaði ný glæpasamtök, Gulf Cartel, og hefur verið grunnt á því góða á milli hópanna undanfarin miss- eri. Galindo er sagður hafa fallið, ásamt fimm öðrum, í skotbardaga við mexíkóskar öryggissveitir. Að því er BBC greinir frá eru Zetas stærstu glæpasamtök Mexíkó og eru meðlimir hennar þekktir fyrir hroðaleg ofbeldis- verk. Nakin í borðtennis Veitingastaður í London, sem býður upp á borðtennis, hélt á dögunum borðtennismót, sem er svo sem ekki í frásögur fær- andi nema fyrir þá staðreynd að keppendur voru naktir. Þetta ku vera, að sögn stofnanda staðar- ins, sem heitir Bounce, fyrsta borðtennismót sinnar tegundar í Bretlandi. Sjö þátttakendur voru fengnir til að taka þátt; fólk af báðum kynjum. Þau eru öll fyrir- sætur og höfðu gaman af. Stefan Johnson, einn þeirra, sagði að hann hefði verið feginn að kom- ast að því að herbergið var vel upp hitað. Fáir sem engir áhorf- endur komust að, enda fór mótið fram í lokuðu rými baka til. Eng- um sögum fer af því hver vann mótið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.