Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 13.–15. maí 20148 Fréttir
S
jöunda maí síðastliðinn átti
að bera Karl Bragason út úr
íbúð sinni hjá Félagsbústöð-
um Reykjavíkur vegna van-
goldinnar leigu. Blaðamaður
og ljósmyndari DV voru viðstadd-
ir er útburðurinn átti að fara fram.
Náði hann þá að semja með herkjum
um sólarhringsfrest til að taka saman
„dótið“, en Karl hafði þá ekki pakkað
búslóðinni niður.
Karl hefur glímt við þunglyndi
um nokkurt skeið og sagðist vera
miður sín vegna aðgerða Félagsbú-
staða því honum hafi fundist sem
nú væri fyrst að rofa til. Börn hans
tvö voru rétt ókomin heim úr skólan-
um þegar bera átti hann út og leit út
fyrir að þau myndu fylgja föður sín-
um út á götuna. Þrátt fyrir að hafa
lögheimili hjá móður sinni þá hafa
börnin verið mestmegnis hjá Karli
vegna veikinda barnsmóður hans.
„Þeir tala um að þeir séu að reyna að
hjálpa fólki til að standa á eigin fót-
um, en með þessu eru þeir að setja
mig á fyrsta reit,“ sagði Karl.
Hefur reynt að semja
Karl hefur verið atvinnulaus um
nokkurt skeið en fékk nýlega vinnu
og sá því fram á að hann gæti borg-
að niður skuldina, sem safnast hefur
upp. „Þessi skuld nær aftur eitt og
hálft, tvö ár. Í heildina eru þetta þrjár
milljónir með lögfræðikostnaði.
Ég bauðst til að borga fjögur hund-
ruð þúsund í apríl og svo tvö hund-
ruð þúsund á mánuði. Það myndi
dekka leiguna, sem er hundrað og
sextíu þúsund, og restin myndi fara
inn á vanskilin. Ég treysti mér til að
standa við það. Ef þau setja mig út á
götuna núna þá svipta þau mig öllu
jafnvægi sem ég hef komið mér upp,“
sagði Karl í samtali við DV stuttu
eftir að lögregluþjónar, lögmaður
Innheimtu stofnunar sveitarfélaga,
og umboðsmaður sýslumanns höfðu
farið úr íbúðinni. Lagði Karl áherslu á
að hann vilji ekki skuldaniðurfellingu
heldur óski aðeins eftir sveigjanleika.
Hefur mestar áhyggjur
af börnunum
Karl hefur sýnilega mestar áhyggjur
af börnum sínum sem eins og fyrr
segir voru stödd í skóla er útburður-
inn átti að eiga sér stað. Segist Karl
eiga í góðu sambandi við barnsmóð-
ur sína og ber ekki nokkurn kala til
hennar. Hann telur þó að betra sé
að hann hafi forræði á meðan hún
sé að vinna í sínum vandamálum.
Voru börnin til helmings hjá Karli og
móðurinni um nokkurt skeið en að
sögn Karls hafi tími þeirra hjá henni
minnkað smám saman.
Karl segir að börnunum hafi
gengið betur í skólanum undanfar-
ið og að sögn kennara sé það fyrst og
fremst auknum stöðugleika heima
fyrir að þakka.
Móðir barnanna svipt forræði
Að sögn Karls hefur hann séð um
börn sín að mestu einn síðastliðin
þrjú ár í kjölfar þess að barnsmóð-
ir hans var svipt forræði. „Barna-
vernd svipti hana börnunum fyrir
þremur árum. Þá var ég sjálfur ekki
á góðum stað en fyrir börnin þá gerir
maður allt. Ég var þá atvinnulaus og
húsnæðislaus með börnin að beiðni
barnaverndaryfirvalda og það var
enga hjálp að fá. Fyrsta eina og hálfa
árið erum við í rauninni á götunni,
búum hjá mömmu minni eða vinum.
Síðan fæ ég hér inni og þá fara þeir
að hringla með forræðið en í gegnum
það allt eru þau samt alltaf hjá mér,“
segir Karl.
Fyrst um sinn var forræðið fært
yfir á móður Karls, sem hann segir
að hafi orðið til þess að umönnunar-
bætur hafi fuðrað upp. „Svo gerist
það nýlega að lögheimilið er flutt á
móður barnanna en hún á við marg-
vísleg vandamál að stríða. Samt sem
áður tekur barnavernd þá ákvörðun
að skipta sér ekki meira af þessu og
færa forræði aftur á hana. Hver var þá
tilgangurinn með því að svipta hana
börnunum sínum í þrjú ár en af-
henda henni þau aftur þó ekkert hafi
breyst hjá henni?,“ spyr Karl. Segir
hann framgöngu Barnaverndarstofu
vera kapítula út af fyrir sig.
Fékk frest
Er DV hafði samband við Karl á ný
aðeins fáeinum mínútum áður en
sólarhringsfrestur hans var að renna
út sagði hann feginn frá því að hann
hafi fengið tveggja mánaða frest.
„Með harki og mörgum símtölum
og þvælingi þá fékk ég þessu frestað
um tvo mánuði, bara núna tíu mín-
útur yfir tólf. Eins og við vorum búnir
að leggja þetta upp í gær að ég myndi
borga þessa upphæð. Því var fyrst
hafnað rétt fyrir tólf en núna tíu mín-
útur yfir þá kom breyting sem gengur
út á það að þeir ætla að endurskoða
þetta fyrsta júlí. Með hjálp góðs fólks
þá náðum við að stoppa þetta. Ég
hefði ekkert fengið þennan frest ef ég
hefði ekki fengið stuðning frá fólkinu
í kringum mig,“ sagði Karl.
„Ekki fyrir einstæðar
og bugaðar mæður“
Karl bendir á að þó hann hafi feng-
ið frest þá séu ekki allir í sömu stöðu
og hann. „Ég skil vel að fólk kunni að
festast í þessum viðjum. Þetta er ekki
fyrir einstæðar og bugaðar mæður að
standa í svona. Ef ég hefði ekki verið
kominn í þá stöðu að geta greitt inn
á þetta og séð fyrir lausn þá hefði ég
endað úti á bletti núna klukkan tvö.
Þetta er ekkert ástand sem hægt er
setja fólk í og ætlast svo til að það
komist upp úr því. Það eru ekki bjargir
veittar. Það er rukkaðar hundrað og
sextíu þúsund á mánuði fyrir félags-
lega íbúð. Hvernig mun það fara öðru
vísi en illa fyrir atvinnulaust fólk?“ n
Börnin á leiðinni heim
þegar bera átti hann út
n Félagsleg íbúð Karls Bragasonar kostar 160 þúsund á mánuði n Vill geta annast börnin„Ég skil
vel að
fólk kunni að
festast í þess-
um viðjum
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Samningaumleitanir Hér
má sjá er Karl og aðstandendur
hans reyna að semja um frest við
lögmann Innheimtustofnunar
sveitarfélaga, og umboðsmann
sýslumanns. Myndir Sigtryggur Ari
Hefur glímt við þunglyndi Karl skuldar leigu en hefur biðlað til Félagsbústaða um
sveigjanleika svo hann geti borgað skuld sína.