Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 13.–15. maí 2014
Mögulegt að brotið hafi
verið á rétti mínum
Ég neita sök,
alfarið
Ætlum að halda áfram að æfa
okkur í að verða betri manneskjur
Óþægileg velgjörð
Gunnar Andersen íhugar að kæra niðurstöðu Hæstaréttar. – DV Hannes Smárason mætti fyrir héraðsdóm. - RÚVHalli í Pollapönki var sáttur eftir Eurovision. – DV
Þ
egar Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna boðaði
til mótmælafundar á Austur-
velli gegn veiðigjaldi síðustu
ríkisstjórnar sumarið 2012 spurðist
það út að stjórnendur útgerðarinn-
ar Nesfisks hefðu kostað rútuferð-
ir og keypt áfengi ofan í starfs-
fólk sitt svo það mætti á staðinn
til að mótmæla fyrir þá. Útgerðar-
fyrirtækin höfðu þá komið þeim
boðskap á framfæri að hækkun á
veiðigjöldunum gæti þýtt að starfs-
fólk myndi missa vinnuna. Starfs-
fólk útgerðanna kom því öðrum
þræði til að verja sína eigin hags-
muni – lifibrauð sitt – en varði á
sama tíma hagsmuni vinnuveit-
enda sinna. Svo fengu einhverjir af
starfsmönnunum útgerðanna bjór
líka og gátu því mótmælt veiði-
gjaldinu góðglaðari.
Er eitthvað að því að eigendur
og stjórnendur fyrirtækja fái starfs-
fólk sitt í lið með sér til að verja
gagnkvæma hagsmuni? Er eitthvað
að því að fyrirtækin undirstriki enn
frekar mikilvægi þess að starfs-
mennirnir leggi lóð sín á vogar-
skálarnar með því að gefa þeim vín
fyrir aðstoðina? Fyrstu viðbrögðin
við slíkum fréttum eru kannski þau
að það sé ekkert að þessu. Vinnu-
veitendurnir og starfsmennirn-
ir hafa gagnkvæma hagsmuni og
hvað með það þó gert sé vel við
starfsfólkið með því að gefa því í
glas? En þetta er auðvitað ekki al-
veg svo einfalt. Bæði skoðana- og
fundafrelsi teljast til mannréttinda;
fólki á að vera frjálst að notfæra sér
þessi réttindi sín óháð hagsmun-
um eða þrýstingi annarra. Þannig
er að minnsta kosti hin hreina og
einfalda sýn á eðli þessara réttinda;
þau eiga að vera óháð. Mann-
réttindi eiga ekki – að minnsta kosti
ekki samkvæmt kenningunni í full-
komnum heimi – að vera föl fyrir fé
eða sprútt.
Sams konar hugmyndir eiga
við í umræðunni nú um Útkall, líf-
sýnasöfnun Íslenskrar erfðagrein-
ingar. Þar er Landsbjörg, samtök
sem flestir landsmenn hafa vel-
þóknun á, þátttakandi í því að
safna lífsýnum úr þriðjungi þjóðar-
innar fyrir hönd íslensks fyrirtækis.
Fjölmargir Íslendingar hafa nú
þegar gefið Íslenskri erfðagrein-
ingu lífsýni úr sér, samtals um 120
þúsund manns, án þess að Lands-
björg hafi komið þar nærri enda er
orðspor fyrirtækisins á Íslandi gott
þrátt fyrir að rekstrarsaga þess sé
vissulega brokkgeng.
Íslendingar vilja styrkja björg-
unarsveitir landsins fjárhags-
lega og gera það í stórum stíl á
hverju ári með kaupum á flug-
eldum og Neyðarkarlinum. Í til-
felli lífsýnasöfnunarinnar þurfa
þeir ekki að leggja neitt efnislegt
af hendi, annað en stutta stund af
tíma sínum og lífsýnið sjálft. Í stað-
inn fær Landsbjörg fjárhagslegt íg-
ildi eins Neyðarkarls. Landsbjörg
fær því mikið fyrir lítið og getur
haldið áfram að bjarga mannslíf-
um heilum 200 milljónum ríkari.
Allir græða; allir fá það sem þeir
vilja. Óskabörnin Landsbjörg og Ís-
lensk erfðagreining leggjast á eitt í
útkallinu og landsmenn svara auð-
vitað neyðarkallinu.
Þetta er einfalda myndin af
söfnuninni. Flóknari myndin er
sú að Íslensk erfðagreining er í
eigu Amgen, risastórs bandarísks
lyfjaþróunarfyrirtækis sem lítur
á 200 milljónir króna sem klink.
200 milljónir fyrir 100 þúsund líf-
sýni sem hægt er að nota til auka
verðmæti Íslenskrar erfðagrein-
ingar með því að styrkja rannsókn-
ir þess er auðvitað ekki mikið. Líf-
sýnin eru eitt hænuskref í áttina að
því að langtímamarkmiði að rann-
sóknir Íslenskrar erfðagreiningar
geti nýst Amgen við að þróa og búa
til lyf sem fyrirtækið getur hugsan-
lega grætt ævintýralega fjármuni á
og auðvitað linað þjáningar, lækn-
að sjúkdóma og bjargað mannslíf-
um í komandi framtíð. Svo getur
Amgen auðvitað alltaf selt Íslenska
erfðagreiningu og grætt á því ef
þeir nenna ekki lengur að niður-
greiða reksturinn; þeim mun meiri
upplýsingar sem fyrirtækið hefur
aðgang að, og þeim mun meiri sér-
stöðu það hefur, þeim mun verð-
mætara er það að öllu leyti.
Þegar við þetta bætist að Íslensk
erfðagreining hefur farið nokk-
uð út fyrir þann ramma sem lög
um persónuvernd setja fyrirtæk-
inu í vinnu sinni með lífsýni fólks
og upplýsingar sem eru afleiddar
af þeim, líkt og fjallað er um hér í
blaðinu, þá verður myndin enn
flóknari. Fyrirtækið er nefnilega
meðal annars að safna lífsýnum frá
fólki sem það er búið að áætla arf-
gerðina hjá í ljósi fyrirliggjandi líf-
sýna frá ættingjum þeirra. Með því
að gera þetta taldi Persónuvernd
að Íslensk erfðagreining hefði far-
ið á svig við lög með því að afla ekki
samþykkis fólks sem arfgerðin var
áætluð hjá. Slíku samþykki hefði
líklega alltaf fylgt beiðni um líf-
sýni, sama beiðni og hefur nú ver-
ið send til 100 þúsunda Íslendinga
sem ekki hafa áður gefið Íslenskri
erfðagreiningu sýni úr sér. Hluti
af einstaklingunum úr þessu 100
þúsunda manna mengi er því fólk
sem Persónuvernd telur að Íslensk
erfðagreining hafi brotið gegn á
sínum tíma þegar dregnar voru
ályktanir um arfgerðir þeirra út frá
lífsýnum annarra ættingja þeirra.
Lífsýnasöfnunin, og aðferða-
fræðin á bak við hana, er því alls
ekki eins svarthvítt mál og hún gæti
virst. Vísindin efla alla dáð – og allt
það – og hver vill ekki koma að því
að bjarga hugsanlega mannslífum
með því að styrkja björgunarsveit-
ir og erfðarannsóknir á heimsvísu.
En tilfinningin sem þessi lífsýna-
söfnun skilur eftir sig er samt dá-
lítið svipuð og í fjölmörgum öðrum
dæmum þar sem hagsmunaaðilar
reyna að fá fólk til að gera eitthvað
fyrir sig með því að gera því tilboð
sem það getur ekki hafnað.
Maðurinn sem íhugar að
munda spaðann til taka lífsýni
innan úr munninum á sér til að
gefa Decode hefur verið settur í
erfiða stöðu: Er hann eigingjarn
og hugsunarlaus ef hann gefur
ekki lífsýnið? Hverju tapar hann
á því að gefa þetta sýni og hvað
næst með því að gefa það? Í viss-
um skilningi hefur honum verið
stillt upp við vegg. Ætlar þú sem
sagt ekki að koma að því að bjarga
mannslífi með því að gera eitthvað
sem tekur enga stund og er þér að
kostnaðarlausu? Að koma fólki í
slíka stöðu er ábyrgðarhluti sem
stór og fjársterk fyrirtæki eins og
Íslensk erfðagreining ætti að hafa
vit á að koma fólki ekki í af því það
þarf þess ekki, ekki frekar en Nes-
fiskur með rúturnar sínar og mót-
mælabúsið. Íslensk erfðagreining
getur hæglega náð sér í lífsýni úr
Íslendingum með smekklegri að-
ferðum þó þessi kunni að virðast
mjallahvít yst á yfirborðinu. Þess-
um 200 milljónum fylgir ábyrgð. n
Sigurbraut Dags
Það er fátt sem getur komið í veg
fyrir að Dagur B. Eggertsson verði
borgarstjóri á næsta kjörtímabili.
Samfylkingin fer bókstaflega með
himinskautum í fylgi og er kom-
in yfir 30 prósent í Reykjavík eins
og gerðist á gullaldartímanum
þegar Össur Skarphéðinsson skil-
aði flokknum í 32 prósentum á
landsvísu. Það blæs ekki eins byr-
lega fyrir Bjartri framtíð sem ætl-
ar að taka við kefli Jóns Gnarr en
hefur misst flugið í borginni.
Reiði í ráðuneyti
Dómurinn yfir Gunnari Andersen,
fyrrverandi forstjóra Fjármála-
eftirlitsins, þykir vera vísbending
um það sem bíður þess sem lak
og tilfærði upplýs-
ingar um hælis-
leitandann Tony
Omos. Þar berast
böndin að starfs-
liði Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
innanríkisráð-
herra og henni sjálfri. Aðstoðar-
menn hennar, Gísli Freyr Valdórs
son og Þórey Vilhjálmsdóttir, hafa
þrætt fyrir lekann til Frétta-
blaðsins og Morgunblaðsins. Það
skýrist væntanlega á næstu vik-
um hver gerandinn í innanríkis-
ráðuneytinu er. Þórey aðstoðar-
maður er við störf þar en Gísli
Freyr fór fyrir nokkru í fæðingar-
orlof. Hermt er að embættismenn
ráðuneytisins séu reiðir vegna
þess álitshnekkis sem þeir hafa
orðið fyrir.
Árni í fallhættu
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ
eru gríðarlega áhyggjufullir eftir
að skoðanakönnun leiddi í ljós að
meirihluti þeirra
væri fallinn. Hluti
skýringarinnar er
óeining og klofn-
ingur innanflokks.
Um árabil hefur
Árni Sigfússon
bæjarstjóri verið
sannkallaður héraðshöfðingi á
Suðurnesjum og lifað af spari-
sjóði og hvers kyns óáran. Nú
virðist sól hans vera að lækka á
lofti og óveðursský benda til þess
að veruleg hætta sé á fylgishruni
og þar með gæti bæjarstjórastóll-
inn fokið.
Örlög þingmanns
Það vekur athygli hve manna-
legur Guðlaugur Þór Þórðarson al-
þingismaður er eftir að Gunnar
Andersen var dæmdur sekur um
að leka gögnum
um þingmann-
inn þar sem upp-
lýst er um við-
skipti hans við
Búnaðar bankann
og seinna Lands-
bankann. Guð-
laugur gaf til kynna að lekinn
hefði kostað hann árangur í próf-
kjöri en sem kunnugt er höfn-
uðu kjósendur honum í efstu
sæti. Það virðist vera fennt yfir
það að Guðlaugur sé sannkall-
aður styrkjakóngur og úthróp-
aður eftir að hafa verið á beit hjá
útrásarvíkingum.
Gripið í strá Umsjón: Henry Þór Baldursson
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Leiðari MynD KRISTInn MAGnúSSOn