Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 13.–15. maí 201414 Fréttir
Var hafnað eftir
sjálfsvígstilraun
n Mætti skilningsleysi n Erfitt að bíða eftir hjálp n Vildi innlögn á geðdeild strax„Mánuður er
mjög langur
tími fyrir barn sem
er korteri frá því að
drepa sig
N
atalía Ýrr Wroblewska hefur
verið mjög rótlaus undan-
farin ár og glímt við þung-
lyndi. Hún flutti til Íslands
árið 2008 með móður sinni.
Mæðgurnar settust að á Egilsstöðum
þar sem móðir Natalíu býr enn með
stjúpföður hennar. Það var þar sem
Natalía kynntist bestu vinkonu sinni
og sambýliskonu, Ásdísi Líf Harðar-
dóttur, í litlum sveitaskóla. „Ég var
því miður ein af þeim sem sem var
ekki til staðar fyrir Ásdísi þegar hún
þurfti á því að halda. Ég baðst seinna
afsökunar á því,“ útskýrir Natalía.
Sjálf náði hún ekki heldur að fóta
sig fyrir austan og frá Egilsstöðum lá
leiðin til Akureyrar þar sem hún hóf
menntaskólanám. Þaðan fór hún síð-
an á Akranes þar sem hún fékk inni
hjá vinkonu sinni og föður hennar.
Vinkona kom til bjargar
„Ég var í mikilli vanlíðan en hafði
aldrei leitað mér aldrei hjálpar. Ég var
með miklar sjálfsvígshugsanir og átti
nokkrar tilraunir að baki sem enginn
vissi af, því ég hafði aldrei hætt við og
kallað eftir hjálp.
Á Akranesi talaði ég við sál-
fræðing sem lét mig taka þung-
lyndispróf og ætlaði að hitta mig aft-
ur eftir mánuð. Mánuður er mjög
langur tími fyrir barn sem er korteri
frá því að drepa sig. Ég sá ekki fram
úr þessu og ofskammtaði allt sem ég
fann á heimilinu.“
Vinkona Natalíu kom að henni
og kom henni til bjargar. Í kjölfar-
ið var hún lögð inn á barnaspítal-
ann og inn á barna- og unglingageð-
deild Landspítalans. Eftir það fór hún
hálfsmánaðarlega í viðtöl fyrst um
sinn, síðan mánaðarlega. „Svo varð
ég átján ára og þá breyttist það.“
Gat ekki meir
Eftir sjálfsvígstilraunina mætti
Natalía skilningsleysi og fordómum,
segir hún. „Vinkona mín tók þessu
mjög illa. Henni fannst það mikil
sjálfselska af mér að gera þetta og
leit svo á að ég hefði brugðist trausti
hennar. Vinir mínir á Akranesi voru
allir vinir hennar og tóku sömu af-
stöðu og hún. Það höfnuðu mér allir.
Þetta var versta tímabilið í lífi mínu.
Um leið og ég hafði lokið próf-
um fór ég frá Akranesi. Sama dag.
Það má þó koma fram að síðan hafa
margir beðist afsökunar á framkom-
unni gagnvart mér á þessum tíma.
Mér þykir vænt um það.“
Í Reykjavík fór hún að búa með
Ásdísi og fleiri vinum þeirra. Þar
líður henni betur. Upp að vissu
marki. Þunglyndið gerir enn vart við
sig. „Einn daginn kom ég heim úr
vinnunni og sagði við Ásdísi að ég
væri að fara að drepa mig ef ég fengi
ekki hjálp. Ég gæti ekki meir.“ Nú er
rúmur mánuður síðan.
Vinkonurnar fóru saman upp á
geðdeild þar sem Natalía ræddi við
geðlækni en var síðan send heim. „Ég
fór verri út en ég kom inn af því að ég
sagði lækninum hvernig mér leið en
var send heim í sama ástandi. Næsta
dag fórum við aftur upp á geðdeild og
sagan endurtók sig.
Það tekur á að biðja um hjálp og
þegar ég var send heim og látin bíða
eftir hjálpinni fann ég fyrir höfnun.
Þegar ég er upp á mitt versta þoli ég
það ekki. Mér leið eins og ég væri
næstum dáin.“
Reynir að sjá björtu hliðarnar
Þetta var á fimmtudegi. Á mánudeg-
inum fór Natalía aftur upp á geð-
deild, staðráðin í að fá hjálp. „Mér var
sagt að það gæti verið bið eftir inn-
lögn en það var ekki í boði, ég ætlaði
ekki aftur heim. Ég var komin til þess
að verða eftir á spítala.“
Úr varð að Natalía fékk tveggja
daga innlögn. „Mér var síðan sagt að
það væri ekki sálfræðingur á svæðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Á árinu 2013 tók bráðateymi BUGL við um 500 símtölum á dagvinnutíma og alls voru viðtöl á
árinu 1065. Þegar hringing berst fer ákveðið ferli í gang sem hefst með því að skimað er eftir
ákveðnum þáttum. Sá sem tekur á móti símtalinu metur það með faglegum hætti hverra
aðgerða er þörf. Um helmingur símtala enda með því að viðkomandi er vísað annað, þar sem
þjónustu er að fá í nærumhverfi viðkomandi.
Ef viðkomandi er í brýnni neyð er barninu og foreldrum eða forráðamönnum gefinn
viðtalstími samdægurs eða daginn eftir. Á síðustu árum hefur slíkum „bráðamálum“ farið
fjölgandi, úr 241 árið 2011 í 334 árið 2013. Stúlkur eru í miklum merihluta, en af 304 sjúklingum
sem bráðateymið tók á móti voru 230 þeirra stúlkur. Frá höfuðborgarsvæðinu koma 66%
sjúklinga og næst flestir koma frá Suðurnesjum, 11%.
Bráðateymið leitar eftir sjálfsvígshugsunum, áætlunum um sjálfsvíg, þunglyndiseinkenn-
um og alvarlegum geðrofs einkennum. Það sést meðal annars á því hvort viðkomandi er í
tengslum við raunveruleikann eða ekki. Séu þessi einkenni til staðar og alvarleg er viðkom-
andi vísað á bráðamóttöku. Forsenda fyrir því að koma á móttökuna er hinsvegar símtal, og
því þarf að hringja fyrst svo sérfræðingur geti metið einstaklinginn. rognvaldur@dv.is
Bráðateymið fær
500 símtöl á ári
og því yrði ég að fara heim og koma
aftur í viðtal eftir þrjár vikur. Þegar ég
átti að mæta þangað gerði ég það ekki
því ég var að vinna og hef ekki heyrt í
sálfræðingnum síðan.“
Aðspurð hvort hún hafi leitað til
foreldra sinna segir hún að móðir
sín tali takmarkaða íslensku og litla
ensku. „Mamma veit af því hvernig
mér líður og hvað ég er að gera en get-
ur ekkert gert í því. Hún gat ekki ráðið
við þetta sjálf. Hún er ekki fagmaður
og setti traust sitt á kerfið.
Þar sem Ásdís þekkir þetta af eig-
in raun er hún manneskjan sem hefur
gengið í gegnum þetta með mér.“
Að lokum segist Natalía vera að
reyna að láta sér líða betur. „Ég get
ekki sagt að mér líði endilega mik-
ið betur en ég er í það minnsta ekki
í sömu sjálfsvígshugleiðingum og
áður. Ég þarf ekki að vera inni á geð-
deild núna.
Ég reyni frekar að ýta vanlíðan-
inni til hliðar, horfa fram hjá henni og
á björtu hliðarnar.“ n
Samherjar Eftir að Ásdís náði bata
hefur hún staðið þétt við bak Natalíu vin-
konu sinnar sem hefur glímt við vonleysi
og svartnætti hugans. MynD SIGtRyGGuR ARI