Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 13.–15. maí 2014 Fréttir Erlent 17 Inntökupróf fara fram laugardaginn 17. maí 2013 Rafræn skráning á www.listdans.is Grunndeild árgangur 2005 og eldri koma í inntökupróf klukkan 12–13:30 Framhaldsdeild árgangur 1998 og eldri koma í inntökupróf klukkan 14–17 Tekið verður inná bæði nútíma listdansbraut og klassíska listdansbraut. Nám við Listdansskóla Íslands er góður undir­ búningur fyrir frekara nám og / eða atvinnu mennsku. Nemendur hafa fengið inngöngu í virta dansskóla og keppt erlendis fyrir Íslands hönd. Myndirnar eru teknar á sýningum skólans. Ljósmyndarar: Steve Lorenz og Joe Ritter Skólaárið 2014–2015 Þekking Reynsla Fagmennska Gæði Úrvalskennarar í klassískum og nútíma listdansi Staður Engjateigur 1 105 Reykjavík Nánari upplýsingar www.listdans.is 588 91 88 Stofnaður 1952 farsæl starfsemi í yfir 60 ár Þjáðist af kvíðaröskun Áföll í barnæsku sögð hafa haft áhrif á hann S uðurafríski spretthlaupar- inn Oscar Pistorius þjáðist af kvíðaröskun þegar hann skaut unnustu sína, hol- lensku fyrirsætuna Reevu Steen- kamp, til bana. Þetta gerði það að verkum að hann brást við ógn- andi aðstæðum á öfgakenndan hátt. Þetta kom fram í dag við rétt- arhöldin yfir honum sem standa yfir í Pretoríu í Suður-Afríku. Merryll Vorster, prófessor í rétt- arsálfræði, var á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi. Sagði hún að samspil margra þátta hefðu valdið kvíðaröskuninni, bæði líkamlegir og andlegir. Nefndi hún til dæmis þá staðreynd að Oscar missti báða fótleggina þegar hann var ungbarn og foreldrar hans hefðu skilið þegar hann var barn. Þá hafi innan fjöl- skyldunnar ríkt mikill ótti vegna glæpa í Suður-Afríku. Vorster benti einnig á að Oscar hafi misst móður sína þegar hann var fjórtán ára og það hafi verið honum erfið reynsla. Eins og komið hefur fram hefur Pistorius ekki neitað að hafa orðið Reevu að bana. Sagðist hann hafa talið hana vera innbrotsþjóf. Svo fór að Oscar skaut nokkrum skotum í gegnum baðherbergishurð heimil- is þeirra og hæfðu tvö þeirra Reevu. Saksóknarar fullyrða að Oscar hafi myrt hana að yfirlögðu ráði. Búist er við því að dómur verði kveðinn upp í málinu innan nokkurra vikna. n einar@dv.is Kvíðaröskun Vorster sagði að áföll sem Oscar varð fyrir í barn- æsku hefðu leitt til kvíðaröskunar á fullorðinsárunum. Mynd reuters Flóttamenn drukknuðu Bát með fjögur hundruð flótta- menn innanborðs hvolfdi úti fyr- ir ströndum Ítalíu á mánudag, með þeim afleiðingum að nokkrir týndu lífi. Báturinn var á leið frá Líbýu og sökk 185 kílómetra suð- ur af eyjunni Lampedusa. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hversu margir týndu lífi. Þetta ekki í fyrsta sinn sem Afríkubúar í leit að betra lífi drukkna á svæðinu því um 400 flóttamenn drukknuðu í tveimur slysum í fyrra. Flestir flóttamenn sem reyna að fara þessa leið eru frá Erítreu, Sómalíu og Sýrlandi, að því er heimspressan greinir frá. Harris fyrir dómi Kona hefur fyrir breskum rétti greint frá því að Rolf Harris, áður sjónvarpsmaður hjá BBC í um fjörutíu ár, hafi misnotað hana þegar hún var 13 ára gömul. Harris var í fyrrahaust ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börn- um og fyrir að hafa búið til fjórar klámfengnar myndir af börnum. Ásakanirnar komu fram við rann- sóknina á sjónvarpsmanninum og kynferðisbrotamanninum Jimmy Savile. Harris er 84 ára í dag og er grunaður um að hafa brotið gegn fleiri unglingsstúlkum. Konan, sem nýtur nafnleynd- ar, sagði fyrir rétti að hann hefði misnotað hana í nokkur skipti, jafnvel á meðan dóttir hans var í sama herbergi. Brotin sem Harris er ákærður fyrir, 12 talsins, voru framin gegn börnum á aldrinum sjö til 18 ára, að því er BBC greinir frá. Vill land á Svalbarða Kínverjinn Huang Nubo, sem vildi á sínum tíma kaupa Gríms- staði á Fjöllum, hefur nú áhuga á að kaupa landsvæði við Aðventu- fjörð á Svalbarða. RÚV greinir frá þessu og vísar í norska héraðs- fréttamiðilinn an.no. Nubo er sagður vilja koma upp ferðaþjónustu á svæðinu en heimamenn telja að hann ásælist náttúruauðlindir á svæðinu og hafi augastað á skipaflutnings- leiðum. Nubo bauð 111 milljónir dala í landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.