Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Síða 31
Vikublað 13.–15. maí 2014 Sport 31 L uis Suarez átti bágt með að leyna vonbrigðum sínum þegar Liverpool missti nið- ur þriggja marka forystu gegn Crystal Palace á mánu- daginn. Hann grét, enda vonbrigð- in mikil; liðið svo gott sem kastaði frá sér möguleikanum á Eng- landsmeistaratitlinum. En Suarez er ekki sá eini sem brostið hefur í grát á knattspyrnuvellinum. Hér eru nokkur þekkt dæmi úr knattspyrnu- sögunni. n Frægustu tár fótboltans n Það skiptast á skin og skúrir á knattspyrnuvellinum n Suarez brotnaði niður  Svarta perlan Pele brast í grát og leitaði huggunar hjá Didi eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitaleik HM 1958. Hann felldi gleðitár. Gilmar og Orlando reyna á myndinni að hugga Pele.  Svarti pardusinn Portúgalski snillingurinn Eusebio gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 2–1 tapið gegn Englandi á HM 1966. England vann á heimavelli en Portúgal náði bronsinu.  Klökkur vandræðagemsi Goðsögnin Paul Gascoigne var óttalegur vandræðagemsi, lengst af. Hann sýndi þó á sér mýkri hliðar á HM 1990. Mynd EMPICS  Miður sín Hver einasti áhorfandi fann til með leikmönn- um Bayern München eftir tapið dramatíska gegn Manchester United í úrslitum Meistaradeildar- innar árið 1999. Carsten Janker grét eins og barn. Mynd EMPICS/WIttErS  Sárindi Það hlaut að minnsta kosti einn Ítali að komast á listann. Totti brotnaði niður eftir grátlegt tap Ítalíu gegn Frakklandi í úrslitum Evrópumótsins 2000.  Tár í hanska David Seaman var frábær markvörður. Hann gat hins vegar ekki komið í veg fyrir að Arsenal tapaði fyrir Tottenham í undanúrslitum FA Cup árið 1991. Hann var studdur af velli.  Dauðsfall á vellinum Thierry Henry grét fyrir leik Frakklands og Tyrklands í Álfukeppninni í Frakklandi 2003. Leikmaður Kamer- ún, Marc-Vivien Foé, fékk hjartaslag og lést í leik gegn Kólumbíu. Frakkar unnu mótið þrátt fyrir að margir leikmenn hafi farið fram á að úrslitaleikirnir færu ekki fram, af virðingu við Kamerúna.  Erfið stund William Gallas, þáverandi leikmaður Chelsea, er ekki hræddur við að sýna tilfinningar sínar. Hann sleppti fram af sér beislinu og grét eftir að Liverpool sló Chelsea út úr undan- úrslitum Meistaradeildarinnar 2005. Mynd EMPICS  Grátbólginn Fyrirliðinn John Terry brast í grát á dögunum eftir að Atletico Madrid sló út Chelsea í Meistaradeildinni, í undanúrslitum. Öllu sárara var þó atvikið sem átti sér stað áður en þessi mynd var tekin. Í vítaspyrnukeppni í Moskvu 2008, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þar sem Chelsea og Manchester United áttust við, skrikaði Terry fótur og skaut boltanum himinhátt yfir markið. United hampaði því titlinum. Það var fyrirliðanum erfiður biti að kyngja.  Harðbrjósta stuðningsmenn Emmanuel Eboue felldi tár þegar stuðn- ingsmenn Arsenal bauluðu á hann í leik hans með liðinu gegn Wigan í desember 2008. Arsenal hafði gengið illa og Eboue var ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönn- um. Hann kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en var baulaður af velli, eftir slaka frammistöðu. Honum var skipt út undir lok leiksins. Þá fögnuðu stuðningsmennirnir.  Meyr Cristiano Ronaldo hefur nokkrum sinnum grátið á knattspyrnuvell- inum. Þessi besti knattspyrnu- maður heims grét eftir tap United gegn Arsenal í úrslitum FA Cup árið 2005. Hann hefur þó á ferli sínum haft mun fleiri tilefni til að gleðjast.  Óhuggandi Gerrard reyndi að hughreista Suarez eftir leikinn gegn Crystal Palace á dögunum. Titillinn rann Liverpool úr greipum. Mynd rEutErS Baldur Guðmundsson baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.