Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 13.–15. maí 20146 Fréttir Af með tjöruna - á með Aktu inn í sumarið á hreinum bíl! Við erum á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 D ótturfélag bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, Creative Associates, reyndi fyrr á ár- inu að komast í samstarf við íslenska aðila til að halda námskeið hér á landi fyrir unga fræði- og stjórnmálamenn frá Mið- Austurlöndum. Þetta herma heim- ildir DV. DV greindi frá áhuga á Creative Associates á starfsemi Íslandi fyrir nokkrum vikum en blaðið var þá ekki komið með nákvæmar upplýs- ingar um hvers eðlis ætluð starfsemi félagsins hér á landi átti að vera. Þessar upplýsingar liggja hins vegar fyrir núna. Líkt og DV greindi frá í síðasta mánuði þá er Creative Associates fyrirtæki sem hefur margoft verið bendlað við starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og sam- starfsaðila hennar. Í erlendum miðl- um hefur til dæmis komið fram að Creative Associates hafi verið með starfsemi í Afganistan og Pakistan og hefur nafn þess verið tengt við öryggisfyrirtækið Blackwater, fyrir- tæki sem Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur stýrt. Vildi kynna sér vinnu gegn spillingu Nú hefur DV heimildir fyrir því að um hafi verið að ræða námsferð sem Creative Associates ætlaði að skipu- leggja til Íslands fyrir umrædda fræði- og stjórnmálamenn. Fyrirtækið ætlaði að halda fimm daga ráðstefnu hér á landi fyrir umrædda aðila. Tilgangurinn með ráðstefnunni átti meðal annars að vera að kynna fyrir gestunum frá Mið-Austurlönd- um hvernig barist er gegn spillingu á Íslandi. Helsti sérfræðingur Creative Associates, Jeffrey Coonjohn, átti að halda fyrirlestra hér á landi á ráð- stefnunni. Allur kostnaður vegna ráðstefnunnar átti að greiðast af Creative Associates. Meðal þess sem Creative Associates reyndi að gera hér á landi var að ráða íslenska aðila til að vinna fyrir sig í tengslum við umrædda ráðstefnu. Þessir aðilar voru hins vegar ekki tilbúnir í slíkt samstarf eftir að hafa kynnt sér starfsemi fyrirtækisins. Ekki í samstarfi við íslenska ríkið DV hefur spurst fyrir um það hjá inn- anríkisráðuneytinu hvort Creative Associates hafi haft samband við ís- lenska ríkið vegna mögulegrar starf- semi hér á landi. Engin svör hafa fengist frá ráðu- neytinu um þetta atriði. Líklegast er að ástæðan fyrir því sú fyrirtækið hafi ekki haft samband við stjórnvöld. Grafið undan stjórnvöldum á Kúbu Líkt og DV greindi frá í síðasta mánuði þá vakti það athygli heimspressunn- ar í byrjun apríl þegar í ljós kom að Creative Associates hefði staðið fyrir stofnun útgáfu af samskiptamiðlin- um Twitter á Kúbu. Samskiptamið- illinn heitir ZunZuneo. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum var til- gangurinn með opnun samskipta- miðilsins að reyna að grafa undan yfirvöldum í Havana með upplýs- ingagjöf og auknum umræðum um lýðræði. Sá tilgangur, aukin lýð- ræðisvitund, er vissulega ekki mis- jafn í sjálfu sér en skoða verður starf- semi félagsins í ljósi samstarfsins við CIA: Þegar mest lét notuðu um 40 þúsund Kúbverjar síðuna. Líkt og DV sagði frá í síðasta mánuði kom fram í gögnum um stofnun samskiptamiðilsins að að- komu bandarískra stjórnvalda að miðlinum yrði ekki nefnd: „Ekki mun verða minnst með nokkrum hætti á aðkomu bandarískra yfirvalda.“ Þrátt fyrir að DV hafi upplýsingar um áhuga Creative Associates á að vera með þessa starfsemi á Íslandi þá veit blaðið ekki af hverju þessi áhugi á landinu stafar eða hvort CIA hafði aðkomu að þessa tiltekna verk- efni fyrirtækisins. Samkvæmt heim- ildum DV þá var CIA hins vegar ekki nefnt þegar Creative Associates fal- aðist eftir samstarfsaðilum hér á landi. n Vildu kynna aðgerðir stjórnvalda gegn spillingu fyrir fræði-og stjórnmálamönnum frá MIð-Austurlöndum„Fyrirtækið ætlaði að halda fimm daga ráðstefnu hér á landi fyrir umrædda aðila. Fyrirtæki tengt CIA vildi halda ráðstefnu á Ísland Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ekki í samstarfi við ríkis- stjórnina Creative Associates hefur ekki haft samband við íslensk stjórnvöld vegna vilja síns til að vera með starfsemi á Íslandi. Hér sjást formenn ríkisstjórnar- flokkanna, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Bjarni Benediktsson. Ökumenn sýni gott fordæmi Hvernig ökumenn hafa lagt bílum sínum nærri íþróttavöllum hefur í gegnum tíðina oft verið vanda- mál. Að sögn lögreglu leggja öku- menn þá gjarnan sem næst leik- vöngum og þá upp á graseyjum, gangstéttum og göngustígum. Í stöku tilvikum er einnig lagt á og við gangbrautir. Brot sem þessi bjóða heim hættu fyrir gangandi vegfarendur, skapa vandræði fyrir almenningssamgöngur og valda skemmdum hjá sveitarfélögum. Jafnframt geta svona stöðubrot gert mjög erfitt fyrir þegar um neyðarakstur lögreglu, slökkvi- og sjúkrabíla er að ræða. Lögreglan hefur vakið athygli á vandamálinu oftar en einu sinni og auglýst aukið eftirlit vegna þessa við íþróttavelli á höfuð- borgarsvæðinu. Árangur hefur orðið nokkur en ástandið er þó á köflum enn óviðunandi. Lög- reglan biðlar nú til ökumanna sem sækja íþróttakappleiki að sýna gott fordæmi og leggja öku- tækjum sínum löglega. Brotlegir munu þurfa að greiða stöðubrots- gjald. Meðfylgjandi mynd er frá Ásgarði í Garðabæ og sýnir vand- ann sem við er að etja, en þessa sjón hefur mátt sjá víða á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin ár. Gleymdi slátrinu á eldavélinni Mikla brunalykt lagði frá íbúðar- húsnæði í umdæmi lögreglunn- ar á Suðurnesjum á dögunum og var hún kvödd á vettvang, ásamt slökkviliði. Lögreglumenn skrúfuðu upp opnanlegt fag á eldhúsglugga og fóru inn. Þegar þangað var komið kom í ljós að reyk lagði frá potti á eldavél, að sögn lögreglunnar á Suðurnesj- um. Húsráðandi hafði verið að sjóða slátur, en brugðið sér af bæ án þess að slökkva á eldavélinni. Slökkviliðið reykræsti húsnæðið og urðu engar skemmdir af völd- um slátur suðunnar. Verra aðgengi nú en áður Aðgengi að ýmiss konar þjónustu var verra árið 2012 en árið 2007 A ðgengi að ýmiss konar þjón- ustu var verra árið 2012 en það var árið 2007. Þetta má lesa úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands en fjallað er um málið á vef stofnunarinnar. Þar kem- ur fram að breytingarnar felist eink- um í því að þeim fækkar sem telja aðgengið mjög gott en fjölgar sem telja það frekar gott. Breytingarnar eru yfirleitt meiri í dreifbýli en þétt- býli. Árið 2012 mat þó allur þorri svar- enda aðgengi sitt að mældum þjón- ustuþáttum sem frekar eða mjög gott, eða á bilinu frá 71,5 prósent fyr- ir almenningssamgöngur í dreifbýli til 98,9 prósenta fyrir grunnskóla í þéttbýli. Í þéttbýli lækkaði hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu vera frekar eða mjög slæmt úr 11,2 prósentum í 5,2 prósent og þeim sem töldu aðgengið mjög gott, úr 57,1 prósenti í 48,4 prósent. Að sama skapi fjölgaði þeim sem töldu að- gengið frekar gott úr 31,7 prósentum í 46,5 prósent. Í dreifbýli breyttist hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu frekar eða mjög slæmt lítið en hlutfall þeirra sem taldi að- gengið mjög gott lækkaði úr 51,1 prósenti í 38,9 prósent. Niðurstöð- urnar í heild má finna á vef Hagstof- unnar, hagstofa.is. n Heilsugæsla Í þéttbýli lækkaði hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu vera frekar eða mjög slæmt. Að sama skapi fækkaði þeim sem töldu það mjög gott. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.