Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 13.–15. maí 201416 Fréttir Erlent Innflytjendur gerðir að kannabisþrælum Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að ódýrt er- lent vinnuafl sé flutt til Bret- landseyja í þeim eina tilgangi að starfa við ræktun kanna- bisplantna. Í tölum SOCA, Serious and Organised Crime Agency, stofn- unar sem rannsakar alvarleg og skipulögð afbrot í Bretlandi, kem- ur fram að fjöldi slíkra mála hafi margfaldast á undanförnum árum. Þannig varð 130 prósenta fjölgun í slíkum málum milli 2011 og 2012. Ömmu boðið heillandi starf Vefritið Vice fjallaði um málið á dögunum og þar var meðal annars sögð saga vítetnamskrar ömmu sem var boðið heillandi og traust starf í Evrópu sem barnfóstra. Þetta var árið 2012. Konan þáði boðið enda var hún ánægð að eiga möguleika á því að þéna nógu mikið til að greiða af skuldum sínum og styðja við fjöl- skyldu sína. Oft er flagð undir fögru skinni og fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu. Þræll í kannabisverksmiðju Í grein Vice-vefritsins kemur fram að í stað þess að hugsa um börn á heill- andi stað í Evrópu hafi konunni ver- ið haldið sem þræl í kannabisverk- smiðju í úthverfi Dublin, höfuðborgar Írlands. Haft er eftir Ainie Flynn, lög- manni konunnar, að konan hafi feng- ið lítið að borða. Þá hafi vegabréf hennar verið tekið af henni þegar hún kom til landsins til að tryggja að henni tækist ekki að flýja. Ef hún þóknaðist ekki yfirmönnum sínum var henni hótað ofbeldi. Lögregla komst á snoð- ir um verksmiðjuna í nóvember 2012 og var víetnamska amman handtek- in við húsleitina. Síðan þá hefur hún verið í haldi lögreglu og bíður nú dóms vegna aðildar sinnar að fíkni- efnaframleiðslunni. „Þjóðfélagslegt vandamál“ Breski vefmiðillinn Western Gazette greindi frá því í lok apríl að frá ár- inu 2011 hafi yfir tíu mál komið upp í Yeovil á suðurströnd Englands sem varða víetnamska innflytjend- ur í kannabisframleiðslu. Í umfjöll- uninni kom fram að þó sumir væru skipulagðir glæpamenn væru fleiri innflytjendur neyddir til að vinna við slíka ræktun. „Þetta er þjóðfélagslegt vandamál sem yfirvöld verða að taka á. Hér er fólk sem hefur verið þving- að til landsins gegn vilja sínum,“ var haft eftir Rich Barnett hjá lögreglunni í Yeovil. Þau lenda í súpunni Víetnamska konan er ekki nafn- greind í umfjöllun Vice og er ástæð- an sú að Flynn hefur farið fram á það við írska dómstóla að henni verði veitt nafnleynd þar sem hún sé fórnar lamb mansals. Staðreyndin er sú, eins og kemur fram hér að fram- an, að hún er ekki sú eina í þessari stöðu því hundruð einstaklinga – þar á meðal börn – eru flutt til Bret- landseyja á ári hverju, að mestu frá Kína og Víetnam, í þeim eina tilgangi að starfa við ræktun kannabisefna. Það sem meira er þá lendir þetta fólk oftar en ekki í súpunni vegna glæpa sem það var þvingað til að fremja og eru dæmt. „Það er spilað með þetta fólk og það er afvegaleitt. Ekkert þeirra heldur að það sé að koma til Evrópu í þeim tilgangi að vinna við ræktun,“ segir Flynn. n Víetnamskri ömmu var boðið starf sem barnfóstra í Evrópu en var svikin Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Þetta er þjóðfé- lagslegt vanda- mál sem yfirvöld verða að taka á. Kannabisræktun Fjöldi fólks, einkum frá Víetnam og Kína, er fluttur til Bretlands þar sem fólkið er neytt til að vinna við ræktun kannabisefna. Kastali Drakúla til sölu Þeir sem hafa gaman af sígildum sögum og klassískum arkitektúr býðst nú að kaupa eitt helsta kennileiti Rúmeníu, Bran-kast- ala í Transylvaníu. „Ef einhver býður sanngjarnt verð munum við skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Mark Meyer hjá lögfræði- fyrirtækinu Herzfeld og Rubin sem sér um söluna á kastalanum. Um er að ræða sögulega fasteign, en kastalinn er best þekktur fyrir að hafa verið sögusvið bókarinnar um Drakúla sem írski rithöfund- urinn Bram Stoker skrifaði. Bran-kastalinn var upphaf- lega reistur sem virki á 14. öld. Á hverju ári heimsækja 560 þúsund manns kastalann og þarf að greiða aðgangseyri til að komast inn. Að því leytinu til gæti það reynst efn- uðum einstaklingum sniðug fjár- festing að kaupa þennan sögulega og stórglæsilega kastala. Fórnarlömbum Mers fjölgar Jórdanskur karlmaður lést um helgina vegna Mers-vírussins og hafa nú fimm látist í landinu af völdum hans. Maðurinn sem um ræðir var á sextugsaldri og starfaði á sjúkrahúsi í landinu. Þetta hefur Guardian eftir heil- brigðisráðuneyti Jórdaníu. Þrír til viðbótar létust af völdum Mers í Sádi-Arabíu um helgina og hafa nú 142 látist þar síðan vírusinn lét fyrst á sér kræla árið 2012. 496 tilvik hafa verið greind og hafa langflestir, eða 483, smitast í Sádi-Arabíu. Brugðust ekki við Nígerískar öryggissveitir höfðu fjórar klukkustundir til að bregð- ast við ráni á rúmlega 300 skóla- stúlkum sem uppreisnarmenn Boko Haram stóðu á bak við á dögunum. Þrátt fyrir þennan rúma tíma aðhöfðust þær ekki. Þetta fullyrða mannréttinda- samtökin Amnesty International í grein sem birt er í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Í grein- inni kemur fram að breskir leyni- þjónustustarfsmenn hafi verið sendir til Nígeríu með það að markmiði að koma lögum yfir þá sem stóðu að baki ránunum. Um 50 stúlkur komust undan mann- ræningjunum og er talið að um 270 séu enn í haldi. Fjölmenni Um tvö þúsund manns voru viðstaddir þegar fjölskyldan var kvödd í hinsta sinn á dögunum. Kviknaði í út frá hleðslutæki Fimm manns létust í bruna í Sheffield þann 28. apríl síðastliðinn R annsókn á bruna sem varð í húsi í Sheffield á Englandi þann 28. apríl síðastliðinn hefur leitt í ljós að eldur- inn kviknaði út frá hleðslutæki fyr- ir farsíma. Fimm létust í brunanum, þar á meðal níu vikna stúlka. Frá þessu greinir breska blaðið Daily Mail og hefur eftir lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri. Eldri systkini litlu stúlkunnar, sjö og níu ára, létu- st einnig í brunanum. Amma barn- anna, Shabina Begum, komst út úr húsinu en að sögn sjónarvotta fór hún aftur inn til að freista þess að bjarga barnabörnum sínum. Hún skilaði sér ekki út aftur og fundu slökkviliðsmenn hana látna. Þá lést dóttir konunnar og frænka barn- anna, Anum Parwaiz sem var tvítug. Að sögn lögreglu var hleðslu- tækið í stofunni á heimili fjöl- skyldunnar. Svo virðist sem eldur- inn hafi breiðst mjög hratt út. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á af hvaða tegund hleðslutækið var. Yfir tvö þúsund manns voru við útför fjölskyldunnar sem fór fram í síðustu viku. „Fjölskyldan og samfélagið allt hefur misst frá- bæra systur, ömmu, efnilegan há- skólanema og þrjú dásamleg börn. Þetta er ótrúlegur harmleikur sem engin orð fá lýst,“ sagði Isfaq Hussa- in Kayani, ættingi fjölskyldunnar, við útförina. n einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.