Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 13.–15. maí 201412 Fréttir F reyja Gunnarsdóttir var heima hjá sér að leggja loka- hönd á jólaundirbúning þegar vinur dóttur hennar, Ásdísar Harðardóttur, kom til hennar og sagði að Ásdís hefði gleypt töflur til að deyja. Sjálfsvígstilraunin kom Freyju algjörlega í opna skjöldu og næstu mánuði hafði hún augun ekki af dóttur sinni. Að lokum flutt- ust þær mæðgur búferlum þvert yfir landið í leit að hjálp en Ásdís glímdi við alvarlegt þunglyndi á unglingsár- unum eftir langvarandi einelti. Fylgdist með í frímínútum Eineltið hófst strax í fyrsta bekk en Ásdís faldi það lengi fyrir foreldrum sínum hversu illa henni leið í raun og veru, sem og öðrum aðstandend- um. „Ég hélt að að þetta væri ekki svo alvarlegt, þetta væri bara einhver stríðni. Ásdís var alltaf að herða sig upp og sýndi engum hvað henni leið illa. Svo þegar farið var að leita eftir hjálp fyrir hana þá var hún búin að setja grímuna upp og streittist sjálf á móti. Hún var orðin eins og brodd- göltur sem er með alla brodda úti. Þeir sem þó reyndu náðu ekki til hennar. Vandinn óx og ég hugsaði með mér að ég hefði átt að gera eitthvað. Þú kennir þér alltaf um. Þegar hún var komin í mjög mikla vanlíðan og allt farið í klessu þá var ég undir svo miklu álagi að ég var alltaf bara að reyna að bjarga deginum. Ég sá ekki úrræðin.“ Það er þó ekki svo að Freyja hafi setið auðum höndum. Hún leitaði til foreldra annarra barna sem ekki tóku þátt í stríðninni í von um að þeir tækju hana kannski inn í hóp- inn. „Hún var alltaf dálítið utan- veltu.“ Freyja fór líka í grunnskólann þar sem Olweusar-eineltisáætlunin var í gildi og óskaði eftir því að hún yrði sett í gang þegar Ásdís var tíu ára. Þá var ástandið orðið þannig að hún fylgdist með í lengstu frímínút- unum og þurfti reglulega að fara úr vinnu því það kom eitthvað upp í skólanum. Tilkynnt til barnaverndar Það var svo þegar Ásdís brotnaði al- veg niður og grét kvöld eftir kvöld að Freyja ákvað að nú væri nóg komið. Í kjölfarið skipti Ásdís um skóla og fór í lítinn sveitaskóla. Það gekk vel þar til Ásdís var áreitt kynferðislega af skólafélaga sínum í skólaferða- lagi. Stuttu seinna sagði hún skóla- yfirvöldum frá því en Freyja var ekki kölluð til fyrr en búið var að ræða við bæði Ásdísi og strákinn. „Ég var ekk- ert með í þessu ferli fyrr ég var beðin um að koma að sækja hana. Sama kvöld átti að vera bekkjar- kvöld en hún mátti ekki mæta því hún hafði brotið reglur með því að reykja á skólalóðinni þennan dag. En strákurinn mátti mæta. Þetta var súrrealískt og ég var hálf lömuð yfir þessum viðbrögðum. Þarna heyrði ég setningu sem ég hefði aldrei trúað að fagfólk myndi nokkurn tímann láta út úr sér; æ hann er bara að fá hvolpavitið strákurinn. Þetta var pínulítill skóli og tengslin mikil, en mér fannst ekki rétt tekið á þessu. Henni var sagt að hugsa um heildarmyndina. Af hverju á 14 ára krakki, í bullandi varnarstöðu af því að það er búið að brjóta á honum, að hugsa um heildarmyndina? Er það ekki hlutverk skólastjórnenda? Í kjölfarið fékk Ásdís algjört áfall og ég leyfði henni að vera heima í viku á meðan hún var að jafna sig. Þegar hún fór aftur í skólann varð ég að hringja þangað til þess að biðja kennarann um að endurraða í sæti því hún var sett við hlið stráksins. Þetta þótti svo lítið mál.“ Í raun telur Freyja að þetta atvik og viðbrögðin við því hafi haft verri áhrif á Ásdísi en það sem á undan hafði gengið. „Af því að þetta gerðist í hennar örugga litla skólaumhverfi. Hún hélt áfram í skólanum en leið mjög illa andlega sem kom út í líkam- legum kvillum. Ég leyfði henni oft að vera heima. Ég skal alveg viðurkenna það. Viðbrögð skólans voru að til- kynna okkur til barnaverndarnefndar vegna fjarveru frá skólanum.“ Tilkynningin þýddi það að Freyja fékk bréf frá barnaverndarnefnd þar sem hún var boðuð í viðtal. „Það var bara fínt. Þá fengum við hjálpina sem við þurftum og viðtöl við fagaðila.“ Sjálfsvígstilraunin Veturinn leið en næsta haust brotn- aði Ásdís alveg niður. Freyja tók barnið úr skólanum. „Ég var ráða- laus, búin að taka barnið úr skóla og vildi aldrei ræða aftur við neinn þar.“ Ásdís hélt áfram í mánaðarlegum viðtölum hjá barnasálfræðingi frá Barnahúsi en það dugði ekki til. Fyr- ir jólin gafst hún upp og gleypti pillur í sjálfsvígshugleiðingum. „Eða til að kalla á hjálp,“ segir Freyja. Þetta gerðist tveimur dögum fyrir jól. Freyja var á kafi í jólaundirbún- ingnum þegar vinur Ásdísar kom til hennar og sagði henni hvað gerst hafði. „Ásdís lá þá undir kjallara- tröppunum, þar sem hún var oft með vinum sínum, hálfdösuð. Við drösl- uðum henni upp á heilsugæslustöð þar sem læknirinn tilkynnti þetta til barnaverndar. Daginn eftir var hr- ingt frá bráðateymi barnageðdeildar Landspítalans og við vorum kallaðar suður á þriðja í jólum. Eftir svona áfall verður þú hálf- dasaður. Þú ert í hálfgerðu losti en heldur áfram. Við fórum í gegnum jólin þannig. Þetta var svo óraun- verulegt að enn þann dag í dag verð ég hálfkjánaleg þegar ég tala um þetta. Þetta kom algjörlega aftan að mér. Í raun hafði ekkert sérstakt gerst þarna rétt á undan og það var ekki fyrr en eftir þetta að það fór að halla verulega undan fæti.“ Á sjálfsvígsvakt Á BUGL fékk Freyja loks fagleg svör við því hvað væri að. Talað var um áfallastreituröskun, kvíða og þung- lyndi. Dóttir hennar fékk kvíðalyf en það tók tíma þangað til þau fóru að virka og við tók erfiður tími. „Í febrú- ar og mars var hún alveg ofboðslega þunglynd. Hún var bókstaflega bara í rúminu og á hverjum einasta morgni var barátta að reyna að koma henni af stað í skólann. Hún komst kannski niður í tröppurnar en þar settist hún niður og grét. Mér fannst ég vera á sjálfsvígsvakt og fór ekki að sofa fyrr en hún fór að sofa og fór ekkert því ég gat ekki skil- ið hana eina eftir þegar ástandið var sem verst og vildi ekki leggja ábyrgð- ina á aðra ef eitthvað kæmi fyrir. Eftir tveggja mánaða tímabil þar sem Ásdís fór ekki út úr húsi nema með mér, systur sinni eða okkar nán- ustu aðstandendum varð ég bara glöð ef hún fékkst til að fara út.“ Tilfinningarússíbani Þegar þar var komið sögu var Ásdís á lokaári grunnskólans. Eins og Freyja bendir á þá skiptir 10. bekkur máli því einkunnir úr samræmdu próf- unum fylgja þér áfram út í lífið. Í maí fóru lyfin að virka og lundin breytt- ist, en það var orðið of seint til þess að bjarga önninni. „Um sumarið fór hún til pabba síns í Noregi og ég fékk smá hvíld. En það var rosalega erfitt. Ég var svo strekkt að ef ég náði ekki í hana var ég búin að ræsa pabba hennar. Þá var hún kannski úti með félög- um sínum, eitthvað sem hún hafði ekki gert á Egilsstöðum. Ég var búin að vera með hana undir vængnum í fjóra mánuði og allt í einu var hún bara úti í partíi. Undirliggjandi voru alltaf þessar áhyggjur af því að hún gæfist upp á lífinu. Ég var búin að horfa upp á hana í þessari vanlíð- an þar sem henni leið alltaf verr og bjóst alveg eins við því að hún myndi brotna.“ Góðu tímabilin lengdust en sveiflurnar voru miklar. „Það þurfti ekki mikið til. Ég hugsaði kannski með mér að nú væri þetta allt að koma og daginn eftir var hún lögst í rúmið. Ég var alltaf í þessum tilfinn- ingarússíbana.“ Fluttu suður Ásdís fékk inni í sínum heimaskóla, Menntaskólanum á Egilsstöðum, og hóf nám þar um haustið. Þar mætti hún aftur eineltisseggjunum úr æsku. „Andlega var hún ekki tilbúin fyrir það og fór í mikla niðursveiflu. Ég óttaðist að hún myndi gera eitt- hvað og fannst ég vera komin aftur á sjálfsvígsvakt. Upp á von og óvon sendi ég hana því suður með flugi á föstudegi og reyndi að ná sambandi við BUGL. Á mánudagsmorgni tókst það og við fengum tíma næsta morgun.“ Skömmu síðar var Freyju boðið að minnka starfshlutfallið í vinnunni. „Ég var ekki að sinna vinnunni vel undir þessu álagi,“ útskýrir hún. „Þá greip ég tækifærið, hætti og flutti suður með Ásdísi.“ Ásdís fór strax suður með systur sinni en Freyja kláraði uppsagnar- frestinn fyrir austan. Fyrir sunnan fékk Ásdís regluleg viðtöl hjá BUGL en sleppti stundum að mæta vegna kvíða. „Það var gott að hún var farin suður og gat sótt við- töl en það var vont að geta ekki búið henni heimili. Það hentaði henni illa.“ Með herkjum tókst Ásdísi að komast inn í Borgarholtsskóla. „Fyrst voru teknir inn krakkar úr hverfinu, síðan þeir sem voru með einkunn- ir í lagi og svo hinir. Ásdís var í hópi þeirra barna sem fengu síðust af- greiðslu. Mér var sagt að hún yrði að fara í sinn hverfisskóla en ég sagði að það væri útilokað, hún gæti ekki far- Dóttirin reynDi sjálfsvíg fyrir jól n Freyja fylgdi dóttur sinni í gegnum alvarlegt þunglyndi n Fluttu suður í leit að hjálp n Á sjálfsvígsvakt í tvo mánuði n Hafði augun ekki af dóttur sinni og fór ekki úr húsi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Mér fannst ég vera á sjálfsvígsvakt „Þetta var svo óraun- verulegt að ég verð enn hálf- kjánaleg þegar ég tala um þetta. Barðist fyrir dóttur sína Freyja fluttist búferlum þvert yfir landið til þess að finna hjálp fyrir dóttur sína sem hefur gengið í gegnum einelti, kynferðisáreiti og langvarandi þunglyndi. MynDIr SIgTryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.