Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 13.–15. maí 2014 Fólk 37 Breytingar í lífi Garðars N ýja vinnan er frábær,“ segir knattspyrnumaðurinn Garð­ ar Gunnlaugsson, nýráðinn auglýsingastjóri útgáfufyrir­ tækisins Birtíngs en Garðar segir vinnufélagana hafa tekið sér mjög vel. „Ég er að aðlagast þessu smám saman. Það er gaman að prófa að vera „behind the scene“ eftir að hafa verið í blöðunum lengi. Eflaust hafa einhverjir af þeim sem ég er að vinna með skrifað um mig fréttir en það er bara gaman enda er þetta allt ágætasta fólk. Þetta er bara skemmti­ legt lið, eins og ég hef kynnst í gegn­ um tíðina.“ Blendnar tilfinningar Nýja vinnan er ekki eina breytingin í lífi Garðars því hann er að flytja í höfuðborgina frá Skaganum til að geta verið nær dóttur sinni. Fyrrver­ andi eiginkona hans og barnsmóð­ ir, ísdrottningin Ásdís Rán Gunnars­ dóttir, býr á höfuðborgarsvæðinu með Viktoríu sem er sjö ára. Því hafa feðgarnir, Garðar og Hektor, sem verð­ ur níu ára í sumar, auk Ölmu Daggar, sambýliskonu Garðars ákveðið að flytja í borgina líka. „Þetta verður frá­ bært þótt því fylgi blendnar tilfinn­ ingar að flytja frá Skaganum enda hefur Hektor haft mikið frjálsræði hérna, sérstaklega á sumrin. Hér eru krakkar úti að leika sér allan daginn og koma bara rétt heim til að borða. Hann tekur samt mjög vel í að flytja og er aðallega spenntur yfir því með hvaða liði hann muni spila. Hann er nefnilega hörku fótboltamaður, alla­ vega að mínu mati. Hann hefur erft eitthvað af fótboltagenunum.“ Nágranni Ásdísar Ránar Garðar spilar knattspyrnu með ÍA og ætlar að keyra á milli. „Það er skárra að keyra upp á Skaga til að fara á æf­ ingar heldur en að þurfa að keyra í vinnuna á hverjum degi. Við erum líka nokkrir sem búum í bænum og verðum fjórir eða fimm saman sem rúntum þetta saman. Annars held ég að ég eigi betur heima í Reykjavík eftir að hafa búið svo lengi í stórum borgum erlendis. Ég held að lífið í borginni henti mér betur þótt Skaginn sé alltaf jafn yndis­ legur. Það að geta verið nær Viktor­ íu er bara æðislegt út af fyrir sig. Mér finnst mjög erfitt að geta ekki hitt hana reglulega. Við búum rétt hjá þeim Ás­ dísi og krakkarnir fara í sama skóla í haust svo þetta verður frábært.“ Ekki fleiri börn strax Garðari og Ásdísi Rán skildu í byrjun árs 2012 og hefur tekist að halda góðu sambandi. „Það skiptir okkur mjög miklu máli. Bæði gagnvart börnunum og líka fyrir okkur sjálf. Það væri ekki gott ef við þyrftum að vera með þunga bagga á öxlunum varðandi skilnað­ inn. Við vorum bestu vinir í tíu ár og ég sé enga ástæðu til að halda því ekki áfram,“ segir Garðar en kærasta hans, Alma Dögg, vinnur í undirfataversl­ uninni Mary Carmen. Garðar segir þau ekki stefna á barneignir. „Alma er svo ung og ég er kominn með ágætis kvóta. Við ætlum að koma okkur vel fyrir fyrst. Svo kemur þetta bara í ró­ legheitum,“ segir hann brosandi. Rútínan eftirsóknarverð Garðar hefur verið sinn eigin herra í gegnum árin auk þess að spila fyrir nokkur ágætlega sterk knattspyrnu­ lið. Hann viðurkennir að það sé dá­ lítið strembið að vera allt í einu kom­ inn með yfirmann. „En það er samt svo gott að komast í rútínu því eins og flestir eigin herrar vita þá er mað­ ur alltaf í vinnunni þegar maður er að grúska fyrir sjálfan sig. Líka þegar maður ætlar að vera í fríi. Svo er líka bara gott að breyta til þótt maður sé alltaf með einhver verkefni á prjónun­ um.“ n Garðar Gunnlaugsson kominn í nýja vinnu og fluttur í borgina Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Flytur í borgina Garðar er að flytja á höfuðborgarsvæðið til að vera nær dóttur sinni og vinnunni. Feðgin Garðar og Viktoría. Sæt saman Garðar segir barneignir ekki á dagskrá strax. „Við vorum bestu vinir í tíu ár og ég sé enga ástæðu til að halda því ekki áfram. K osningar eru í nánd, það fer ekki fram hjá landsmönn­ um. Björt framtíð í Reykja­ vík hóf kosn inga bar áttu sína á léttu nót un um og stóð fyr ir svo kallaðri ham borg ara hátíð við Lauga læk. Fleiri hátíðir í svipuð­ um dúr verða haldn ar víðs veg­ ar um borg ina næstu vik ur og gerðu góðir gestir sig ánægða með hamborgarana. Samfylking opnaði kosninga­ miðstöð sína að Brautarholti á laugardaginn og þar voru hins vegar grillaðar pylsur. Margt var um manninn en hátt í 400 manns komu við til að fagna með sam­ fylkingarmönnum. Jóhanna Sig­ urðardóttir mætti að sjálfsögðu til að styðja sitt fólk í fjólubláum leðurjakka, afslöppuð með bros á vör. Skemmtiatriði voru í höndum Elínar Ey, og Sirkuss Íslands. Dagur sjálfur var fjarri góðu gamni en hann stóð við loforð sín um að fylgja Pollapönkur­ um í aðalkeppnina. Honum var þó varpað á vegg og með hjálp tækninnar var hann í beinni á Skype í partíinu, sem vakti mikla lukku. n MyNdIR BIRta RÁN n Jóhanna mætti í leðurjakkanum Pylsur gegn hamborgurum Í leðurjakka með bros á vör Jóhanna Sigurðardóttir er laus við pólitíkina og klæðist fjólubláum leðurjakka og sparar ekki brosið. Það gerði Sigríður Ingibjörg ekki heldur. Falleg mæðgin Eva Baldursdóttir og sonur hennar Hrafn Dagur mættu í pylsupartí. Gleði og glaumur Hrefna Sverrisdóttir, kærasta Magnúsar Scheving, myndaði fjöruga krakka. Árni fær sér pylsu Gamal- dags góðgæti á boðstólum, pylsur og með þeim. Í stuði við Laugalæk Ilmur og Björn Blöndal voru hin hressustu á hamborgarahátíð í Laugalæk. Vinkonur Nína Dögg Filippusdóttir var galvösk. Hún hefur látið til sín taka í kosn- ingabarátt- unni. Hamborgarar og hamingja Björn Blöndal og Heiða Helga- dóttir sæl og glöð og hamborgaratjaldið í baksýn. Hamborgarar runnu ljúflega niður í gesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.