Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Síða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 3.–5. júní 2014
Fæst atkvæði á bak
við fulltrúa Framsóknar
F
æst atkvæði eru á bak
við borgarfulltrúa Fram
sóknarflokksins saman
borið við atkvæðamagn á
bak við aðra sem náðu inn
í borgarstjórn í kosningunum á
laugardag. Framsóknarflokkurinn
náði tveimur mönnum inn en þeir
fengu 5.865 atkvæði. Það þýðir að
þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörns
dóttir, oddviti Framsóknarfólks,
og Guðfinna Jóhanna Guðmunds
dóttir hafa einungis 2.933 at
kvæði á bak við sig á meðan að
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri
grænna, hefur 4.553 atkvæði á bak
við sig, en hún var sú eina af lista
VG sem náði inn. Litlu munaði að
sjötti maður Samfylkingarinnar
kæmist inn í stað Guðfinnu sem
var fimmtánda inn í borgarstjórn.
Höfðu það á lokasprettinum
Kosningaúrslitin eru ekki í sam
ræmi við það sem skoðanakann
anir og spár gerðu ráð fyrir og er
þar mesti munurinn á fylgi Fram
sóknar, Bjartrar framtíðar og
Pírata. Enginn hafði gert ráð fyrir
því að Framsókn næði tveimur
fulltrúum í borgarstjórn og flest
ir höfðu reiknað með meiri stuðn
ingi við Bjarta framtíð, arftaka
Besta flokksins sem vann kosn
ingasigur árið 2010, og Pírata sem
komu nýir inn í kosningarnar nú.
Staða Framsóknar er hins vegar
nokkuð sterk eftir borgarstjórnar
kosningarnar og var Sveinbjörg
sjötti fulltrúi inn.
Sjaldan hefur verið jafn mikill
munur á skoðanakönnunum og
úrslitum kosninga. Í samantekt
Baldurs Héðinssonar, doktors í
stærðfræði frá Boston University,
á vefsíðunni kosningaspa.is kem
ur fram að frávik kannana miðað
við úrslit kosninga hafi verið frá
1,8 prósentum til 3 prósenta.
Sterkur meirihluti
Meirihlutaviðræður á milli Sam
fylkingar, Bjartrar framtíðar,
Vinstri grænna og Pírata hófust
á mánudag og er stefnt að því að
mynda fjögurra flokka meirihluta.
Gangi það eftir verður meirihlut
inn myndaður af níu fulltrúum af
fimmtán, sem er einum fulltrúa
meira en þarf. Flokkarnir hafa
samanlagt 33.756 atkvæði á bak
við sig, eða 62 prósent gildra at
kvæða. Það er þó ekki nema 1.746
atkvæðum meira en meirihluti
Besta flokksins og Samfylkingar
innar hafði á bak við sig á síðasta
kjörtímabili en þeir fengu saman
lagt 32.010 atkvæði. Það voru þó
ekki nema 54 prósent gildra at
kvæða en kjörsókn nú var talsvert
lakari en árið 2010. n
Allt að þriggja prósenta frávik frá skoðanakönnunum og úrslitum
Einar þegir um Framsókn
Oddvitinn frá 2010 birti jafnræðisregluna á Facebook
E
inar Skúlason, fyrrverandi
oddviti Framsóknarflokks
ins, segist ekki ætla að tjá sig
um skoðanir sínar á fram
boði flokksins í kosningunum um
helgina. Eitt mesta hitamál kosn
inganna voru þau orð Sveinbjargar
Sveinbjörnsdóttur að afturkalla
lóð undir mosku í Sogamýrinni.
Einar var oddviti flokksins í
kosningunum árið 2010 og náði
ekki inn í borgarstjórn. Hann er
hins vegar þekktur fyrir frjáls
lyndi í skoðunum. Ljóst má telja
að Einar myndi ekki spila út sams
konar spilum og Sveinbjörg gerði
fyrir helgina.
En sama hve gengið er á Einar
um skoðun hans á framboði
flokksins þá segist hann ekki ætla
að tjá sig um það. Hann segist hafa
sagt skilið við pólitíkina og að sér
finnist ekki við hæfi að tjá sig um
framboðið. Tekið skal fram að Ein
ar var um árabil í Framsóknar
flokknum.
Skoðun Einars á orðum Svein
bjargar um moskuna má þó hugs
anlega sjá í þeirri staðreynd að
hann kaus á föstudag að birta orð
rétt á Facebooksíðu sinni tilvitn
un í jafnræðisreglu stjórnarskrár
innar: „Allir skulu vera jafnir fyrir
lögum og njóta mannréttinda án
tillits til kynferðis, trúarbragða,
skoðana, þjóðernisuppruna, kyn
þáttar, litarháttar, efnahags, ætt
ernis og stöðu að öðru leyti. Kon
ur og karlar skulu njóta jafns réttar
í hvívetna. (Stjórnarskrá lýðveldis
ins Íslands, 65. grein).“ n
ingi@dv.is
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Svona raðaðist fólk inn
Samkvæmt útreikningum DV miðað við fjölda atkvæða var þetta
röð fulltrúa inn í borgarstjórn
n Dagur B. Eggertsson - Samfylkingin (S)
n Halldór Halldórsson - Sjálfstæðisflokkur (D)
n Björk Vilhelmsdóttir - Samfylkingin (S)
n S. Björn Blöndal - Björt framtíð (Æ)
n Júlíus Vífill Ingvarsson - Sjálfstæðisflokkur (D)
n Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir - Framsókn (B)
n Hjálmar Sveinsson - Samfylkingin (S)
n Kjartan Magnússon - Sjálfstæðisflokkur (D)
n Sóley Tómasdóttir - Vinstri græn (V)
n Kristín Soffía Jónsdóttir - Samfylkingin (S)
n Elsa Yeoman - Björt framtíð (Æ)
n Áslaug María Friðriksdóttir - Sjálfstæðisflokkur (D)
n Skúli Helgason - Samfylkingin (S)
n Halldór Auðar Svansson - Píratar (Þ)
n Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir - Framsókn (B)
Næst inn voru:
n Heiða Björg Hilmisdóttir - Samfylkingin (S) - 28 atkvæði vantaði
n Ilmur Kristjánsdóttir - Björt framtíð (Æ) - 86 atkvæði vantaði
Kosningaúrslit eru reiknuð út samkvæmt
reiknireglu D’Hont. Samkvæmt henni eru
öll atkvæði talin saman fyrir hvern flokk
og í þá tölu svo deilt með tveimur, þremur
og svo koll af kolli. Tölunum er síðan raðað
eftir stærð, hæsta talan fyrst og svo
niður í þá lægstu. Sá flokkur sem á hæstu
töluna fær fyrsta fulltrúa, sá sem á næstu
annan fulltrúa og svo framvegis þangað
til öllum fulltrúum hefur verið úthlutað.
Óvænt inn Sveinbjörg komst óvænt í borgarstjórn á
laugardag. Það sem kom enn meira á óvart var að Guð-
finna Jóhanna, sem skipaði annað sæti á lista Framsóknar
og flugvallarvina, komst líka inn. MyNd ÞorMAr V. GuNNArSSoN
Með flest atkvæði Sóley er sá fulltrúi í
borgarstjórn sem hefur flest atkvæði á bak
við sig. Hún er eini fulltrúi Vinstri grænna í
borgarstjórn. MyNd SiGtryGGur Ari
Svona er þetta reiknað
Hvernig fulltrúum er úthlutað eftir kosningar
Breyttir tímar Framboð Framsóknarflokksins um helgina var annars eðlis en framboð
Einars Skúlasonar árið 2010. Einar náði ekki inn í borgarstjórn.
Sveinbjörg
vinsæl
Vel innan við eitt prósent kjós
enda Framsóknarflokksins
strikuðu yfir nafn Sveinbjargar
Birnu Sveinbjörnsdóttur, odd
vita flokksins, umdeildasta
frambjóðandans í sveitar
stjórnarkosningunum um
helgina. Samkvæmt gögnum
sem Kjarninn birti á mánudag
voru aðeins 36 sem strikuðu
yfir nafn hennar en það nem
ur 0,6 prósentum af kjósend
um flokksins. Langflestar yfir
strikanir voru á nafn Júlíusar
Vífils Ingvarssonar, frambjóð
anda Sjálfstæðisflokksins, eða
463, sem nemur 3,3 prósent
um af kjósendum flokksins.
Listi Sjálfstæðisflokksins er
líka sá listi sem flestir breyttu
að einhverju leyti, ýmist strik
uðu yfir nöfn eða breyttu röð
un. Samtals 876 einstaklingar
eða 6,24 prósent kjósenda
flokksins breyttu listanum.
Birki brugðið
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi
með Ármann Kr. Ólafsson bæjar
stjóra í broddi fylkingar gekk til
meirihlutaviðræðna við Bjarta
framtíð að kosningum loknum.
Það kom mörgum á óvart, með
al annars Birki Jóni Jónssyni,
oddvita Framsóknarflokksins,
sem kom nýr inn í bæjarstjórn
ina. Sjálfstæðisflokkur og Fram
sóknarflokkur geta myndað
meirihluta en flokkarnir tveir
störfuðu saman í meirihluta á síð
asta kjörtímabili. Þetta ætti hins
vegar ekki að koma neinum á
óvart enda oddviti Bjartrar fram
tíðar, Theodóra S. Þorsteinsdótt
ir, í góðum tengslum við Ármann.
Hún var skipuð í atvinnu og þró
unarráð bæjarins á síðasta kjör
tímabili af þáverandi meirihluta,
sem laut stjórn Ármanns.
Níu nýir í
Kópavogi
Óhætt er að segja mikil endur
nýjun hafi átt sér stað í Kópavogi
um helgina. Af ellefu fulltrúum
í bæjar stjórninni koma níu nýir
inn. Aðeins Ólafur Þór Gunnars
son, fulltrúi Vinstri grænna og
félagshyggjufólks, og Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti
Sjálfstæðisflokks, eru þeir sem
sátu í bæjarstjórn á síðasta kjör
tímabili sem aðalmenn. Björt
framtíð kom ný inn og mikil
endurnýjun var á lista Samfylk
ingarinnar. Spurning er hins
vegar hvort þetta þýði ný vinnu
brögð í bæjarstjórninni en síðasta
kjörtímabil einkenndist af átök
um og breytingum.