Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 32
32 Menning
É
g svæfði skáldaspíruna þegar
ég fór í læknisfræðina en
vakti hana svo aftur seinna,“
segir Ari Jóhannesson sér-
fræðingur í lyflækningum á
Landspítalanum og rithöfundur.
Ari hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar árið
2007 fyrir ljóðabókina Ösku-
dagar. Lífsmörkz er fyrsta skáld-
saga hans og er bæði rík af atburð-
um og persónum. Höfuðpersónan
er ungur svæfinga- og gjörgæslu-
læknir sem er í miklum metum
á gjörgæsludeild Landspítalans
vegna ósérhlífni og færni í störfum.
Fyrsti hluti sögunnar er skreyttur
sviðsmyndum frá spítalanum og
nokkrum sjúkrasögum sem að
hluta til þjóna sem áhugaverðar
hliðarsögur. Síðar verða atburðir
sem öllu breyta og sagan berst víða.
„Sumt er tekið beint úr reynslu-
bankanum. Þó ekki hinir alvarlegu
atburðir,“ segir hann þegar blaða-
maður spyr hvort hann sæki ekki
í sitt nánasta umhverfi. Það hefur
löngum verið talið að læknar séu
narcissistar en þá í góðlegri merk-
ingu þess orðs. Persóna eins og
Sölvi er að mesta leyti mín eigin
hugarsmið en um leið er hann sam-
settur úr raunverulegum einstak-
lingum og undanskil ég ekki sjálfan
mig þar.“
Ekki ádeila á Landspítalann
Þótt aðalsöguhetjan, Sölvi Odds-
son, starfi á Landspítala og vinnu-
álagið taki smám saman sinn toll
segir Ari Lífsmörkum ekki stefnt
gegn spítalanum og hún sé ekki
lykilsaga. Hún bregði þó ljósi á að-
stæður sem stuðla að kulnun.
„Hún bregður vissulega ljósi á
kerfi sem eðli málsins samkvæmt
gerir miklar kröfur um afköst og
afbrigðilegan vinnutíma en heldur
kannski aldrei nógu vel utan um
fólkið sitt. Það er alþjóðlegt vanda-
mál. Í sögunni myndast kjörað-
stæður fyrir kulnun. En þetta er
ekki ádeila, heldur fyrst og síðast
þroskasaga um einstakling og sið-
ferðisbresti sem hann þarf að tak-
ast á við.“
Eins og tónlist Mahlers
Bókin er bæði ljóðræn og
spennandi aflestrar. Markaðsstofa
myndi líklegast kalla bókina sál-
fræðitrylli en hvað segir Ari sjálfur?
„Það mundi ég ekki gera. En
sagan er spennusaga að hluta. Ég
sá það reyndar í síðustu viku í blaði
að Árni Heimir Ingólfsson var að
lýsa þriðju sinfóníu Mahlers og
hann sagði eitthvað á þá leið að
tónlist Mahlers spanni allan skal-
ann og sveifli manni öfga á milli.
Þar geti ýmislegt gerst og framvind-
an ekki alltaf eins og maður býst
við. Mér fannst þetta gæti verið lýs-
ing á Lífsmörkum,“ segir Ari sem
segist við skrifin hafa reynt að halda
í nálægð ljóðsins. „Ég vildi skrifa
tiltölulega beinskeyttan og agaðan
stíl en fannst allt í lagi að hann væri
myndrænn og ljóðrænn á köflum,
svo framarlega sem ég færi ekki yfir
strikið. Ég tók ljóðskáldið með mér
í reisuna.“
Fugl með spádómsgáfu
Í sögunni má finna skemmtilegar
hliðstæður úr Íslendingasögunum.
Bæði hvað varðar mannlýsingar og
fyrirboða.
„Ég bý Sölva þannig úr garði að
hann gæti verið tekinn úr einhverri
Íslendingasögunni. Það er sumt í
þessari sögu sem sækir svolítið til
Íslendingasagna. Þannig eru fyrir-
boðar í sögunni sem eru undanfari
afdrifaríkra atburða. “
Einn slíkur fyrirboði gæti ver-
ið himbrimi sem kemur ítrekað við
sögu. „Að vissu leyti tefli ég fugl-
um og þá sérstaklega himbriman-
um fram sem tákni um einfaldleika
gegn kaosinu í mannheimum.
Hann bindur söguna líka saman,
sameinar Norður -Ameríku og Ís-
land. Hann er reyndar einkennis-
fugl Kanada og af frumbyggjum
landsins var hann talinn búa yfir
spádómsgáfu.“
Fjallar öðrum þræði um
fíknir
Aðalsöguhetjan hleypur mara-
þon með misgóðum árangri.
Sjálfur hljóp Ari þegar hann var
í framhaldsnámi í Ameríku.
„Ég var skussi og komst
aldrei lengra en 10 kílómetra og
er löngu hættur að hlaupa. En
Sölvi er íþróttamaður af guðs
náð og hlaupin eru freistandi.
Þau geta þó farið úr því að verða
aðferð til að hreinsa hugann yfir
í fíkn. Þessi saga er að öðrum
þræði um fíknir. Svo fannst mér
spennandi að reyna að setja
hlaupin í svolítið skáldlegan
búning. Sem ég hafði ekki séð
gert áður beinlínis.“
Skrifar ekki í læknasloppnum
Ari segist ekki skrifa í læknasloppn-
um þótt hann hafi nauman frítíma
vegna anna á spítalanum. Hann
hefur fengið jákvæð viðbrögð frá
vinnufélögunum en enn hefur ekki
reynt á viðbrögð sjúklinga hans
enda bókin svo til nýkomin út. „Ég
hef ekki fengið athugasemdir frá
sjúklingum enn þá. Ég fæ almennt
mjög jákvæð viðbrögð en ég er ekki
svo grunnhygginn að halda að öll-
um muni líka við þessa sögu.“
Ari er ekki byrjaður á sinni
næstu sögu. „Ég er búinn að tæma
mig í bili og ætla að bíða eftir því að
það renni í, eins og Gyrðir Elíasson
orðaði það einhvern tíma. Mér
finnst þó líklegt að ég taki aftur til
við ljóðagerð.“ n
Vikublað 3.–5. júní 2014
Örn Eldjárn
til liðs við Ylju
Í kvöld, þriðjudagskvöld, verða
haldnir tónleikar með hljóm-
sveitinni Ylju, Snorra Helga-
syni ásamt hljómsveit og tón-
listarmanninum Lindy í Bergi í
Hljómahöll og hefjast tónleik-
arnir klukkan 21.00.
Ylja hefur allt frá útgáfu
fyrstu plötu sinni verið meðal
vinsælustu hljómsveita lands-
ins og nýlega vakið töluverða
athygli erlendis, beggja vegna
Atlantshafsins. Snorri Helgason
hefur einnig skapað sér gott orð
í tónlistarheiminum og spilar
nokkurs konar þjóðlagapopp-
bræðing þar sem kassagítarinn
fær að njóta sín.
Þær stöllur í Ylju eru komnar
með nýjan gítarleikara, Örn Eld-
járn sem nýlega hóf störf með
hljómsveitinni.
Emilíana
leggur Þórunni
Antoníu lið
Ný plata í vændum
Tónlistarkonan Þórunn Antonía
Magnúsdóttir leggur þessa dag-
ana lokahönd á nýja plötu sem
hún vinnur með Bjarna Magnúsi
Sigurðarsyni, fyrrverandi hljóm-
sveitarmeðlimi úr Mínus. Þórunn
og Bjarni gefa plötuna út sjálf
og sækja til þess styrki í gegn-
um Karolina Fund. Þórunn sagði
frá því í viðtali við Lífið að við
vinnslu plötunnar hafi hún sótt
í erfiða reynslu af sambandsslit-
um fyrir nokkru. Nokkrir merkir
tónlistarmenn leggja henni lið á
plötunni, þeirra á meðal er Silla,
fiðluleikarinn Vala Gestsdóttir og
engin önnur en Emilíana Torrini.
Lifandi leiklestur
Biðin er myndinnsetning um
leiklestur á stóra sviði Þjóðleik-
hússins á verki Samuels Beckett,
Beðið eftir Godot. Myndinni
verður varpað á tjald á stóra sviði
Þjóðleikhússins og frumsýnd á
þriðjudag í Þjóðleikhúsinu.
Hlutverk Vladimirs og Estra-
gons lesa þeir Gunnar Eyjólfs-
son og Erlingur Gíslason. Lucky
og Pozzo lesa Arnar Jónsson og
Pétur Einarsson. Drengurinn er
lesinn af Sigurði Skúlasyni. Jón
Atli Jónasson les senulýsingar og
stýrir lestrinum.
Í tvo daga leiklesa þeir verk-
ið, þreifa á því og reyna að rata í
gegnum það völundarhús sem
Beðið eftir Godot er og finna út
úr því hvernig verkinu verður
best skilað út í sal til áhorfenda.
Hér gefst áhorfendum einstakt
tækifæri til að skyggnast bak
við tjöldin og verða vitni að því
hvernig leikhúslistamenn glæða
dulmagnaðan, hráan og sannan
texta Becketts lífi.
Skrifar ekki í
n Ari er læknir og skrifar af þekkingu
Annir og álag
Ari starfar sem sér-
fræðingur í lyflækn-
ingum á Landspítal-
anum og hefur skrifað
sína fyrstu skáldsögu.
Mynd Sigtryggur Ari
„Hún bregður
vissulega ljósi á
kerfi sem eðli málsins
samkvæmt gerir miklar
kröfur um afköst og
afbrigðilegan vinnutíma.
Kristjana guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
læknissloppnum
Lífsmörk Bókin er hvort tveggja í senn,
ljóðræn og spennandi. „Ég tók ljóðskáldið
með mér í reisuna,“ segir höfundurinn.