Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Blaðsíða 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 3.–5. júní 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Þriðjudagur 3. júní
16.25 Ástareldur (Sturm der
Liebe) Þýsk þáttaröð um
ástir og afbrýði eigenda og
starfsfólks á Hótel Fürsten-
hof í Bæjaralandi.
17.15 Músahús Mikka (17:26)
17.40 Violetta e (8:26)
Disneyþáttaröð um hina
hæfileikaríku Violettu, sem
snýr aftur til heimalands
síns, Buenos Aires eftir að
hafa búið um tíma í Evrópu.
18.25 Táknmálsfréttir
18.35 Melissa og Joey
19.00 Fréttir
19.25 Veðurfréttir
19.30 Íþróttir
19.40 Sjómannslíf 888 (3:3)
(Þorskveiðar í norðurhöf-
um) Slegist er í för með
áhöfnum þriggja fiskiskipa
og fylgst með lífi og störf-
um íslenskra sjómanna við
ólíkar aðstæður auk þess
sem sagðar eru sögur af
lífinu um borð.
20.05 Leiðin á HM í Brasilíu
(15:16) Í þættinum er farið
yfir lið allra þátttökuþjóð-
anna á HM, styrkleika þeirra
og veikleika og helstu
stjörnur kynntar til leiks.
Við kynnumst gestgjöfun-
um, skoðum borgirnar og
leikvangana sem keppt er á.
20.35 Castle 8,4 (19:23) Banda-
rísk þáttaröð. Höfundur
sakamálasagna er fenginn
til að hjálpa lögreglunni
þegar morðingi hermir eftir
atburðum í bókum hans.
21.20 Nýsköpun - Íslensk
vísindi III 888 (5:8) Ný
íslensk þáttaröð fyrir alla
fjölskylduna um vísindi og
fræði í umsjón Ara Trausta
Guðmundssonar og Valdi-
mars Leifssonar.
21.50 Fum og fát
(Town Called Panic)
22.00 Tíufréttir
22.15 Veðurfréttir
22.20 Ráðgáta: Fláræði og
flækjur – Fyrri hluti
(1:2) (Case Sensitive: The
other half lives) Breskur
sálfræðitryllir í tveimur
hlutum eftir handriti Sophie
Hannah sem tvinnar saman
ástir, þráhyggju, traust og
svik. Aðalhlutverk: Olivia
Williams, Darren Boyd og
Eva Birthistle. Atriði í þáttun-
um eru ekki við hæfi barna.
23.10 Víkingarnir e (3:9) (The
Vikings) Ævintýraleg og
margverðlaunuð þáttaröð
um víkinginn Ragnar
Loðbrók, félaga hans og
fjölskyldu. Aðalhlutverk:
Travis Fimmel, Clive
Standen og Jessalyn Gilsig.
Leikstjóri: Michael Hirst.
Atriði í þáttunum eru ekki
við hæfi ungra barna.
23.55 Úlfakreppa – Fyrri hluti
(1:2) (Motheŕ s Son) Móður
grunar að sonur hennar hafi
orðið stúlku að bana og upp
blossar togstreita um hvort
hún eigi að segja til hans
eða hylma yfir. Aðalhlut-
verk leika Hermione Norris,
Martin Clunes og Paul McG-
ann. Bresk mynd í tveimur
hlutum. Atriði í þáttunum
eru ekki við hæfi barna.
00.40 Fréttir
00.50 Dagskrárlok
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07:00 NBA úrslitakeppnin
(San Antonio - Oklahoma)
08:50 Pepsímörkin 2014
12:30 Meistaradeildin í hand-
bolta - Final Four
13:50 Pepsí deildin 2014
(Breiðablik - Stjarnan)
15:40 Pepsímörkin 2014
17:00 NBA úrslitakeppnin
(San Antonio - Oklahoma)
18:50 Landsleikir Brasilíu
20:50 Meistaradeildin í
handbolt
21:20 World's Strongest
Man 2013
21:50 Moto GP (Ítalía)
22:50 Landsleikir Brasilíu
(Brasilía - Panama)
00:30 UFC Now 2014
12:45 Destination Brazil
13:15 Enska úrvalsdeildin
(Arsenal - Liverpool)
14:55 HM 2010 (Úrúgvæ -
Frakkland)
16:40 Premier League Legends
(Peter Schmeichel)
17:10 Man. Utd. - Chelsea
18:50 Landsleikir Brasilíu
(Brasilía - Panama)
20:50 Destination Brazil
21:20 HM 2010 (Holland
- Danmörk)
23:05 Premier League 2013/14
00:50 Destination Brazil
18:00 Strákarnir
18:30 Friends (23:24)
18:50 Seinfeld (11:21)
19:15 Modern Family
19:40 Two and a Half Men (24:24)
20:05 Léttir sprettir
20:25 Borgarilmur (4:8)
21:00 The Killing (12:13 )
21:45 Rita (2:8)
22:30 Lærkevej (10:10)
23:15 Chuck (9:13)
00:00 Cold Case (5:23)
00:45 Léttir sprettir
01:05 Borgarilmur (4:8)
01:45 The Killing (12:13 )
02:30 Rita (2:8)
03:10 Lærkevej (10:10)
11:15 Moonrise Kingdom
12:50 Spy Kids 4
14:20 Mary and Martha
15:50 Baddi í borginni
17:25 Moonrise Kingdom
19:00 Spy Kids 4
20:30 Mary and Martha
22:00 The Messenger
23:55 Savages
02:05 Red Dawn
03:35 The Messenger
17:50 Junior Masterchef
Australia (22:22)
18:35 Baby Daddy (11:16)
19:00 Grand Designs (6:12)
19:45 Hart Of Dixie (16:22)
20:30 Pretty Little Liars (15:25)
21:15 Nikita (16:22)
21:55 Terminator: The Sarah
Connor Chronicles (1:22)
22:40 Revolution (13:22)
23:25 Tomorrow People (15:22)
00:05 Grand Designs (6:12)
00:50 Hart Of Dixie (16:22)
01:35 Pretty Little Liars (15:25)
02:20 Nikita (16:22)
03:05 Terminator: The Sarah
Connor Chronicles (1:22)
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (4:26)
08:25 Dr. Phil
09:05 Pepsi MAX tónlist
16:05 Million Dollar Listing
(4:9) Skemmtileg þáttaröð
um fasteignasala í
Hollywood og Malibu sem
gera allt til þess að selja
lúxusvillur fræga og fína
fólksins.
16:50 In Plain Sight (4:8)
17:30 Secret Street Crew (4:6)
18:15 Dr. Phil
18:55 Top Chef (10:15)
19:40 Men at Work (1:10) Þræl-
skemmtilegir gamanþættir
sem fjalla um hóp vina sem
allir vinna saman á tímariti
í New York borg. Þeir lenda í
ýmiskonar ævintýrum sem
aðallega snúast um að ná
sambandi við hitt kynið.
20:05 The Millers (21:23)
20:30 Design Star (7:9) Það er
komið að sjöundu þáttaröð-
inni af þessari bráðskemmti-
legu raunveruleikaseríu þar
sem tólf efnilegir hönnuðir
fá tækifæri til að sýna hvað í
þeim býr. Kynnir þáttanna er
sigurvegarinn í fyrstu þátta-
röðinni, David Bromstad, og
honum til halds og trausts
eru dómararnir Vern Yip og
Genevieve Gorder.
21:15 The Good Wife 8,2 (17:22)
Þessir margverðlaunuðu
þættir njóta mikilla
vinsælda meðal áhorfenda
SkjásEins. Það er þokkadís-
in Julianna Marguilies sem
fer með aðalhlutverk í þátt-
unum sem hin geðþekka
eiginkona Alicia sem nú
hefur ákveðið að yfirgefa
sína gömlu lögfræðistofu
og stofna nýja ásamt fyrr-
um samstarfsmanni sínum.
22:00 Elementary (22:24) Sher-
lock Holmes og Dr. Watson
leysa flókin sakamál í
New York borg nútímans.
Síðustu þáttaröð lauk með
því að unnusta Sherlocks,
Irine Adler var engin önnur
en Moriarty prófessor. Það
reynist Sherlock erfitt að
skilja á milli einkalífsins
og vinnunnar þegar hann
neyðist til að starfa með
bróður sínum að lífshættu-
legu sakamáli.
22:45 The Tonight Show
23:30 Málið (9:13) Hárbeittir
fréttaskýringarþættir frá
Sölva Tryggvasyni þar sem
hann brýtur viðfangsefnin
til mergjar. Sölvi ræðir við
mann sem varð fyrir barðinu
á dómstólum götunnar
þegar honum var gefið
að sök að hafa misnotað
son sinn kynferðislega,
Maðurinn kveðst algjörlega
saklaus af þeim ásökunum.
00:00 Royal Pains (7:16)
00:45 Scandal (19:22)
01:30 Elementary (22:24)
02:15 The Tonight Show
03:00 Pepsi MAX tónlist
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:00 Malcolm In The
Middle (9:22)
08:25 Extreme Makeover:
Home Edition (11:26)
09:10 Bold and the Beautiful
09:30 Doctors (163:175)
10:10 The Wonder Years (11:24)
10:35 The Middle (4:24)
11:00 Flipping Out (10:11)
11:50 The Kennedys (8:8)
12:35 Nágrannar
13:00 The X-Factor US (24:26)
13:55 In Treatment (27:28)
14:25 Covert Affairs (10:16)
15:10 Sjáðu
15:40 Scooby-Doo!
16:00 Frasier (23:24)
16:25 Mike & Molly (21:23)
16:45 How I Met Your
Mother (23:24)
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Pepsímörkin 2014
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:06 Veður
19:15 New Girl (22:23) Þriðja
þáttaröðin um Jess og
sambýlinga hennar. Jess er
söm við sig, en sambýl-
ingar hennar og vinir eru
smám saman að átta sig á
þessarri undarlegu stúlku,
sem hefur nú öðlast vináttu
þeirra allra. Með aðalhlut-
verk fer Zooey Deschanel.
19:35 Surviving Jack (8:8)
20:00 Á fullu gazi
20:20 Anger Management 7,3
(10:22) Önnur þáttaröð
þessara skemmtilegu
gamanþátta með Charlie
Sheen í aðalhlutverki og
fjallar um Charlie Goodson,
sem er skikkaður til að leita
sér aðstoðar eftir að hafa
gengið í skrokk á kærasta
fyrrum eiginkonu sinnar.
20:45 White Collar (1:16) Fjórða
þáttaröðin um sjarmörinn
og svikahrappinn Neil Caf-
frey. Hann er svokallaður
góðkunningi lögreglunnar
og þegar hann er gómaður
í enn eitt skiptið sér hann
sér leik á borði og býður
lögreglunni þjónustu sína
við að hafa hendur í hári
annarra svikahrappa og
hvítflibbakrimma gegn því
að komast hjá fangelsisvist.
21:30 Burn Notice (1:18) Njósn-
arinn Michael Westen kemst
að því sér til mikillar skelf-
ingar að hann hefur verið
settur á brunalistann en
það er listi yfir njósnara sem
ekki er lengur treystandi og
njóta því ekki lengur verndar
yfirvalda. Þetta þýðir að
hann er orðinn atvinnulaus
og einnig eftirsóttasta fórn-
arlamb helstu glæpamanna
heimsins.
22:15 Veep (5:10) Þriðja
22:45 Dallas (1:15) (Return)
23:30 Falcón (4:4)
00:15 Crossing Lines (10:10)
01:05 Fringe (10:22)
01:50 Burn Notice (18:18)
02:35 The American President
04:25 White Collar (1:16)
05:10 Surviving Jack (8:8)
05:35 Fréttir og Ísland í dag
Þessi mynd hefur verið ritskoðuð Eva
Green þykir alltof ögrandi fyrir Hollywood.
Geirvörturnar ritskoðaðar
Eva Green þykir of ögrandi fyrir Hollywood
P
lakat af Evu Green vegna fram-
haldsmyndar Sin City: A Dame
to Kill For, þykir alltof ögrandi
fyrir Hollywood og hefur verið
bannað af Samtökum kvikmynda-
framleiðenda í Bandaríkjunum.
Green birtist á plakatinu í næfur-
þunnum sloppi og sést vel móta fyr-
ir líkama hennar og geirvörtum. Æ
oftar gerist það að svo hófsöm nekt
er ritskoðuð og bönnuð í Banda-
ríkjunum eins og fólk hefur tekið
eftir á samfélagsmiðlum á borð við
Instagram og Facebook.
Ekki þarf að taka fram að það eru
allra helst konur sem sæta slíkri rit-
skoðun og ekki karlar.
Myndin er byggð á annarri bók í
röð seríu Franks Miller um Sin City
og aðalsöguhetjan, leikin af Evu
Green, er föst í viðjum hættulegs ást-
arþríhyrnings. Ástarævintýrið hefur
voveiflegar afleiðingar. Í myndinni
leikur einnig Joseph Gordon-Levitt
sem fer með hlutverk spilafíkils
sem tekst á við erkióvin sinn. Meðal
annarra leikara má nefna, Josh Brol-
in, Rosario Dawson and Ray Liotta.
Frank Miller aðstoðar eftir sem
áður við leikstjórn ásamt Robert
Rodriguez, sem tók myndina í þrí-
vídd. n
Á
17. öld gerðist það undar-
lega oft víðs vegar í Evrópu
að heilu bæjarfélögin risu
upp og ásökuðu ákveðna
einstaklinga um að vera
nornir. Voru þeir í kjölfarið pynt-
aðir og brenndir og oftast voru
það konur sem urðu fyrir barðinu
á ofsóknum þessum. Á Íslandi var
því öfugt farið, hér voru það helst
vestfirskir karlmenn sem rötuðu á
bálköstinn.
Nánast hver sem var gat ásak-
að hvern sem var um að vera norn,
enginn var reiðubúinn til að koma
hinum ásakaða til varnar af ótta við
að verða sjálfur fyrir ásökunum. Þó
trúarofsinn hafi verið minni á 20.
öld gerði álíka ástand enn reglu-
lega vart við sig, svo sem í Sovét-
ríkjum Stalíns eða Bandaríkjunum
á tímum McCarthys.
Á árunum 1950–1956 voru þús-
undir Bandaríkjamanna sakað-
ir um að vera kommúnistar. Þeir
sem helst urðu fyrir barðinu á
þessu æði voru ríkisstarfsmenn,
kennarar, verkalýðsleiðtogar og
listamenn. Margir misstu vinnuna
fyrir litlar eða engar sakir og sum-
um var stungið í fangelsi. Erfitt var
að verjast ásökununum, og ef ein-
hver mótmælti var sá hinn sami
samstundis grunaður um að vera
kommúnisti líka.
19 nornir hengdar
Arthur Miller, sem þá var eitt helsta
leikskáld Bandaríkjanna, brá því á
það ráð að leita aftur í söguna og
segja frá sambærilegum atburð-
um sem áttu sér stað í bænum Sal-
em rúmum tveim öldum áður, en
viðurlögin voru strangari. 19 manns
voru hengdir og einn líflátinn með
því að bera á hann steina. Fimm að
auki létust í fangelsi, en flestir hinna
ásökuðu voru konur. Úr þessu varð
eitt þekktasta leikrit 20. aldar, The
Crucible eða Eldraunin, sem Þjóð-
leikhúsið hefur sýnt við góða dóma
undanfarið í leikstjórn hins sviss-
neska Stefan Metz.
Marilyn Monroe fyrir rétti
Tildrög verksins voru þau að vin-
ur Millers að nafni Elia Kazan, sem
leikstýrt hafði frumflutningi á verki
hans Sölumaður deyr, var látinn
vitna gegn þeim sem sótt höfðu
fundi vinstrimanna. Kazan gaf upp
nöfn þeirra, en þetta þótti Miller
lítilmannlegt. Sleit hann í kjölfar-
ið samskiptum við Kazan og fór til
Salem til að rannsaka nornaréttar-
höldin og fannst honum sagan
eiga vel við. Kazan varði aðgerðir
sínar með hinni sígildu kvikmynd
On the Waterfront, en verki Millers
var illa tekið af yfirvöldum. Þegar
Miller hugðist fara til London
til að vera viðstaddur frumsýn-
ingu Eldraunarinnar þar neituðu
bandarísk yfirvöld honum um nýtt
vegabréf. Tveim árum síðar reyndi
hann aftur að endurnýja vegabréf
sitt, en þetta þótti tilefni til þess að
draga hann fyrir rannsóknarnefnd.
Í yfirheyrslunni neitaði Miller
að gefa upp nöfn meintra komm-
únista sem hann þekkti og var
hann dæmdur til að greiða sekt
og settur á svartan lista. Með hon-
um í för var hin nýbakaða eigin-
kona hans Marilyn Monroe, sem
sýndi ekki síður hugrekki með því
að standa við hlið manns síns og
setja þannig eigin kvikmyndaferil
í hættu.
Múgæsingur þá og nú
McCarthy seildist á endanum
of langt og þegar hann ásakaði
háttsetta herforingja um að vera
kommúnistar ákvað þingið að
þagga niður í honum. Hann drakk
sig til dauða árið 1957, en ári síð-
ar var Miller hreinsaður af ásökun-
um um að hafa vanvirt Bandaríkja-
þing. Ferill hans lifði atburði þessa
af, en sumir voru ekki jafn heppn-
ir. Jafnvel eftir fall McCarthys áttu
margir þeir sem eitt sinn höfðu
lent á svarta listanum erfitt með
að fá vinnu vestra, og var sjálfur
Charlie Chaplin einn af þeim.
Þó Bandaríkjamenn í dag líti
flestir á bæði mccarthyismann og
nornaveiðarnar í Salem sem ljót-
an blett á sinni sögu benti Miller
einmitt á að ofsóknir geta brotist
út í lýðræðissamfélögum með litl-
um fyrirvara og að ásökun er ekki
alltaf það sama og glæpur. Mörg-
um fannst sem vofa McCarthys
svifi yfir í kjölfar 11. september,
þar sem hryðjuverkamenn voru
nú taldir leynast í hverju horni í
stað kommúnista. Og gott ef við
höfum ekki stundum orðið vitni
að álíka múgæsingi á Íslandi hér á
árunum eftir hrun, þar sem þörfin
til að fordæma ber skynsemina of-
urliði. Það er því vel til fundið hjá
Þjóðleikhúsinu að setja þetta sí-
gilda verk, sem alltaf virðist vera í
deiglunni, í svið. n
Nornaveiðar
fyrr og nú
Þegar þörfin til að fordæma ber skynsemina ofurliði
Hugrökk Miller
var sakaður um
kommúnisma og
Monroe mætti
með honum í
réttarhöldin.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com „Ofsóknir geta brotist út í lýð-
ræðissamfélögum með
litlum fyrirvara.