Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2014, Page 38
Vikublað 3.–5. júní 201438 Fólk
Bieber biðst
afsökunar
Söngvarinn Justin Bieber hefur
beðist afsökunar á myndbandi
sem birtist af honum þar sem
hann segir mjög óviðeigandi og
rasískan brandara.
Myndbandið af Bieber er
síðan árið 2011 og var hluti af
upptökum sem gerðar voru fyrir
heimildamynd um söngvarann,
Never Say Never.
„Ég er mjög miður mín, ég tek
vináttu mína við fólk af öðrum
uppruna mjög alvarlega og ég
biðst afsökunar á því að hafa
sært einhvern með barnalegri og
óforskammaðri hegðun,“ sagði
Bieber í yfirlýsingu og bætti við
að „svona heimska á ekki heima í
okkar samfélagi og ég vona að ég
verði öðrum víti til varnaðar.“
Chris Brown
laus úr fangelsi
Söngvarinn Chris Brown var í
gær, mánudag, leystur úr fang-
elsi, en söngvarinn hafði þá dús-
að þar síðan um miðjan mars.
Í síðasta mánuði ákvað dóm-
ari að halda honum í fangelsi
eftir að hann rauf skilorð í fyrra
þegar hann lenti í áflogum fyrir
utan hótel. Þá sagði dómari að
Brown skyldi sitja í fangelsi í 131
dag aukalega en í heild var hann
dæmdur í árs fangelsi árið 2009
fyrir að ráðast á þáverandi kær-
ustu sína, söngkonuna Rihönnu.
En söngvarinn hefur nú að
mati dómara tekið út refsingu
sína og var því leystur úr haldi.
Sér eftir
ummælum um
kollega sína
Tónlistarmaðurinn afkastamikli
Jack White vakti mikla athygli á
dögunum þegar hann hjólaði í
fjölda tónlistarmanna í forsíðu-
viðtali í tónlistartímaritinu Roll-
ing Stone.
White sakaði meðal annars
The Black Keys um að stela frá sér
og sagði að tónlistarkonan Adele
hefði aldrei náð svona langt ef
Amy Winehouse væri enn á lífi.
Ummælin vöktu hörð við-
brögð og nú hefur White gefið út
yfirlýsingu þar sem hann segist
sjá eftir ummælunum. White seg-
ir að hann harmi slæm ummæli
sem hann lét falla um fyrrverandi
samstarfskonu sína, Meg White,
en hann hefur að sögn ekki talað
við hana í mörg ár.
Máltíð stjarnanna
Matarmyndir á Instagram virðast vera fyrirbæri sem er komið til að vera. Það er fátt myndefni sem er
vinsælla á samfélagsmiðlinum. Stjörnurnar eru duglegar við að birta myndir af matnum sínum hvort sem
er heima fyrir eða á fínustu veitingastöðunum. People magazine tók saman allt það nýjasta.
Nóg af osti og sósu
Jimmy Fallon gæðir sér á kanadíska réttin-
um Poutine sem er í raun bara franskar
kartöflur með miklu magni af bræddum
osti og brúnni sósu.
Egg og kroppur
Tónlistarmaðurinn Usher nýtti tækifærið
og kom sér berum að ofan á mynd af
morgunmatnum. Einfalt og gott. Pönnu-
steikt egg.
Franskar froskalappir
Kourtney Kardashian hafði lengi langað til
að smakka froskalappir. Hún lét verða af
því á ferðalagi sínu á dögunum þegar hún
var stödd í París, skömmu fyrir brúðkaup
systur sinnar Kim og Kanye West.
Kolagrillið rokkar
Það er fátt betra en að grilla á kolum. Fyrir-
sætunni Alessöndru Ambrosio finnst það í
það minnsta. Kjúklingabringur og bikiní.
Fyrir og eftir
Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o
heldur sig í heilsunni. Hún var hæstánægð
með að fá að sjá og velja hráefnið sjálf áður
en það var matreitt. Fiskur og grænmeti,
heilnæmara verður það varla.
Síminn eða reikningurinn
Snoop Dogg splæsti í „símaturn“ þegar hann
fór út að borða fyrir skemmstu. Sá sem fer
fyrstur í símann þarf að borga reikninginn.
Ágætis leið til að sporna við dauða persónu-
legra samskipta sem nútíma farsíminn er.
Gripinn glóðvolgur
Bob Harper þjálfari úr The Biggest Loser var
einnig að svala sykurþörfinni um helgina.
Hann merkti myndina á Instagram með:
#CaughtinTheAct #EatingMyFeelings.
Ávextir … og smá kaka
Hugh Jackman er þekktur fyrir að vera í óaðfinnanlegu formi. Slíkt gefur lítið svigrúm til
sykuráts. Hann gat þó réttlætt það að þessu sinni. Það er svo mikið af ávöxtum ofan á
ostakökunni að hún telst varla með.
Plús og mínus
Þeir sem æfa mikið eru oft mikið fyrir
sætindi. Jullian Michaels þjálfari úr The
Biggest Loser er gott dæmi um það. Hún
gat leyft sér þessa 1.000 kaloría kökusneið
eftir að hafa hlaupið átta kílómetra.
Þ
að á ekki af söngkonunni Miley
Cyrus að ganga þessa dagana
og virðist ólukkan elta hana á
röndum.
Söngkonunni hefur gengið
brösug lega að fóta sig í lífinu, hún var
lögð inn á spítala vegna veikinda, svo
ekki sé minnst á að hundurinn henn-
ar, Floyd, drapst einnig nýlega.
Nú fyrir helgi var svo brotist inn
í hús hennar, í annað skipti á sjö
mánuðum. Söngkonan er nú á tón-
leikaferðalagi og var stödd í Svíþjóð
þegar brotist var inn heima hjá henni,
í Los Angeles.
Þjófarnir bíræfnu, karlmaður og
kona, stukku yfir háa girðingu sem
umlykur hús Cyrus og komust inn á
heimili hennar og inn í bílskúrinn.
Þetta átti sér stað um fjögur leytið að
degi til og var enginn heima þegar
þjófana bar að garði.
Parið þjófótta hafði ýmislegt bita-
stætt upp úr krafsinu, en það stal
mörgum af persónulegum munum
söngkonunnar og þar að auki stálu
þau glænýjum sportbíl sem stóð í bíl-
skúrnum. Bíllinn er hvítur sportbíll
af gerðinni Maserati Quattroporte og
kostar hann nýr um 135.000 Banda-
ríkjadali, eða sem samsvarar rúmum
15 milljónum íslenskra króna.
Söngkonan er að sögn heimildar-
manns tímaritsins US harmi
slegin, enda tapaði hún
mörgum persónuleg-
um munum í innbrot-
inu. n
Maserati Quattroporte Hér má sjá sams
konar bíl og þjófarnir nældu sér í heima hjá Miley.
Sportbíl Miley Cyrus stolið
Ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn hjá poppdrottningunni
Miley Cyrus Söngkonan
er heldur seinheppin
þessa dagana.