Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 22.–25. ágúst 20144 Fréttir Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Jón Steinar reyndi að hafa áhrif á dómara Sagði dómurunum skoðanir sínar á máli Baldurs Guðlaugssonar eftir að málflutningi lauk J ón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardóm- ari, reyndi að hafa áhrif á mat dómara í Hæstarétti Íslands í máli Baldurs Guðlaugsson- ar eftir að málflutningi lauk í því í byrjun árs 2012. Afskiptin munu hafa verið þau að Jón Steinar viðraði sjónarmið sín um málið við dóm- arana. Slík afskipti eru nokkuð sér- stök meðal dómara á Íslandi enda er skýrt kveðið á um sjálfstæði dómara í lögum um dómstóla. Jón Steinar vill ekki tjá sig við DV. Þeir sem dæmdu í málinu voru þeir Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason. Ólafur Börkur skilaði sér- áliti og taldi að vísa bæri málinu frá eða sýkna Baldur. Hinir fjórir töldu að staðfesta bæri héraðsdóminn í málinu. Vinur Baldurs Þó að Jón Steinar hafi verið hæsta- réttardómari á þessum tíma þá hefði hann ekki getað setið í um- ræddum fjölskipuðum dómi vegna tengsla sinna við Baldur. Þeir eru aldavinir og spilafélagar sem ráku saman lögmannsstofu um árabil. Þeir tilheyrðu svo til dæmis báðir hinum svokallaða Eimreiðarhópi en þar voru meðal annarra Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Svo fór að Jón Steinar var einn af sex dómurum við Hæstarétt Ís- lands sem sagði sig frá málinu vegna tengsla við Baldur, sem sjálf- ur er lögfræðingur og á svipuðu reki í aldri og nokkrir af dómurunum. Þeir sem sögðu sig frá málinu voru þeir Jón Steinar, Eiríkur Tómasson, Þor- geir Örlygsson, Ingibjörg Benedikts- dóttir og Markús Sigurbjörnsson. Hefur talað máli Baldurs Blaðamaður hafði samband við Jón Steinar og bar fyrrgreind afskipti undir hann. Jón Steinar sagðist ekki tala við DV: „Ég svara engum spurningum DV og viltu vera svo vænn að hætta að ónáða mig með þessum hringingum. Það er ekkert upp úr því að hafa fyrir þig. Ég svara þér ekki og vertu blessaður.“ Eftir að dómurinn féll í málinu hefur Jón Steinar talað máli Baldurs á opin- berum vettvangi og meðal annars kallað dóminn yfir honum „dóms- morð“ þar sem rangt hafi verið að hann hafi verið innherji í skilningi laga. Í Tímariti lögfræðinga síðla árs 2012 sagði Jón Steinar svo til dæm- is. „Sakborningurinn var ákjós- anlegt skotmark fyrir þá sem vilja draga menn til ábyrgðar fyrir það sem fór svo illa úrskeiðis í fjármála- lífi þjóðarinnar. Hér átti í hlut einn af æðstu embættismönnum ríkis- ins á þessum tíma og málið snerist um afar háa sölufjárhæð hlutabréfa miðað við það sem flestir þekkja af eigin raun, þó að fjárhæðin hafi verið smáræði í samanburði við umfang viðskipta þeirra sem hæst flugu í íslensku viðskiptalífi árin á undan.“ Ekki við hæfi Þegar Jón Steinar skrifaði umrædda grein lét hann þess getið, í endur- sögn vefmiðilsins Eyjunnar, að „al- mennt sé ekki talið við hæfi að starf- andi hæstaréttardómari gagnrýni opinberlega dómaraverk starfs- bræðra sinna“. Jón Steinar sagðist í greininni hafa kynnt sér dóminn strax og að hann hafi strax áttað sig á að meirihluti dómsins hafi gert mis- tök við úrlausn málsins. Þess vegna hafi hann ákveðið að tjá sig ekki op- inberlega um málið fyrr en eftir að hann lét af störfum í Hæstarétti Ís- lands. Jón Steinar var þá hins vegar bú- inn að tjá sig um mál Baldurs við dómarana sem áttu að dæma í mál- inu eftir að málflutningi lauk. Þau samskipti voru ekki opinber held- ur fóru þau fram á milli dómaranna sem um ræddi. n Tjáði sig óopinberlega Jón Steinar Gunnlaugsson tjáði sig um mál Baldurs Guðlaugssonar við dómar- ana sem dæmdu í málinu í Hæstarétti Íslands eftir að málflutningi lauk í því.„ [A]lmennt sé ekki talið við hæfi að starfandi hæstaréttar- dómari gagnrýni opinber- lega dómaraverk starfs- bræðra sinna. Árétting um féð á Sléttu Kjötið hæft til átu þrátt fyrir flúormengun í Reyðarfirði E inhverjir af lesendum DV munu hafa misskilið leiðara blaðsins síðasta þriðjudag. Leiðarinn fjallaði um flú- ormengun frá álveri Alcoa á Reyðarfirði. Í leiðaranum var meðal annars fjallað um að hætta væri á flú- orskemmdum í fé á bæjunum Þernunesi og Sléttu vegna mengunar frá álverinu. DV lagði út frá þeim orð- um umhverfisnefndar Fjarðabyggð- ar að almenningi stafaði ekki hætta af flúormengun frá álverinu og setti þau í samhengi við ofangreinda niður- stöðu um hættu á flúorskemmdum og spurði hvort mannfólkinu myndi hugsanlega ekki stafa hætta af því að borða kjöt af flúormenguðum skepn- um með tíð og tíma ef stjórnendur ál- versins kæmu ekki betur í veg fyrir flú- ormengunina. Í leiðaranum sagði meðal annars: „Ætli beinin í fénu á Sléttu séu ekkert skaðleg þeim mönnum sem sjóða þau niður í kjetsúpu, með meintu ómeng- uðu kjötinu, brúka þau sem kraft í langeldaðri kássu úr framparti þar sem mjúkt sauðarholdið hreinlega lekur af beinunum eða éta úr þeim merginn?“ Var með þessum orðum verið að benda á hversu sérstakt það væri að fullyrða að almenningi staf- aði engin hætta af flúormenguninni þar sem hún eykst ár frá ári og að nú þegar væri hætta á flúorskemmdum í fénu auk áhrifa á gras, matjurtir og annan gróður í firðinum. Í leiðaranum var því ekki haldið fram að kjöt af fé á Sléttu væri ekki hæft til átu. Þetta skal hér með árétt- að og hjónin á Sléttu, Dagbjört Briem Gísladóttir og Páll Elíasson, eru beðin velvirðingar á því að ekki hafi verið hnykkt betur á þessu atriði í leiðaran- um því ætlunin var alls ekki að valda þeim hugarangri eða óþægindum. Þau hjónin, og sauðféð á bæ þeirra, eru þvert á móti fórnarlömb í mál- inu þar sem flúormengunin frá álveri Alcoa kemur niður á þeim og þeirra búskap og veldur þeim sannarlega hugarangri. n ingi@dv.is Milljarðs króna kröfur 993,7 milljóna króna kröfur voru í eignarhaldsfélagið Hraunbæ 107 ehf., félag sem stofnað var árið 2001 og stóð að byggingu fjölbýl- ishúss við Hraunbæ 107. Engar eignir fundust í búinu. Nýjasti ársreikningur félagsins er fyrir árið 2011 en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl síðast- liðnum. Fastafjármunir félagsins árið 2011 var fasteign að andvirði 363,3 milljóna króna. Á sama tíma skuldaði félagið 621 milljón króna, þar af voru 397 milljónir vegna skuldabréfaláns frá Arion banka. Byggingameistararnir Sigurður Þ. Sigurðsson og Ágúst Bjarnason áttu hvor um sig helm- ingshlut í félaginu, en þeir sáu um byggingu hússins. Grunaður um hótanir og eignaspjöll Ítrekað verið höfð afskipti af manninum Á níunda tímanum á miðviku- dagskvöld handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu karlmann í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Maðurinn er grunaður um hót- anir og eignaspjöll en hann var í mjög annarlegu ástandi og hafa ítrekað verið höfð afskipti af hon- um vegna hávaða, hótana og fleira, að því er lögreglan greinir frá. Rétt fyrir klukkan fjögur, að- faranótt fimmtudags, var karl- maður handtekinn í heimahúsi í Kópavogi en sá var í mjög annar- legu ástandi og er grunaður um vörslu fíkniefna. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.