Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 8
Helgarblað 22.–25. ágúst 20148 Fréttir Silicor í viðræðum um byggingarleyfið n Starfsmaður Skipulagsstofnunar segir misskilnings gæta um verksmiðjuna V ið eigum fund með þessum aðilum í vikunni,“ segir Skúli Þórðarson, sem nýtekinn er við sem sveitarstjóri í Hval- fjarðarsveit, spurður um stöðuna á viðræðum við bandaríska fyrirtækið Silicor sem hefur í hyggju að reisa verksmiðju á Grundartanga sem framleiðir sólarsellur. Silicor þarf að sækja um og fá byggingaleyfi frá Hvalfjarðarsveit til að verksmiðj- an geti verið reist. Verksmiðjan verð- ur um 93 þúsund fermetrar að stærð. Skúli segir að viðræður Hval- fjarðarsveitar við Silicor séu mjög skammt á veg komnar. Hann seg- ir að umsókn um byggingarleyfi hafi enn ekki verið skilað inn og viðræð- ur við fyrirtækið þurfi að fara fram fyrst. „Nei, þetta er ekki komið svo langt. Þetta mál er bara í undirbún- ingsferli og viðræður eru bara fyr- irhugaðar við þessa aðila.“ Spurður um næstu skref segir Skúli að stjórn- endur Hvalfjarðarsveitar þurfi að átta sig á því „hvað búi að baki þessari vinnslu“, hvað felist í henni og hvers eðlis hún sé. Þarf ekki að fara í umhverfismat Í lok apríl síðastliðinn felldi Skipulagsstofnun þann úrskurð að bygging verksmiðjunnar þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Niðurstaðan byggist meðal annars á gögnum sem samstarfsaðili Silicor á Íslandi, VSÓ ráðgjöf, lagði fram um byggingu verksmiðjunnar og um- hverfisáhrifin af henni sem stofnun- in taldi verða lítil. Orðrétt segir í úr- skurðinum: „Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 hefur Skipulagsstofnun far- ið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu VSÓ ráðgjafar við tilkynningu, umsagnir og viðbrögð VSÓ ráðgjaf- ar vegna þeirra. Á grundvelli þessara gagna er það niðurstaða Skipulags- stofnunar að hreinsun kísilmálms til framleiðslu á sólarkísli á Grundar- tanga í Hvalfjarðarsveit sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Gagnrýni á verksmiðjuna Umræða um byggingu verksmiðj- unnar hefur verið gagnrýnin á köfl- um og sagði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur til dæmis á blogg- síðu sinni um miðjan júlí að í verk- smiðjunni yrði til efnið polysilicon sem væri mengandi: „Við lesum í fréttum að amerískt fyrirtæki hyggst reisa verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarsellur. Sólarsellur eru að sjálfsögðu ágæt aðferð til að beisla endurnýjanlega orku, en það fylgir mikill böggull skammrifi. Framleiðsla á sólarsellum og efninu polysilicon er mjög sóðalegt og mengandi verk og fylgir því mikil los- un af eiturefninu sílikon tetraklóríð - SiCl4. Það er talið að við framleiðslu af einu tonni af polysílikon verði til úrgangur sem er fjögur tonn af síli- kon tetraklóríð.“ Annars stigs hreinsun Sigurður Ásbjörnsson, annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar sem vann úrskurðinn um verksmiðj- una, segir að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um hana. Hann segir að kísillinn sem eigi að hreinsa í verksmiðjunni sé 99,5 prósent hreinn og að hreinsa eigi hann með bræddu áli þannig að hann verði 99,9999 prósent hreinn. Sigurður segir að efnið polysilicon komi ekki við sögu í þessari hreinsun heldur í fyrsta stigs hreinsun á kísli. Þar af leiðandi þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af polysiliconi í framleiðsluferl- inu. „Þetta efni kæmi við sögu ef um væri að ræða fyrsta stigs hreinsun en þetta er seinna stigs hreinsun. Þetta er eiginlega lokahreinsun. Þetta er eiginlega verkefni sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Þar sem bara er verið að hreinsa þenn- an 99,5 prósent hreina kísil.“ Sig- urður segir að umhverfisáhrifin af verksmiðjunni verði ekki mikil og verksmiðjan sé þar af leiðandi frekar meinlaus í umhverfisverndarskiln- ingi. „Miðað við allar þær lýsingar á framleiðsluferlinu sem við höfum og vinnu okkar þá er þetta tiltölu- lega meinlaust.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta mál er bara í undirbúningsferli og viðræður eru bara fyrirhugaðar við þessa aðila. Sagði verksmiðjuna menga mikið Starfsmaður Skipulagsstofnunar segir að gagnrýni Haraldar Sigurðssonar eldfjalla- fræðings eigi ekki við rök að styðjast þar sem hreinsunin á kísilnum sé annars stigs en ekki fyrsta stigs hreinsun. „Þetta er eiginlega lokahreinsun Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 B yggingarfyrirtækið Dverghamrar ehf. í sameiningu við Versus lög- menn festi nýverið kaup á lóð- inni að Skógarlind 1 í Kópavogi. Þar hyggjast þeir reisa læknamiðstöð. Samkvæmt auglýsingu Eignamiðlun- ar ehf. var uppsett verð á lóðinni tæp- ur hálfur milljarður. Hólmgeir Elías Flosason, einn lögmanna Versus, seg- ir í samtali við DV að allir lögmenn Versus, ásamt eigendum Dverghamra, Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Magnúsi Jóhannes Sigurðssyni, eigi hlut í eignarhaldsfélaginu Skógarlind ehf. sem á svo aftur lóðina. Einn lög- fræðinga stofunnar er Atli Helgason en hann myrti Einar Örn Birgisson árið 2000 með hamri er þeir ráku saman GAP-verslunina á Laugavegi. Fyrir það sat hann í fangelsi til ársins 2010. „Við erum með eignarhald í þessu en okkar aðkoma er aðallega að sjá um gerð leigusamninga, samninga- gerð og annað meðan á þessu stendur. Langstærsti eigandinn er samt Dverg- hamrar, byggingarfyrirtækið. Við eig- um samt hlut í þessu sem einstak- lingar,“ segir Hólmgeir. Hann segir að kaupsamningur hafi verið undirritað- ur í maí. „Það var HÞR1 ehf. sem átti eignina, sem var áður Reginn, ef ég man rétt,“ segir Hólmgeir spurður um söluaðila. Á heimasíðu ríkisskattstjóra má þó sjá að félagið HÞR1 sé afskráð. „Það rann inn í Hömlur,sem var áður Reginn, var það ekki svoleiðis? Þetta er dótturfélag Landsbankans alla- vega,“ svarar Hólmgeir. Öll félögin sem Hólmgeir nefnir voru síðastliðinn des- ember undanþegin frá gildissviði upp- lýsingalaga. Svo virðist sem hið rétta sé að HÞR1 hafi verið dótturfélag Höml- ur sem er svo aftur dótturfélag Lands- bankans. „Hugmyndin er að reisa þarna allt að 18 þúsund fermetra hús. Það yrði tvær grunnhæðir, eins og hugmynd- irnar eru núna, og svo kæmu fjórir fjögurra hæða turnar upp úr þessum grunnhæðum,“ segir Hólmgeir. n hjalmar@dv.is Versus kom að byggingunni n Flókið eignarhald söluaðila n Atli Helgason hluthafi Einnig á Grundartanga Á Grundartanga er einnig álver Norðuráls. Silicor vill reisa sólarselluverksmiðju á tanganum. Öskuspá yr.no Norska loftslagsstofnunin hef- ur gefið út öskuspá, tvö kort sem sýna hvar aska frá Bárðarbungu myndi dreifast ef eldfjallið gysi. Annars vegar gaf stofnunin út kort sem sýnir afleiðingar kraftmikils goss og hins vegar kort sem sýnir afleiðingar lítils goss. Það fer eftir vindstyrk hversu hratt askan myndi þá berast en að sögn Bjart Eriksen, sem ræddi við veðursíðuna yr.no, myndu líða þrír til fjórir dagar áður en askan kæmi til Noregs. „Ef eldfjallið byrjar að gjósa í dag, þá myndi askan ná til Noregs á degi þrjú eða fjögur,“ segir Bjart Eriksen, hjá norsku Meteorologisk institutt, loftslagsstofnun Noregs, í samtali við yr.no, en ekki er mjög hvasst í grennd við Bárðarbungu. Skjálftavirkni er enn mikil í grennd við Bárðarbungu, en að- alvirknin er bundin við innskota- virknina undir Dyngjujökli. Kröftugt gos Lítið gos Kenna erlent móðurmál Skóla- og frístundaráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að setja saman starfshóp um móðurmálskennslu fyr- ir grunnskólabörn af erlend- um uppruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hópurinn á meðal annars að leggja mat á þörfina fyrir móð- urmálskennsluna og skoða hluti eins og menntun kennara og viðurkenningu á náminu. Fram kemur að það sé verulegt áhyggjuefni fyrir íslenskt sam- félag að brottfall nemenda af erlendum uppruna sé allt að 90 prósent í framhaldsskólum. Það kalli á skýr viðbrögð. Lögmaður Hólmgeir segir að eignin hafi verið keypt af dótturfélagi Landsbankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.