Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Síða 16
Helgarblað 22.–25. ágúst 201416 Fréttir Lokun umferðar við Leifsstöð vofir yfir n Mikill hiti í leigubílstjórum n „Þetta verður skyndiaðgerð“ M ikill hiti er í fjölmörgum leigubílstjórum vegna ólöglegra ferðaflutn­ inga sem þeir telja ýmis ferðaþjónustufyrirtæki stunda. Samkvæmt leigubílstjórum sem DV hefur rætt við er nú talað um fátt annað innan þeirra raða en að grípa þurfi til aðgerða. Leigu­ bílstjórar halda því fram að akstur ferðaþjónustufyrirtækja á farþeg­ um í bílum sem rúma færri en níu manns brjóti í bága við einkaleyfi þeirra á akstri í atvinnuskyni. „Munum við því grípa til ýmissa ótímasettra aðgerða, sem tilkynnt­ ar verða með skömmum fyrirvara hverju sinni, ef við sjáum enn ekkert að gert af hálfu lögskipaðra eftirlits­ aðila til að stöðva ólöglega atvinnu­ starfsemi í akstri með ferðamenn“, segir í tilkynningu um aðgerð­ ir sem bifreiðarstjórafélagið Fylk­ ir á Suðurnesjum birti lögreglunni á Suðurnesjum og Samgöngustofu síðastliðinn maí. Á dögunum sagði Gunnar Geir Gunnarsson, fram­ kvæmdastjóri umferðarsviðs Sam­ göngustofu, í viðtali við DV að meint ólögleg atvinnustarfsemi væri „álitamál“ og „á gráu svæði“. Af samtölum við leigubílstjóra að dæma hafa þessi orð valdið umtals­ verðu fjaðrafoki innan stéttarinn­ ar og því meiri líkur en minni á að­ gerðum að þeirra sögn. Stefnir í aðgerðir „Það stefnir bara í þetta. Sérstak­ lega eftir svörin sem hann Gunn­ ar Geir gaf. Þegar maðurinn held­ ur því fram opinberlega að það sé einhver spurning um hvort að við höfum einir rétt á akstri gegn gjaldi en segir svo í sömu setningu að það sé þó túlkun laganna í dag. Þetta er skýrt í lögum og lögbrjótar eru alltaf að finna leiðir fram hjá þeim. Það virðist vera ótrúleg lenska í dag að allt sem er ekki bannað er lög­ legt,“ segir Valur Ármann Gunnars­ son, formaður Fylkis, í samtali við DV. Hann segir að mótmælaað­ gerðir gætu ýmist falist í því að loka allri umferð að Leifsstöð eða að loka inni bíla ferðaþjónustufyrir­ tækja á BSÍ. „Við getum farið í ýms­ ar aðgerðir.“ Loka allri aðkomu Grétar Ólason leigubílstjóri er einn þeirra sem hefur mest rætt um meinta aðför gegn stétt sinni. „Þessi félög okkar eru steindauð. Það er mjög mikill hugur í mönnum um að loka hérna. Þegar þessi grein kom þá urðu menn mjög reiðir. Það hafa komið tvær hugmyndir; annars vegar að loka aðgangi að BSÍ frá þrjú um nótt og eitthvað fram eftir. Mín hugmynd hefur verið sú að taka einn eða tvo klukkutíma þar sem við lokum allri aðkomu við síðasta hr­ ingtorgið við flugstöðina. Ég er svo­ lítið róttækur, ég vil fara strax í að­ gerðir,“ segir Grétar í samtali við DV og leggur hann þunga áherslu á að tími samræðna sé lokið og nú þurfi að grípa til aðgerða. Bíða eftir Samgöngustofu „Ég er búinn að heyra þetta lengi en ég veit ekkert hvað er satt í þessu. Þetta er ekki búið að vera inni á borði hjá okkur,“ segir Ástgeir Þorsteins­ son, formaður Frama, félags leigu­ bílstjóra, í samtali við DV. Hann seg­ ist vera á báðum áttum með hvort slíkar aðgerðir væru heppilegar. „Svona hlutir þurfa að fara löglega fram. Þetta má ekki bitna á þeim sem ekkert koma að þessu máli. Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ seg­ ir hann. Að hans sögn stendur nú félagið í kærumeðferð vegna fram­ göngu ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í sambandi við Samgöngu­ stofu og bíðum eftir að þeir fari af fullum krafti í þetta mál. Við höfum komið með fullt af ábendingum en það er þeirra að vinna úr því.“ Ástgeir segir ljóst að verið sé að brjóta á rétti leigubílstjóra og telur það tímaspursmál hvenær Sam­ göngustofa stöðvi akstur ferða­ þjónustufyrirtækja. „Mín persónu­ lega skoðun er sú að það liggur alveg ljóst fyrir að við erum í öllum rétti og það er verið að brjóta á okkur. Þrátt fyrir það var maður í viðtali hjá ykk­ ur sem heitir Gunnar Geir Gunnars­ son og hann fór heilan hring í kring­ um þetta og talaði um grá svæði. Hann hefur ekkert fyrir sér.“ n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég er svolítið róttækur, ég vil fara strax í aðgerðir Formaður Fylkis Valur Ármann segir stefna í aðgerðir leigubílstjóra. Þar nefnir hann helst að loka allri umferð að Leifsstöð. Formaður Frama Ástgeir Þorsteinsson segist hafa trú á því að Samgöngustofa bregðist við áður en kemur til mótmæla. M y n d S k já Sk o t a F r u v .iS Leifsstöð Af leigubílstjórum að dæma gæti komið til þess að öll umferð til og frá Leifsstöð yrði stöðvuð með litlum fyrirvara. M y n d © r ó B er t r ey n iS S o n Gestum ekið á tónleikana Strætó bs. mun í samstarfi við Kópavogsbæ sjá um að ferja gesti á tónleika Justin Timberlake til og frá Kórnum í Kópavogi þar sem tónleikarnir fara fram á sunnu­ dag. Í tilkynningu, sem Strætó sendi frá sér, kemur fram að miðarnir á tónleikana gildi sem aðgangseyrir í alla vagna Strætós bs. þennan dag frá klukkan 14.00. Aksturinn hefst klukkan 16 frá Mjódd, Smáralind og Ögur­ hvarfi í Kórinn og að lokn­ um tónleik­ um mun Strætó sjá um að aka gestum til baka. Tónleikagestir eru beðnir um að leggja á fyrrgreindum stöðum og taka strætó á tónleikana. Vagnar á leið 2 og 28 munu aka sínar hefðbundnu akstursleiðir og verður hleypt í gegnum mannaðar lokanir. Búast má við einhverjum töfum þegar nær dregur tónleikatímanum og eftir þá, annað á ekki að trufla akstur hefðbundinna leiða, að sögn Strætós. Loðna í hálfa öld Ráðstefna við Háskólann á Akureyri um nýtingu loðnu við Ísland F östudaginn 5. september verð­ ur haldin ráðstefna í Háskól­ anum á Akureyri um nýtingu loðnu á Íslandi en í ár er hálf öld frá því að Íslendingar hófu hag­ nýtingu hennar. Á ráðstefnunni halda 14 sérfræðingar fyrirlestra en mark­ mið ráðstefnunnar er samkvæmt frétt á vefsíðu skólans að „ná heildstæðu yfir liti um nýtingu á loðnu og sýna hvað hefur áunnist á fimmtíu árum“. Farið verður yfir stöðu loðnu­ stofnsins, þróun iðnaðar, helstu af­ urðir og markaði, efnahagslegt mik­ ilvægi loðnu og möguleg sóknarfæri. Sérstök áhersla verður lögð á tækni­ þróun í veiðum og vinnslu, bætta meðferð afla og aukna umhverfisvit­ und en sérfræðingar frá Háskólanum, Hafrannsóknastofnun, Matís og Hav­ stovan flytja erindi auk sérfræðinga frá Síldarvinnslunni, Skaganum, Laxá og Margildi. Þá mun Bjarni Bjarna­ son, skipstjóri og fyrrverandi út­ gerðarmaður, flytja erindi um þróun skipa og veiðarfæra. Í tilkynningu HA segir einnig að „nýting loðnustofnsins þessi fimm­ tíu ár ætti að gefa fiskveiðistjórn Ís­ lendinga góð meðmæli þar sem stofninn er enn sjálfbær þrátt fyrir að búið sé að veiða 32 milljónir tonna á þessu tímabili“. Fram hefur komið í fréttum undanfarið að útlit sé fyrir að ekki verði leitað að loðnu í haust vegna fjárskorts. Útgerðarmenn hafa lýst yfir áhyggjum af þessu en mörgum þykir skjóta skökku við að sparaðar séu fá­ einar milljónir við að leita að auðlind sem skilar þjóðarbúinu jafn miklum verðmætum og raun ber vitni. Kolbeinn Árnason, fram­ kvæmdastjóri LÍU, velti upp þeirri spurningu nýverið í aðsendri grein í Markaðinum hvort útgerðin ætti að taka yfir rannsóknir á Íslandsmiðum. „Til að varpa ljósi á hagsmuni máls­ ins má ætla að útflutningsverðmæti 200 þúsund tonna af loðnu sé ekki undir 12 milljörðum króna í gjald­ eyristekjum. Til hliðsjónar má ætla að loðnuleiðangur Hafró kosti um 60–70 milljónir króna," segir Kolbeinn. Ráðstefnugjald er 7.000 krónur en Hörður Sævaldsson, aðjúnkt við HA og sérfræðingur við Sjávarútvegs­ miðstöðina, heldur utan um skipulag hennar. Hann fer einnig með erindi á ráðstefnunni. n asgeir@dv.is kolbeinn árnason, framkvæmdastjóri LÍu Föstudaginn 5. september fer fram ráðstefna um nýt- ingu loðnu við Háskólann á Akureyri. Kolbeinn benti nýverið á að útflutningsverðmæti 200 þúsund tonna af loðnu sé um 12 milljarðar króna í gjald- eyristekjum en loðnuleiðangur Hafró sem hefur verið blásinn af kosti um 60–70 milljónir króna. Mótmælir auknum álögum Alþýðusamband Íslands gagn­ rýnir hækkanir á gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir rannsóknir og sérfræðilæknis­ þjónustu sem tóku gildi hinn 7. júlí síðastliðinn. „Hækkunin kemur í kjölfar mikilla hækkana á heilbrigð­ isþjónustu í upphafi þessa árs. Alþýðusambandið gagnrýn­ ir hækkanirnar harðlega en þær eru langt umfram almennar verðlagshækkanir og þau fyrir­ heit sem stjórnvöld gáfu um að­ hald í verðlagsmálum í upphafi árs. Vaxandi greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu leggst þungt á sjúklinga og tekjulága hópa sem hætta er á að hindri aðgengi að þjónustunni og auki misskipt­ ingu. Þetta er verulegt áhyggju­ efni,“ segir í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér. Bent er á að komugjöld til sér­ fræðinga hafi hækkað um tæp­ lega 4 prósent samkvæmt vísitölu neysluverðs og hefur sérfræði­ læknisþjónusta þá hækkað um ríflega 23 prósent frá því um ára­ mót. Þá hækkuðu gjöld vegna rannsókna, röntgengreiningar og beinþéttnimælinga um 9–12 prósent nú í júlí og hafa þá hækk­ að um 20–25 prósent frá því um áramót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.