Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 20
20 Fréttir Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 „Barnið á rétt á því að vera með foreldrum sínum“ n Réttur föður til fæðingarorlofs óframseljanlegur þrátt fyrir að hann sinni aldrei barninu E inhleyp móðir sem geng- ist hefur undir tæknifrjóvg- un og einhleypt foreldri sem ættleiðir barn eða tekur í varanlegt fóstur, á rétt á níu mánuðum í fæðingarorlof. Einhleyp móðir sem eignast barn og elur upp án afskipta barnsföður hefur hins vegar aðeins rétt á sex mánaða fæðingarorlofi. DV hefur rætt við nokkrar einstæðar mæður sem eru mjög ósáttar, enda kemur þetta sér oft illa fyrir þær. Þeim finnst ósann- gjarnt að börn sín hafi minni rétt en börn sem er sinnt af báðum foreldr- um sínum. Eins og reglur fæðingar- orlofssjóðs eru í dag á hvort foreldri um sig sjálfstæðan og óframseljan- legan rétt til greiðslna úr sjóðnum í allt að þrjá mánuði, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Foreldrar eiga þar að auki sameiginlegan rétt til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir skipt á milli sín. Fangelsi eða andlát Réttur annars foreldris er aðeins framseljanlegur til hins í örfáum og afmörkuðum tilfellum. Ef annað for- eldrið andast á meðgöngu eða áður en barnið nær 24 mánaða aldri. Ef foreldri verður ófært um að annast barn sitt á fyrstu 24 mánuðunum vegna sjúkdóms, afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar. Tilgang- ur fæðingarorlofs er að gefa foreldr- um tækifæri til að sinna barni sínu og mynda tengsl fyrstu mánuði ævi þess og þannig nýta langflestir það. Eftir að hafa rætt við nokkrar ein- stæðar mæður komst blaðamað- ur hins vegar að því að dæmi eru um að barnsfeður nýti sinn þriggja mánaða fæðingarorlofsrétt á papp- írunum, en sinni börnunum lítið sem ekkert á meðan. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Nýtti fæðingarorlofið með öðru barni Neyddist til að setja soninn í daggæslu sex mánaða „Sonur minn byrjaði í daggæslu þegar hann var sex mánaða. Það var mjög erfitt, en það var ekkert annað í stöðunni. Mig vantaði pen- ing og ég þurfti að halda áfram í námi,“ segir einstæð, tvítug, tveggja barna móðir. Hún varð ólétt af eldri syni sínum aðeins 17 ára gömul og barnsfaðirinn, sem var fyrrverandi kærasti hennar, sýndi barninu ekki mikinn áhuga í fyrstu. Neyddist til að fara að vinna „Hann hitti strákinn í örfá skipti eft- ir að í ljós kom að hann var pabbi hans. En svo vildi hann skyndilega fá að taka hann aðra hverja helgi og yfir nótt,“ segir konan, sem fékk þó mjög takmarkaðan stuðning af hon- um. Konan neyddist því til að fara út á vinnumarkaðinn eftir að hafa nýtt sinn sex mánaða rétt hjá fæðingar- orlofssjóði. En þar sem hún hafði verið í námi þá fékk hún greiddan fæðingarstyrk, en ekki orlof. Regl- ur um lengd og framsal réttinda eru þó þær sömu. Eftir að hafa verið úti á vinnumarkaðinum um tíma fékk hún námsstyrk frá Félagsmálastofn- un og fór aftur í skóla. Vildi fá fæðingarorlofið Snemma á þessu ári kvað skyndi- lega við nýjan tón hjá barnsföð- urnum. „Allt í einu þegar strák- urinn var að verða tveggja ára þá vildi hann fara að taka fæðingaror- lofið sem hann átti inni,“ segir kon- an, en barnsfaðirinn var þá nýbúinn að eignast barn með annarri konu. „Hann ætlaði að eyða tíma með stráknum, taka hann meira í sum- ar. En svo var hann bara með hann í tvær vikur og aðra hverja helgi, eins og hann hefur gert. Þannig hann eyddi í rauninni fæðingaror- lofinu, sem hann átti að eyða með syni sínum, með dóttur sinni, sem fæddist í mars, og unnustu.“ Barns- faðirinn þurfti samþykki konunnar til að fá að taka fæðingarorlofið og hún var í fyrstu treg til að gefa það, en hún vildi síður rífast við hann. Þá vildi hún trúa því að hann ætlaði að sinna syni sínum. Hún gaf því sam- þykkið á endanum, en sá fljótlega að það voru mistök. Ætlar að reyna að vera lengur heima Í júlí á þessu ári eignaðist hún ann- að barn með manni sem hún hafði verið í sambandi með. „Við vorum búin að vera saman í mjög stutt- an tíma þegar ég varð ólétt, en við ákváðum að halda barninu og flytja inn saman.“ Þegar konan var kom- in um 20 vikur á leið gekk maður- inn hins vegar út. Hún hefur ekki mikinn pening á milli handanna en reynir að vera jákvæð og for- eldrarnir bjóða henni stundum í mat. Barnsfaðirinn aðstoðar hana ekkert. Þar sem hún er í skóla ætl- ar hún að reyna að taka námskeið í fjarnámi til að vera lengur heima í þetta skipti. „Það er svo dýrt að vera með barn hjá dagmömmu, ég var að borga um 40 þúsund krónur á mánuði með hinn. Ég ætla að reyna að vera heima eins lengi og ég get, helst þangað til hann byrjar á leik- skóla og fara þá aftur að vinna með skólanum.“ Réttur föður fellur niður „Sumir hafa engan sem getur hjálpað“ „Þetta er í raun tímaskekkja í annarri tímaskekkju,“ segir kona um þrítugt sem eignaðist dóttur í júní á síðasta ári og hefur ver- ið einstæð með hana frá fæðingu. Hún vill ekki koma fram und- ir nafni til að forða sér frá frekara ósætti við barnsföðurinn. Það lá ljóst fyrir um leið og hún til- kynnti honum um þungunina, að hann myndi ekki sinna barninu sem skyldi. Henni þykja reglur fæðingarorlofssjóðs einkennilegar og bendir á að tilgangurinn með þeim sé að fá feður til að taka virk- ari þátt í umönnun barna sinna. Það falli hins vegar um sjálft sig ef þeir hafa ekki áhuga á því. En þá falla þrír mánuðir niður ónýtt- ir sem barnið hefði getað notið með móður sinni. „Barnið á rétt á því að vera með foreldrum sínum í níu mánuði og það eru mikil gæði fólgin í því,“ segir konan. Átti ekki rétt á orlofi „Barnsfaðir minn flutti til útlanda rétt eftir að ég sagði honum að ég væri ólétt, fyrir utan það að hann vildi aldrei barnið. Þannig að það lá ljóst fyrir í upphafi að ég fengi ekki aðstoð frá honum,“ segir kon- an. Í fyrstu gerði barnsfaðir henn- ar sig líklegan til að sinna barninu eitthvað. Hann kannaði sinn rétt í landinu sem hann býr núna og á Íslandi, en í ljós kom að hann átti hvorki rétt á fæðingarorlofi hér né þar. Hann hafði verið of lengi án vinnu á Íslandi og búsettur í hinu landinu í of skamman tíma. „Hann hefði átt rétt á um 30 þúsund krón- um í fæðingarstyrk. Það gekk því ekki fyrir hann, fyrir utan að hann ætlaði ekkert að koma heim til að vera með barninu í þrjá mánuði.“ Undir venjulegum kringumstæð- um hefði dóttir hennar þurft að fara í daggæslu sex mánaða. Gat lengt orlofið Konan var hins vegar heppin. Hún gat fengið aðstoð frá foreldr- um sínum til að búa þannig um hnútana að hún gæti verið leng- ur heima með dótturinni. Þá hafði hún tök á því að dreifa greiðslun- um frá fæðingarorlofssjóði á tólf mánuði og vinna örlítið með til að drýgja tekjurnar. Á meðan gætti móðir hennar stúlkunnar. „Ég er með það há laun að ég fékk út úr því 140 þúsund krónur á mánuði, en það eru alls ekki allir í þeirri stöðu. Eins og til dæmis ungar mæður sem hafa verið í skóla. Sumir hafa heldur engan sem get- ur hjálpað.“ Konan bendir á að margir þurfi að vera heima leng- ur en í sex mánuði, enda ekki alltaf hlaupið að því að koma börnum í daggæslu. Hún bendir jafnframt á að mjög kostnaðarsamt sé að vera með barn hjá dagforeldrum. Einhleypum mæðrum mismunað Einhleypar konur sem ganga í gegnum tæknifrjóvgun og einhleypir einstaklingar sem ættleiða barn eða taka í varanlegt fóstur fá níu mánaða fæðingarorlof. Einhleypar mæður sem eiga og ala upp börn án afskipta barnsföður fá hins vegar bara sex mánuði. „Þetta er í raun tímaskekkja í annarri tímaskekkju „Sonur minn byrjaði í daggæslu þegar hann var sex mánaða. Það var mjög erfitt, en það var ekkert annað í stöðunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.