Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 21
Fréttir 21Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Reykjavíkurborg Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2015. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir allajafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2015. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Styrkir Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir www.reykjavik.is „Barnið á rétt á því að vera með foreldrum sínum“ n Börn einhleypra hafa minni rétt Heimtaði fæðingarorlof Var kominn í frí en sinnti barninu lítið „Strákurinn var um mánaðar- gamall þegar barnsfaðir minn fór að tala um fæðingarorlofið og ég sagði að hann gæti fengið það þegar hann ætlaði sér að nýta það með stráknum,“ segir Nanna Dögg Arthursdóttir, 21 árs göm- ul einstæð, tveggja barna móðir. „Hann var aldrei inni í myndinni á meðgöngunni, en eftir að strákurinn fæddist þá kom hann nokkrum sinnum að hitta hann, klukkutíma og klukku- tíma í senn.“ Nanna vildi að hann sýndi meiri vilja til þess að sinna drengnum áður en hann færi í fæðingarorlof og þar sem hún er með fullt forræði þá þurfti hún að gefa sitt samþykki fyrir því. Fékk ekki orlof og hætti að hafa samband „Þá var hann í raun farinn í fæðingarorlof í vinnunni án þess að vera búinn að útvega papp- írana. Hann var í ólaunuðu fríi og reifst mikið vegna þess að hann vildi meina að hann væri að missa vinnuna út af þessu.“ Nanna gaf sig þó ekki. „Ég ætl- aði alltaf að samþykkja þetta ef hann sinnti stráknum. Mér finnst það minnsta sem feður geta gert, að sinna börnunum sínum í fæðingarorlofinu,“ segir Nanna. „Þetta er réttur barnsins,“ bæt- ir hún við. Í kjölfar deilna um fæðingarorlofið hætti barnsfað- ir hennar nánast alveg að hafa samband og hefur ekki hitt son sinn í einhvern tíma. Neyddist til að segja upp vinnunni Nanna var í vaktavinnu áður en hún varð ólétt og á með- göngunni, en eftir að hún byrjaði að vinna aftur, þegar strákurinn var sex mánaða, kom í ljós að það gekk ekki upp. Hún neyddist til að segja upp vinnunni, var launalaus um tíma og fór svo á atvinnuleysisbætur. Á þessu ári eignaðist hún svo annað barn, en sá barnsfaðir hefur ekki sýnt neinn áhuga á því að taka þrjá mánuði í fæðingarorlof á móti henni og hittir dóttur sína mjög sjaldan. „Hann vill bara eiga barn þegar honum hentar. Og hefur ekki áhuga á því að taka sér frí frá vinnunni.“ Nanna er hins vegar komin með nóg af Íslandi og ætl- ar að freista gæfunnar í Noregi núna í haust. „Systir mín býr þar og ég held að það séu almennt meiri möguleikar fyrir mig þar,“ segir Nanna að lokum. „Mér finnst það minnsta sem feður geta gert, að sinna börnunum sínum í fæðingarorlofinu Neitaði um orlof Nanna vildi ekki að barnsfaðir hennar fengi fæðingarorlof fyrr hann sýndi vilja til að eyða tíma með syni sínum. Fleiri farþegar Miðað við úthlutuð stæði á Keflavíkurflugvelli mun farþegum í vetur fjölga á milli ára. MyNd Sigtryggur Ari JohANNSSoN Farþegum fjölgar í vetur Markaðshlutdeild Icelandair dregst lítillega saman F arþegum sem fara um flug- höfnina á Keflavíkurflugvelli gæti fjölgað um 14,3 prósent í vetur, ef miðað er við tölur frá því í fyrra. Eru þessar tölur fengnar úr gögnum Isavia yfir úthlutuð stæði á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu 26. október 2014 til 25. mars 2015. Ef aukningin er skoðuð hlutfallslega á milli mánaða sést að aukningin verð- ur líklega mest í nóvember, eða 21,5 prósent. Í gögnum Isavia er þó tekið fram að úthlutuð stæði séu ekki endi- lega mælikvarði á flogin flug, en brott- farir um Keflavíkurflugvöll undanfar- ið hafa verið umtalsvert fleiri flesta mánuði en tölur yfir úthlutuð stæði gáfu til kynna. Tíu félög hafa fengið úthlutuðum stæðum í vetur en átta þeirra höfðu einnig stæði á síðasta ári. Það eru Icelandair, WOW, lággjalda- félögin Norwegian og Easyjet, frakt- flutningafélagið Bluebird, leiguflugið Primera og SAS, en Flybe og rúss- neska félagið Transaero koma ný inn með stæði. Icelandair hefur sem fyrr stærstu markaðshlutdeildina í flugi um flugvöllinn þótt hún lækki held- ur milli ára. Markaðshlutdeild WOW dregst einnig lítilega saman. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.