Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 23
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Fréttir 23 Hver er Gísli Freyr valdórsson? n Íslenskur repúblikani og „ágætur náungi“ n Traustur, trúaður, vinur vina sinna og með sterkar skoðanir n Ákærður fyrir þátt sinn í lekamálinu bókasafnsins. Þar kemur fram að biblían sé hans uppáhaldsbók og að Gísli hafi „upplifað þann frið sem Hann færir“ enda sé Jesús „vegurinn, sannleikurinn og lífið“. Gísli hefur setið í stjórn Fíladelf- íukirkjunnar, gegnt formennsku í rekstrarráði hennar og tekið þátt í leikmannastefnu Þjóðkirkjunn- ar. Þá hefur hann beitt sér fyrir hagsmunum þeirra sem eiga um sárt að binda og setið í stjórn Sam- hjálpar, góðgerðarsamtaka sem hjálpa þeim sem farið hafa halloka í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar og félagslegra vandamála. Á meðal annarra samtaka sem Gísli Freyr hefur starfað með er Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál sem hvetja til áframhaldandi og auk- innar þátttöku Íslands í Atlants- hafsbandalaginu. Þar sat Gísli í stjórn með Birni Bjarnasyni og Kjartani Gunnarssyni, áhrifa- mönnum í Sjálfstæðisflokkn- um sem báðir eru á meðal helstu stuðningsmanna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Gísli sat einnig í stjórnum SUS og Frjálshyggjufé- lagsins og um tíma bjó Gísli Freyr í kjallaranum hjá Tryggva Þór Her- bertssyni, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Gísli hefur notið vinsælda með- al íhaldssamra sjálfstæðismanna og þess hóps sem stundum er uppnefndur sem „skrímsladeild“ flokksins. Á hægrisinnaða áróð- ursvefnum AMX.is var reglulega vitnað í skrif Gísla Freys. Friðbjörn Orri Ketilsson, ábyrgðarmaður vefsins, er félagi Gísla, en saman stofnuðu þeir Félag ungs fólks í sjávarútvegi árið 2007. Í stjórn þess sátu einvörðungu ungir karlmenn, nær allir úr Sjálfstæðisflokknum. „Sérstök týpa“ „Hann er auðvitað mjög sérstök týpa, en ég hef aldrei upplifað hann sem annað en góðan mann þótt skrifin hans séu oft dálítið klikk- uð,“ segir einn af viðmælendum DV sem þekkir Gísla Frey. Annar segir að ef Gísli hafi lekið skjalinu um hælisleitendurna hljóti hann að hafa verið sér ómeðvitandi um afleiðingarnar. „Hann er vanur því af fjölmiðlum að taka við gögnum og hefur ekki fattað, kominn í þetta starf, að þetta er óeðlilegt, að hann sem aðstoðarmaður ráðherra get- ur ekki verið að afhenda einhverj- ar persónuupplýsingar um flótta- menn. En ég trúi þessu samt varla upp á hann, ég held hann sé klók- ari en þetta,“ segir viðkomandi og bætir við síðar í samtalinu: „Hann er kannski með furðulegar skoðan- ir á hinu og þessu, en Gísli er samt einhvern veginn ágætur náungi þrátt fyrir allt,“ segir viðmælandi. Þetta virðist vera nokkuð út- breidd skoðun því þegar DV birti frétt um skipan Gísla sem að- stoðarmanns sumarið 2013 gagn- rýndu gamlir kollegar hans frétta- flutninginn harðlega. Í ljósi þess að aðstoðarmenn eru ekki hefð- bundnir starfsmenn hins opinbera heldur pólitískt skipaðir trúnaðar- menn ráðherra fjallaði DV bæði um bakgrunn hans og umdeild- ar skoðanir á siðferðismálum og pólitík. Þetta fannst félögum Gísla afar óviðeigandi. „Ég og Gísli erum líklega ósammála í svona 87 pró- sent tilvika sem við ræðum hluti. Það breytir því ekki að hann er toppmaður sem ég treysti fullkom- lega. Myndi leyfa honum að passa hvolpinn minn, ef ég ætti slíkan, hvenær sem er,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og fyrrverandi blaðamaður á Við- skiptablaðinu, á Facebook. Magn- ús Halldórsson, samstarfsmaður Þórðar, tók í sama streng: „Gísli Freyr er toppmaður og það er gott að hann verði í aðstoðarmanna- hlutverkinu.“ Á meðal annarra sem fannst umfjöllunin óviðeigandi var Sunna Ósk Logadóttir, fréttastjóri Mbl.is. Hún átti síðar eftir að koma við sögu í lekamálinu þegar sak- sóknari lögreglu krafðist þess, án árangurs, að hún gæfi upp heim- ildamann sinn, sem ríkissak- sóknari telur að hafi verið Gísli. Skrifaði um sterka stöðu Hönnu Birnu Gísli Freyr blandaðist inn í stríð þeirra Bjarna Benediktssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um yfirhöndina í Sjálfstæðisflokkn- um í aðdraganda síðustu þing- kosninga. Hinn 10. apríl árið 2013 birtist frétt í Viðskiptablaðinu sem vakti gríðarlega athygli. Þar voru leiddar að því líkur að fylgi Sjálfstæðisflokksins myndi stór- aukast ef Hanna Birna gegndi for- mennsku í flokknum fremur en Bjarni. Fréttaflutningurinn byggð- ist á könnun MMR sem Viðskipta- blaðið fjármagnaði, en Pétur Árni Jónsson, útgefandi blaðsins, er fyrrverandi kosningastjóri Hönnu Birnu. Höfundur fréttarinnar var Gísli Freyr Valdórsson. Bjarni sigr- aði orrustuna gegn Hönnu Birnu með hjartnæmu viðtali í Kastljósi. Eftir að lekamálið skók stjórn- málaferil Hönnu Birnu má ætla að stríði hennar við Bjarna sé full- lokið og draumar hennar um for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum orðnir að engu. Nokkrum mánuð- um eftir að Gísli Freyr skrifaði frétt sína um sterka stöðu Hönnu Birnu var henni boðið embætti innan- ríkisráðherra. Hún tók því og skip- aði Gísla Frey aðstoðarmann sinn. Harmleikur í nóvember Gísli Freyr var í eldlínunni þegar lekamálið kom upp í nóvember árið 2013. Á fyrstu dögum málsins lenti hann í mótsögn við sjálfan sig. Hann sagði að einhver í ráðu- neytinu hlyti að hafa lekið minnis- blaðinu en dró svo yfirlýsinguna til baka vegna óánægju starfsmanna. Þá sendi hann DV orðsendingu um að ekkert benti til þess að „gögn um ákveðna einstaklinga sem fjall- að hefur verið um víða í stjórnsýsl- unni hafi verið send óviðkomandi aðilum“. Þegar DV birti fréttir um trún- aðarbrotið hringdi Gísli ítrekað í ritstjóra DV og kvartaði undan fréttaflutningnum. Svo dró hann sig í hlé og hefur raunar haft hægt um sig síðan. Í kjölfar þess að ríkis- saksóknari ákvað að gefa út ákæru á hendur Gísla var hann leystur tímabundið frá störfum. Hann segist saklaus af trúnaðarbrotinu gegn Tony Omos og Evelyn Glory Joseph. Við honum blasir dóms- mál og gæti Gísli Freyr átt yfir höfði sér fangelsisdóm. n Orrustan milli Hönnu og Bjarna Gísli Freyr var ráðinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu síðasta sumar. Nokkru áður hafði hann skrifað um það hve miklu meira fylgi flokkurinn fengi undir forystu Hönnu Birnu heldur en Bjarna. Mynd Sigtryggur Ari Hættan af múslimum Gísli Freyr hefur sterkar skoðanir á málefnum Mið-Aust- urlanda og hefur skrifað umtalsvert um íslamista og hryðjuverkaógnina. Bjó hjá tryggva Gísli bjó um tíma í kjallaranum hjá Tryggva Þór Herbertssyni. Mynd Eyþór ÁrnASOn Félagi gísla Gísli Freyr starfaði undir Haraldi Johannessen, núverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, á Viðskiptablaðinu. Hann ræddi við Harald í síma rétt áður en frétt um hælisleit- endurna Evelyn og Tony birtist á Mbl.is. „Fóstur- eyðingar eiga ekki að vera ókeypis frekar en fegrunaraðgerðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.