Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 25
Fréttir Erlent 25Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Vopnun Kúrda neyðarlausn Þ au vógu hundruð tonna, her- og hjálpargögnin sem vestræn ríki sendu til Norð- ur-Íraks í þessum mánuði. Á þriðjudag sendu Þjóð- verjar einir þrjátíu og fimm tonn af vatni, matvælum, lyfjum og skjólbún- aði þangað. Þeir munu senda gögn til Norður-Íraks eftir því sem þörf kref- ur og skoða nú sérstaklega hvort þeir eigi einnig að senda þangað vopn. „Almennt gildir sú regla að ef hægt er að koma í veg fyrir þjóðarmorð með þýskum vopnum, þá ber okkur skylda að hjálpa til,” sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýska- lands, í viðtali við blaðið Bild á þriðju- dag. Berjast gegn eigin vopnasmíð Kúrdar hafa barist hart við liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, síðustu vikur í Norður-Írak, einkum við borgirn- ar Mosul og Sinjar. ISIS hafði hrakið öryggissveitir Íraks frá flestum borg- um í norðvesturhluta landsins, en hersveit Kúrda, sem kallar sig Pesh- merga, hefur hingað til haldið ISIS frá norðaustri. Þegar öryggissveitir Íraks hörfuðu tók ISIS yfir herstöðvar og hergögn sem flest komu frá Banda- ríkjunum og eru mun þróaðri en þau sem Peshmerga hefur undir hönd- um. Sjálfir náðu Kúrdar í Írak flestum sinna vopna frá hersveitum Saddams Husseins þegar þær hörfuðu í innrás Bandaríkjanna árið 2003. Þau vopn voru flest búin til í Sovétríkjunum. Bæði Kúrda og Íslamska ríkið skort- ir almenna herþjálfun. Forseti sjálf- stjórnarhéraðs Kúrda í Írak bað fyrr í þessum mánuði um hernaðaraðstoð sem Bandaríkin, Kanada og Evrópu- sambandið hafa nú brugðist við. En í stað þess að senda hersveitir aftur til Íraks hafa sex vestræn ríki nú ákveðið að veita Írökum og Kúrdum ráðgjöf og þjálfun og senda þeim hjálpar- og her- gögn. Fljótlega eftir að ISIS hóf sókn gegn Kúrdum sendu Bandaríkjamenn þeim léttvopn og hafa einnig skipulagt sendingu þungavopna. William May- ville, yfirmaður hjá varnarmálaráðu- neytinu Pentagon, sagði við Los Ang- eles Times í síðustu viku að Kúrdar þyrftu langdræg vopn. Þau þyrftu að geta eyðilagt brynvarðar Hummer- bifreiðar. Bandaríkin hafa stutt Kúrda með loftárásum á ISIS, sem byggja á tillögum frá Kúrdum og tryggja ekki öryggi almennra borgara. Gömul vestræn vopn En hingað til hafa Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Ítalía, Kanada og Þýskaland farið leynt með hvaða gögn þau hyggist senda til Íraks og nákvæmt magn þeirra. Öll ríkin, nema Þýskaland, hafa þó sagt opin- berlega að þau muni senda hergögn. „Ég held að (Frakkar: innskot blm.) muni senda gögn sem Kúrdar búa ekki yfir eins og handvopn, bíla, skot- færi og samskiptakerfi sem gagnast við eftirlit og könnun. Frakkland gæti einnig sent eldflaugatanka og grunn- vopn sem eru auðveld í notkun. Þá væru skriðdrekar sérstaklega gagn- legir gegn Íslamska ríkinu. En flug- vélar eða þungavopn sem er flókið að nota yrðu að litlu gagni,“ segir Je- an-Vincent Brisset, sérfræðingur hjá Institut de Relations Internationales et Stratégiques. Vopnin sem Frakkar senda munu líklega koma úr varabúri hersins sem hann er hættur að nota en eru þó í góðu ásigkomulagi. „Vopn- in verða kúrdíska hernum að gagni í fleiri ár en þau komu okkur að not- um,“ bætir Brisset við. PKK skammt undan Landsvæði Kúrda nær yfir landamæri Íraks, Sýrlands, Tyrklands og Írans og hafa þeir barist fyrir því í áratugi að stofnað verði sjálfstætt ríki Kúrda. Saddam Hussein veitti Kúrdum í Írak sjálfstjórn á áttunda áratugnum í kjöl- far átaka. Ný stjórnvöld í Írak stað- festu þá stöðu árið 2005. Meirihluti Kúrda býr í Austur-Tyrklandi. Tölur um fjölda þeirra eru á reiki, en talið er að þeir séu á bilinu 12 til 16 millj- ónir. Blóðug átök hafa geisað milli kúrdísku stjórnmálahreyfingarinnar PKK í Tyrklandi og tyrkneskra stjórn- valda allt frá 1984 þar til samið var um vopnahlé í mars árið 2013. Bandarík- in, Evrópusambandið og NATO hafa skilgreint PKK sem hryðjuverkasam- tök, líkt og ISIS, vegna skemmdar- verka og árása gegn almennum borg- urum. Árið 2007 hófu skæruliðar PKK árás á Tyrkland frá landamær- um þess við Norður-Írak sem urðu til þess að tyrkneski herinn réðst inn í Norður-Írak í febrúar 2008. Kúrdíski fréttamiðillinn BasNews staðhæfir að PKK hafi svo tafið hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna og Peshmerga-Kúrda við Sinjar-borg núna í ágúst. Ástæð- an sé sú að þeir hafi viljað taka þátt í aðgerðunum, sem fólu meðal annars í sér björgun tugi þúsunda flóttamanna undan ásókn ISIS. Óeining eða sameining? „Vopnun Kúrda gæti verið lokaskref í sundurliðun Íraks. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar á Tyrkland og Íran. En ef hinn valkosturinn er að missa fleiri landsvæði yfir til ISIS og hætta á að fleiri voðaverk eigi sér stað, þá er þetta besta skammtímalausnin sem er í boði enn sem komið er,“ seg- ir Richard Gowan, sérfræðingur hjá Centre on International Cooperation í New York. Ríkisstjórn Tyrklands hefur um árabil vitað um hættuna sem fylgir ISIS. Þegar ISIS tók yfir borgina Mosul og hóf ofsóknir gegn Tyrkjum búsett- um í Írak, biðluðu Tyrkir til Bandaríkj- anna um hernaðaraðstoð. Þeir hafa hingað til ekki andmælt hernaðar- aðgerðum Peshmerga-Kúrda í Írak. Þvert á móti tilkynnti aðstoðarfor- sætisráðherra Tyrkja óvænt á þriðju- dag að rætt yrði við PKK og aðra for- ystuflokka Kúrda um hugsanlega lausn á deilunni. Mannúðaraðstoð Forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í Írak ræddi við utanríkisráðherra Noregs á þriðjudag þar sem hann sagði Kúrda stolta af því að berjast gegn ISIS. „Við erum stolt af því að Kúrdistan-héraðið og hersveitir Peshmerga hafa náð að vernda eina og hálfa milljón flótta- manna.“ Sameinuðu þjóðirnar hófu í vikunni eina umfangsmestu hjálpar- aðgerð sem stofnunin hefur ráðist í til að koma nauðsynjum og læknisað- stoð til flóttamanna. n n Kúrdar hugsanlega næsta vandamál Íraks n Sex vestræn ríki sameinast um herstuðning Róbert Hlynur Baldursson skrifar frá Brussel Persmerga-hersveitir Kúrda Kúrdar hafa hingað til ekki verið í náðinni hjá ríkisstjórn Íraks en vestræn ríki sameinuðust um hernaðaráætlun til stuðnings Kúrdum eftir að nýr forsætisráðherra tók við völdum í Írak. „Megi guð hjálpa þér“ Haidar al-Abadi tók loks við stöðu forsætisráðherra Íraks á fimmtudag í síðustu viku eftir erfiða stjórnarkreppu. Hans helsta verkefni verður að koma böndum á uppreisn Íslamska ríkisins, ISIS, endurreisa öryggissveitir landsins, skapa þjóðarsamstöðu og auka samstarf, efla traust á Íraksstjórn og uppræta víðtæka spillingu innan stjórnkerfisins. Nouri al-Maliki sagði af sér sem forsætisráð- herra í beinni sjónvarpsútsendingu við sama tilefni eftir þrátefli við forseta landsins og pólitíska andstæðinga sem vildu hann burt. Bandaríkin og Frakkland höfðu skilyrt herstuðning við afsögn hans og grafið skipulega undan Maliki með áhrifamönnum úr hans eigin stjórn- málahreyfingu. Þeir stofnuðu bandalag til höfuðs Maliki sem steypti honum svo af stóli eftir átta ára valdasetu með stuðningi forseta Íraks. Abadi er með doktorspróf í verkfræði frá Háskólanum í Manchester á Englandi og vann meðal annars um tíma við lyftugerð hjá breska ríkisútvarpinu BBC í Lundúnum. Líkt og Maliki, sneri Abadi aftur til Íraks úr útlegð eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003. Ferill Abadis í stjórnmálum svipar því mjög til Malikis, en báðir voru þeir virkir í Dawa-stjórnmálaflokknum og ötulir andstæðingar Saddams Husseins sem varð til þess að þeir flúðu land. Abadi er þó talinn vera viljugri til að miðla málum við aðra þjóðfélagshópa en Maliki. Þegar Abadi tók við stöðunni óskuðu banda- menn hans honum velfarnaðar í starfi og báðu til guðs um hjálp handa honum. Óstaðfestar fregnir herma að Íran hafi boðið Maliki pólitískt hæli, sem hafi verið hluti af baksviðs samningum um uppgjöf hans því hann óttist um líf sitt. Kúrdískir fréttamiðlar staðhæfa að Maliki, sem enn gegnir formlega stöðu yfirmanns herafla Íraks, hafi beitt sér gegn því að vestræn ríki veiti Kúrdum hernaðaraðstoð. Sú aðstoð grafi undan sjálfstæði Íraks og sé veitt án heimildar frá stjórnvöldum í Bagdad. „Við höfum veitt erlendum orrustuþotum athygli sem hafa brotið gegn lofthelgi Íraks og flutt vopn til eins þjóðflokks í Írak án heimildar frá Bagdad,“ segir í tilkynningu. Hergögn Hvaða hergögn vilja Kúrdar? n Flugskeyti n Loftvarnarkerfi n Brynvarin ökutæki n Eftirlitsdróna n Háþróaða nætursjónauka Hvaða hergögn eiga Kúrdar? n AK47 sjálfvirka riffla n Howitzer loftvarnarbyssur n M224 og RPG 7 sprengjuvörpur n SA7 loftvarnarstöðvar n T55 skriðdreka Nouri al-Maliki Sagði nýlega af sér sem for- sætisráðherra Íraks. Hernaðarsigur Hersveit Peshmerga náði stjórn á hernaðarlega mikilvægu svæði í vikunni þegar hún hrakti liðsmenn ISIS frá Mosul-stíflunni. Virkjunin sér nærliggjandi svæðum fyrir rafmagni og vatni. Hér sjást hermenn Kúrda við stífluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.