Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Side 45
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Lífsstíll 45 Bakar ilmvatns- smákökur Bandaríski eftirréttakokkurinn Christina Tosi hefur búið til smákökuuppskrift sem innblásin er af ilmvatninu Private Collection frá Estée Lauder. Tosi er kokkur á veitingastaðnum Milk Bar á Man- hattan, New York, og hefur getið sér góðan orðstír sem slíkur. Hún er mikið fyrir að gera tilraunir og prófa nýja hluti þegar kemur að bakstri og eldamennsku og eru ilmvatns- smákökurnar vissulega til marks um það. Ekkert ilmvatn er þó að finna í kökunum, en hráefnin taka hins vegar mið af innihaldsefnum ilm- vatnsins frá Estée Lauder, sem með- al annars eru rósir og jarðarber. Góð ráð fyrir eldamennskuna n Fimm hlutir sem gera þér lífið í eldhúsinu auðveldara n Getur sparað þér heilmikinn tíma E ldamennska er bæði skemmtilegt og gefandi áhugamál en henni fylgir gjarnan mikill tími og vinna. Ýmislegt má þó gera til að auðvelda sér verkin. Hér eru nokkur einföld ráð sem auðvelda þér lífið í eldhúsinu til muna. 1 Opnaðu krukku án vandræða Hver hefur ekki lent í því að eiga í erfiðleikum með að opna krukku af súrum gúrkum, sultu eða öðrum kræsing- um úr eldhúsinu? „Ef þú hleypir lofti á milli er það ekkert mál,“ sungu þeir Ásgeir Orri og Steindi um árið og eru það orð að sönnu. En þó er til annað einfalt bragð til að auðvelda krukku- opnun: Vefðu gúmmíteygju um lok- ið en við það færðu betra grip á lokið og krukkuopnunin verður leikur einn. Ef gúmmíteygjan nægir ekki er gott að leggja viskastykki yfir lokið og gúmmíteygjuna og þá verður lítið mál að opna krukkuna án vandræða. 2 Auð- veldaðu skurðinn Það getur ver- ið ansi tíma- frekt að skera mikið magn af vínberjum, kirsu- berjatómötum, ólífum eða öðrum smáum, kringlóttum mat. Þó er til skemmtileg aðferð sem spar- ar talsverðan tíma og erfiði við slíkt handverk. Settu það sem þú vilt skera á milli tveggja, flatra hluta. Það geta til dæmis verið plastlok af nestisboxi, krukkulok eða matar- diskar. Settu höndina svo ofan á efri hlutann og renndu hníf í gegnum allt heila klabbið. Passaðu bara að þrýsta efri hlutnum ekki of fast ofan á hráefnið svo það kremjist ekki. 3 Kreistu sítrónur réttEins dásamlegt og það er að nota sítrónusafa í matreiðslu get- ur verið afar hvimleitt að kreista safann úr ávextinum súra. Hend- urnar verða útataðar í safanum og oftar en ekki laumast nokkrir stein- ar með út í matinn. Þetta má hins vegar koma í veg fyrir með einfaldri aðferð. Takið tannstöngul og stingið honum í heila sítrónu. Snúið tann- stönglinum og hreyfið hann fram og til baka inni í ávextinum til að mynda hæfilega stórt gat. Fjarlæg- ið svo tannstöngulinn og kreistið sítrónusafann út án nokkurra vand- ræða. Þetta góða ráð virkar best á sítrónur við stofuhita, en ef þær hafa verið geymdar í kæli er gott að velta þeim á milli lófanna um stund áður en tannstönglinum er stungið í ávöxtinn. Ef nota á sítrónuna aft- ur síðar skal stinga tannstönglinum aftur í gatið og setja sítrónuna í kæli. Þannig geymist hún lengur. 4 Auðveldaðu hvítlauks-verkunina Hvítlaukur er allra meina bót og nánast ómis- sandi í mat- reiðslu af ýmsu tagi. Fátt er þó leiðinlegra og tímafrekara en að af- hýða hvítlauk auk þess sem slíku handverki fylgir sú staðreynd að hendurnar anga af lauknum það sem eftir lifir dags. Þetta má þó forð- ast með því að setja hvítlaukinn í ör- bylgjuofn í 20 sekúndur. Við það hrynur hýðið auðveldlega af og hvít- laukslyktin á höndunum helst í lág- marki. Angi hendurnar þó of mikið má losna við lyktina með því að nudda þeim upp við eitthvað úr ryð- fríu stáli, svo sem eldhúsvaskinum, hníf eða öðrum eldhúsáhöldum. 5 Nýttu klakaboxin velÁttu afgang af tómatpúrru, pestó eða grænmetissoði? Settu af- gangana í klakabox ásamt örlitlu vatni og frystu. Þá má svo alltaf taka úr frystinum og nota í súpur, sós- ur og soð með lítilli fyrirhöfn en auk þess að veita matvælunum lengri geymslutíma auðveldar þessi að- ferð þig einnig við að stýra magn- inu sem nota á í matreiðsluna. Þetta má einnig gera til að geyma ferskar kryddjurtir, en þær má ýmist frysta með vatni eða ólífuolíu, auk þess sem klakabox eru fullkomin til konfekt- gerðar. Bræddu súkkulaði er þá hellt í klakabox og jarðarber eða annað góðgæti sett ofan í hvert hólf. Boxið er svo sett í kæli og þegar súkkulaðið hefur harðnað hafa myndast fallegir súkkulaðimolar sem lítið mál er að framreiða á örskotsstundu. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Gaman að elda Til eru ýmis ráð til að auðvelda manni lífið í eldhúsinu. Auðvelt Sítrónutrikkið getur komið í veg fyrir óþarfa sóðaskap. Allt sem þarf er einn tannstöngull og skál undir safann. Grænumörk 10 - Hveragerði - www.hnlfi.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsu@hnlfi.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Gisting, ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Verð á mann: 119.900 kr. 7 daga heilsudvöl 7. – 14. september Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring. Hefur þú tekið þátt í ísfötu-áskoruninni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.