Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Page 51
Helgarblað 22.–25. ágúst 2014 Sport 51 Veruleikinn á bak Við slúðrið n Rupert Murdoch stofnaði fyrsta slúðurdálkinn um félagaskipti í enska boltanum n Klækjabrögð daglegt brauð n Leikmenn spila með fjölmiðla Æsifréttablaðamaður: „Þörfin fyrir þessar fréttir er yfirgengileg. Jafnvel mjög langsótt frétt sem inniheldur þekkta leikmenn eða eitthvert af stóru félögunum, fær miklu meiri lestur en fréttir af íþróttaviðburðunum sjálfum.“ Úrvalsdeildarleikmaður: „Hvernig fara sögurnar af stað? Sko, ef þú ert Úrvalsdeildarleikmaður og vilt skipta um lið geturðu komið þessu af stað. En það er ekki nóg að leggja bréf á borð framkvæmdastjórans.“ Framkvæmdastjóri: „Skrifleg beiðni um sölu er það versta fyrir leikmanninn sjálfan og umboðs- manninn. Í hverjum samningi er ákvæði um hollustubónus og jafnvel þótt leik- maður sé seldur með miklum látum þá fær hann greiddan bónusinn ef hann ekki biður sjálfur um að vera seldur. Enginn vill fara á mis við hollustubónusinn. Úrvalsdeildarleikmaður: „Ég skipti tvisvar um félag af því að mig langaði til þess að breyta til. Í tvö önnur skipti heyrði ég af áhuga annarra liða en fékk engar fyrirspurnir. Í þeim tilvikum lætur maður boltann rúlla. Besta leiðin til þess að biðja umboðsmanninn að koma áhuganum á framfæri. Maður getur líka talað við aðra félaga í boltanum og beðið þá um að tala við sína umboðs- menn. Stundum þekkir maður einhvern hjá félaginu sem maður treystir og veit að er í góðu sambandi við fjölmiðlamann. En maður veit aldrei í fótbolta. Á einum tímapunkti, þegar ég fékk lítið að spila, sagði ég við mann sem ég treysti að ég vissi af áhuga tiltekins félags. Daginn eftir var ég kallaður á teppið hjá stjóranum og hann sagði. „Þú getur gleymt því að þú fáir að fara til þeirra.““ Framkvæmdastjóri: „Leikmannamarkaðurinn er svívirðilegur heimur þar sem ekki er allt sem sýnist. Leikmenn, umboðsmenn og félög gera ýmislegt til að bæta sinn hag.“ Úrvals- deildarleik- maður: „Einu sinni vildi liðsfélagi minn fara frá félaginu. Hann valdi dag þegar hann átti frí til að segja blaðamanni að honum hefði verið gert að æfa með unglingaliðinu; með krökkunum. Blaðamaðurinn sá til þess að ljósmyndari færi á vettvang, svo lítið bæri á. Leikmaðurinn mætti á svæðið, svo hægt væri að mynda hann, jafnvel þó hann hefði aldrei verið boðaður á æfinguna. Skömmu síðar hitti ég hann í búningsklefan- um og hann var í skýjunum. „Það virkaði! [Eitt af topp- liðunum] vill fá mig!“ Íþróttafréttamaður: „Þetta er lítill heimur. Ég er með lista yfir 15 til 20 knattspyrnustjóra sem ég get hringt í. Í flestum tilfellum eru þeir jafn vel meðvitaðir um það sem er í gangi hjá öðrum félögum og þeirra eigin. Ef maður gerir knattspyrnustjóra greiða þá fær maður eitthvað til baka. Knattspyrnustjóri hringdi í mig í morgun og sagði: „Ég vil fá þennan markvörð en ég heyri að hann sé á leið eitthvert annað. Geturðu fundið út úr því fyrir mig?“ Ég gat hjálpað til og hann lét mig í staðinn hafa upplýsingar um mjög góða frétt; frétt um lið úr sömu borg. Umboðsmaður: „Stundum leka klúbbarnir upplýsingum um það hverja þeir vilja kaupa um sumarið í mars eða apríl. Það getur verið af þeirri ástæðu að sala á ársmiðum fyrir næsta tímabil gengur illa. Að minnsta kosti einn stjórnarformaður hjá stóru félagi er þekktur fyrir þetta.“ Framkvæmdastjóri: „Stundum þegar menn fá ekki þær upphæðir sem þeir vilja fyrir leikmennina sína þá grípa þeir til sinna ráða. Þeir hringja í framkvæmdastjóra eða stjórnarformann keppninautanna og segja: „Sjáðu nú til. Ég vil 10 milljónir punda fyrir þennan ræfil, en hinir bjóða bara 8. Geturðu haft samband við þinn mann hjá blaðinu og sagt að þú ætlir að bjóða 9 milljónir?“ Ef samböndin eru góð og fréttin fer út þá ertu miklu líklegri til að fá það sem þú vildir fyrir leikmanninn.“ Æsifréttablaðamaður: „Þegar risastór félagaskipti eru í bígerð þá verður þetta allt snúnara, til dæmis þegar Ronaldo fór til Madrid, Fabregas til Barcelona og Modric til Madrid. Þá sammælast leikmaðurinn, umboðsmaðurinn og félögin um að tala ekki við fjölmiðla. Undir þeim kringumstæðum þarf maður að treysta á að fólkið sem fæst við þetta elskar að slúðra. Þú talar kannski ekki beint við neinn, en getur oftast talað við einhvern í kring um fólkið sem er í eldlínunni. Það getur verið vinur leikmannsins eða framkvæmdastjórans. Í aðdraganda einna stærstu félagaskipta síðustu ára þá gekk leikmaðurinn inn á skrifstofu knattspyrnustjórans og tilkynnti að hann vildi fara. Áður en fundurinn var búinn var ég búinn að tala við umboðsmanninn sem sagði mér hvað leikmaðurinn ætlaði að gera.“ Æsifrétta- blaðamaður: „Það eru svo margir sem koma að einum félagaskipt- um. Knattspyrnustjórar, framkvæmdastjórar, yfirmenn knattspyrnumála, fulltrúi leikmannsins og leikmaðurinn sjálfur. Hver og einn er líklegur til að segja fjórum eða fimm frá því sem í gangi er.“ Íþróttafréttamaður: „Menn halda að vangavelturnar með Wayne Rooney á þar síðasta tímabili hafi verið flétta til þess að fá launahækkun. Það var hins vegar ekki raunin. Þetta var í raun og veru ekki beiðni um sölu, heldur spilaði Ferguson frábærlega úr stöðunni. Þetta var einfaldlega beiðni til félagsins. Rooney vildi vera áfram en á þeirri forsendu að félagið myndi kaupa góða leikmenn. Að lokum fengust eigendurnir til að opna veskið – og hafa haft það opið síðan.“ Íþróttafréttamaður: „Erfiðast af öllu er að komast að því hvort slúðrið sé satt. Þeir eru ekki margir umboðsmennirnir sem ég tek mark á, hjá þeim er allt of mikið undir. Í þessum heimi þrífst ákveðin lygamenning. Ég læt sjötíu prósent af því sem ég heyri sem vind um eyru þjóta.“ Framkvæmdastjóri: „Ég þekki dæmi þess að leikmaður, hafi farið til liðsins sem hann var fyrst orðaður við, þó önnur félög hafi komið síðar inn í dæmið og boðið hærri laun. Það ratar ekki alltaf í blöðin. Dæmi eru um að umboðsmennirnir láta leikmanninn sjálfan ekki vita af áhuga liðsins sem býður betur. Það stafar af því að umboðsmaðurinn fær hærri upphæð ef hann fer til fyrsta liðsins. Ég veit ótal dæmi þess að umboðsmenn fari þannig á bak við leikmenn sína. Æsifréttablaðamaður: „Erfiðast er að hafa alltaf rétt fyrir sér. Það eru til vefsíður sem mæla hversu margar fréttirnar reynast réttar, eftir því til hvaða liða menn fara. Það er alls ekki sanngjarn mælikvarði. Chelsea hafði til dæmis mjög mikinn áhuga á Modric og var reiðubúið að kaupa hann. Stundum hleypur snurða á þráðinn, eitthvað sem við höfum enga stjórn á. Um tíma var rætt um að Andry Carroll og Carlos Tevez skiptu um félög, jafnvel þó Kenny Dalghlish hafi neitað því. Leikmennirnir vissu um þetta. Það er niðurdrepandi að fá frétt, t.d. um Van Persie, frá traustum heimildarmönnum sem maður hefur verið í samskiptum við svo árum skiptir, og lesa svo um það á Twitter að um uppspuna sé að ræða. Framkvæmdastjóri: „Umboðsmenn vilja ekkert frekar en kapphlaup um leikmenn sína, þar sem hver yfirbýður annan. Þetta gerist mjög sjaldan, ólíkt því sem ætla mætti. Þegar þrjú lið eru nefnd til sögunnar er vanalega bara eitt þeirra áhugasamt. Annað liðið er félag sem leikmaðurinn og umboðsmaðurinn vilja að hafi áhuga. Þriðja liðið er vanalega ekki annað en fjarlægur draumur.“ Íþróttafréttamaður: „Stundum er leikmaðurinn sjálfur ekkert inni í málunum. Fyrir nokkrum árum heyrði ég að Sunderland vildi fá Jermain Defoe. Fyrir tilviljun átti ég viðtal við hann deginum eftir, fyrir einhvern styrktaraðila. Eftir viðtalið spurði ég hann hvort eitthvað væri til í að hann væri á leið til Sunderland. Hann svaraði: „Við erum stundum þeir síðustu sem fáum að heyra svona. Ég hef spilað með leikmönnum sem fá einfaldlega símtöl: Til hamingju þú ert að fara þangað.“ Íþróttafréttamaður: „Þetta eru ekki nákvæm vísindi og þú myndir ekki trúa því hvað margt getur spilað inn í. Ég vann í frétt um leikmann frá Afríku sem var á leiðinni til úrvalsdeildarfélags. Leikmaðurinn var að spila með landsliðinu og umboðsmaðurinn kom til að semja. Allt leit vel út þar til annar umboðsmaður hafði samband og sagði að hinn hefði ekkert umboð. Við þurftum að byrja allt upp á nýtt. Á síðari stigum málsins kom í ljós að Vísað rann út hjá leikmanninum á meðan hann var að ræða við okkur, svo það þurfti að útvega nýtt. Þá kom upp að annað félag, í öðru landi vildi kaupa hann. Það er svo margt sem getur spilað inn í. Ég veit um knattspyrnu- stjóra sem stoppaði mann á flugvelli, þegar hann var á leið til liðs í sömu borg – og samdi við hann. Fréttin mín var rétt þangað til. Íþróttafréttamaður: „Ég verð reiður þegar ég sé fólk á Twitter segja að maður hafi verið að búa til frétt, bara af því að félagaskiptin ganga ekki í gegn. Umboðsmaður: „Fyrir hvern samning sem gengur upp, fara fimm forgörðum. Það eru mörg ljón í vegnum og margt að gerast á sama tíma. Það þarf bara eitthvað eitt að klikka svo samningur geti fallið niður.“ Æsifréttablaðamaður: „Áhuginn á slúðrinu er meiri en nokkru sinni áður. Núna eru komin á sjónarsviðið heil kynslóð af fólki sem þekk- ir leikinn út og inn í gegn um Football Manager – og fylgist grannt með óánægju leikmanna um heim allan. Umboðsmaður: „Umboðsmaður gerir allt sem í hans valdi stendur til að fá eins góðan samning fyrir leikmanninn og hann mögulega getur. Tökum dæmi um leikmann sem er ánægður hjá félaginu sínu. Í þeim tilfellum er hægt að nota áhuga annars félags til að fá launin hækkuð. Maður leyfir blaðamanni að spjalla við leikmanninn sem segir eitthvað á þessa leið: „Það er mikill heiður að X hafi áhuga en Y er félagið sem ég spila fyrir og elska. Ég er miður mín yfir því að þeir virðast ekki vilja hafa mig.“ Þá setja áhangendurnir pressu á félagið og boltinn er hjá þeim.“ Fabregas „Þegar risastór félagaskipti eru í bígerð þá verður þetta allt snúnara, til dæmis þegar Ronaldo fór til Madrid, Fabregas til Barcelona og Modric til Madrid.“ Æsifréttablaða- maður: „Það gerist nánast aldrei að leikmaður hafi sjálfur samband til að segja manni frá einhverju um sjálfan sig. Það er líka sjaldgæft að umboðsmaður hringi og segi berum orðum: „Liverpool vill leikmann frá mér“. Sá hópur umboðsmanna sem ég tala við reglulega er lítill. Bestu ábendingarnar snúast sjaldnast um leikmenn frá þeim, heldur eru þeir að segja manni eitthvað sem þeir hafa heyrt frá kollegum. Þegar þannig háttar ræður ekkert för annað en einskær áhugi á knattspyrnu og slúðri því tengdu.“ Samir Nasri fór til City „Í tilfelli Samir Nasri voru allir þrír klúbbarnir [Arsenal, Manchester City og Manchester United] með hann í sigtinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.