Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Síða 54
Helgarblað 22.–25. ágúst 201454 Menning Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Fáklæddi fréttastjórinn Enda þótt manninum hafi tek- ist að hreykja sér uppi á sjálfu tunglinu, búa til vélmenni sem ryksuga allan sólarhringinn – og síma sem taka miklu betri ljós- myndir en allar frægustu mynda- vélar heims hefur honum ekki enn tekist að leysa ráðgátuna um staka sokkinn úr þvottavélinni; nefnilega þau kynstur og ódæmi sem gerast í hvert einasta sinn sem akkúrat tveimur leistum er stungið inn í vinduna og aðeins einn skilar sér til baka. Þetta sígilda undrunarefni leitaði svolítið á huga minn þar sem ég stóð á móts við hvítu kommóðuna á hótelherberginu í Amsterdam um árið. Víst og örugglega taldi ég mig hafa sett þrennar síðbuxur ofan í efstu skúffuna, en þar sem draghólf- ið var alveg dauðatómt gat ég ekki annað en gapað ofan í það, orðlaus í framan. Fyrir hugskots- sjónum mínum liðu minningar frá því ég var heima að brjóta saman bestu sparibuxurnar mínar, en núna í annarri borg, á öðrum tíma, virtist einu gilda hvað ég hugsaði mikið til þessara blessuðu bróka; hirslan var með öllu innihaldslaus. Hvað í ósköpunum hafði kom- ið fyrir buxurnar mínar? Hafði skúffan gleypt þær? Var þessi niðurlenska kommóða af öðru kyni en hinar þær venjulegu? Eða hafði ég bara gleymt buxun- um heima á Íslandi – öllum með tölu? Og ég sem var að fara í svo gott sem gala-fagnað við setn- ingu 46. alþjóðaþings fréttastjóra í heiminum; fimmréttað skildist mér, veislumúsík, Peter Jennings með ræðu – og búist við einum af meðlimum gömlu Focus-grúpp- unnar með nokkur númer síðar um kvöldið. Blessunarlega hékk blákkafag- ur jakki minn á sínum stað, svona dæmigerður blazer með gylltum stálhnöppum, en einu buxurn- ar sem virtust vera með í för voru utan um mig miðjan; vissulega nokkuð þægilegar ferðastuttbux- ur úr terlíni, en sinnepsgular á lit og næsta snjáðar og hnökrótt- ar, svona álíka og maður brúkar uppi í sumarbústað á hvítagráum haustdögum. Þetta var á þeim árum þegar fataverslanir voru fæstar opn- ar á sunnudögum. Og það gat náttúrlega ekki annað verið en það væri einmitt sunnudagur – og þess utan aðeins hálftími til stefnu. Ég skaust því niður í móttöku hótelsins og sagði, jafn óðamála og ég var andstuttur, að nú þyrfti ég á neyðaraðstoð að halda; farir mínar væru bókstaf- lega jafn ósléttar og buxurnar sem ég klæddist. Konan hinum megin þjónustuborðsins virt- ist hvorki skilja látbragð mitt né tungu – og af eyðilegum augn- svip hennar mátti raunar ráða að henni væri alveg slétt sama um ógöngur þessa gelgjulega glókolls sem baðaði út æðaber- um höndunum án afláts í veikri von um lánsbuxur. Sjaldan hef ég gengið jafn feimnislega inn á nokkra ráð- stefnu á lífsleið minni. Spari- skórnir sannarlega vel pússaðir, en berir leggirnir undir garg- andi gulum stuttbuxunum virtust ekki vera til vitnis um annað en smekklausa nesjamennsku. Und- ir borðum, eiginlega vel undir borðum, sat ég þarna kvöldlangt sem fulltrúi Íslands, á að giska með opið sár á sjálfsálitinu. Mangum hitti í mark í Hörpu n Goðsagnakennd indíhljómsveit með tónleika í Hörpu Þ að eru ekki margar hljóm- sveitir sem halda því til streitu að reyna að banna myndatökur á tónleik- um sínum. Áður fyrr voru myndavélar miskunnarlaust rifnar af áhorfendum og frægt er til dæmis þegar Axl Rose stakk sér út í áhorf- endasal í St. Louis til að sinna starfi gæslumanna svo að úr urðu mikl- ar óeirðir. En á dögum snjallsíma er erfitt að banna myndatökur og heilu tónleikarnir rata gjarnan á Youtu- be strax daginn eftir. Neutral Milk Hotel gera þó sitt besta í að banna myndatökur, og furðu vekur að flest- ir (ef ekki allir) aðdáendur verða við bón þeirra. Og þó er mikil forvitni í kringum endurkomu þessarar goð- sagnakenndu hljómsveitar. Fékk taugaáfall Mjólkurmenn eru upprunalega frá Lousiana en fluttu síðar til Aþena í Georgíu, sem einnig er heima- borg hljómsveitarinnar REM. Þar tóku þeir upp aðra plötu sína, In the Aeroplane Over the Sea. Platan kom út árið 1998 og hlaut mikið lof gagnrýnenda en dræma sölu. Mik- ið hljómleikaferðalag fylgdi í kjöl- farið og orðspor hljómsveitarinnar breiddist út en fórnarkostnaðurinn var hár. Forsprakki hljómsveitarinn- ar, Jeff Mangum, fékk taugaáfall og varð hún því að hafna öllu frekara tónleikahaldi, meðal annars tilboði um að hita upp fyrir REM sem þá var ein stærsta hljómsveit í heimi. Dagbók Önnu Frank með tónlist Neutral Milk Hotel hurfu af sjón- arsviðinu, en orðspor hennar hélt áfram að vaxa og seinni platan hóf hægt og rólega að seljast. Hún var byggð á dagbókum Önnu Frank og vakti athygli bæði fyrir beinskeytta texta og frumlegar útsetningar. Hljómsveitir eins og Franz Ferdin- and og Arcade Fire litu til hennar sem innblástur að eigin verkum. Lítið spurðist þó til meistara Mang- um, en sögur gengu um að hann væri orðinn einsetumaður með sítt skegg. Því vakti það mikla athygli tónlistarunnenda þegar tilkynnt var í vor að hljómsveitin myndi halda í tónleikaferð. Hófst túrinn í Vín í byrjun ágúst en lauk í Reykja- vík síðastliðið miðvikudagskvöld. Spennan var mikil þegar Mangum og félagar stigu á svið. Hin mikla fjölbreytni í hljóðfæravali kom strax í ljós. Ekki voru hér einungis túbur og trompetar, heldur einnig sagir sem spilað var á með fiðluboga. Og Mangum sjálfur var vissulega ein- setumannslegur að sjá, hefur misst hið ungæðislega útlit sem eitt sinn einkenndi hann og enn sést á öllum myndum af hljómsveitinni þar sem myndatökur eru jú bannaðar. Hann er reyndar ekki einn um þennan stíl, því skeggið og skyrturnar og sagirnar láta mann í fyrstu halda að hér sé árshátíð skógarhöggsmanna á ferð. Endapunktur sumarsins Ekki kemur það að sök, því hér er um fyrsta flokks hljóðfæraleikara að ræða og Mangum gefur ekk- ert eftir í túlkun sinni. Tónleikarnir hófust á Two Headed-Boy af flug- vélaplötunni og enduðu á seinni hlutanum af sama lagi, ef undan er skilið eitt aukalag. Hápunktur- inn var þó líklega hið átta mínútna Oh Comely. Leynivopnið var síðan hinn skógarhöggsmannslegi Scott Spillane sem einnig spilar með Of Montreal, en hann virðist ráða við velflest hljóðfæri og tekur í þau nokkur. Menn virtust hinir hress- ustu og sögðu þetta endapunktinn á sumrinu, þar sem Evrópuferðinni er lokið. Þeir halda þó áfram að spila í Norður-Ameríku í haust. Og ef til vill má líta á þetta sem góðan lokapunkt á alveg hreint ágætu tónleikasumri hérlendis. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Tónleikar Neutral Milk Hotel Tónleikar í Hörpu 20. ágúst Banna myndatökur Meðlimir sveitarinnar vilja ekki að aðdáendur myndi þá á tónleikum. Kleinubarinn slær í gegn Kleinur og tónlist á Vitatorgi K rista Hall, Ágústa Arnardótt- ir og Guðrún Harðardótt- ir opnuðu Kleinubarinn á Vitatorgi síðasta sunnudag í tilefni Restaurant Day. „Ágústa var búin að ganga lengi með hug- mynd af svona kleinubar og í sam- einingu ákváðum við að slá til og kanna hvernig „konseptið“ legðist í landann síðustu helgi á Restaur- ant Day. Viðtökurnar voru svo- leiðis vonum framar og kleinurnar kláruðust svo við ætlum að endur- taka leikinn milli kl.14 og 17 á laugardaginn, á sama stað á Vita- torginu,“ segir Krista. Kleinurnar eru heimabakaðar og geta gestir valið um þrjár tegundir af kleinum. Með Omnom súkkulaðidýfum, toppuðum með hindberjum og öðru góðgæti eða með brie osti og sultu. Krista segir þessar nýju út- færslur af gömlu góðu kleinunum leggjast vel í fólk. „Já, svona líka, bæði fullorðna og börn. Það voru mjög margir sem komu nokkrar ferðir til að smakka allar týpurn- ar,“ segir hún. „Við gerðum fullt af tilraunum með sjálfar kleinurnar og þegar við vorum búnar að finna hina fullkomnu uppskrift vissum við að hún gæti ekki klikkað með besta súkkulaði á Íslandi frá Om- nom,“ segir Krista. Á sama tíma fara fram tónleikar á Vitatorgi með Snorra Helgasyni, Klassart, Illgresi og Soffíu Björgu. Æstir kleinuaðdá- endur geta því notið fagurra tóna með kleinunum. n Kleinustöllur Þær Krista, Ágústa og Guðrún eru konurnar að baki Kleinubarnum. Þær hafa þróað hina fullkomnu kleinuuppskrift og verða á Vitatorgi á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.