Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2014, Síða 60
Helgarblað 22.–25. ágúst 201460 Fólk Stjörnur án stjörnustæla Það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur; þúsundir öskrandi aðdáenda biðja um eiginhandaráritanir og myndir dag eftir dag og paparazzi-ljósmyndarar elta mann á röndum. Frægðin getur vissu- lega stigið fólki til höfuðs en þó eru sumar stjörnur sem eru alveg lausar við stjörnustæla. Hér eru nokkrir frægir einstaklingar sem eru með báða fætur á jörðinni og koma vel fram við aðdáendur sína. Góðhjörtuð Rowling Breski rithöfundurinn J.K. Rowling er dýrkuð og dáð af börnum um allan heim og hefur svo sannarlega verið góð við aðdáendur sína í gegnum árin. Árið 1999 fékk Rowling til að mynda bréf frá vinkonu móður níu ára stúlku að nafni Natalie McDonald. Natalie var mikill aðdáandi Harry Potter-bókanna og í bréfinu var Rowling beðin um að skrifa stúlkunni bréf, en hún barðist við hvítblæði og því voru litlar líkur á að hún myndi fá að vita hvernig bækurnar um Harry myndu enda. Rowling sá bréfið ekki fyrr en eftir að hún kom úr fríi en sendi Natalie bréf þar sem hún skrifaði hvernig færi fyrir öllum aðalpersónum bókanna. Því miður var Rowling of sein því Natalie var látin þegar bréfið barst, en það sem Rowling gerði í kjölfarið var að skrifa stúlkuna inn í bækurnar. Hún flokkaði hana í Gryffindor, hús hugrekkis, en nemandinn Natalie McDonald kemur fyrir í fjórðu bókinni, Harry Potter og eldbikarinn. Jarðbundinn partíkall Bandaríski leikarinn Bill Murray er þekktur fyrir að vera með báða fætur á jörðinni og alveg laus við stjörnustæla. Hann hefur til að mynda sungið karókí með hópi aðdáenda sem hittu hann á bar í New York og báðu hann um að taka með sér lagið, spilað „kickball“ með hópi ókunnugs fólk sem hann rakst á á Roosevelt Island og leikið í stuttmynd aðdáanda sem hitti hann úti á götu. Þá mætti hann einu sinni í eftirpartí með stelpu sem hann kynntist á bar og vaskaði upp diskana eftir sig og alla í samkvæminu. Árið 2010 var hann svo staddur á bar í Austin í Texas og tók upp á því að vippa sér fyrir aftan barborðið og hóf að framreiða drykki fyrir bargesti. Pósar með aðdáendum Óskarsverðlaunaleikarinn Tom Hanks þykir rólegur og jarðbundinn maður sem kemur einstaklega vel fram við aðdáendur sína. Til dæmis um það er þegar aðdáandi hitti Hanks á pitsustað í Norður-Dakóta árið 2012 og bað hann um að sitja fyrir í myndaseríu með sér. Hanks var heldur betur til í það en á myndunum, sem fóru eins og eldur í sinu um netheimana, pósar leikarinn við hlið aðdáandans sem þykist vera dáinn áfengisdauða ofan í pitsudiskinn sinn. Tekur lestina Bandaríski leikarinn Keanu Reeves er alveg laus við stjörnu- stæla. Hann notar almenningssamgöngur til að mynda óspart en fjölmargir aðdáendur leikarans hafa náð myndum af honum að taka neðanjarðarlestina í New York. Frægt er til dæmis orðið þegar myndband náðist af leikaranum í neðanjarðarlestinni þar sem hann stendur upp og býður öðrum farþega sætið sitt. Gjafmildur grínisti Það borgar sig greinilega að bíða eftir grínistanum Dave Chappelle í lok uppi- stands hjá honum. Eitt sinn biðu nokkrir aðdáendur Chappelle eftir honum í lok sýningar og fór svo að grínistinn bauð þeim að spila með sér körfubolta um kvöldið. Hann leigði til þess körfuboltavöll í líkamsræktarstöð í eina klukku- stund og eftir leikinn bauð hann öllum upp á ávaxta-„smoothie“ auk þess að gefa þeim fría miða á uppistand sitt kvöldið eftir. Leikur með dóttur sinni Dóttir Johnny Depp, hin fimmt- án ára Lily-Rose, mun leika með pabba sínum í kvikmyndinni Yoga Hosers sem kemur út á næsta ári. Þá mun dóttir leik- stjórans, Kevin Smith, einnig leika í myndinni. Að sögn leik- stjórans fangar myndin ást hans á teiknimyndasögum og krafti unglingsdætra. „Andhetjurn- ar í myndinni eru skelfilegustu og ógnvænlegustu verur sem þú getur rekist á – tvær fimmt- án ára stelpur,“ segir hann. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Lily-Rose en hún hefur sagt á bloggsíðu sinni að hún sé eins og hver önnur venjuleg fimmt- án ára stelpa þrátt fyrir að vera dóttir stórstjörnu. Mariah og Nick að skilja Fréttasíðan Page Six fullyrð- ir að stutt sé eftir af hjónabandi Mariah Carey og Nick Cannon en þau hafa verið gift frá árinu 2008. Samkvæmt heimildum fréttasíð- unnar lætur Mariah öryggisvörð fylgja Nick hvert fótmál því hún óttast að hann muni halda fram- hjá sér. Þá vilji hún heldur ekki að hann drekki áfengi þar sem hann komi sér alltaf í vandræði þegar hann er í glasi. Rifrildi hjónanna séu komin úr böndunum og þau búi ekki lengur saman. Athygli vakti þegar Mariah og Nick giftu sig á sínum tíma en tólf ára aldursmunur er á þeim. Einhleyp á ný Madonna er einhleyp á ný eftir að hafa sparkað kærastanum, Timor Steffens, aðeins nokkrum dögum fyrir 56 ára afmælið sitt. Madonna og Timor, sem er áratugum yngri en hún, eða 26 ára gamall, hafa sést reglu- lega saman síðan í janúar. Sam- kvæmt tímaritinu US Weekly þá á Madonna að hafa sagt Timor að taka dótið sitt og koma sér út af heimilinu. Hún hafi verið orðin leið á sambandinu og vilj- að vera frjáls. Madonna skellti sér svo til Ibiza án kærastans fyrrverandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.