Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Síða 2
Helgarblað 4.–7. júlí 20142 Fréttir V ið bara eiginlega viljum ekki blanda því inn í þetta,“ segir Jóna Heiða Hjálmarsdóttir, einn þriggja eigenda Aura- boðs sf., en meðeigandi hennar er dæmdur fjársvikamaður. Auraboð er ný uppboðssíða á netinu þar sem notendur þurfa að greiða fyr- ir það eitt að bjóða í vörur. Þátttak- an hefur verið mikil og hafa auglýs- ingar fyrirtækisins meðal annars birst á Facebook. Eins og DV greindi frá fyrr í vikunni hrundi vefsíðan nýlega á hápunkti uppboðs. Þrír einstak- lingar eru skráðir fyrir fyrirtækinu hjá Creditinfo. Þar kemur fram að Sölvi Rúnar Guðmundsson eigi tutt- ugu prósent í fyrirtækinu, Jóna Heiða Hjálmarsdóttir fjörutíu prósent og Helgi Ragnar Guðmundsson fjörutíu prósent. Helgi þessi var dæmdur í fang- elsi árið 2012 fyrir aðkomu sína að tugmilljóna svikum út úr Íbúðalána- sjóði. Fimm karlmenn voru dæmd- ir fyrir verknaðinn í Héraðsdómi Reykjaness en Helgi Ragnar fékk þyngsta dóminn, alls þrjú og hálft ár. Hann áfrýjaði ekki og bíður nú eft- ir afplánun. Brot mannanna áttu sér stað árið 2009 en talið er að það hafi tengst inngöngu Fáfnis í alþjóðlegu samtökin Hells Angels. Svikin námu á fimmta tug milljóna og var ekki búið að finna peningana þegar dómarn- ir féllu. „Hann er ekki lengur skráð- ur fyrir félaginu,“ segir Jóna Heiða, einn eigenda Auraboðs, spurð um þátt Helga Ragnars í uppbyggingu fyrirtækisins. Þegar henni er bent á að hann sé enn þá skráður sem einn eigenda segir hún: „Það er verið að vinna í því að hann skrái sig út úr því.“ Ekki óheppilegt Aðspurð frekar út í þátt Helga seg- ir Jóna að hann hafi aðallega verið fenginn til þess að hjálpa til við stofn- un fyrirtækisins. „Þannig að það eru bara ég og Sölvi sem erum með þetta. Þannig að, já, ég tel þetta vera eig- inlega algjörlega óviðkomandi síð- unni. Hann hafði mestu reynsluna í því að starta svona en hann viðkemur rekstrinum eiginlega ekki neitt.“ Blaðamaður: „Hann er skráð- ur sem eigandi og á fjörutíu prósent í félaginu?“ Jóna: „Já, það er verið að breyta því.“ Blaðamaður: „Hvenær búist þið við því að því verði breytt?“ Jóna: „Það verður bara núna á næstu dögum.“ Blaðamaður: „Og ætlar hann að selja sinn hlut?“ Jóna: „Já, eða ég tek yfir hans hlut. Þetta var bara á meðan við vorum að byrja og koma öllu heim og saman af því að það er svona þar sem að reynslan hans ligg- ur. Og þrátt fyrir það að margir hafi verið dæmdir fyrir gömul brot og að fólk geri mistök þá lærir fólk samt sem áður af reynslunni og maður verður að læra að nýta það góða í fólki líka.“ Blaðamaður: „Þannig að þér finnst ekki óheppilegt í sjálfu sér að mað- ur með þennan bakgrunn sé svona tengdur þessu félagi?“ Jóna: „Ég veit ekki hversu óheppilegt það ætti að vera. Við erum með marga menn í ýmsum stjórnunarstöðum sem hafa verið dæmdir hér og þar fyrir gömul brot. Ekki hefur það átt að koma nið- ur á þeim félögum eða þeim stofnun- um.“ Líkt við fjárhættuspil Uppboðssíður á borð við Aura- boð hafa verið gagnrýndar talsvert í Bandaríkjunum og á Bretlandi þar sem þær eru hvað vinsælastar. Þeim hefur meðal annars verið líkt við fjár- hættuspil þar sem notendur eyði oft- ar en ekki háum fjárhæðum án þess þó að fá nokkuð í staðinn. Þá hafa komið upp tilvik þar sem tölvuforrit eru notuð til þess að bjóða í vörurnar og hífa þannig verðið upp. Jóna segist skilja þá sem hafa efa- semdir um Auraboð. „Já, ég skil það fullkomlega, það er ekki vandamálið.“ Hún vill hins vegar meina að aðstand- endur fyrirtækisins hafi þegar sýnt og sannað að þeir komi hreint til dyr- anna. „Við höfum endurgreitt þeim sem hafa beðið um endurgreiðslu og þeir sem hafa unnið uppboð hafa fengið vörurnar,“ segir Jóna og heldur áfram: „Við erum ekki hérna til þess að svindla á fólki. Ég sjálf vill halda orðspori mínu hreinu hvað svoleiðis varðar.“ Blaðamaður: „En geturðu sagt mér hvað er búið að ganga út á þess- um uppboðum? Hvernig fór með bílinn, er hann farinn út?“ Jóna: „Heyrðu nei, það náðist ekki, og er kannski svolítið svona byrjendamis- tök hjá okkur að við vildum náttúr- lega sjá svona miklu meiri keyrslu til að byrja með eða rennsli inn á síð- una, þannig að hann gekk ekki út en við látum reyna á það aftur. Núna hef- ur skráning aukist til muna og við ætl- um að sjá hvernig helgin fer og næsta vika og þá er aldrei að vita nema við skellum inn öðrum bíl.“ Margir óánægðir Viðskiptablaðið fjallaði um Aura- boð hinn 14. júní en þar kom fram að um væri að ræða nýtt viðskiptamód- el á Íslandi þar sem til stæði að bjóða upp ýmsar vörur, svo sem bifreiðar, húsgögn og raftæki. Þá kom fram að hluti hagnaðar af starfseminni myndi renna til góðgerðarmála án þess þó að það væri tilgreint frekar. Uppboðssíðan var opnuð fyrir um tveimur vikum síðan en eins og DV hefur greint frá þá hrundi hún nýlega þegar verið var að bjóða upp iPad. „Það er verið að flytja síðuna núna á stærri hýsingaraðila þannig að þetta á ekki að geta komið fyrir aftur. Þeir sem hýsa síðuna hafa aldrei séð ann- að eins,“ sagði Jóna af þessu tilefni. Hundruð þátttakenda höfðu greitt fyrir að bjóða í vöruna og margir því skiljanlega óánægðir þegar vefsíðan hrundi á síðustu mínútum uppboðs- ins. Jóna sagði í samtali við DV að all- ir þátttakendur myndu fá endurgreitt. „Þeim verður endurgreitt í inneignar- formi en ef fólk vill ekki nýta sér þjón- ustuna lengur þá hefur það heimild til þess að bakfæra.“ Hún sagði aðstand- endur síðunnar enn þá vera að læra inn á kerfið og því gætu ófyrirséð at- vik komið upp. „En við tökum sökina algjörlega á okkur og hefðum að sjálf- sögðu átt að vera betur undir þetta búin.“ n Fjársvikamaður einn aF eigendum Eigandi Auraboðs fékk þriggja og hálfs árs dóm í Íbúðalánasjóðsmáli Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Það er verið að vinna í því að hann skrái sig út úr því Bíður eftir afplánun Helgi Ragnar Guðmundsson var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2012 fyrir aðkomu sína að tugmilljóna svikum út úr Íbúðalánasjóði. Hann bíður nú eftir afplánun. Glefsaði í barn Laugardaginn 28. júní síðast- liðinn varð það óhapp að fíkni- efnaleitarhundurinn Buster glefs- aði í barn sem kom að honum þar sem hann var bundinn við felli- hýsi umsjónarmanns síns á tjald- svæði í Árnessýslu. Barnið sem um ræðir er fætt árið 2006 og meiddist á hendi þannig að húðrispur hlutust af og úr að minnsta kosti einni þeirra blæddi. Foreldrar barnsins mátu málið þannig, eftir að hafa ráð- fært sig við heilbrigðisstarfs- menn, að ekki væri tilefni til að leita með barnið til læknis. Í sam- tali yfirlögregluþjóns við föður barnsins að kvöldi sama dags og aftur í dag kom fram að ekki væri að sjá annað en að barnið hefði náð sér að fullu. Buster bíður þess hins vegar að fram fari sérstakt skapgerðar- mat á honum en fram að því verð- ur hann að sætta sig við að bera múl eða körfu meðan hann sinnir skyldustörfum, til öryggis. Buster mun halda vinnunni um sinn, að því er segir í tilkynningu frá lög- reglunni um málið. Honum verð- ur þó ekki lógað, samkvæmt frétt sem Vísir birti á fimmtudag. Kanna upp- lýsingaöflun Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga um stjórn- málaskoðanir einstaklinga eft- ir að Dögun óskaði eftir því að kannað yrði hvort stjórnmála- flokkar héldu skrár yfir stjórn- málaskoðanir fólks án samþykkis þess. Þetta kemur fram á Face- book-síðu lögmannsstofunn- ar Vestnord lögmenn. „Stjórn- málaskoðanir eru viðkvæmar persónuupplýsingar og ekki má halda skrár um þær án upplýsts samþykkis viðkomandi.“ Öllum stjórnmálasamtökunum hefur verið sent bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort, og ef þá hvaða, upplýsingar séu skráð- ar hjá þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.