Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Síða 11
Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Fréttir 11 Dreifa nafnlausum áróðri gegn vottum V eitingastaðnum Friðriki V á Laugavegi barst í síðustu viku nafnlaust umslag, sem póstlagt var 24. júní síðast- liðinn. Í umslaginu var út- prentaður pistill um barnaníð eftir Hlín Einarsdóttur, sem birtur var á Pressunni hinn 18. ágúst 2010, ásamt áróðri, skrifuðum á ensku, gegn nafngreindu fyrirtæki í Reykjavík, á þeim grundvelli að starfsmenn fyrir- tækisins væru vottar Jehóva. „Starfsfólkið er að koma illu orði á búðirnar“ Pistill Hlínar, „Pedófílaparadís“, fjall- ar um söfnuð votta Jehóva í Banda- ríkjunum sem „paradís“ fyrir kyn- ferðisafbrotamenn. Í pistlinum segir Hlín meðal annars: „Þeir halda iðju sinni áfram óáreittir og ótal kynferðis- brotamál halda áfram að koma upp. Söfn- uðurinn reynir að halda sektinni inn- an safnaðarins vegna heilaþvottar og með- virkni, og uppsker skemmda, misnotaða og bugaða einstak- linga í staðinn.“ Á blaðinu, sem var heftað við út- prentaðan pistil Hlínar, er varað við starfsemi glugga- þvottafyrirtækisins Glersýnar. Þar segir meðal annars: „Ég vil gjarnan benda ykkur á að fyrirtækið Glersýn, sem þrífur gluggana ykkar, tilheyrir vott- um Jehóva og flestir starfsmenn þess eru úr sama söfnuði. Ég vil að auki láta þig vita að starfsfólkið er að koma illu orði á búðirnar ykk- ar og þið eruð að missa viðskipta- vini af þeim sökum.“ Þá kemur fram að þetta sama bréf hafi verið sent flestum ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, en DV hefur ekki staðfest- ar heimildir fyrir því. Enn fremur er óskað eftir því að stjórnendur séu látnir vita af „þessum aðstæðum“. Er með þessu ýjað að því að tengsl séu á milli þess að starfsmenn Gler- sýnar séu vottar, og kynferðisafbrota, og af þeim sökum séu fyrirtæki, sem nota þjónustu Glersýnar, að missa viðskiptavini. Áróðri komið fyrir á almenningsstöðum Ingvi Reynir Berndsen, fram- kvæmdastjóri Glersýnar, segir í sam- tali við DV að hann viti af bréfunum en að hann viti ekki hver eða hverjir standi fyrir þeim. Þá segist hann vita til þess að á undanförnum tveimur mánuðum hafi áróðri gegn vottum Jehóva verið komið fyrir á almenn- ingsstöðum og nefnir þar sem dæmi salerni í líkamsræktarstöðinni World Class og sólbaðsstofuna Smart. „Það er bara einhver sem er með áróður gagnvart vottunum og greinilega af því að það fréttist að við séum vott- ar, og við stjórnendur séum vottar, að þá er verið að tengja þetta saman. Ég bara veit ekkert um þetta,“ segir Ingvi. Í minnihlutahóp og vanur áreiti Ingvi segist ekki taka bréfið um Gler- sýn nærri sér. „Þegar maður er bú- inn að vera trúaður frá því maður var barn, alveg sama hvað þú ert – ef þú ert í minnihlutahópi þá verðurðu vanur svona áreiti. Ég kippi mér ekk- ert upp við þetta,“ segir Ingvi. Hann neitar því að einhver sérstök ástæða sé fyrir því að þetta bréf er sent núna til þess að vara við Glersýn. „Það kemur alltaf upp svona umræða öðru hvoru,“ segir hann. En Ingvi segist þó telja að fordómar gegn vott- um hafi farið minnkandi á undan- förnum árum eftir því sem samfélag- ið og umræðan hefur orðið opnari. Áróður ekki aukist Bjarni Jónsson, talsmaður votta Jehóva á Íslandi, segist í samtali við DV hvorki hafa heyrt áður af bréfinu um Glersýn né áróðri gegn vottum á almenningsstöðum. „Ég er ekkert að segja að það hafi ekki gerst, eða neitt svoleiðis,“ segir Bjarni. Spurður hvort hann telji votta Jehóva hafa orðið fyrir auknum fordómum eða áróðri að undanförnu telur hann svo ekki vera. „Ekkert sérstaklega núna frekar en á öðrum tímum, sem ég hef frétt af. Það er alltaf eitthvað í gangi sem má búast við. Við erum ekkert óvön slíku hér á landi sem erlendis,“ seg- ir Bjarni. n Veitingastaðurinn Friðrik V fékk sent bréf þar sem varað er við starfsemi Glersýnar Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Bréfið Var heftað við útprentaðan pistil frá árinu 2010 eftir Hlín Einarsdóttur, um barnaníð í söfnuði votta Jehóva. Pistill Hlínar Fjallar um söfnuð votta Jehóva sem paradís fyrir pedófíla, eða barnaníðing a. „Þegar maður er búinn að vera trúaður frá því maður var barn, alveg sama hvað þú ert – ef þú ert í minnihlutahóp þá verðurðu vanur svona áreiti. „Ég kippi mér ekkert upp við þetta Vottar Jehóva Fyrirtækið Glersýn þrífur glugga en stjórnendur þess eru vottar. Engir Hróa hattar-skattar Ráðherra setur gæsalappir utan um þá ríkustu R íkisstjórnin hefur engin áform um að skattleggja auðugustu einstaklinga og fjölskyldur landsins umfram það sem al- menn skattlagning neyslu og tekna gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Steingríms J. Sigfússon- ar, fyrrverandi fjármálaráðherra, en spurning hans hljóðaði svo: „Ef ákveðið yrði að viðhalda í einhverj- um mæli sérstakri skattheimtu á auðugustu einstaklinga og fjölskyld- ur landsins sem lið í tekjuöflun ríkis- ins og til að auðvelda niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, hvaða útfærslu slíkrar skattheimtu teldi ráðherra þá heppilegasta?“ Svar Bjarna Benediktssonar, núverandi ráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, er stutt og skorinort og sýnir hve afgerandi stefnubreyting hefur orðið í þess- um efnum eftir að ný ríkisstjórn tók við. Athygli vekur að í svari ráðherra er talað um „auðugustu einstak- linga og fjölskyldur landsins“ innan gæsalappa. Stjórnarliðar rökstuddu oft afnám auðlegðarskattsins með vísan til þess að óljóst væri hvort hann stæð- ist lög. Í ljósi þess að Hæstiréttur hefur úrskurðað skattinn lögmæt- an spurði Steingrímur Bjarna hvort hann hygðist endurskoða afstöðu sína. Í svari við þeirri spurningu seg- ir ráðherra að allir eignarskattar séu háðir þeim annmarka að ekki þurfi að vera neitt samband milli álagn- ingar slíkra skatta og greiðslugetu þess sem skatturinn er lagður á. „Hann leggst í mörgum tilvikum á tekjulágt eldra fólk sem býr í skuld- lausu húsnæði, eins og fram kem- ur í skýrslu velferðarráðherra,“ seg- ir í svarinu, auk þess sem bent er á að ein af forsendum dómsins sé að skatturinn hafi verið tímabundinn. „Það er því alls óvíst að Hæstiréttur hefði komist að sömu niðurstöðu ef um væri að ræða ótímabundinn skatt.“ Eignarskattar svipaðir auð- legðarskattinum eru lagðir á víða í heiminum, meðal annars í Noregi, Frakklandi og Hollandi. n johannp@dv.is Enginn auðlegðarskattur Mótfallinn sérstökum sköttum á þá ríku. Aldrei meiri úrkoma í Reykjavík Júnímánuður var sérlega hlýr á landinu, einhver sá hlýjasti sem komið hefur síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á vef Veðurstofu Ís- lands í vikunni um tíðarfar í júní. Þó svo að mánuðurinn hafi verið hlýr var hann einnig í hópi úr- komusömustu júnímánaða sem vitað er um, sérstaklega hvað varðar suðvestanvert landið. Meðalhiti í Reykjavík var 11,2 stig og er það 2,2 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961 til 1990 en 0,9 stigum ofan við meðallag síð- ustu tíu ára. Þetta er fjórði hlýjasti júní í Reykjavík frá upphafi sam- felldra mælinga 1871. Í Stykkishólmi var meðal- hiti júnímánaðar 2,8 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en 1,5 stigi ofan meðallags síðustu 10 ára. Júní hefur aldrei verið svo hlýr í Stykkishólmi frá upphafi mælinga 1845. Á Akureyri var meðalhitinn 12,2 stig sem er 3,1 stigi ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 2,4 stigum ofan meðal- lags síðustu 10 ára. Þetta er næst- hlýjasti júní frá upphafi sam- felldra mælinga á Akureyri 1881. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði, 12,7 stig, en lægstur var hann á Brúarjökli, 3,2 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur í Seley, 6,5 stig. Mánuðurinn telst úrkomu- samur. Úrkoma var langt yfir meðallagi víðast hvar um suð- vestan- og vestanvert landið, en undir því sums staðar fyrir austan. Í Reykjavík mældist úr- koman 115,8 mm og hefur aldrei mælst svo mikil síðan samfelld- ar mælingar hófust 1920. Úrkoma var líka mæld á árunum 1885 til 1907 og var úrkoma í júní einu sinni á því tímabili meiri en nú. Það var 1887 en þá mældist hún 127 mm í Reykjavík. Á Akureyri mældist úrkoman nú 23,9 mm. Það er 14 prósentum undir með- allagi áranna 1961 til 1990. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 115 og er það 46 stund- um undir meðallagi sé miðað við 1961 til 1990, en 96 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri í júní í Reykjavík síðan 1995. Í fyrra voru þær þó aðeins 6 fleiri en nú. Sólskinsstundir mældust 170 á Akureyri. Það er 7 stundum minna en að meðallagi 1961 til 1990, en 4 stundum undir meðal- lagi síðustu tíu ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.