Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Side 18
Helgarblað 4.–7. júlí 201418 Fréttir prósent af því gjaldi sem notendur á síðunni leggja á bílana sína. „Það er aðalmálið að fólk sé með bílana sína rétt tryggða. Í skilmál- um trygginga er sagt að eigandi bíls- ins sé skyldugur til að tilkynna það ef breytingar verða á áhættuflokki. Tryggingafélögin skilgreina einn áhættuflokk til dæmis þannig að bíll- inn sé leigður út. Þá þarf annaðhvort að semja um þetta eða greiða auka- lega fyrir þann tíma sem bíllinn er leigður út. Við höfum ýtt mikið á eft- ir því að fólk geri þetta,“ segir Viktor, en notendur fá þó enga tilkynningu um þetta þegar þeir skrá bílinn sinn á síðuna. Því gæti þetta farið framhjá mörgum, sem geta þá átt von á endur- kröfu frá tryggingafélaginu sínu ef upp kemur tjón hjá leigjandanum. Skriffinnska allsráðandi Samhliða sprengingunni í ferðaþjón- ustu hafa litlar breytingar átt sér stað í regluverkinu og gildir þá einu um hvað ræðir. Í bílaleigugeiranum er fyrst nú verið að endurnýja lögin en kerfið í dag virðist ekki almennilega vita hvernig eigi að taka á bílaleigu- þjónustu eins og CarRenters býð- ur upp á. Annað slíkt fyrirtæki er í burðarliðnum og vinnan við að koma því á fót, samkvæmt lögum og regl- um, hefur tekið þrjú ár. Verkefnið hef- ur verið unnið í samvinnu við alla að- ila sem mögulega gætu haft eitthvað að segja, tryggingafélög, Samgöngu- stofu og atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið. Skriffinnskan hefur verið mikil og erfið viðureignar, sam- kvæmt heimildum DV, en nú sér loks fyrir endann á því og líklegt er að fyr- irtækið taki til starfa bráðlega. Form- ið er það sama, fólk getur leigt út bíl- ana sína en í stað þess að leigja beint til ferðamanna er fyrirtækið milli- liður. Það leigir bílana af eigendum og áframleigir til ferðamanna eða annarra viðskiptavina. Bílarnir þurfa að uppfylla ýmis skilyrði en trygginga- mál verða í höndum fyrirtækisins svo engin hætta er á endurkröfu. „Vonandi verður ekki offjárfesting“ Viktor segir að þeir séu í þessu til að græða. „Það er lúmskt dýrt að reka þessa síðu og það voru ekki svo margir bílar á skrá hjá okkur síðasta sumar. Nú eru miklu fleiri bílar á skrá, en í fyrra komum við út í tapi. Auðvit- að erum við í þessu til að græða sjálf- ir en við erum að þessu til að hjálpa öðrum sem vilja gera það líka, búum til grundvöll fyrir fólk sem getur skap- að sér tekjur af ferðamönnum.“ Þegar blaðamaður spyr hvort þetta sé ein af birtingarmyndum gullæðis segir hann: „Já, ætli það ekki. Það er spurn- ing hvað fólk meinar nákvæmlega með því. Auðvitað er þetta vaxandi iðnaður með mörgum tækifærum, vonandi verður bara ekki offjárfesting í honum,“ segir Viktor. „Við erum máluð upp sem einhver grýla“ Umræðan um gullæðið í íslenskri ferðaþjónustu getur verið óvægin og bitnar jafnvel helst á þeim sem eiga það síst skilið. Að sjálfsögðu er ekki hægt að setja alla þá sem starfa í ferðaþjónustu undir sama hattinn. „Það er fullt af fólki í ferðaþjónustu sem er bara að vinna vinnuna sína og er bara að gera það af heiðarleika og heilindum. Við erum máluð upp sem einhver grýla í fjölmiðlum en ég held að stærstur hluti fólks sé að gera þetta af heilindum. Mér finnst það al- veg mega koma fram líka.“ Þetta seg- ir Auður Ösp Ólafsdóttir, eigandi I heart Reykjavík, í samtali við DV. Auð- ur Ösp heldur úti bloggsíðunni I he- art Reykjavík og hefur frá því í apr- íl síðastliðnum einnig boðið upp á gönguferðir með leiðsögn um Reykjavík. Hún segir umræðuna um ferðaþjónustuna á Íslandi hafa verið afar neikvæða að undan- förnu. Hafa ekki áttað sig á gullæðinu Sem áður segir byrjaði Auður Ösp að bjóða upp á gönguferð- ir með leiðsögn um Reykjavík fyrir erlenda ferðamenn fyrr á þessu ári. Hún segir viðtökurnar hafa farið fram úr hennar björt- ustu vonum og segir augljóslega eftirspurn eftir þjónustu sem þessari. Þess má geta að umfjöllun um göngu- ferðir Auðar Aspar rataði á síður New York Times um síðustu helgi. Þriggja til fjögurra klukkustunda gönguferð kostar 6.000 krónur hjá Auði, 5.000 krónur sé hún bókuð á netinu. Þá býður hún einnig upp á prívat göngu- ferðir á 25 til 29 þúsund krónur og prí- vat gönguferðir ásamt ljósmyndum á 35 þúsund krónur. „Ég myndi halda að ég væri frekar ódýr miðað við aðra sem eru með svona ferðir,“ segir Auð- ur Ösp spurð út í verðlagið. Í gegnum starf sitt er Auður Ösp oft í afar persónulegum samskipt- um við ferðamenn. Hvaða tilfinningu hafa þeir á verðlaginu hér á Íslandi? „Almennt séð eru gestirnir mínir gríðarlega ánægðir með land og þjóð og tala mjög mikið um hvað við erum vingjarnleg og hjálpsöm. Auðvitað örl- ar á því að fólk kvarti yfir að hlutirnir kosti mikið á Íslandi en meirihlutinn talar ekki um það og ég hef átt mörg samtöl við fólk þar sem það talar um að verðlagið á Íslandi sé mjög sam- bærilegt við þeirra heimkynni.“ En hefur þá ekkert gullæði gripið um sig innan stéttarinnar? „Að sjálfsögðu finnur maður fyrir því,“ segir Auð- ur Ösp. „En enn sem komið er finna ferðamennirnir ekki fyrir því.“ „Eru með dollara í augun- um“ „Við skulum bara játa það, einhverjir eru með dollara í aug- unum – eða evr- ur – og yfirverð- setja allt.“ Þetta segir Kári Jón- asson, meðstjórnandi í stjórn Félags leið- sögumanna, í samtali við DV. Hann segir gullæðið þó alls ekki vera alls staðar, til dæmis sé hægt að fá köku- sneið á góðu verði á Akureyri og kaffi- bolla á tvö hundruð krónur á Dalvík. Einnig má nefna að á Hótel Djúpavík er boðið upp á ókeypis kaffi og te. Sniðganga perlurnar „Við leiðsögumenn erum náttúrlega algjörlega á móti þessari skúramenn- ingu,“ segir Kári og á við gjaldtökuna á vinsælum ferðamannastöðum hér á landi. „Ég veit að sumar ferðaskrifstof- ur hafa sagt við sína hópa að þau megi ekki fara inn á til dæmis hveraröndina austur fyrir Námaskarð og ekkert upp í Víti eða Leirhnjúk. Það getur ver- ið erfitt að útskýra þessa hluti fyrir ferðamönnum. Hluti af hópnum vill kannski borga átta hundruð krónur og fara á þessa staði en hinn hluti hópsins vill ekki borga. Þá hafa ferðaskrifstof- ur bara gripið til þess ráðs að sleppa þessum stöðum.“ Kári segir ríkið alls ekki hafa stað- ið í stykkinu við að veita fé til ýmissa ferðamannastaða. Þrátt fyrir það sé al- gjörlega óforsvaranlegt að innheimta gjald hér og þar um landið. „Ef ver- ið væri að veita einhverja þjónustu þá væri þetta öðruvísi. Ég hef oft sagt að mér finnst sjálfsagt að taka gjald ef fólk þarf að fara á klósett enda er það gert víða í útlöndum. Svo skil ég ekkert í því heldur af hverju það er ekki tekið bíla- stæðagjald á þessum stöðum. Ef þú þarft að fara með barnið þitt eða aldr- aða móður á bráðamóttökuna í Foss- vogi þá þarftu að greiða bílastæðagjald og ert sektaður um þúsundir króna ef þú gleymir að borga, en síðan er ekki tekið bílastæðagjald á fjölmennum stöðum eins og Þingvöllum.“ Hækka gistináttaskatt Kári hefur ekki trú á því að svokall- aður náttúrupassi muni leysa vanda- málið. „Ég hef ekki nokkra trú á því að þessi náttúrupassi verði nokkurn tíma að veruleika. En það er gistinátta- gjald í gildi hér á landi og ég skil ekkert í stjórnvöldum hvers vegna þau hafa ekki gjaldið eins og það var upphaflega hugsað. Upphaflega var það hugsað þannig að það væru hundrað krónur á hvern mann á hverja nóttu en síðan komu þeir sem eru í ferðaþjónustunni og börðust fyrir því að þetta yrði frekar hundrað krónur á hverja einingu. Nú er þetta þannig að þú borgar hund- rað krónur á einingu hvort sem það er einn maður í tjaldi eða átta manna fjölskylda í raðhúsi. Ef gistináttagjaldið yrði bara hækkað í tvö hundruð krón- ur á mann á hverja nóttu, og yrði inn- heimt með virðisauka, yrði þetta mál bara úr sögunni,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður að lokum. Vill siga lögreglu á innheimtumenn Átroðningur á ferðamannasvæðum hefur aukist mjög þegar ferðamönn- um hefur fjölgað svo mikið sem raun ber vitni. Landeigendur kalla eftir að- gerðum yfirvalda og sumir þeirra eru orðnir langþreyttir og hafa gripið til eigin aðgerða, sem yfirleitt felst í gjaldtöku. Peninginn á svo að nýta í viðhald og verndun stað- anna sem laða ferðamenn að sér. Þetta er raunin í Vatnshelli, sem að vísu er í eigu ríkisins eins og Silfra, í Reykjahlíð, Bláa Lóninu, Þríhnúkagíg, Hveragarði og Náma- skarði. Landeigenda- félag Geysis hóf að rukka gesti í mars en í apríl var sett lög- bann á gjaldtökuna. V erslun á Laugaveginum hefur gjörbreyst á örfáum árum. Minjagripaverslan- ir, eða lundabúðir eins og þær eru stundum kallaðar, hafa sprottið upp eins og gorkúlur um allan Laugaveginn og víðar í miðbænum. Nú er svo komið að nánast ekkert er hægt að kaupa í miðbænum annað en lunda- bangsa og lopapeysur. Blaða- maður DV gerði óvísindalega könnun á fjölda þeirra. Aðferðar- fræðin var sú að á leið sinni heim frá Tryggvagötunni að Hlemmi taldi blaðamaður allar lunda- búðir sem á vegi hans urðu. Í ljós kom að á þessari leið eru rúm- lega 20 lundabúðir en fjöldinn er töluvert meiri ef með eru taldar til dæmis bókabúðir sem í æ rík- ari mæli selja minjagripi af þessu tagi. Lundabúðir á Laugavegi Vinsælustu ferðamanna- staðirnir Samkvæmt könnun sem Ferða- málastofa gerði eru eftirfarandi staðir fjölsóttustu ferðamanna- staðir landsins: Sumar 1. Reykjavík 94,3* 2. Þingvellir/Geysir/Gullfoss 72 3. Vík í Mýrdal 52,4 4. Skaftafell 47,6 5. Skógar 45,3 6. Akureyri 42 7. Mývatnssveit 42 8. Húsavík 42,1 9. Ásbyrgi/Dettifoss 32,3 10. Snæfellsnesþjóðgarður 30,9 Vetur 1. Reykjavík 95,3 2. Þingvellir/Geysir/Gullfoss 61 3. Vík 32,6 4. Skógar 27,3 5. Skaftafell 22,8 6. Reykjanesbær 21,9 7. Snæfellsnesþjóðgarður 20,7 8. Reykjanesviti og nágrenni 15,1 9. Akureyri 13,7 10. Hornafjörður 13 Katrín Jakobs- dóttir „Nú hins vegar erum við að horfa upp á aðgerðir, sem við get- um kallað villta vestrið,“ sagði Katrín á þingi í vor þegar rætt var um gjaldtöku og almannarétt. Auður Ösp Ólafsdóttir „Að sjálfsögðu finnur maður fyrir því,“ segir Auður Ösp, spurð um hvort gullæði hafi gripið um sig í ferðaþjónustu. „En enn sem komið er finna ferðamennirnir ekki fyrir því.“ „Við meg- um ekki vera feimin við það að ferða- maðurinn borgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.