Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Leyniviðræður í þágu fyrirtækja Össur Skarphéðinsson kannast ekki við að málið hafi komið á sitt borð, þvert á tilkynningu ráðuneytisins Í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins um hinar leynilegu TiSA- viðræður kemur fram að þær miði að því að vernda hagsmuni fyrirtækja á þjónustumark- aði. Hins vegar er hvorki minnst á hagsmuni neytenda né launafólks. Fullyrt er að utanríkisráðherra fyrri ríkisstjórnar, Össur Skarp- héðinsson, hafi tekið ákvörðun um það í desember árið 2012 að Ísland tæki þátt í viðræðunum en hann kannast ekki við það. „Þetta mál hefur aldrei yfir mitt borð farið,“ segir Össur og bætir því við að hann hafi gert lauslega leit í tölvupóstum og dagbókum en ekk- ert fundið. „Þetta virðist heldur ekki hafa verið rætt í síðustu ríkis- stjórn.“ Engin leynd? Ekki hefur verið fjallað um við- ræðurnar í utanríkismálanefnd. Í samingsdrögunum sem Wikileaks birtu á dögunum stendur að skjöl- in verði ekki gerð opinber fyrr en fimm árum eftir að samningurinn tekur gildi. Þrátt fyrir þetta hefur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra fullyrt í viðtölum að engin leynd hvíldi yfir viðræðunum. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á að utanríkisráðherra gerði grein fyrir stöðu TiSA-viðræðna á Alþingi í skýrslu sinni um utan- ríkismál í mars. Í þeim kafla skýr- slunnar er fjallað með almennum hætti um mikilvægi þjónustuvið- skipta, en fram kemur að utanríkis- ráðuneytið hafi unnið að „ítarlegri hagsmunagreiningu íslenskra fyr- irtækja erlendis á sviði þjónustu- viðskipta í samstarfi við atvinnu- lífið“. Einkavæðingarstefna fest í sessi Skjölin sem Wikileaks birtu úr við- ræðunum fjalla um þá hlið samn- ingsins er snýr að fjármálaþjón- ustu á alþjóðamörkuðum. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu samtakanna sýna drögin að stefnt er að því að draga úr regluverki á sviði fjármála. Alþjóðasamtök opinberra starfsmanna eru á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa TiSA-viðræð- urnar harðlega og varað við því að hendur ríkisstjórna verði bundn- ar frammi fyrir valdi fjárfesta og fjármagns. Samtökin benda á að samkvæmt samningsdrögunum stendur til að takmarka öryggis- og umhverfisreglugerðir allveru- lega auk þess sem þau óttast að ríkisstjórnum verði gert ókleift að taka aftur yfir opinberan rekstur ef einkavæðing hans hefur mistekist. Riddari gagnsæis Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hæðist að yfirlýsingum Gunnars Braga og tilkynningu ut- anríkisráðuneytisins á Facebook- síðu sinni. „Rétt er að fagna einlæg- um yfirlýsingum utanríkisráðherra um að engin leynd hvíli yfir TISA- viðræðum sem og birtingu upp- haflegu samningsmarkmiða Ís- lands. Eðlilegt er að Gunnar Bragi, hinn nýslegni riddari sannleika og gagnsæis, setji fyrir sína samn- ingamenn að krefjast fullkominnar opnunar á viðræðuferlinu. Eðlileg- ast er þá að færa þær inn í ramma WTO í stað þess að pukrast með þær undir húsvegg í skuggasundi fyrir utan“, skrifar hann og bæt- ir við: „Ég er sérlega imponeraður yfir því að ráðherra viðurkennir af Chicagoskólalegri hreinskilni að markmið TISA sé ekki að vernda hagsmuni almennra borgara né einstakra þjóðríkja, heldur hags- muni stórfyrirtækja.“ Hér vísar Kristinn til þeirrar hörðu markaðshyggju og einka- væðingarstefnu sem kennd hefur verið við Chicago-háskóla í Banda- ríkjunum. Margir sem gagnrýna TiSA-viðræðurnar óttast að mark- mið þeirra sé útbreiðsla og lög- festing slíkrar hugmyndafræði á alþjóðavettvangi. Slíkt kunni með- al annars að bitna á verkafólki og náttúrunni auk þess sem fjármála- stöðugleika verði stefnt í hættu. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Engin leynd Gunnar Bragi segir að engin leynd hvíli yfir við- ræðunum, en gögnin sem Wikileaks birtu áttu ekki að vera gerð opinber fyrr en fimm árum eftir gildistöku samningsins. Mynd SigtRygguR ARi „Þetta virðist held- ur ekki hafa verið rætt í síðustu ríkisstjórn TiSA? 50 ríki í viðræðum TiSA-viðræðurnar eru samningaferli sem miðar að auknu frelsi í þjónustu- viðskiptum. Um 50 ríki eiga aðild að viðræðunum, meðal annars aðildarríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Noregur, Sviss og Japan. Enn sem komið er falla viðræðurnar ekki undir kerfi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og eru þær því leynilegri en venjan er. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að samningurinn muni þó byggjast á reglum GATS (General Agreement on Trade in Service) og fjalla sérstaklega um sjóflutninga, orkumál, fjármagnsþjónustu, póstþjónustu, fjarskipti, aðgang þjónustu- veitenda og rafræn viðskipti. Markmiðið sé að fækka hindrunum sem standa í vegi fyrir fyrirtækjum sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta. Kannast ekki við málið Össur segist ekki kannast við að hafa átt aðkomu eða frum- kvæði að þátttöku Íslands í TiSA-viðræðunum. Leyniskjölum lekið Wikileaks-samtökin birtu leyniskjöl úr viðræðunum. Talsmaður samtakanna, sem hér má sjá fyrir aftan Julian Assange, forsprakka þeirra, hæðist að utan- ríkisráðherra vegna tilkynningar á vef ráðuneytisins. Mynd PAuL HAcKEtt / REutERS Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi í Aurum-málinu til Hæstaréttar á grundvelli þess að Sverrir Ólafsson, meðdóm- ari í málinu, hafi verið vanhæf- ur. Krefst saksóknari þess að meðferð héraðsdóms verði ógilt. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar í Samskipum, sem var sem kunn- ugt er dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Al-Thani-málinu. RÚV greinir frá þessari ákvörðun ríkissaksóknara, en héraðsdómur, skipaður Sverri og þeim Guðna St. Marteinssyni og Arngrími Ísberg héraðsdómur- um, sýknaði fjórmenninga sem ákærðir voru í málinu. Þeir Lárus Welding, fyrrver- andi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, stærsti óbeini hlut- hafi bankans fyrir hrun, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bank- ans, voru ákærðir fyrir umboðs- svik. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu út úr Glitni í maí 2008, án veðs eða trygginga. Lánið tengdist viðskiptum með skartgripaverslanakeðjuna Aur- um, en ákæruvaldið taldi að við- skiptin hefðu farið fram svo Jón Ásgeir gæti hagnast persónulega á kostnað bankans. Arngrímur Ísberg skilaði sérá- liti í málinu og vildi hann sakfella Lárus og Magnús fyrir umboðs- svik og Jón Ásgeir fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Guðjón og Sverr- ir sýknuðu alla fjóra. Sérstakur saksóknari sagði eftir að dómur féll að hann hafi ekki vitað af því að Sverrir væri bróðir Ólafs. Sagði hann eðlilegt að embættið hefði fengið að vita af því áður en dómur féll og hefði hann mótmælt skipan Sverris hefði hann vitað af ættartengsl- unum. Sverrir var harðorður í svari sínu, sakaði Ólaf Þ. Hauksson, sérstakan saksóknara, um „ör- væntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“, sem hann væri að grípa til á „erfiðum tím- um, þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Segir Sverri vanhæfan Ríkissaksóknari áfrýjar Hnoðaður til lífs Eldri maður fékk hjartaáfall í sundlaug Akureyrar á mánudags- morgun og fannst hann meðvit- undarlaus á botni laugarinnar. Ungmenni sem voru að æfa sund í lauginni komu auga á hann og komu honum á sundlaugarbakk- ann, þar sem hann var hnoðað- ur til lífs. Vikudagur greinir frá málinu en þar kemur fram að maður- inn sé nú á gjörgæslu og að líðan hans sé eftir atvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.