Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Side 49
Helgarblað 4.–7. júlí 2014 Sport 49 Barist um sæti í undanúrslitum n Átta liða úrslitin á HM byrja í dag n Willum Þór Þórsson spáir í spilin Á tta liða úrslitin á heimsmeist- aramótinu í Brasilíu eru rétt handan við hornið og óhætt að segja að stórleikir séu á dagskránni. Í dag, föstudag, fara tveir leikir fram en þá mætast Frakkar og Þjóðverjar annars vegar og hins vegar Brasilíumenn og Kól- umbíumenn. Á laugardag fara svo seinni leikirnir í átta liða úrslitunum fram en þá mætir Argentína Belgíu og Hollendingar mæta Kostaríka. Evrópuslagur af bestu gerð Búast má við því að leikur Frakka og Þjóðverja verði geysilega spennandi. Þessar þjóðir hafa marga hildi háð á knattspyrnuvellinum. Samkvæmt vef FIFA hafa þjóðirnar mæst 25 sinnum. Frakkar hafa unnið 11 leiki, Þjóðverj- ar 8 en sex hafa endað með jafntefli. Markatalan er 42-41 Þjóðverjum í vil. Frakkar hafa að mörgu leyti komið á óvart í keppninni og unnið alla sína leiki til þessa. Liðið hefur skorað tíu mörk og aðeins fengið á sig tvö. Þjóð- verjar hafa aftur á móti verið brokk- gengir. Þeir byrjuðu á að vinna stór- sigur á Portúgal í riðlakeppninni, gerðu svo jafntefli við Gana og unnu svo Bandaríkin í lokaleik G-riðils, 1-0. Þeir þurftu svo framlengingu til að klára baráttu glaða Alsíringa í 16 liða úrslitunum. Enginn skyldi úti- loka Frakkana sem gætu valdið mikl- um usla í vörn Þjóðverja. Algjörir yfirburðir Brassa Í seinni leik föstudagsins mæta heimamenn í Brasilíu einu af spútnikliðum keppninnar, Kól- umbíu. Brasilíumenn hafa haft mikla yfirburði gegn Kólumbíu í gegnum tíðina. Líkt og Þjóðverjar og Frakk- ar hafa liðin mæst 25 sinnum; Bras- ilíumenn hafa unnið 15 leiki, Kólu- mbíumenn 2 en 8 leikir hafa endað með jafntefli. Markatalan er 55- 11 fyrir Brasilíu. Það er morgun- ljóst að miðað við spilamennsku liðanna í keppninni eru afar litl- ar líkur á að Brasilíumenn rúlli yfir granna sína. Kólumbíumenn hafa komið skemmtilega á óvart; ver- ið skipulagðir og spilað leiftrandi sóknarbolta með James Rodriguez fremstan meðal jafningja. Á sama tíma hafa Brasilíumenn hreinlega verið slakir á köflum og ljóst að liðið þarf að bæta sinn leik verulega til að eiga ekki á hættu að kveðja mótið á heimavelli strax í átta liða úrslitum. Messi gegn Hazard Á laugardag fer athyglisverður leik- ur fram þegar Argentínumenn mæta Belgum. Þessar þjóðir hafa aðeins mæst fjórum sinnum áður; Argent- ínumenn hafa unnið þrjá leiki en Belgar einn. Markatalan er 10-4 fyr- ir Argentínu. Bæði þessi lið hafa leikið ágætlega en þó lent í ákveðn- um vandræðum. Argentínumenn mörðu sigur á Sviss í 16 liða úrslitun- um á meðan Belgar unnu nauman 2-1 sigur á Bandaríkjunum. Þessi lið unnu alla leiki sína í riðlakeppninni án þess að setja á svið einhverja flug- eldasýningu. Fer Kostaríka í undanúrslit? Lokaleikur átta liða úrslitanna fer fram á laugardagskvöld þegar Hol- land og Kostaríka mætast. Það hafa líklega fáir spáð því fyrir keppni að Kostaríka ætti eftir að komast í átta liða úrslit. Það segir ýmislegt um gæði liðsins að það tapaði ekki leik í riðlakeppninni gegn sterkum þjóðum á borð við Ítalíu, England og Úrúgvæ. Liðið lenti í vandræð- um gegn Grikkjum í 16 liða úrslit- um en vann eftir vítaspyrnukeppni. Hollendingar hafa spilað ágætlega á mótinu til þessa undir stjórn hins reynslumikla Louis van Gaal sem beitti allri sinni reynslu til að snúa leiknum gegn Mexíkó og næla í 2-1 sigur á lokamínútunum. Það er athyglisvert að þessar þjóðir hafa aldrei mæst á knattspyrnuvellin- um. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Sigurstranglegir Þó að Brassar hafi ekki ver- ið upp á sitt allra besta í undanförnum leikjum verða þeir að teljast sigurstranglegir. Draumaúrslitaleikur erkifjenda Fjörið mun halda áfram – Willum Þór spáir í spilin DV fékk Willum Þór Þórsson, þingmann Framsóknarflokksins og aðstoðarþjálfara Breiðabliks, til að spá í spilin fyrir leikina í 8 liða úrslitum. Willum býst við sigri Frakka gegn Þjóðverjum, Brasilíumenn klári Kólumbíu, Argentína vinni Belgíu og Holland vinni skyldusigur á Kostaríka. Úrslitaleikur keppninnar verði svo milli Argentínu og Brasilíu. Frakkland – Þýskaland 2-1 „Ég held að staðan eftir venjulegan leiktíma verði 1-1. Svo held ég að Frakkland hafi þetta í framlengingunni og vinni 2-1. Það er léttari stemning yfir Frökkunum en oft áður og mér finnst þeir nokkuð heilsteyptir. Það má kannski segja það sama um Þjóðverjana en þeir hafa verið pínu tætingslegir í vörninni.“ Brasilía – Kólumbía 2-1 „Kólumbía er eitt af mínum uppáhaldsliðum í þessari keppni en ég held að Brasilía vinni þetta, 2-1. Þetta er kannski óskhyggja því ég vona og held að Brasilía og Argentína mætist í úrslitum.“ Argentína – Belgía 1-0 „Heldur ekki bara Messi uppteknum hætti með að klára þessa leiki, annaðhvort með því að skora eða leggja upp? Belgarnir hafa ekki alveg smollið í takt en eru með sterkt lið og eiga auðvitað leikmenn sem geta klárað leiki. Það er mín trú að Argentína vinni þennan leik og vinni raunar þetta heimsmeistaramót.“ Holland – Kostaríka 2-0 „Holland siglir þessu nokkuð örugglega í höfn. Það er betri taktur í leik hollenska liðsins og sjálfstraust þeirra hefur verið að aukast. Kostaríkumenn hafa staðið sig afar vel og eru komnir lengra en ég átti von á, en þeir eiga held ég ekkert í Hollendingana. Mögulega eru þeir líka orðnir saddir eftir gott gengi.“ „Ég held að staðan eftir venjulegan leiktíma verði 1-1 Vissir þú ... n... að Lionel Messi, Argentínu, hefur skapað flest færi á HM til þessa, eða 18? n... að Luis Gustavo, Brasilíu, hefur stöðvað flestar sendingar á HM til þessa, eða 19? n... að Karim Benzema, Frakklandi, hefur átt flest heppnuð markskot á HM til þessa, eða 13? n... að Julian Green, Bandaríkjunum, skoraði með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta HM-leik gegn Belgum á þriðjudag? n... að öll liðin sem enduðu á toppi síns riðils í riðlakeppninni komust í átta liða úrslit? n... að Thomas Muller, Þýskalandi, hefur skorað níu mörk í níu leikjum á HM? n... að Frakkar hafa skotið sex sinnum í tréverkið á HM til þessa, oftast allra liða? n... að Frakkar hafa ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í síðustu tólf lands- leikjum? Hörkuleikir Willum segist telja að Argent- ínumenn og Brasilíumenn komist áfram og mætist í úrslitaleik mótsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.