Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2014, Qupperneq 62
Helgarblað 4.–7. júlí 201462 Fólk
Í boði með Obama
Margret Hrafns í boði með stjörnunum
K
vikmyndaframleiðandinn
Margret Hrafns lifir og hrær-
ist í heimi kvikmyndastjarn-
anna í Hollywood. Nú hef-
ur Margreti verið boðið heim til
handritshöfundarins, leikstjór-
ans og framleiðandans Shonda
Rhimes í flott boð þar sem sjálf-
ur forseti Bandaríkjanna, Barack
Obama, verður sérstakur gestur.
Shonda Rhimes er heilinn á
bak við vinsælar sjónvarpsserí-
ur á borð við Grey's Anatomy og
Scandal en aðalleikkona Scandal,
Kerry Washington, verður einnig
á meðal gesta. Aðrir frægir boðs-
gestir eru til að mynda leikkonan
Debbie Allen, sem margir muna
eftir úr Fame, Tony Goldwyn, sem
einmitt leikur forsetann í Scandal,
og viðskiptajöfurinn Joe Kiani.
Margret og eiginmaður hennar,
Jón Óttar Ragnarsson, hafa búið
í Bandaríkjunum síðustu 22 árin
með hléum. Þau hafa lengst af
verið búsett í Los Angeles en hafa
nú flutt til Palm Springs þótt þau
starfi enn í borg englanna. Margret
er á kafi í vinnu en samkvæmt
heimildum DV mun hún reyna
að mæta í boðið. Þetta verður þó
ekki í fyrsta skiptið sem hún hitt-
ir Barack Obama enda ekki fyrsta
flotta boðið sem hún mætir í. Þau
Jón Óttar hafa hægt og rólega búið
sér til nafn í Hollywood en á með-
al mynda sem eru væntanlegar
frá þeim eru Kill the Poet og Terra
Infirma auk sjónvarpsþáttanna
Dulda Ísland. n
Obama Þetta
verður þó ekki
í fyrsta skiptið
sem Margret hittir
forsetann.
Þekkir stjörnurnar
Margret og eiginmaður
hennar, Jón Óttar, hafa
smám saman búið sér til
nafn í Hollywood.
Mynd Sigtryggur Ari
Edrú í sjö ár
Söngvarinn síkáti, Herbert Guð-
mundsson, fagnaði á þriðju-
daginn sjö árum án áfengis og
fíkniefna. „Í morgun kl: 10:00 er
sjö ár liðin síðan ég tók þá bless-
unarríku ákvörðun að hætta að
nota öll hugbreytandi efni, hví-
lík blessun og þakklæti Guði,
vissum tólf spora samtökum og
manninum sem leiddi mig inní
ljósið: Baldur Freyr Einarsson,
Guð blessi þig og þitt stórkost-
lega starf, elsku vinur, þú ert svo
sannarlega ljósberi, er svo óend-
anlega þakklátur,“ skrifaði Her-
bert á Facebook-síðu sína, fullur
þakklætis.
Taka við Ungfrú Ísland
n Dísa og Bjössi nýir eigendur keppninnar sem verður líklega haldin í haust
Þ
etta er bara mjög gam-
an,“ segir Hafdís Jónsdótt-
ir, Dísa, kennd við World
Class, sem er ásamt eigin-
manni sínum, Birni Leifs-
syni, nýr eigandi keppninnar Ung-
frú Ísland. Hjónin keyptu keppnina
af Arnari Laufdal sem haldið hefur
hana frá árinu 2001 en hann tók við
keflinu af föður sínum, Ólafi Lauf-
dal. Dísa og Bjössi hafa verið við-
loðandi keppnina í fjölmörg ár og
séð um að þjálfa keppendur.
taka við góðu búi
„Þegar það kom upp að Arnar ætl-
aði ekki að vera með keppnina
lengur þá kom hún í okkar hend-
ur. Hann hefur gert þetta mjög vel
í mörg ár,“ segir Dísa.
„Ég er bara kominn í allt ann-
að, hættur í þessum skemmtana-
bransa og þau voru til í að taka við
þessu. Ég seldi Broadway 2010 og
er núna að reka hugbúnaðarfyrir-
tæki og bara kominn í allt annan
bransa,“ segir Arnar um ástæður
þess að hann ákvað að hætta með
keppnina. Aðspurður hvort keppn-
in hafi verið seld fyrir háa upphæð
segist hann ekki geta tjáð sig um
það. „Það er trúnaðarmál.“
Finna keppninni nýjan
samastað
Dísa segist spennt fyrir keppn-
ishaldinu og telur líklegt að hún
verði haldin í haust. Þó ekki þar
sem hún hefur verið haldin undan-
farin ár þar sem Broadway er ekki
lengur til og segir Hafdís þau eiga
eftir að finna keppninni nýjan
samastað. Hún segir heldur ekki
ljóst hvort keppnin verði með öðru
sniði en áður, það eigi eftir að taka
ákvörðun um það. „Við erum bara
nýtekin við þessu og eigum eftir að
setjast niður og ræða hvernig þetta
verður,“ segir hún.
Fegurðarsamkeppnir
klassískar
Mikil umræða skapaðist um
keppnina á síðasta ári en hún var
ekki haldin árið áður. Fjölmargir
tóku upp á því að skrá sig til þátt-
töku og þótti mörgum það vera
ansi mikil tímaskekkja að keppa í
fegurð á 21. öldinni. Meðal þeirra
sem skráðu sig í keppnina til að
mótmæla henni voru þær Sigríð-
ur Ingibjörg Ingadóttir þingkona,
Björk Vilhelmsdóttir og Hildur
Lilliendahl. Dísa er ekki sammála
því að fegurðarsamkeppnir séu
tímaskekkja. „Mér finnst fegurðar-
samkeppnir vera eitthvað sem er
orðið svolítið klassískt. Það eru
auðvitað margir hlutir sem breyt-
ast og alltaf eitthvað sem fer úr
tísku og kemur aftur. En þetta hefur
alltaf verið voðalega ánægjulegur
og skemmtilegur tími. Flestar þær
stelpur sem hafa farið í gegnum
þetta hafa fengið mikinn þroska og
lærdóm út úr þessu. Sumar hafa
gert mikið úr þessu og aðrar ekki,
þær sem vilja nýta sér tækifærin.
Þetta eru tækifæri fyrir þær sem
vilja,“ segir hún.
Mismunandi álit á keppninni
„Mér hefur alltaf fundist þetta
skemmtilegt og gaman að sjá
stelpurnar blómstra í þessu. Þetta er
eins og aðrar keppnir; hvort sem það
er fitness, krafta-, hlaupakeppnir eða
hvað annað. Fólk er með alls konar
mismunandi álit á þeim og þannig
verður það að vera. Það er aldrei
neinn að taka þátt í svona keppni né
öðrum nema þeir sem hafa áhuga og
vilja,“ segir hún.
„Það sem er skemmtilegt við
þessa keppni og er meira og meira
verið að gera er að það er verið að
tengja þetta við hjálparstarf og safn-
anir í kringum þetta. Þannig að þetta
er að vekja athygli á góðum málefn-
um. Það er hluti sem mér finnst mjög
áhugaverður og við munum taka
þann vinkil á þetta“ segir Dísa. n
„Mér finnst
fegurðar-
samkeppnir vera
eitthvað sem
er orðið svolítið
klassískt
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Ekki tímaskekkja Dísa er ekki sammála mótmælendum keppninnar um að hún sé tíma-
skekkja heldur segir hana vera orðna klassíska. Mynd frá Ungfrú Ísland 2007.
ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórs-
dóttir var kosin Ungfrú Ísland árið 2013.
nýir eigendur Þau Dísa og
Bjössi eru nýir eigendur Ungfrú
Ísland. Þau hafa verið viðloð-
andi keppnina í fjölda ára.
Miðlar
kraftaspeki
Kraftatröllið Hafþór Júlí-
us Björnsson hefur ákveðið að
demba sér á fjarþjálfunarmark-
aðinn. Hafþór segist fá stöðugar
fyrirspurnir um hvernig hann
æfi en Hafþór er einn allra sterk-
asti maður heims. Hafþór ætlar
því að bjóða fólki upp á æfinga-
prógrömm, leiðsögn og tæki-
færi til þess að spyrja hann ráða.
Þekktir fjarþjálfarar hér á Íslandi
eru meðal annars Egill „Gillz“
Einarsson og Logi Geirsson þótt
þeir séu minna í því að draga
flugvélar og lyfta tæplega hálfu
tonni í réttstöðulyftu. Hægt er
að ná í Hafþór í gegnum strong-
manthor@gmail.com.
Leitar að
grönnum fola
Söngkonan Leoncie lýsti í vik-
unni eftir karlmanni til þess að
leika á móti sér í nýju tónlist-
armyndbandi. Söngkonan vill
hugrakkan, grannan og kyn-
þokkafullan karlmann. „Er ein-
hver grannur, hugrakkur og kyn-
þokkafullur maður sem er frábær
dansari sem vill leika með mér í
tónlistarmyndbandi?“ spyr söng-
konan Facebook-vini sína. „Harð-
ur nagli sem er alveg sama hvað
öðru fólki finnst og er kátur og
glaður eins og ég.“ Ekki er langt
síðan að Leoncie flutti aftur til Ís-
lands en hún bjó í Bretlandi um
nokkurt skeið. Hennar þekktustu
lög eru meðal annars Radio Rap-
ist og Ást á pöbbnum.