Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 3
Vikublað 29.–31. júlí 2014 Fréttir 3 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. LÍN fjárþurfi á næstunni S amkvæmt ársskýrslu Lána- sjóðs íslenskra námsmanna sem kom út á mánudag voru útlán skólaársins 2012–2013 alls 16,8 milljarðar króna. Í lok árs 2013 var nafnvirði útlána LÍN 202 milljarðar króna. Samkvæmt skýr- slunni hafa útlán vaxið um 73% frá árinu 2008 en þar kemur fram að að öllu óbreyttu megi búast við að af- skriftir af lánum fari hækkandi og að ríkið þurfi að leggja meiri fjármuni í sjóðinn á næstu árum. Núvirði lána sjóðsins er nokkuð lægra en nafnvirði þeirra eða um 129 milljarðar króna sem nemur 64% nafnvirðisins. Í frétt á vef LÍN segir að þessi staða sýni: „Innbyggðan opin- beran stuðning við námsmenn mið- að við fyrirkomulag námslána. Afföll námslána aukast í réttu hlutfalli við upphæð lánanna og lengd endur- greiðslutímans. Þannig er t.d. áætlað að tæplega helmings eftirgjöf felist í námsláni á bilinu 7,5–10 milljónir króna.“ Í skýrslunni er að finna sérstaka sundurliðun lána eftir kyni, aldri og fjölda auk þess sem dæmi eru tek- in um áætlaðan fjölda ára niður- greiðslu námsláns og stöðu lánsins við hefðbundinn lífeyristökualdur. „Meðallán námsmanna, sem enn eru í námi, námu 4 milljónum kr. í lok árs 2013 en 12,5% þeirra sem eru enn í námi skulda yfir 12,5 milljónir kr. Dæmi eru um skuldir yfir 30 millj- ónir kr., en námsmaður með svo háa skuld þyrfti að hafa um 23 milljónir kr. í árstekjur frá námslokum til að auðnast að greiða lánin fyrir 67 ára aldur. Til samanburðar þyrfti náms- maður sem lýkur námi um þrítugt með 7,5 milljóna kr. námslánaskuld að hafa 5,5 milljónir kr. í árstekjur til að greiða upp námslán sín fyrir 67 ára aldur.“ Í frétt á vef LÍN kemur einnig fram að samkvæmt nýlegri skýrslu sem Summa Ráðgjöf vann um sjóð- inn kemur fram að: „Lántökum hjá LÍN hafi fjölgað töluvert, námstími lengst, heildarfjárhæð lána hækkað og endurgreiðslutími lengst. Veru- legur opinber stuðningur felst í námslánakerfinu vegna vaxtaafslátt- ar og afskrifta lána, en hærri heildar- fjárhæð námslána dregur almennt úr líkum á fullum endurheimtum. Þessi stuðningur er metinn um 37% fyrir heildarlánasafn sjóðsins en fer hækkandi og var rúm 47% af útlán- um ársins 2013.“ n asgeir@dv.is Ársskýrsla Lánasjóðs íslenskra mánsmanna Bíllausir borga fyrir bíla- stæði sem þeir nota ekki R eykvíkingar sem notfæra sér vistvænar samgöngur, strætó eða reiðhjól, geta þurft að borga á þriðju milljón króna í bílastæðasjóð ef þeim hugn- ast ekki að hafa bílastæði fyrir utan heimili sitt. Nánast allir viðmælendur DV sem þekkja til í borgarmálum kannast við fyrirkomulagið og virðast sammála um að því þurfi að breyta en kerfið virðist svifaseint og breytingarnar ger- ast hægt. Í andstöðu við stefnu borgarstjórnar Ef húsnæðiseigandi á höfuðborgar- svæðinu ætlar að breyta heimili sínu svo það innihaldi tvær litlar íbúð- ir frekar en eina stóra, þarf hann að tryggja að bílastæði sé fyrir báð- ar íbúðirnar, nema kveðið sé á um annað í deiliskipulagi svæðisins. Ef hann getur það ekki þarf hann að borga í bílastæðasjóð upphæð sem er ákveðin af sveitarfélaginu og get- ur orðið allt að þriðju milljón, í apríl var gjaldið til dæmis 2.316.357 krónur vestan Kringlumýrarbrautar í Reykja- vík, nema á ákveðnum svæðum í mið- borginni. Slíkar reglur eru bersýnilega í and- stöðu við stefnu borgarstjórnar, sem hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi þéttingu byggðar í Reykjavík og hvatt til aukinnar notkunar á vistvænum ferðamáta, bæði í stjórnarsáttmála sínum og nýju aðalskipulagi. Þetta viðurkennir Hjálmar Sveinsson, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar og for- maður umhverfis- og skipulagsráðs. „Við viljum fyrir alla muni að það sé raunverulegur valkostur að geta búið hérna án þess að eiga bíl. Við erum alfarið á móti því að fólk sé beinlín- is þvingað til þess að borga fyrir bíla- stæði sem það ætlar sér aldrei að nota.“ Leifar af úreltu fyrirkomulagi Fyrirkomulagið virðist fyrst og fremst vera leifar af gömlu skipulagi sem hægt gengur að breyta. Í gömlu byggingarreglugerðinni voru ákvæði um lágmarksbílastæðafjölda við hverja íbúð. Borginni var skipt upp í þrjú svæði og var mismunandi stæða- lágmark á þeim útlistað í sérstökum reglum borgarinnar. Aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulög afmark- aðra svæða voru svo mótuð út frá þessum reglum. Ef af einhverju ástæðum var ekki hægt að finna bílastæði pláss á lóð hafði sveitarfélagið heimild sam- kvæmt skipulagslögum til að krefjast sérstaks gjalds. Bílastæðagjaldið var eyrnamerkt almenningsbílastæðum í nágrenninu. Í nýrri byggingarreglugerð sem tók gildi í febrúar eru engin sérstök ákvæði um lágmarksfjölda bílastæða, en megnið af borginni er ennþá bundið gamla deiliskipulaginu og því þurfa flestir þeir sem byggja sér nýtt hús eða bæta við íbúð í eldra húsnæði að tryggja að bílastæði tilheyri íbúð- inni ellegar greiða bílastæðagjaldið. Breytinga að vænta Arnór Bogason, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir reglurnar vera til merkis um það hversu hátt bílnum hafi verið gert undir höfði í áratugi og verði húsnæðiseigendur eins og aðrir að taka tillit til þess. Hjálmar bendir á að breytinga sé að vænta. Í nýju aðalskipulagi er kveðið á um hámarksfjölda bílastæða við hús á mismunandi svæðum en ekki lágmark eins og áður var. Enn eigi þó eftir að samræma gildandi reglur við þessa opinberu stefnu. „Það á að vera farinn í gang vinnuhópur til þess að aðlaga þessar reglugerðir sem eru sumar orðnar dálítið gamlar í sam- bandi við bílastæðafjölda þeirri stefnu sem er mótuð í aðalskipulaginu,“ segir Hjálmar og vonast hann til að hópur- inn geti klárað vinnuna á árinu. n n 2.316.357 króna gjald ef þú vilt ekki bílastæði fyrir utan heimilið n Andstætt núverandi stefnu Bílastæðagjöld í Reykjavík 1. apríl 2014 n Flokkur I: 673.849,38 kr. n Flokkur II: 421.155,86 kr. n Flokkur III: 2.316.357,27 kr. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Ekki í samræmi Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir borgarstjórn vera á móti því að einstaklingar þurfi að borga fyrir bílastæði sem þeir ætli sér aldrei að nota. Breytt hugsun Mikil breyting hefur verið í hugsun og opinberri stefnu varðandi bíllausan lífsstíl, en reglurnar breytast hægar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.