Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Síða 4
Vikublað 29.–31. júlí 20144 Fréttir Fengu óeðlilega háar greiðslur n Óháðir fengnir til að skoða bókhald Veiðifélags Laxdæla Á rsæll Þórðarson og Einar Kristjánsson, skoðunar­ menn bókhalds Veiðifélags Laxdæla, Laxár í Dölum, sáu sér ekki fært að samþykkja greinargerðir stjórnenda, í mars síðastliðnum. Það sem þeim þótti ábótavant voru greinargerðir stjórn­ enda sem selja veiðifélaginu þjón­ ustu sína, það er, formanns stjórnar, Jóns Egilssonar, og gjaldkera, Guð­ brands Ólafssonar. Fundu þeir ekki staðfestingu í fundargerðabókum á því hvernig greiða ætti fyrir slíka þjónustu. Var um að ræða ýmsa vinnu, bæði vegna bókhalds, aksturs og fleira. Þá þótti þeim einnig kaup á pappír og prentbleki mjög mikil miðað við umfang rekstrar félagsins. Á stjórnarfundi hjá stjórn veiði­ félagsins nokkrum dögum síðar var samþykkt að fá utanaðkomandi að­ ila til að yfirfara bókhald félagsins og reikningsfærslur eftir athugasemdir Ársæls og Einars. Fólu þrír stjórnar­ menn, þau Jóhann Hólm Ríkharðs­ son, Gísli S. Þórðarson og Melkorka Benediktsdóttir, þetta verk þeim Magnúsi Ólafssyni, formanni Veiði­ félags Vatnsdalsár og fyrrverandi varaformanni Landssambands veiðifélaga, og Gísla J. Grímssyni, viðurkenndum bókara, sem hafði meðal annars haft á hendi störf gjaldkera og uppsetningu bókhalds fyrir Veiðifélag Blöndu og Svartár. Í maí skiluðu Magnús og Gísli skýrslu um skoðun á bókhaldi félagsins og tillögum til úrbóta en að þeirra mati voru „alvarlegir gallar“ á stjórnsýslu félagsins. DV hefur afrit af skýrslunni undir höndum. Ók 3.196 kílómetra fyrir félagið Laun, akstur og launatengdur kostn­ aður fyrir störf gjaldkera Veiðifélags Laxdæla var 2.734.910 krónur í heild árið 2013. Þar af voru launatengd gjöld 356.042 krónur. Að auki kemur fram að samkvæmt vinnuskýrslum hafi gjaldkeri unnið 171 klukkustund fyrir Ljárskóga og ekið 546 kílómetra vegna þeirra starfa. Til að mynda hafi hann ekið heila 380 kílómetra þann 16. febrúar til að kaupa blek og fleira. Það var síðan ekki fyrr en 24. febrúar sem hann fjölritaði ársskýr­ slu, þannig að tími hefði átt að gefast til að panta blekið í pósti. Þann 31. október og 1. nóvember ók gjaldkerinn 100 kílómetra vegna bókhalds, 350 kílómetra vegna gagnaöflunar og 60 kílómetra vegna suðurferðar. Í heild ók hann 3.196 kílómetra fyrir veiðifélagið, auk fyrrnefndra 546 kílómetra fyrir Ljár­ skóga. Þeir Magnús og Gísli segjast í skýrslunni engan veginn geta trúað að mikil nauðsyn hafi verið að aka 230 kílómetra til innkaupa þann 18. júlí og aftur 380 kílómetra þann 10. ágúst. En að þeirra sögn eru þetta aðeins dæmi tekin af handahófi úr vinnuskýrslum. Óeðlilegt torfærugjald Þá voru laun, akstur og launatengd­ ur kostnaður við störf formanns 1.559.280 krónur vegna Veiðifé­ lags Laxdæla og sami kostnaður við störf formanns vegna Ljárskóga var alls 772.339 krónur. Meirihlutann af þessum kostnaði fékk formað­ urinn greiddan vegna aksturs, eða 823.515 krónur. Var það allt greitt á svokölluðu torfærugjaldi, sem er greitt vegna aksturs utan vega eða á vegslóðum sem ekki eru færir fólksbílum. Ef aksturinn hefði ver­ ið greiddur á ríkistaxta, það er 116,6 krónur á kílómetra, hefði upphæðin verið töluvert lægri, eða sem nemur 227.004 krónum. Skýrsluhöfundar segja „alveg óeðlilegt“ að greiða tor­ færugjaldið. Sláandi samanburður Magnús og Gísli veittu sláandi sam­ anburð í skýrslunni til þess að sýna fram á hversu svimandi háar upp­ hæðirnar voru, sem gjaldkeri og formaður fengu greiddar. Þeir tóku dæmi um að Veiðifélag Blöndu og Svartár hefði greitt gjaldkera, sem sá einnig um bókhald og fleira, árið 2013 um átta prósent af þeim greiðslum sem Veiðifélag Laxdæla greiddi sínum gjaldkera sama ár. Þá segja þeir þann háttinn á hjá Veiðifélagi Vatnsdalsár að formað­ ur sjái um allt bókhald félagsins, þar með talið greiðslu allra reikninga og gerð skattskýrslu. Fyrir það, auk aksturs og launatengdra gjalda fær formaður þess félags greidda rúma 1,1 milljón króna á ári. Það er um 460 þúsund krónum minna en for­ maður Veiðifélags Laxdæla fékk árið 2013 fyrir að gegna formannsstörf­ um einum, en ekki störfum gjald­ kera. „Greiðslur langt umfram það sem þekkist“ Í skýrslunni kemur fram að for­ maður hafi í tölvupósti til höfunda hennar sagt að þarna hafi sér ver­ ið ofgreitt og lýst sig reiðubúinn að endurgreiða félaginu þann mis­ mun. Skýrsluhöfundar segja öðru máli gegna um þóknun vegna um­ sýslu með fjármuni og bókhald fé­ lagsins. „Þar eru greiðslur langt umfram það sem nokkurs staðar þekkist,“ segja þeir. Benda þeir á að á aðalfundum undanfarin ár hafi félagsmenn bókað mótmæli vegna rekstrarkostnaðar félagsins. Tillaga þeirra var sú að gjaldkera yrði boðið að reynt yrði að fá aðal­ fund til að samþykkja að loka þessu máli með verulegri endurgreiðslu hans til félagsins. Að þeirra mati var algjört lágmark að greiða á ári 500 til 600 þúsund krónur á ári fyrir gjald­ kerastörf, bókhald og reiknings­ uppgjör í ekki stærra félagi. Gera þeir jafnframt þá skýru tillögu að til framtíðar verði gallar lagfærðir með því að leggja fjárhagsáætlun fyrir aðalfund til afgreiðslu. Slíkt sé í samræmi við samþykktir félagsins. Ekki náðist á formanni Veiðifé­ lags Laxdæla, sem er enn starfandi, við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gjaldkerinn er hættur störfum hjá félaginu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is „Greiðslur langt umfram það sem nokkurs staðar þekkist Óeðlilegur akstur Sem gjaldkeri Veiði- félags Laxdæla ók Guðbrandur í heild 3.196 kílómetra fyrir félagið árið 2013. Íslenskt tímarit á kínversku Ferðatímaritið Icelandic Times kemur framvegis út í kínverskri útgáfu, en það er nú þegar gefið út á þremur tungumálum: ensku, frönsku og þýsku. Fyrsta útgáfa blaðsins á mandarin kínversku kemur út þann 1. október, þjóð­ hátíðardegi Kínverja. Kínverskir ferðamenn hafa verið helmingi fleiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra, og búist er við enn meiri fjölgun í kjölfar nýgerðs fríverslunarsamnings Íslands og Kína sem tók gildi þann 1. júlí síð­ astliðinn. Edda Snorradóttir, verk­ efnastjóri Icelandic Times, segir fyrirséð að ferðalög Kínverja muni halda áfram að aukast. „Við viljum að sjálfsögðu að Ísland tryggi sér sess í hugum kínverskra ferðalanga sem spennandi valmöguleiki.“ Afsaka launskrið Samtök atvinnulífsins lýsa yfir miklum áhyggjum af launa­ skriði stjórnenda íslenskra fyrir­ tækja á síðasta ári, sem var um 13 prósent, í fréttatilkynningu á mánudag. „Ljóst er að umtalsvert launaskrið hefur orðið og hækk­ anir sem þessar ríma afar illa við áherslur Samtaka atvinnulífsins um aukinn verðlagsstöðugleika og kaupmátt,“ segir í tilkynningu. Þrátt fyrir þessi orð afsaka Samtök atvinnulífsins launahækk­ anir með þeim orðum að heildar­ laun stjórnenda hafi „þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnu­ markaði“. Í því samhengi miða samtökin við árið 2006, er laun stjórnenda voru með hæsta móti. Í tilkynningu segir að launalækk­ un stjórnenda í kjölfar krepp­ unnar árið 2008 hafi nú gengið til baka. Þess má geta að Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, var með tæplega þrjár milljónir króna í meðal­ mánaðarlaun á síðasta ári sam­ kvæmt tölum ríkisskattstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.