Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 6
Vikublað 29.–31. júlí 20146 Fréttir
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Segir ráðningu
ópólitíska
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður
bæjarráðs í Hafnarfirði, vísar
ásökunum Gunnars Axels Axels
sonar, oddvita Samfylkingar
innar þar í bæ, á bug í samtali
við Gaflara á mánudag. Gunn
ar Axel hefur haldið því fram að
ráðning nýs bæjarstjóra hafi ver
ið pólitísk en ekki fagleg. „Full
trúi minnihlutans tók fullan
þátt í öllum undirbúningi ráðn
ingarferilsins, m.a. í viðtölum
við umsækjendur og gerði engar
athugasemdir við feril málsins.
Og er því leitt að hann kjósi að
láta að því liggja að ekki hafi ver
ið staðið faglega að verki þegar
lokaákvörðun var tekin,“ sagði
Rósa í samtali við Gaflara.
Þýfið var
upp í skuld
Lögreglunni í Vestmannaeyjum
var tilkynnt um innbrot að
morgni síðastliðins miðviku
dags. Brotist hafði verið inn í íbúð
og þaðan stolið fartölvu og lyf
jum. „Grunur beindist fljótlega
að ákveðnum aðila og við húsleit
hjá þessum aðila síðdegis daginn
eftir fannst tölvan. Viðkomandi
kvaðst hins vegar ekki hafa stolið
tölvunni heldur hafi hann fengið
hana upp í skuld hjá ónefndum
manni. Eigandinn var mjög þakk
látur lögreglu fyrir að hafa endur
heimt tölvuna,“ segir í tilkynn
ingu lögreglu vegna málsins.
Deilur vegna húss
Ólafs í Garðastræti
n Ólafur í Samskipum keypti húsið í fyrra n Stækkar og selur íbúðirnar
F
asteignafélag í eigu Ólafs
Ólafssonar í Samskipum á
húsið að Garðastræti 21 sem
deilur standa nú um vegna
hækkunar hússins. Félag
Ólafs heitir Festir ehf. og er eigandi
nokkurra annarra fasteigna sem
tengjast Ólafi. Stærstu eignir félags
ins eru Suðurlandsbraut 18, sem
hýsir skrifstofur nokkurra fyrirtækja
í dag, og Krókháls 11 þar sem bif
reiðaumboðið Askja er til húsa sem
og eignir í Kjalarvogi sem tengjast
rekstri Samskipa. Fasteignir félagsins
voru áður í eigu eignarhaldsfélagsins
Festingar ehf.
Húsið er ekki í beinni persónulegri
eigu Ólafs heldur í eigu félagsins SMT
Partners BV í Hollandi, líkt og önn
ur fyrirtæki sem Ólafur tengist meðal
annars Samskip, í gegnum Festi ehf.
og eignarhaldsfélagið G21 ehf.
Eignin stækkuð og íbúðir seldar
Deilur standa nú yfir vegna hækk
unar á húsinu í Garðastræti um eina
hæð, úr tveimur og upp í þrjár. Fram
kvæmdir við húsið hófust fyrr í júlí.
Einn íbúi við Garðastræti, Páll Rafn
ar Þorsteinsson, sagði til dæmis við
Morgunblaðið í síðustu viku að fram
kvæmdin hefði ekki verið kynnt fyrir
íbúum áður en byggingarleyfið var
veitt. Framkvæmdirnar voru hins
vegar kynntar á vef Reykjavíkurborgar
þann 23. desember í fyrra og var gef
inn frestur til að gera athugasemdir
við þær til 7. febrúar á þessu ári. Til
kynningin fór hins vegar framhjá íbú
unum að sögn Páls Rafnars.
Páll Rafnar sagði að stækkun
hússins myndi rýra verðgildi fast
eignar sem hann ætti við götuna.
„Bygg ing in sem þarna er að rísa
kem ur til með að skyggja á út sýnið;
ég held að þetta muni rýra verðmæti
eign ar sem ég er til tölu lega ný bú inn
að kaupa og þannig er þetta per
sónu lega óþolandi.“
Til stendur að hækka húsið um
eina hæð og gera íbúðir í því sem
síðan á að selja. Húsið var byggt árið
1927 og stóð þá til að það yrði þrjár
hæðir og var veitt byggingarleyfi fyrir
þremur hæðum. Einungis tvær hæð
ir voru hins vegar byggðar. Með fram
kvæmdunum mun húsið stækka úr
170 fermetrum og upp í ríflega 367
fermetra.
Keypt af lífeyrissjóði
Festir ehf. keypti húsið í Garðastræti
af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
á 49 milljónir í apríl í fyrra. Þá voru
einungis tvær íbúðir í því, önnur á
fyrstu hæð en hin á annarri. Nú bæt
ast við 200 fermetrar á þriðju hæð
inni og eykst verðmæti hússins því
til muna. Festir ehf. seldi húsið svo
á 57,5 milljónir til dótturfélags síns,
G21 ehf., í byrjun þessa mánaðar.
Samkvæmt ársreikningi Festis
fyrir árið 2012 átti félagið ríflega 2,2
milljarða króna eignir í lok þess árs.
Félagið skuldaði þá ríflega 1,8 millj
arða króna.
Eignamikill en bíður dóms
Ólafur Ólafsson fjárfestir er ennþá
eignamikill þrátt fyrir að hafa tapað
verulegum eignum í hruninu árið
2008 og eftir það, meðal annars stór
um hlut í Kaupþingi og um þriðj
ungshlut í útgerðarfélaginu HB
Granda. Ólafur á ennþá skipafélagið
Samskip og hluti í ýmsum öðrum fyr
irtækjum, auk áðurnefnds fasteigna
félags sem er mjög burðugt.
Þrátt fyrir eignirnar bíður Ólafur
hins vegar endanlegs dóms í Al
Thanimálinu svokallaða en Hæsti
réttur Íslands á eftir að taka málið fyr
ir. Í desember í fyrra var hann dæmd
ur í óskilorðsbundið fangelsi í þrjú ár
og sex mánuði fyrir aðild sína að mál
inu sem snýst um markaðsmisnotk
un með hlutabréf í Kaupþingi fyrir
hrunið 2008. n
Bættu við þremur milljörðum
Fyrirtæki Heiðars Más og lífeyrissjóðanna sem keypti í HS Veitum
F
yrirtækið sem fjárfestirinn
Heiðar Már Guðjónsson fer fyr
ir sem keypti ríflega þriðjungs
hlut í HS Veitum af sveitarfélög
um á Reykjanesi í febrúar hækkaði
hlutafé sitt um rúmlega 3,1 millj
arð í maí síðastliðnum. Þetta kemur
fram í skjali um hlutafjáraukninguna
sem aðgengilegt er hjá embætti rík
isskattstjóra. Heiðar Már er einn af
eigendum félagsins, sem nú heitir
HSV eignarhaldsfélags slhf., ásamt
Tryggingamiðstöðinni og nokkrum
lífeyrissjóðum. Kaupin vöktu tals
verða athygli fyrr á árinu og þá sér
staklega samstarf Heiðars Más
og lífeyrissjóðanna en fjárfestir
inn er fyrrverandi starfsmaður fjár
festingarfélag Björgólfs Thors Björg
ólfssonar, Novator. DV hefur meðal
annars greint frá tillögum hans um
að fyrirtæki Björgólfs Thors ættu að
taka stórfellda stöðutöku gegn ís
lensku krónunni á árunum fyrir
hrunið 2008. Þeir aðilar sem seldu
bréfin voru nokkur sveitarfélög á
Suðurnesjum og Orkuveita Reykja
víkur. Í fréttum kom fram að fyrir
tæki Heiðars Más hefði það að mark
miði að fjárfesta í fyrirtækjum sem
starfa í „grunnþjónustu“ samfélags
ins og að „hagnast á slíkum kaupum“.
Samkeppniseftirlitið taldi ekki þörf á
að aðhafast neitt út af fjárfestingu fé
lagsins í HS Veitum og var gengið frá
hlutafjáraukningunni í kjölfarið. n
ingi@dv.is
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Deilur um húsið Deilur hafa komið upp vegna stækkunar hússins í Garðastræti um eina
hæð. MYND HORDUR SVEINSSON
Keypt á 49 milljónir
Félag Ólafs Ólafssonar
keypti húsið í Garða-
stræti á 49 milljónir í
fyrra. Verðgildi hússins
eykst verulega við
stækkunina enda 200
fermetrum bætt við.
MYND SIGTRYGGUR ARI
„Þannig
er þetta
per sónu lega
óþolandi
Hlutafé aukið um
þrjá milljarða
Hlutafé fyrirtæk-
is Heiðars Más
Guðjónsssonar og
lífeyrissjóðanna var
aukið um rúmlega
þrjá milljarða króna
fyrr á árinu.
MYND SIGTRYGGUR ARI