Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Side 8
Helgarblað 26.–28. júlí 20148 Fréttir Svarti listinn í Boltalandi n Ikea heldur úti bannlista n Esther segir Sunnevu mismunað vegna fötlunar H úsgagnaverslunin Ikea heldur lista yfir þau börn sem er bannaður aðgang- ur að ævintýraskóginum Småland sem gjarnan er nefnt Boltaland. Esther Ósk Her- vas segir að dóttur sinni, Sunnevu Líf Egilsdóttur sem er fötluð hafi verið meinaður inngangur á sín- um tíma eftir að hún vildi ekki fara úr Boltalandi. Hún segir dóttur sína ekki hafa skilið hvers vegna hún mætti ekki fara í Boltaland lengur. Þjónustufulltrúi Ikea segir versl- unina halda lista yfir þau börn sem bönnuð eru í Boltalandi. Það þurfi yfirleitt þrjú skipti til að börn komist á listann. Meinaður aðgangur „Við höfðum farið þarna nokkrum sinnum og það hafði alltaf ver- ið fínt í gegnum árin. Fötlun henn- ar sást ekki þá því hún var svo lítil. Í eitt skiptið varð hún hins vegar eitthvað erfið, hún vildi ekki fara úr Boltalandi,“ segir Esther Ósk þegar hún ætlaði að sækja dóttur sína á leiksvæðið eftir verslunarleiðangur í Ikea fyrir fjórum árum. „Þau vildu ekki hleypa mér að til að ná í hana því þau sögðu að það væri bannað að foreldrar færu inn. Það var auð- vitað vesen því hún vildi ekki hlýða þeim,“ segir Esther en eftir að hún útskýrði fyrir starfsmönnunum að dóttir hennar væri með Downs-heil- kenni og einhverfu, fékk hún að fara inn fyrir girðingu leiksvæðis Ikea, sem gjarnan er kallað Boltaland, og sækja dóttur sína sjálf. Þegar Esther yfirgaf svæðið og hélt heim á leið með dóttur sína bjóst hún ekki við því að þetta litla atvik hefði þau áhrif að dóttur henn- ar yrði alfarið bannaður aðgangur í Boltalandi til frambúðar, enda er ekki óalgengt að börn, hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð, eigi það til að neita að yfirgefa aðstæður þegar gaman er. Slík ágengnisatvik eiga sér einstaka sinnum stað hjá hinum ýmsu börnum. Þegar Esther sneri aftur stuttu seinna og ætlaði að skrá Sunnevu inn í Boltaland sótti starfsmaður- inn á svæðinu yfirmann til þess að tilkynna Esther að Sunneva væri nú komin á bannlista í Boltalandi. „Eft- ir það vildu þau ekki hleypa mér inn. Mér var sagt að þau væru ekki með sérþekkingu til þess að hugsa um svona fötluð börn. Hún auðvitað var rosalega sár og grét,“ segir Esther Ósk. „Ég hef oft farið með hana þegar hún var yngri þá var aldrei sett út á þetta. Þau auðvitað vissu ekki að hún væri fötluð. Um leið og ég til- kynnti að hún væri fötluð, hefur hún ekki fengið að fara,“ segir Esther. Skilur ekki af hverju hún má ekki fara inn „Þeir hafa ekki hleypt henni inn í fjögur eða fimm ár,“ segir Esther sem reynir ekki lengur að fá inngöngu fyrir Sunnevu í Boltaland eftir að hún var sett á bannlista. Fyrir vikið hefur henni reynst erfitt að fara í almennar verslunarferðir í Ikea með dótturina meðferðis, því Sunneva sækir sífellt í leiksvæðið. „Hún auðvitað vill fara í leikveröldina. Hún náttúrlega skilur ekki af hverju hún má ekki fara inn,“ segir Esther. Henni þykir sú afsökun starfs- mannanna að þeir hafi ekki sérþekk- ingu ódýr skýring, enda sé Sunneva sjaldan til vandræða á slíkum leik- svæðum. „Þetta eru auðvitað bara venjuleg börn eins og önnur börn, það þarf enga sérfræðiþekkingu til að hugsa um þau. Ekki er ég búin að fara á námskeið til að hugsa um barnið mitt,“ segir Esther en Sunn- evu var aldrei neitað um aðgang að leiksvæðum Kringlunnar eða Smára- lindar, þrátt fyrir að hún hafi tilkynnt þeim þar um fötlun stelpunnar. „Aldrei verið neitt vesen þar, bara í Ikea,“ segir hún. Fleiri lent í hinu sama erlendis Ástæða þess að Sunneva kemur fram með málið fjórum árum seinna er vegna sams konar máls sem kom upp í Ikea í Svíþjóð fyrir stuttu. Þar hefur fjölskylda fatlaðs drengs ítrek- að lent í því að honum er neitað um aðgang inn á leiksvæðið, á meðan ófötluð systkini hans fá að fara inn. Í eitt skiptið bauð sumarstarfsmaður stráknum inngöngu að fyrrabragði og hefur þakklætissaga móður hans farið víða í fjölmiðlum. Sagan hreyfði við Esther. „Þegar ég sá greinina hugsaði ég að þau á Íslandi ættu að taka þetta til fyrirmyndar. Það hafa greinilega fleiri lent í þessu en ég,“ segir Esther. Ikea heldur úti bannlista „Við tökum við öllum börnum nema það þurfi að fylgjast sérstaklega mik- ið með þeim,“ segir þjónustufulltrúi Ikea í samtali við DV, aðspurð hvort fötluð börn séu leyfileg í Boltalandi Ikea. „Við tökum hreyfihamlaða og fólk með Downs, eða ég hef allavega sjálf hleypt þeim inn. Annars láta for- eldrar okkur vita ef það er eitthvað sem þarf að fylgjast sérstaklega mik- ið með,“ segir hún. Hún kannast ekki við mál Esther- ar og þykir einkennilegt að Esther hafi fengið þetta viðmót, enda þurfi mikið til svo barni sé neitað um inn- göngu til frambúðar. „Það þarf oftast þrjú skipti af því að barnið sé erfitt, til þess að það sé algjörlega bannað í Boltalandi. Ef börnin eru erfið og við þurfum að hafa athygli okkar á einu barni allan tímann þá eru þau bönnuð, þá er ég ekki bara að tala um fötl- uð börn,“ segir þjónustufulltrúinn en sú stefna á jafnt við um öll börn, hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð. Þjónustufulltrúinn svarar því játandi að til sé skjalfestur listi yfir þau börn sem fái endanlegt bann á leiksvæðið. Hann sé geymdur inni á skrifstofu. Strákahópur settur í straff Framkvæmdastjóri Ikea, Þórar- inn Ævarsson, kannast ekki við það þegar Sunnevu var meinaður að- gangur. Hann muni þó eftir einu máli þar sem strákahópur hafi ver- ið settur í straff. „Það er fyrir ítrekuð brot. Þar sem krakkarnir eru hrækj- andi á starfsfólk og lemjandi önnur börn. Og það hefur gerst ítrekað, aft- ur og aftur. Og þegar búið er að tala við foreldra og tala við börnin. Það er kannski svona ár síðan þessir strákar voru settir í straff,“ segir hann. Aðspurður hvort Ikea taki síður við fötluðum börnum segir hann það ekki vera svo, tekið er við öllum börn- um sem séu sjálfbjarga. „Svo fram- arlega sem krakkarnir geti séð um sig sjálf. Við erum ekki með fóstru eða sjúkraþjálfara í vinnu þarna, við erum með einn starfsmann á 10 börn. Það er gert ráð fyrir því að þau börn sem eru þarna, frá 3–9 ára, geti séð um sig að mestu leyti. Við erum ekki að skipta á börnum þarna, aldurinn er þannig að það er ekki gert ráð fyrir því að þau séu með bleyju. En ef það kæmi krakki með Downs-heilkenni og gæti funkerað án þess að það þyrfti að styðja hann er ekkert því til fyrirstöðu að hann kæmi þarna inn,“ segir hann. Þótt framkvæmdastjórinn kann- ist ekki sjálfur við mál Sunnevu og Estherar neitar hann ekki að það hafi átt sér stað, enda stór vinnu- staður „Ég ætla ekki að útiloka eitt eða neitt. Þetta er stórt hús og mik- ið að gerast hérna, en ég man ekki eftir þessu máli. Það eru bara þess- ir strákar sem ég veit um sem ég get staðfest að voru settir í straff því þeir voru ekki húsum hæfir.“ Framkvæmdastjóri segir listann ekki til „Það er enginn svartur listi í raun. Starfsmennirnir vita bara hvaða krakkar þetta eru. Það er enginn listi til,“ segir Þórarinn aðspurður um til- vist umrædds bannlista. Aðspurður út í ummæli þjón- ustufulltrúa þess efnis að skrifleg- ur listi væri geymdur inni á skrif- stofu kannast hann ekki við slíkt. „Það er eitthvað meira en ég veit, ég veit bara að starfsfólkið í Boltalandi þekkir bæði foreldrana og strák- ana í sjón, og ef það telst vera listi að vita hvernig einhver lítur út þá er það bara þannig. Ég kannast ekki við að neinn listi sé til,“ segir hann að lokum. n Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is „Hún auðvitað var rosalega sár og grét“ Sunnevu þótti miður að geta ekki farið í Boltaland. Mæðgurnar Esther segir veru Sunnevu ekki hafa verið vandamál í leiksvæði Kringlunnar og Smáralindar. Svartur listi Ef börn eru láta illa þrisvar sinnum fara þau á svartan lista og komast ekki í Boltaland. „Múlatta“ gagnrýni „fráleit“ Haraldur Johannessen, rit- stjóri Morgunblaðsins, ásamt Davíð Oddssyni, segir í sam- tali við fréttastofu RÚV að gagn- rýni á notkun orðsins „múlatti“ í leiðara blaðsins vera „fráleita“. Í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um helgina var Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, lýst sem „múlatta“. Reykjavíkur- bréf Morgunblaðsins er ritað af ritstjórum blaðsins, þó yfirleitt Davíð Oddssyni í seinni tíð. Krist- ín Loftsdóttir, prófessor í mann- fræði, segir í samtali við RÚV að orðanotkunin feli í sér úrelta hugmynd um flokkun mannkyns eftir kynþætti. Færri fá bætur og fleiri borga auðlegðarskatt Fjölskyldum sem fá vaxtabætur fækkaði um 6,6 prósent og þeim sem fengu barnabætur um 5,6 prósent milli áranna 2012 og 2013. Bætur vegna vaxtagjalda af íbúðarlánum námu 8 millj- örðum króna árið 2013, sem er 8,4 prósentum minna en árið áður. Þá námu barnabætur 9,5 milljörðum og lækkuðu þó nokkuð milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá ríkisskattstjóra vegna álagningar opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014. Á sama tíma greiddu 6.534 aðilar alls 6,2 milljarða króna í auðlegðarskatt af eignum um- fram 75 milljónir króna. Þetta er 10,4 prósentum hærri upp- hæð en árið áður. Viðbótarauð- legðarskattur á hlutabréfaeign var þá lagður á 5.735 Íslendinga, samtals 4,7 milljarðar króna, sem er 35,3 prósentum meira en árið áður. Skatturinn sem var settur á tímabundið árið 2010 til fjögurra ára hefur ekki verið framlengdur af nýrri ríkisstjórn og verður innheimtur í síðsta skipti nú í ár. Mesta breytingin milli 2012 og 2013 á sér stað í tekjum af söluhagnaði, en þær hækk- uðu um 124,3 prósent, úr 8,6 í 19,2 milljarða króna. Þeim sem greiða tekjur af útleigu fasteigna eða eignaréttinda fjölgar um 300 manns, eða 4,4 prósent milli ára. Þrátt fyrir það lækka leigu- tekjur um 1,6 prósent milli ára og nema 9 milljörðum króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.