Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2014, Qupperneq 16
Vikublað 29.–31. júlí 201416 Fréttir Erlent Undir hæl nýs rússlands n Rússar fá frönsk flugmóðurskip þrátt viðræður um nýtt evrópskt vopnasölubann n Viðskiptasamningur upp á 200 milljarða króna n Hagsmunir Frakklands gríðarlega miklir F ramkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins lagði fram til- lögu fyrir sendiherra að- ildarríkjanna 24. júlí þar sem mælt er fyrir því að inn- leiddar verði svokallaðar „þriðja stigs þvingunaraðgerðir“ gegn fjármála-, hernaðar-, hátækni- og orkugeiranum í Rússlandi. Búist var við því að þessar aðgerðir yrðu kynntar að fundinum loknum en afgreiðsla málsins tafðist vegna mikillar andstöðu og ágreinings að- ildarríkja um markmið og útfærslu. Er nú óljóst hvort og hvenær þess- ar aðgerðir fást samþykktar. Náist samstaða um þetta mál er talið að endanlegur samningur verði mun léttvægari en ella og skjóti skjóls- húsi yfir sérhagsmuni einstakra Evrópuríkja. Útflutningur hergagna Í fyrra var virði milliríkjaviðskipta Frakklands og Rússlands rúmir þrjú þúsund milljarðar króna. Þessi útflutningur samanstendur að stórum hluta af tækjum sem gagn- ast í hernaði og flytur Frakkland mest Evrópuríkja út af hergögnum til Rússlands. Í nóvember á þessu ári eiga Frakkar að afhenda Rússum full- búið flugmóðurskip og annað eins í byrjun næsta árs. Samningur þessa efnis var undirritaður af sjálf- um Frakklandsforseta, sem þá var Nicolas Sarkozy, og jafngilti um tvö hundruð milljörðum króna. Hvort þessara flugmóðurskipa getur tekið 450 hermenn, sextán þyrlur og um sjötíu farartæki, þar með talið um 15 vígbúna skrið- dreka. Þau geta siglt allt að tíu þús- und kílómetrum án enduráfyllingar á eldsneyti og geta landað hersveit- um beint á áfangastað. Skipin geta einnig nýst í borgaralegum tilgangi, svo sem við björgunarstörf. Endurnýjun flotans Í samningnum var jafnframt gert ráð fyrir smíði tveggja Mistral-skipa til viðbótar fyrir aðra eins upp- hæð sem rússneska varnarmála- ráðuneytið krafðist að yrði gert á Kotlin-eyju í Eystrasalti, samhliða umfangsmikilli endurnýjun á flota landsins. Samningurinn er talinn vera stærsta einstaka fjárfesting sem rússneski flotinn hefur ráðist í, en Rússar hafa nú þegar greitt fyr- ir fyrsta hluta verksins. Franski sjó- hergagnaframleiðandinn DCNS hefur yfirumsjón með verkefninu. „Samningurinn var undirritaður árið 2011 og skipið er nærri því reiðubúið til afhendingar. Hvers konar takmarkanir verða að vera ákveðnar af Evrópusambandinu og eiga aðeins við framtíðarviðskipti,“ sagði Francois Hollande, Frakk- landsforseti, í yfirlýsingu í síðustu viku og lagði áherslu á að Rúss- ar hefðu hingað til staðið við allar sínar skuldbindingar. „Við munum fylgjast með því hvort þeir fari illa að ráði sínu,“ sagði hann. Hagsmunir og þvinganir „Skaði Rússlands yrði 99 pró- sentum minni en Frakklands yrði samningurinn afturkallaður í ljósi þess að við getum krafist endur- greiðslu og Frakkar þyrftu að taka undirstöðurnar, sem rússneska fyr- irtækið Baltzavod hannaði, í sund- ur,“ sagði Dmitry Rogozin, að- stoðarforsætisráðherra Rússlands. Hugsanlega yrði hægt að leggja þungar sektir á aðila sem brytu gegn vopnasölubanninu yrði það að veruleika en í viðtali við franska blaðið Les Echos í mars gaf Jean- Yves Le Drian í skyn að Frakkar gætu áfram selt Rússum tæki sem hægt er að nota í hernaði, svo lengi sem þau innihéldu ekki vopnin sem slík. „Við afhendum tæki til borgaralegra nota. Þetta er staðreynd. Viðskipta- vinurinn ákveður svo hvort hann vilji búa skipin vopnum.“ Bresk stjórnvöld hafa skellt skuldinni á Frakka og sagt að ef ekki hefði verið fyrir andstöðu þeirra væri hægt að innleiða harðari þvingunar- aðgerðir gegn Rússum. En Bretar þurfa að vernda sína eigin hags- muni alveg eins og Hollendingar, Þjóðverjar og Ítalir. Alhliða takmark- anir á fjármagnsflutningum hefðu mikil áhrif á fjármálamiðstöðina í Lundúnum, rússnesk fyrirtæki eins og Rosneft og Gazprom halda úti starfsemi í Hollandi og Þjóðverjar og Rússar hafa átt mikil viðskipti í orkugeiranum. Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Rússlands frá 2012 námu fjárfestingar í Hollandi um tíu þúsund milljörðum króna. Að- eins Kýpur naut meiri fjárfestinga af hálfu Rússa. Drögunum lekið Í minnisblaði sem Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, kynnti fyrir sendiherrum þess 24. júlí sagði hann aðildarríkin þurfa að ákveða hvernig skuli afgreiða þá samninga sem nú þegar eru í gildi í innflutn- ingi og útflutningi. Setja mætti inn varnagla um framkvæmd samninga sem hafi verið undirritaðir fyrir skil- greinda dagsetningu. Hátæknivörur í gasiðnaði voru fjarlægðar úr drögum að tillögunni fyrir fundinn en Bandaríkin leggja þunga áherslu á að innleiða þvingan- ir í orkuiðnaði. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að innleitt verði nýtt kerfi þar sem leita þarf heimilda fyrir sölu þeirra tækja sem yrðu nefnd í reglugerðinni. „Opinber stjórnvöld geta hafnað því að veita útflutningsheimild fyrir skil- greindar hátæknivörur sem nota má í verkefnum í djúpsjávarborunum, heimskautarannsóknum og olíu- vinnslu.“ Helstu breytingarnar yrðu þó lík- lega í fjármálageiranum, þar sem evrópskum aðilum er bannað að sýsla með skuldabréf í eigu opin- berra rússneskra bankastofnana. Þetta gæti haft umtalsverð áhrif, því árið 2013 var helmingur þessara skuldabréfa gefinn út á Evrópu- markaði. Eignir frystar Allt frá því Krímskagi var innlimað- ur í Rússland og aðskilnaðarsinn- ar tóku völdin í eystri héruðum Úkraínu hefur Evrópusambandið haldið úti þvingunaraðgerðum gegn einstaklingum sem taldir eru grafa undan landyfirráðum Úkraínu með stuðningi Rússa. Frysta má eigur þeirra og banna þeim inngöngu í Evrópusambandið. Þessar þvingunaraðgerðir hafa reglulega verið uppfærðar eða þeim breytt og á föstudag samþykkti ráð- herraráð Evrópusambandsins svo víðtækari skilgreiningar á þeim einstaklingum og lögaðilum sem beita má þvingunum. Nú hefur að- skilnaðarhópum og fyrirtækjum verið bætt á þennan svarta lista, þar á meðal eru vígahópar sem liggja undir grun um að hafa grandað malasísku farþegaþotunni MH17 fyrr í þessum mánuði. Ísland og Noregur hafa fram að þessu inn- leitt þvingunaraðgerðir Evrópusam- bandsins að fullu. Á sama tíma hefur stjórnmála- og efnahagsástandið í Úkraínu að- eins versnað og ríkisstjórn Arseniy Yatsenyuk baðst lausnar frá völdum í síðustu viku. „Samsteypustjórn- in hefur liðast í sundur, lög bíða af- greiðslu, ekki er hægt að borga her- mönnum laun, engir peningar eru til að kaupa riffla, ómögulegt er að koma upp gasbirgðum. Hvaða möguleika höfum við?“ sagði hann við úkraínska þingmenn. n Fjölnota herskip Flugmóðurskipin taka tugi þyrla og farartækja. Róbert Hlynur Baldursson skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.